Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Page 36
36
ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1988.
Jarðarfarir
Fundir
Fréttir
ITCdeildin Irpa
heldur fund kl. 20 í kvöld, 8. mars, í Síðu-
múla 17. Sigríður Hannesdóttir heldur
námskeið í leikrænni tjáningu.
Kvennadeild Flugbjörgunar-
sveitarinnar
verður með félagsfund miövikudginn 9.
mars kl. 20.30. Vigdís Guðbrandsdóttir
verður með litgreiningu á fundinum.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
Kynningarfundur félagsins verður hald-
inn í safnaðarheimili kirkjunnar fimmtu-
daginn 10. mars kl. 20.30 (í norðurálmu).
Dagskrá verður flölbreytt, kaffi og að lok-
um hugvekja sem sr. Karl Sigurbjörns-
son flytur. Tilgangur fundarins er aö fá
áhugasamar konur til starfa í félaginu
en það vinnur að prýði og viðgangi Hall-
grímskirkju.
Afmælisfundur Kvenfélagsins
Seltjarnar
verður haldinn að Hótel Lind þriðjudag-
inn 15. febrúar kl. 19. Félagskonur hringi
í Unni og tilkynni þátttöku t síma 614791
fyrir fimmtudagskvöld.
Mannvirkjajarðfræðafélag
íslands
mun halda Træðslufund miðvikudaginn
- 9. mars kl. 17.15 í fundarsal Orkustofnun-
ar, Grensásvegi 9, 3ju hæö, um grunn-
vatn á Reykjanesskaga. Fyrirlesarar
verða Freysteinn Sigurðsson, jarðfræð-
ingur á Orkustofnun, sem mun fjalla um
grunnvatnsaðstæður og Snorri Páll Kjar-
an, verkfræðingur á Verkfræðistofunni
Vatnaskilum, sem mun flalla um grunn-
vatnsvinnslu á skaganum. Allir. vel-
komnir.'
Tapað fundið
Tara er týnd úr Kópavoginum
Tara er svört læða sem hvarf frá heimili
sínu, Kársnesbraut 45, Kópavogi, 3. mars
sl. Hún er ómerkt. Hún gæti hafa lokast
inni í bílskúr eða geymslu og er fólk í
nágrenninu vinsamlegast beðið að kíkja
í geymslur sínar. Upplýsingar í síma
45661 eða 15260 á daginn.
Tilkyimingar
Félag eldri borgara
Opið hús í Goöheimum, Sigtúni 3, í dag
kl. 14. Félagsvist. Kl. 17 söngæfing. Kl.
19.30 bridge.
Minningarkort Sambands
dýraverndunarfélaga íslands
fást í símum 12829 og 673265.
Bridgedeild Skagfirðinga
Síðastliöinn þriðjudag, 1. mars, lauk butl-
erkeppni félagsins með sigri Jóns
Þorvarðarsonar og Guöna Sigurbjarnar-
sonar en þeir leiddu keppnina frá
upphafi. Næst verður spilaður ijögurra
kvölda barometer sem hefst í kvöld,
þriðjudaginn 8. mars. Skráning er þegar
hafin. Skráning og þátttaka tilkynnist til
Hjálmtýs í síma 26877 eða 77057 svo og í
síma 687070 eða 35271 til Sigmars. Keppn-
isstjóri er Hjálmtýr Baldursson. Spilað
er í Drangey, Síöumúla 35.
Árshátíð Starfsmannafélags
Vegagerðar ríkisins
verður haldin í Risinu, Hverfisgötu 105,
laugardaginn 12. mars og hefst kl. 19.
Konur - nú er nóg komið
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann
8. mars efna ýmis samtök kvenna til bar-
áttufundar í Reykjavík. Fundurinn
verður að Hallveigarstöðum í kvöld, 8.
mars, og hefst kl. 20.30. í ár höldum við
8. mars í skugga ömurlegra kjarasamn-
inga sem færa stórum hluta kvenna fátt
annað en lengri vinnudag. Fundurinn aö
Hailveigarstöðum verður helgaður kjör-
um kvenna og möguleikum barna þeirra
í samfélaginu, hve mikið eða öllu heldur
hve lítiö tillit tekið er til þarfa barna.
Einnig hvernig samfélagið launar konum
að loknum verkdegi.
ÍCt:L/\í\ÍÍJAlR
Efnahagsbandalagið rætt á
þingi Norðuifandaráðs
Páll Vilhjálmsson, DV, Osló:
Aðalefni fyrsta fundar þings Norð-
urlandaráðs í Osló var almennar
umræður þar sem mikið var fjallaö
um Efnahagsbandalagið en í upphafi
fundar var forseti Norðurlandaráðs
kosinn, Norðmaðurinn Jan Per Syse.
í umræðunni bar mest á Efnahags-
bandalagi Evrópu og hvernig
Norðurlönd gætu best aðlagað sig
bandalaginu. Norðmenn standa
frammi fyrir þvi að lönd Efnahags-
bandalagsins verði einn heildar-
markaður um eöa eftir árið 1992.
Norrænu þingmennirnir höfðu
skiptar skoðanir um framtíðarstefnu
gagnvart Efnahagsbandalaginu.
Norðmenn eru taldir líklegir til að
ganga inn í bandalagið innan fárra
ára en Svíar þó sérstaklega. íslend-
ingar og Finnar sýna lítinn áhuga á
inngöngu.
Annaö mál, sem var áberandi í
máli þingmanna, var sameining
Norðurlandaþjóðanna á sviði sjón-
varpsútsendinga um gervihnött.
Formaður sænska íhaldsflokksins,
Karl Bildt, sagði það hneyksli að for-
sætisráðherrar kæmu sér ekki
saman um notkun á Tele-X en það
er norræni gervihnötturinn sem
áætlað er að skjóta upp á næstunni.
Eiður Guðnason, þingmaður Al-
þýðuflokksins, sagðist vona að
Tele-X áætlunin yrði ekki enn ein
hugmyndin sem lenti í hugmynda-
kirkjugarði Norðurlandaráðs.
Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra
gerði að umræðuefni samræmdar
norrænar umferðarreglur og sagði
íslendinga þegar hafa tekið skref í
þá átt með löggjöfinni sem tók gildi
1. mars. Jón lofaði einnig norræna
fjárfestingarsjóðinn sem hann þekk-
ir af eigin raun en Guðrún Helga-
dóttir, þingmaður Alþýðubandalags-
ins, sá ástæðu til að gera athugasemd
viö þessi lofsyrði Jóns.
í dag heldur almenn umræða
áfram á þingi Norðurlandaráðs og í
kvöld verður Thor Vilhjálmssyni af-
hent bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs með viðhöfn í Hljómleika-
höllinni í Osló.
Kvikmyndir
Laugarásbíó/Dragnet:
Afþreyingarformúla án ferskleika
Dragnet, bandarísk, frá 1987
Framleiðendur: Robert K. Weiss og
David Permut
Leikstjóri: Tom Mankiewicz
Handrit: Tom Mankiewicz, Dan Aykroyd
og Alan Zweibel
Aðalhlutverk: Tom Hanks, Dan Aykroyd,
Christopher Plummer o.fl.
Dragnet var á sínum tíma ein
vinsælasta sjónvarpssería vestan-
hafs á sama hátt og Hinir vamm-
lausu. Þessar tvær seríur eru af
sama toga, með öðrum orðum
lögguþættir sem nú hafa verið sett-
ir í búning kvikmyndar. Hvort
þetta er framtíðin skal ósagt látið,
en hins vegar er gangur mála sá
að ef einhver hugmynd hittir í
mark þurfa sem flestir kvikmynda-
leikstjórar að láta að sér kveða á
sömu nótum, samanber Víetnam-
myndaílóðið. Dragnet byggir á
sama grunni og löggumyndiT al-
mennt. Tveir háttsettir lögreglu-
menn berjast við illræmda maflu
sem er um það bil að leggja undir
sig borgina með svikum og prett-
um. Mafian kemst áfram á fólskum
forsendum, í líki trúarleiðtoga sem
undir niðri eru svallsamir heið-
ingjar. Það er því ekki ofsögum
sagt að söguþráðurinn skírskoti til
þess sem er að gerast í Bandaríkj-
unum þessa dagana þar sem hver
trúarleiðtoginn af öðrum er að falla
um sjálfan sig og grætur yfir synd-
um sínum.
Einir bestu gamanleikarar nú-
tímans fara með hlutverk lögreglu-
mannanna, þeir Dan Aykroyd og
Tom Hanks, og gera það skamm-
laust. Yfirbragð þeirra er öllu
alvarlegra en áður hefur sést. En
það er einmitt alvarleikinn sem
gerir þá skondnari en ella. Myndin
fer fremur hægt af stað én úr ræt-
ist þegar á líður. Leikstjórinn, Tom
Mankiewicz, sem er að heyja frum-
raun sína sem leikstjóri, tekst
sæmilega upp en sýnir enga snilld-
artakta.
Dragnet er því ágætis afþreying-
arformúla án ferskleika -GKr
Þegar Dan Aykroyd og Tom Hanks eru annars vegar er ekki hægt að
horfa fram hjá húmornum.
Suðurfari seldur
Flugleiðir hafa afhent forráöamönnum
Kabo Air í Nígeríu DC-í-55 þotuna TF-
FLB en samið var um sölu hennar fyrir
nokkrum dögum. TF-FLB bar nafnið
Suðurfari og hafði verið i eigu Flugleiða
frá því í ársbyrjun 1986 en félagið hafði
haft vélina á leigu frá því 1982. Síðustu
mánuðina hafði Suðurfari mest verið
notaður sem varaflugvél i Evrópuflugi.
Þrjár Boeing 727 þotur Flugleiða annast
nú að mest allt Evrópuflug félagsins en
til viðbótar verður DC-8-63 þota í því
flugi er sumaráætlun tekur gildi. í maí á
næsta ári bætast tvær.nýjar Boeing
737-400 þotur í þann hluta ílugílota fé-
lagsins sem annast þetta flug.
Divine í vinnuklæðum.
DMne
látinn
Divine, skemmtikrafturinn sem
varð frægur fyrir hlutverk sín sem
klæðskiptingur, er látinn, 42 ára
að aldri. Svo virðist sem þessi fyrr-
um útnefndi „ljótasti maður í
heimi“ hafi dáið í svefni á sunnu-
dagskvöld.
Divine hóf feril sinn sem hár-
greiðslumeistari í Baltimore og var
raunverulegt nafn hans- Glenn
Milstead. Þrátt fyrir velgengni í
kvikmyndaheiminum sagðist Di-
vine hata háu hælana og þröngu
kjólana sem fylgdu hlutverkum
hans. Kvað hann þaö aðeins vera
vinnuföt. Honum tókst þó nýlega
að verða sér úti um karlhlutverk í
kvikmyndum.
Divine kom nokkrum sinnum til
íslands og skemmti hér við góðan
orðstír.
Sigríður Guðjónsdóttir lést 26. febrú-
ar sl. Hún fæddist 9. ágúst árið 1900
á Stóru-Völlum í Landsveit, dóttir
hjónanna Guðjóns Þorbergssonar og
Sigríðar Sæmundsdóttur. Hún giftist
Páli Jónssyni en hann lést árið 1943.
Þau hjónin eignuðust 12 börn og eru
11 á lífi. Útför Sigríðar verður gerö
frá Skarðskirkju í Landsveit í dag
kl. 14.
Andlát
Jóna Sigríður Magnúsdóttir, Stóra-
gerði 12, Reykjavík, andaðist í
Borgarspítalanum 6. mars.
Ingibjörg Helgadóttir, Stykkishólmi,
lést í sjúkrahúsi St. Fransiskussystra
4. mars.
Ragnar Brúnó Guðmundsson lést af
slysfórum föstudaginn 4. mars.
Guðríður Ólafsdóttir, Fánnafold 126,
Reykjavík, lést að kvöldi 4. mars í
Landspítalanum.
Jón Þórðarson, Fálkagötu 9, lést í
Landspítalanum fóstudaginn 4.
mars.
Helga Einarsdóttir, Barónsstíg 30,
Reykjavík, lést að kvöldi 5. mars í
Landakotsspítala.
Sigurlaugur Egilsson, Brautarholti
10, Ólafsvík, lést aðfaranótt sl.
sunnudags.
Fídes Þórðardóttir lést á vistheimil-
inu Kumbaravogi mánudaginn 7.
mars.
Sigríður Jasonardóttir, Grænumörk
3, Selfossi, andaöist sunnudaginn 6.
mars í Sjúkrahúsi Suðurlands.
Sævar Berg Hermannsson, Ljós-
heimum 6, Reykjavík, andaðist að
heimihsínuaðmorgnihins6.maES. .
Guðmundur Jónsson (Muggur),
Lækjarkinn 4, Hafnarfirði, veröur
jarðsunginn miðvikudaginn 9. mars
kl. 15 frá Hafnarfjarðarkirkju.
Agnar Sigurðsson, Bakkatúni 6,
Akranesi, verður jarðstmginn frá
Akraneskirkju fimmtudaginn 10.
mars kl. 11.30.
Stefán Óli Albertsson, Kleppsvegi 48,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Fossvogskapellu fimmtudaginn 10.
mars kl. 15.
Anna Stefánsdóttir lést 26. febrúar
sl. Hún fæddist að Arkarlæk í Borg-
aríjarðarsýslu 20. september 1892.
Foreldrar hennar voru Vigdís Sig-
urðardóttir og Stefán Ingvarsson.
Anna stundaði nám í Verslunarskóla
íslands og lauk þaðan burtfararprófi
1913. Anna starfaði áratugum saman
hjá Lárusi Jóhannessyni hæstarétt-
arlögmanni. Árið 1934 réðst hún til
þjónustu Útvegsbanka Íslands hf. og
starfaði þar til ársloka 1962 er hún
lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hóf
hún þá aftur á ný störf hjá Lárusi
Jóhannessyni. Útför hennar verður
gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15.