Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1988. Lífsstfll Benedikt Eyjólfsson við Toyotajeppa sem hann er að láta setja loftlæsingu , I þannig að hægt sé að læsa drifinu með því að ýta á einn takka. Slík loft- læsing kostar um áttatiu þúsund krónur, og er þá vinnan ekki innifalin. DV-mynd KAE Islendingar hafa alltaf verið með bíladellu - segir Benedikt EyjóHsson, verslunareigandi og fyrrverandi jeppadellukari „Islendingar hafa alltaf verið meö biladellu en hún hefur aukist til muna síðustu árin. Sérstaklega er það jeppaáhuginn sem hefur aukist og er það ekki síst vegna þess að varahlutir í jeppana og þá aðallega dekk hafa orðið ódýrari," sagði Ben- edikt Eyjólfsson, fyrrverandi jeppa- dellukarl og margfaldur íslands- meistari í torfæruakstri og sandspyrnu, en Benedikt rekur nú Bílabúð Benna. „Mér finnst ralhð og kvartmílan frekar vera á undanhaldi en hins vegar blómstrar áhugi manna á jepp- um. Jeppaferðir og íjallamennska eru að rnínu mati líka heilnæmastar bílaíþróttanna. En ástæðan fyrir því að rall og kvartmiluáhugi hefur minnkað held ég að sé sú að ekki er keppt í byrj- endaflokkum. Það fælir áhugasama byrjendur frá keppni að þurfa sífellt að vera að etja kappi við toppmenn- ina. Þess vegna verður endurnýjunin í íþróttunum svona lítil,“ sagði Ben- edikt. - Er það ekki dýrt sport að vera bíladellukarl? „Það fer náttúrlega eftir þyí hvað menn vilja leggja í bílaná. Ég held að það sé til dæmis ekki ódýrara að vera með grasmótora! Hvað kostar ekki virkilega góður gæðingur, hest- hús, fóður og umhirða? Ég held það sé sama hvaða áhugamál menn velja sér. Ef þeir vilja leggja mikið í það þá er kostnaðurinn mikill. Það getur Benedikt við eitt voldugasta jeppadekkið og er það greinilega vel við vöxt. verslun sinni, 44 tommu dekk, DV-mynd KAE Fjölskyldulíf og bíladella fer ekki vel saman „Það fer mikil vmna í bílinn hjá mér. Ég fékk hann í haust og ég er búinn að gramsa mikið í honum og á mikið eftir enn. Það liggja ör- ugglega nokkur hundruö vinnu- stundir í tækinu áður en það verður tilbúið en þá á bíllinn líka örugglega eftir að gera góða hluti á kvartmílubrautinni í sumar," sagði Stefán Bjömsson, 22 ára gam- all Seltirningur sem aö eigin sögn er mikill bíladellukarl. „Það eru þó margir miklu meiri dellukarlar en ég í þessum „bransa“, miklu heitari kvartmílu- menn. Þeir nota allar frístundir sinar undir og ofan í bílunum en ég leyfi mér þó einstaka sinnum að fara í bíó og á böll." Stefán sagöist hafa keypt sér Camaro árgerð ’68 í haust. Bíllinn hefði verið illa farinn og mikiö þurft að lappa upp á hann og gera breytingar. „Nú er bUlinn með 350 kúbíka „small block'* vél, útboraða og „túnaða“. Þá er hann að sjálfsögðu meö heitan knastás og harða sjálf- skiptingu. Það liggur mikil vinna að baki þessum breytingum og viðgerðum en þetta margborgar sig því þetta er svo rosalega skemmtilegt og ég tel það ekki eftir mér þótt flestar mínar frístundir fari í bilinn. Það er allt í lagi að eyða nokkrum árum í svona áhugamál. Ég er ókvæntur og get því léyft méf aö fara með fritíma minn eins og mig lystir en ég held að það sé erfltt að blanda saraan svona bíladellu og Qölskyldulífisagði Stefán. Steíán sagði að töluverðir íjár- munir lægju í svona ökutækjum - segir Stefán Bjömsson kvartmílumaður þegar þau væru tilbúin. „Ég gæti trúað að þetta kvartm- íludæmi mitt hafi kostaö mig ij ögur til fimm hundruð þúsund og þá er eigin vinna ekki 'reiknuð inn í dæ- mið. Minn bill mun keppa i flokki bíla sem hægt er að nota í um- ferðinni en þó hef ég ekki mikla trú á því að ég komi til með að nota Camaroinn mikið á rúntinum. Þó ekki væri fyrir annað en að hann eyðir 40-50 lítrum af bensíni á hundraði og mun meira ef ég gef hraustlega i.“ sagði Stefán Bjöms- son sem vinnur hjá Skeljungi og hlakkar mikið til að komast í kvartmílumót sumarsins. -ATA Stefán vlð bilinn sinn, Camaro '68, sem að hans sögn verður skæður í kvartmílunni i sumar. Hann á þó enn eftir að vinna mikið við bíllnn áður en hann verður komlnn í stand. DV-mynd GVA til að mynda verið rándýrt að safna frímerkjum!" Benedikt hefur um tólf ára skeið rekið Bílabúð Benna og bíladellu- karlar hafa í miklum mæli verslað við hann. „Mér finnst mikilvægt að menn, sem em að leggja bæði fyrirhöfn og peninga í að breyta bílunum sínum, athugi að þei'r eru að útbúa keðju og að engin keðja veröur sterkari en veikasti hlekkur hennar. Það þýðir ekki að vera með rosahlekki og hafa svo bréfaklemmur á milli. Það koma margir til mín og biðja um feiknar- lega sterkar vélar eða blöndunga eða hvað sem er og þegar ég spyr til dæmis hvernig drif þeir séu með, öxla eða hedd, þá vita þeir það ekki nákvæmlega eða þá að augljóst er að bílarnir myndu ekki þola nýju hlutina nema allri keðjupni væri skipt út. Þetta er í raun eins og lyft- ingamaður sem gleymir að þjálfa lappirnar. Það hafa margir kvartmílumenn farið flatt á þessu og því hafa bílam- ir staðið mánuðum og árum saman í bílskúruhum án þess að vera full- gerðir. Ég tel að seljendur varahluta í svona tæki eigi um leið að vera ráðgefendur sem ráði viðskipta- mönnum sínum heilt.“ - Ertu sjálfur búinn að missa jeppadelluna? „Nei, en ég hef hreinlega ekki haft tíma til að sinna þessu áhugamáli sem skyldi undanfarin ár. Ég varð á sínum tíma íslandsmeistari þrjú ár í röð í torfærukeppni og í tvö ár í röð íslandsmeistari í sandspyrnu. Jeppamennskan og fjallaferðir eru smitandi sjúkdómur en um leið heil- brigt sport og ég reyni að skreppa í slíkar ferðir stöku sinnum. Jeppa- ferðirnar eru sannanlega góð fjöl- skylduíþrótt en þaö er erfiöara að gera kvartmíluna að áhugamáli íjöl- skyldunnar á sama hátt. Kvartmflan er hins vegar góð prófraun á eigin vinnu, það sem eigandinn hefur ver- ið að dunda sér við í bílskúrnum vikum og mánuðum saman, en í jeppamennsku er þetta meira undir ökumanninum sjálfum komið og frammistöðu hans við stýrið,“ sagöi Benedikt Eyjólfsson. -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.