Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1988. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Davíð og Kastró Morgunblaðið skrifar sérkennilegan leiðara í gær. Það sér ástæðu til að útskýra það fyrir lesendum sínum að ekki megi rugla saman Fidel Kastró, einræðisherra á Kúbu, og Davíð Oddssyni, borgarstjóra í Reykjavík! Ástæðan mun vera sú að einhverjir andstæðingar ráð- hússins í Tjörninni hafa í hálfkæringi líkt vinnubrögð- um Davíðs vegna þess ráðhússmáls við einræði Kastrós. Þetta tekur Morgunblaðið nærri sér og þá líklega ein- hverjir fleiri sem telja sér málið skylt. Þessi viðkvæmni er auðvitað hlægileg, því það er langur vegur á milli einræðis Kastrós og borgarstjórnar Davíðs. En bragð er að þá barnið finnur og eitthvað hlýtur að angra samviskuna þegar „blað allra lands- manna“ sér sig knúið til að eyða orðum að þessari samlíkingu sem höfð er í flimtingum. Reyndar er það athyglisvert við þennan leiðara að blaðið tekur ekki afdráttarlausa afstöðu með ráðhúsi Davíðs í Tjörninni og varar hann reyndar undir rós við afleiðingunum af þessu viðkvæma póhtíska deilumáli. Hér í DV hefur nokkrum sinnum verið tekið undir gagnrýnina á ráðhúsið. Borgarstjóranum hefur verið ráðlagt að flýta sér hægt. Samkomulaginu, sem gert var milli félagsmálaráðherra og borgarstjóra á dögunum um endurnýjaða kynningu á ráðhúsreitnum, var tekið fagnandi. Það samkomulag gaf aðilum tækifæri til að gá að sér og ákveða framhaldið með hliðsjón af undir- tektum og viðbrögðum Reykvíkinga að lokinni hinni nýju kynningu. Þessum aðvörunum hefur ekki verið sinnt. Borgar- stjórinn lét það verða sitt fyrsta verk að lýsa yfir því að athugasemdir, sem kunna að berast, verði lagðar inn á skjalasafn borgarinnar til varðveislu. Þessi yfirlýsing ber því miður ekki vott um tillitssemi við lýðræðið. Hér er einfaldlega verið að segja við þá Reykvíkinga sem ekki gegna möglunarlaust því sem borgarstjórnin ákveður að skoðanir þeirra verði lokaðar inni á skjala- safni. Það á að loka lýðræðið inni í skjalageymslum! Það næsta sem gerist er að meirihluti borgarstjórnar ber fram tillögu um að gengið verði til samninga við verktaka og áfram verði haldið við ráðhúsbygginguna eins og ekkert hafi í skorist. Ráðhúskynningin, sem nú stendur yfir, skiptir með öðrum orðum engu máli og mun engu breyta. Hún er sýndarmennskan ein, gerð í gustukaskyni fyrir ráðherra en að engu höfð. Andstæð- ingum ráðhússins í Tjörninni er einfaldlega stillt upp við vegg. Þið megið éta það sem úti frýs. Fulltrúar minnihlutans gengu af borgarstjórnarfundi í mótmælaskyni þegar ljóst var að meirihlutinn ætlaði að fara sínu fram. Sú útganga þjónar engum tilgangi öðrum en þeim að draga línur milli meirihluta sjálfstæð- ismannanna í borgarstjórn og fulltrúa annarra flokka. Það er ekki víst að sá dilkadráttur sé heppilegur fyrir Sjálfstæðisflokkinn, enda öllum ljóst að andstaðan gegn ráðhúsinu í Tjörninni kemur ekki flokkafylginu við. Morgunblaðið fullyrðir að flestir þeir borgarbúar, sem á annað borð vilja reisa ráðhús, vilji hafa það í Tjörninni. Þessari fullyrðingu er vísað á bug. Þvert á móti hefur meirihluti aðspurðra aftur og aftur verið andvígur ráðhúsi á þessum stað. Það er hins vegar rétt hjá Morgunblaðinu að ráð- húsmáhð er mikið tilfinningamál fyrir margan Reykvík- inginn og meðan tilfmningar hafa víst lítið að segja hjá Kastró á Kúbu þá skipta þær máli í lýðræðinu í Reykja- vík. Ellert B. Schram on c ,r7V|LTV!BfRy „Eins og margoft hefur verið bent á af færustu lögfræðingum var Davíðsölið á Keflavíkurflugvelli lög- leysa ..." segir m.a. í greininni. Af bjór- vímumönnum Vegna þeirrar gífurlegu áhættu, sem yrði tekin ef bjórfrumvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi, yrði samþykkt, hafa margir orðið til þess að stinga niður penna og benda á helstu hætturnar sem af því stafa. Og þar er sannarlega af mörgu að taka því að háskinn er geipilegur ef sterku öli verður bætt við þau drykkjarfóng sem nú eru fyrir, en kostirnir afar fáir. Fylgismenn bjórvímu hafa skrif- að greinar með nokkru vísindalegu yflrbragði, birt línurit og haft langa heimildaskrá. Þeir hafa fyrir þetta hlotið lof hjá þeim sem eru sama sinnis, svo sem Staksteinahöfundi Morgunbiaðsins. Ekki langar mig til að hafa lof og heiður af þeim sem slíkt verðskulda en einhvern veg- inn virðist mér sem þessi skrif bjórvímumanna hafi á sér blæ skinvísinda, þau sýnist í staö þess að vera. Hin „vísindalegu" línurit eru með þeim hætti aö þau ná yfir það tímabil sem hentar. Þannig er t.d. farið með heildameyslu áfengis í Færeyjum. Línuritið er látið ná til ársins 1984 en þá fer heildar- neyslan að aukast mjög og tekur stökk árið 1985 en þá fer verulega að gæta rýmkunar á sölu áfengs öls. Þannig er hægt að láta línurit styðja næstum hvað sem mönnum sýnist ef laglega er með þau farið. En þessi skrif hafa verið rækilega hrakin af mér miklu færari og reyndari mönnum og fer ég því ekki meira út í þá sálma. Viðbrögð óvitans Það fer afar mikið fyrir brjóstið á þeim sem hafa fengið aðkenningu af frjálshyggjusýkinni sem nú geis- ar að þeir halda að það eigi að fara að banna þeim eitthvað, takmarka eitthvað sem þeim finnst vera frelsi eða koma í veg fyrir að þeir fái eitt- hvað sem aðrir hafa. Þetta eru eðlileg viðbrögð óvitans sem verið er að venja af pela en hlýtur að teljast til þroskaleysis hjá fullvaxta fólki. Það gleymist þá oftast þessum „frjálsu" hugsuðum að það er ekki verið að banna neitt sem menn hafa haft áður þegar mælt er gegn sölu sterkara öls heldur farið fram á að nýjum þætti verði ekki bætt á neyslulistann vegna þess að áhætt- an er alltof mikil. Bjórvímumenn tala um forsjár- hyggju og telja hana vera fyrir neðan allar hellur. Það á víst ekki að þurfa að hafa vit fyrir fullorðnu fólki. Ef læknir hefur sjúkling til meðferðar ætlast hann til að sjúkl- ingurinn fari eftir þeim ráðlegging- um eða leiðbeiningum sem honum eru gefnar. Það gera líka flestir sjúklingar sem eru með réttu ráöi en vissulega er hér um forsjá lækn- isins fyrir heill og hag sjúklingsins að ræða og því andstætt þeirri kenningu að ekki eigi að hafa for- sjá fyrir fullorðnu fólki. Á sama hátt hlítir sjúklingur þeirri meö- ferð er sérfræðingur á vissu sviði gefur honum og læknirinn, sem sendir sjúklinginn, fer einnig eftir leiðbeiningum um meðferð. Þetta segi ég með tilliti til þess að nær allir sérfræðingar á sviði áfengis- mála og um meðferö áfengissjúkl- inga hafa lýst því yfir að þeir telji að frjáls sala bjórs auki á þann áfengisvanda sem fyrir er. Þetta tel ég ótvírætt sérfræðilega yfirlýs- KjaUárinn Guðsteinn Þengilsson læknir, Kópavogi ingu sem hafa ber að leiðarljósi. Séu starfsbræður þessara lækna á annarri skoðun geta þeir alls ekki búist við að aðrir taki mark á þeim sem sérfræðingum. Ódýrar röksemdir? Ég held að það hafi verið bjór- frumvarpsmaður, Guðrún Helga- dóttir, sem ég heyrði til í þingfrétt- um nýlega (sé það misminni bið,ég Guðrúnu forláts). Hún hneykslað- ist mjög yfir því að einhver hafði notaö ófarir Grænlendinga í áfengimálum sem víti til varnaðar og taldi þau rök heldur ódýr. Þaö fór því miður alveg fram hjá mér hvers vegna röksemdirnar voru svona „ódýrar“, hvort það var af því að Grænlendingar væru svona ómerkileg þjóö að viðmiðun væri ómarktæk eða að það fyrirbæri væri svo einstakt að herraþjóð . hellti þvílíkri ofgnótt af framleiöslu sinni yfir gamla nýlendu að saman- burður kæmi ekki til greina. En hver sem var ástæðan fyrir þessu virðist mér að það sem gerst hefur á Grænlandi gæti alveg eins hent okkur hér á íslandi. Stóraukin áfengisneysla og kynsjúkdómafar- aldur kom í kjölfar aukinnar bjórsölu. Augljóst er aö við íslend- ingar getum ekki stært okkur af meiri hófsemi viö víndrykkju en aðrar þjóðir en það sem hefur hald- ið heildarneyslunni niðri er ekki síst það að aðgengi að sterkum bjór hefur verið nyög takmarkað. Um eitt get ég verið bjórvímu- mönnum sammála en það er að misrétti þegna megi ekki eiga sér stað, hvorki í bjórmálum né heldur í nokkrum öðrum málum. En þetta misrétti á auðvitað að leiðrétta með því að láta rétt lög giída. Eins og margoft hefur verið bent á af fær- ustu lögfræðingum var Davíðsölið á Keflavíkurflugvelli lögleysa og einnig hefur verið minnt á að far- mannaölið stenst ekki gagnvart gildandi áfengislögum. Jafnrétti kemst á ef bæði Davíðsölið og far- mannabjórinn verða afnumin enda tíðkast ekki nema hjá frumstæðum þjóðum að versla í fríhöfn á leið inn í landið. En bjórmenn virðast slegnir þeirri einkennilegu blindu að í stað þess að fá misréttið lag- fært meö því að fara að lögum vilja þeir lögleiða lögbrotin. Það er að sjálfsögðu fáránleg aðferð sem ótrúlegt er að nokkrum viti bom- um manni skuli hafa getað dottið í hug. Hvaö ætli íslensk lög yrðu lengi að breytast í andstæður sínar ef brotin yrðu lögleidd þegar þau hafa viðgengist nógu lengi? Hvem- ig myndu umferðarlögin líta út sem sannarlega er komin margföld hefð á að bijóta? Og ættum við ekki að bjóða Bretum að koma aftur og veiða í landhelgi? Þeir vom búnir að stunda landhelgisbrot svo lengi að þar var komin ærin hefð. Býsna furðuleg vísindi Bjórvímumenn hafa kyndugan hátt á þegar þeir leitast við að styðja kenningar sínar um skað- leysi áfengs öls. 133 læknar skrif- uðu undir ávarp sem reyndar skyldi gefa bjórnum grænt ljós inn í landið en efnislega var ávarpið það sama og kom fram í ræðu hjá einum bjórflutningsmanna skömmu áður. Líklegast er að flest- ir læknarnir hafi skrifað undir í fljótræði en einn þeirra hefur að sögn hugsað málið. Það merkilega er að í þingfréttum heyrist að bjór- menn á þingi eru nú famir að vitna í þennan texta ávarpsins sem mjög læröa læknisfræði. Og skyldi nokk- urn furða á því, allir þessir sér- fræðingar með allar sínar gráður gera hvert orð gullvægt. En þó flnnst mönnum að vísindin séu orðin býsna furöuleg að bullið úr bjórfrumvarpsmönnum skuli nú vera orðiö að nýtískulegri læknis- fræöi. Mér er þó til efs að það auki hróöur hennar sem vísindagreinar. (Mér er sagt að karl einn nyrðra hafl alltaf notað heimildir fyrir fréttum sínum þótt hæpnar væru: „Gunna í Seli sagði mér en ég hafði áður sagt henfti.“) Reynist þingmenn ekki hafa þá ábyrgðartilfmningu að afgreiða bjórfrumvarpið með því að vísa því aftur til fóðurhúsanna er vissulega stórháski á ferðum. Það verður erf- itt að hætta sölu á sterku öli sem komiö er á markaðinn á annað borð, jafnvel þótt stórtjón lægi í augum uppi vegna hennar. Þegar áhrifamann em farnir að græða mun ekkert stoða þótt sýnt verði fram á að mannslífum hafi verið fómað eða meiri háttar slysfarir hafi hlotist af bjórdrykkju og eftir- farandi vínneyslu. Sá sem það gerði ætti á hættu að lenda í kasti viö meiðyrðalöggjöfina fyrir atvinnu- róg og ærumeiðingar ef sækja ætti einhvem ákveðinn til sakar. Guðsteinn Þengilsson „Það verður erfitt að hætta sölu á sterku öli sem komið er á markaðinn á annað borð Jafnvel þótt stórtjón lægi í augum uppi vegna hennarj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.