Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Page 29
ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1988. 29 LífsstOl Hækkun bifreiðatiygginga: Bifreiðaeigendur dol- fallnir yfir háum iðgjöldum Tölur frá Iryggingafélögunum sýna að mikið tap er á rekstri bifreiðatrygg- inga. Ábyrgð hefur einmitt farið einna verst út úr þessum rekstri. Neytendur þurfa hins vegar að halda þessum rekstri gangandi með hærri iðgjöldum. Uftr^ngai:ÉUgið Hp Tiyggingariðgjald: Hátt hlutfall af kaupverði nýs Er hlutfallið milli kaupverðs bíla og tryggingariðgjalds er skoðað kemur margt einkennilegt í ljós. Þannig þarf oft að greiða meir í tryggingar en sem nemur kaup- verði gamals bíls og ef keyptur er nýr er iðgjaldið mjög há prósenta af kaupverði. Svo dæmi séu tekin þá er einn af ódýrari bílum en jafnframt með- al þeirra mest seldu á markaðnum af gerðinni Skoda. Nýr kostar Skoda af geröinni 105 kr. 187 þús- und og er þá búið að greiða skrán- ingu, þungaskatt og ryðvörn af bílnum. Ef kaupandi slíkrar bif- reiðar er með 40% bónus hjá tryggingafélagi þarf hann að greiða í iðgjöld kr. 26.635, eða 14,25% af bfls andvirði bílsins. Hann er því búinn að tvígreiða bílinn á örfáum árum með því að tryggja. Annað svipað dæmi eru Lada bif- reiðir. Þessar bifreiðir eru einnig á mjög lágu verði og seljast mjög vel. Þær eru hins vegar þyngri og þarf því að greiða af þeim hærri iðgjöld. Þannig kostar ný Lada 1200 kr. 197.792 með skráningu og kílóa- gjaldi. Sé greidd af þessari bifreið trygging með 40% bónus þá er ið- gjaldið kr. 33.196, eða um 16,8% af andvirði bifreiðarinnar. Mönnum hrýs hugur viö því að greiða slíkt iðgjald, enda í mörgum tilfellum komið fast upp að bensín- rekstrarkostnaði bifreiðarinnar. -PLP Bifreiðatiyggingar: Hvert ökutæki í landinu veldur 10.800 kr. tjóni Ef teknar eru tölur yfir heildar- kostnað tjóna í landinu áriö 1987 kemur í Ijós að kostnaðurinn er metinn 1.300 milljónir króna. Iðgjöld eru greidd af u.þ.b. 120 þúsund ökutækjum þannig að hvert þeirra hefur valdið 10.800 kr. tjóni áö meðaltali. Erlendur Lárusson, forstööu- maður Tryggingaeflirlitsins, sagði i samtali við DV a& tilkynnt tjón hefðu veriö um 1.300 á árinu. Þetta jafngildir þvi að tíundi hver bíll í landinu hafi valdiö tjóni á árinu. -PLP Nú, er iðgjöld bifreiða hafa hækkað stórkostlega, hafa viðbrögð neytenda ekki látið á sér standa. Má segja aö allt frá því þeir fyrstu fóru að fá gíróseðla með iðgjöldum hafi síminn ekki stoppað hjá neytendasíðu í sam- bandi við þessi mál. 98% hækkun iðgjalda Og kannski ekki nema von. Gefið hafði verið í skyn að iðgjöld myndu hækka um 65% og þótti ýmsum nóg um. Nú hefur hins vegar komiö á daginn að hækkunin nam raun- verulega um 98%. Þetta er vegna þess að ábyrgðartrygging breytist með nýju umferðarlögunum, t.d. er komin ný trygging inn í pakkann sem er ökumannstrygging. Einnig virðist sem ekki sé í boði nein sjálfs- ábyrgð og hlýtur það að hækka tjónakostnað tryggingafélaganna til muna. Þau virðast þó einhverra hluta vegna ekki vera reiðubúin til þess að bjóða aukna sjálfsábyrgð gegn lækkun iðgjalda ef undan er skiliö Brunabótafélag íslands, en það félag sendi fyrirspurn til fólks um hversu mikla sjálfsábyrgö það væri reiðubúið til að taka á sig gegn lækk- un iðgjalda. Ef umferðarlögin hefðu hins vegar veriö óbreytt hefði.hækkunin numið um 70% að sögn Erlends Lárussonar, forstöðumanns Tryggingaeftirlits- ins. Neytendur Iðgjöldin hærri en verð bílsins Það er þó staðreynd að með þessum nýju iðgjöldum þarf fólk í mörgum tilfellum að greiða hærri iðgjöld af bifreiðatryggingum en sem nemur andvirði ökutækisins. Þannig heyrðum við af unglings- strák sem ekur um á '74 árgerðinni cif Chevrolet Nova. Hann er með 40% bónus af iðgjöldum og þarf að greiða kr. 35 þúsund í iðgjöld. Við þetta bætist svo hinn nýi þungaskattur sem gerir það að verkum að hann þarf að borga um 40 þúsund krónur á ári af bílnum. Strákur er í skóla og gerir sér ekki vonir um meira en 40 þúsund króna mánaðarkaup í sumarvinnunni. Hann þarf því að greiða sem nemur mánaöarkaupi af sumarhýrunni í það eitt að eiga bílinn og greiða af honum tryggingariðgjald. Á móti kemur að ódýrt ökutæki getur valdiö alveg jafnmiklum skaða og dýrt. Ef litið er á röksemdafærslu trygg- ingafélaganna fyrir þessari hækkun kemur í ljós aö ein helsta röksemdin ér sú að tjón hafi aldrei verið fleiri og að þjónusta verkstæðanna hafi hækkað um sem nemur 65% síðan í fyrra. . Aldrei meiri bílaeign Á móti kemur að bílaeign hefur aldrei verið meiri, en aukin bílaéign hlýtur að leiða af sér auknar tekjur í iðgjöldum. Einnig er ljóst að þótt slysum hafi fjölgað stórkostlega þá er það ekki í neinu samræmi við fjölgun bifreiða á götunni, þeim hef- ur fjölgaö mun hraöar en slysunum. Tryggingafélögin mega því vel við una, eða það skyldi maður ætla. En ekki aldeilis. Séu ársskýrslur Tryggingaeftirhtsins skoðaðar kem- ur í ljós að tap er töluvert á þessum tryggingum því reiknuð tjón nema mun hærri upphæð en iðgjöld. Tjónahlutfall yfir 100% Svo dæmi séu tekin þá voru reikn- uð heildartjón árið 1986 alls upp á 829 milljónir meðan að iðgjöld námu 752 milljónum. Þetta gerir það að verkum að tjónahlutfall var á árinu 110,2%. Þessar tölur voru lagðar fram til að réttlæta 19% iðgjalda- hækkun í fyrra. Árið 1987 var tjónahlutfallið mun hærra. Samkvæmt mati þá var heild- artjón árið 1987 kr. 1.300 milljónir. Iögjaldagreiðslur námu 1045 milljón- um sem gerir það að verkum að tjónahlutfall er alls 124%. Hækkun byggð á ónákvæmu mati Að sögn Erlends Lárussonar, for- stöðumanns Tryggingaeftirlitsins þá eru tölur þessar byggöar á mati og spurning hve réttar þær eru. Það tekur mörg ár að fá inn endanlegar tölur og er Tryggingaeftirlitið þessa dagana að fullvinna tölur fyrir árið 1983. -PLP Lada bilreiðar hafa selst eins og heitar lummur hér á landi enda verðið lágt. Ætli kaupendum slíkra bifreiða hafi ekki brugðið i brún er þeir fengu rukkun frá tryggingafélögunum upp á upphæð sem nemur riflega 1/6 hluta kaupverðs nýrrar Lödu? VISA OG EURO Sólbaðsstofa Ástu B. Vilhjálms Grettisgötu 18 - sími 28705 24 tímar aðeins 2.200 krónur Nvíar I Hxar annars staðar er ^ j JaA ^það betra og ódýrara? perur ÍVERIÐ VELKOMIN ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI ATH! Tilboðið stendur áfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.