Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1988. 15 Ráðandi bifreiðaeftiiiitsmenn og ráðlausir Hinn 17. febrúar sl. birtist frétt í DV um að forstöðumaður bifreiða- eftirlitsins og allir aðrir yfirmenn bifreiðaeftirlitsins, sem voru í Fé- lagi íslenskra bifreiðaeftirlits- manna, hefðu sagt sig úr félaginu. Þessi frétt kom mér og öðrum óbreyttum bifreiðaeftirlitsmönn- um mjög á óvart og vildi ég ekki trúa henni því í þessum hópi voru þrír fyrrverandi formenn okkar félags og sá fjórði var í kjöri til formanns á síöasta aðalfundi okk- ar. Tveimur dögum síðar kemúr ný frétt í DV og er þar sagt frá nýju félagi bifreiðaeftirlitsmanna, þ.e. Félagi ráðandi bifreiðaeftirlits- manna, og höfðu allir félagar þessa nýja félags sagt sig úr gamla félag- inu. Ein af ástæðum fyrir úrsögn, eins og haft er eftir formanni hins nýja félags, er að þeir hafi verið afskipt- ir í gamla félaginu, en ég vil benda á að á síðustu tíu árum hafa þrír af úrsagnarmönnum verið for- menn í gamla félaginu í a.m.k. sjö ár. Þetta heitir á þeirra máh að vera afskiptur. Önnur ástæða á að vera að rangt hafi verið staðið að kosningu formanns i gamla félag- inu á síðasta aðalfundi. Ég vil benda þeim á að lesa lög félagsins en kosningar fóru löglega fram og enginn mótmæli komu fram á fundinum og þess má géta að fund- arstjóri á aðalfundinum var einn hinna brotthlaupnu og núverandi hðsmanna í Félagi ráðandi bif- reiðaeftirhtsmanna. Inn á fölskum forsendum? Ráðandi bifreiöaeftirlitsmenn telja kjör núverandi formanns ólöglegt vegna þess aö sá sem kjör- inn var formaður á aðalfundi í gamla félaginu hefði verið búinn að segja upp störfum og óska eftir flutningi í annaö starf. Því sé nú- verandi formaður kominn inn á KjáUariim Karl G. Ásgrímsson bifreiðaeftirlitsmaður fólskum forsendum. Það kanna að vera rétt að sá sem kjörinn var formaður hafi verið ákveöinn í að hætta strax eftir fundinn en haldið því leyndu fyrir félagsmönnum. Hafi svo verið telst það vægast sagt mjög ódrengileg framkoma, en hafi hann verið búinn að koma sínum málum þannig fyrir að hann gæti hætt fljótlega eftir aðalfundinn hljóta yfirmenn hans eða hinir ráö- andi bifreiðaeftirlitsmenn að hafa vitað það hka, en þeir þögðu einn- ig. Eða er trúlegt að yfirmenn stofnunar viti ekkert um það ef undirmenn óska að hætta eða fá sig flutta í önnur störf? - Það er ofvaxið mínum skilningi. Þriðja ástæðan, sem formaður ráðandi bifreiðaeftirlitsmanna nefnir samkv. fréttinni 19. febrúar, er eins og fram kom í fyrirsögn áðurnefndrar fréttar að þeir kæra sig ekki um að vera nærri okkur. Er þetta í fyrsta skipti sem ég sé það opinberlega að yfirmenn eða ráðandi menn við stofnun lýsi því yfir að þeir vhji ekki eða kæri sig ekki um að vera nærri undirmönn- um sínum. Verður þetta ekki skilið á annan hátt en að þeir séu til- neyddir til að umgangast' okkur. Einkennileg aðferð Nokkrum dögum síðar ritar stjóm Félags ráðandi bifreiðareft- irhtsmanna öllum bifreiðaeftirlits- mönnum bréf þar sem bent er á nauösyn þess að menn standi sam- an þegar svo standi á að jafhvel eigi að leggja bifreiöaeftirhtið nið- ur. Mér finnst það hins vegar einkennileg aðferð til að sameina bifreiðaeftirlitsmenn að splundra félagsskap þeirra. Einnig segir í bréfi þessu að ráðandi bifreiðaeftir- htsmenn geti ekki sætt sig við félagsstörf fyrrverandi formanns, en þess má þó geta að fyrrverandi formaður gamla félagsins stóð að því að yfirmenn bifreiðaeftirhtsins eða allir félagar í Félagi ráðandi bifreiðaeftirlitsmanna fengu á hans tímabili meiri launahækkanir en undirmenn ög munar þar einum til tveim launaflokkum eða meira. Ég verð að segja að mér finnast Bilreiðaeftirlitsmenn funda. skýringar ráðandi bifreiðaeftirlits- manna á brotthlaupinu mjög létt- vægar eða eins og veriö sé að fela aðalástæðuna, en hver er hún þá? Einhvern veginn finnst mér aö úpphaf alls þessa megi rekja th þess að í byrjun síðasta árs var ráðinn framkvæmdastjóri að bif- reiðaeftirlitinu og var þaö von mín og margra annarra að nú myndi stjórnunin batna. En svo voru aðr- ir sem töldu að nú færi að styttast í því að þessi stofnun væri th, hún yröi fljótlega lögð niður og starfs- mönnum sagt upp. Hvað hefur gerst? Enginn stuðningur í framhaldi af tilskipun fram- kvæmdastjórans, sem hann kallaði Rekstrarátak 1987 og var upphaf að harðri deilu milli starfsmanna og hans, lýstu margir af hinum ráðandi bifreiðaeftirhtsmönnum yfir stuðningi við okkur, hina valdalausu, í deilunni. En í verki var stuðningurinn enginn heldur fóru þeir að undirbúa stofnun síns félags. Það gat ekki verið th annars en að lama samstöðu bifreiöaeftir- litsmanna og styðja framkvæmda- stjórann í að framkvæma Rekstrarátak 1987, en því var með- al annars beint gegn öllu vegaeftir- liti okkar, sem viö bifreiðaeftirlits- menn viljum fremur auka heldur en hitt. Hver er svo skýringin á þessu brambolti og niðurrifsstarf- semi hinna ráðandi gagnvart okkar gamla félagi? Trúlegustu skýringuna, að þvi er mér finnst, sá ég nýlega í frétta- bréfi framkvæmdastjórans sem hann sendi starfsfólkinu. Þar segir að nú sé stefna stjórnvalda að leggja bifreiðaeftirlitið niður um næstu áramót og nýtt hlutafélag eigi að taka við störfum bifreiðaeft- irlitsins að mestu, auk þess sem segja eigi upp öllu starfsfólki. Sum- ir megi þó búast við að verða endurráðnir að nýja félaginu en aðrir ekki. Er ekki þarna komin skýring á brambolti hinna ráðandi? Eru þeir ekki búnir að vita hver stefnan var síðan þeir fóru að undirbúa stofnun síns félags sem var stofnað sl. vor eins og segir í frétt DV 19. febrúar sl.? Eru þeir ekki fyrst og fremst aö hugsa um sitt eigiö atvinnuör- yggi, að.tryggja aö þeir verði ekki taldir með. þeim'sem voru með mótþróa sl. sumar? Er ekki líklegra að þessir hlýðnu ráðandi menn verði endurráðnir fremur en hinir? Mér finnast þessi viðbrögð hinna ráðandi ósköp mannleg en ekki eru þau stórmannleg. Karl G. Ásgrímsson „Eða er trúlegt að yfirmenn stofnunar viti ekkert um það ef undirmenn óska að hætta eða fá sig flutta í önnur störf? - Það er ofvaxið mínum skilningi.“ Hvert stefnir siðmenningin? Fæðingartölur íjölmargra landa eru neðan endurnýjunarmarka sem gefur til kynna að íbúum þjóö- anna fækkar. Allar þjóðir Norðurlanda, Norð- ur-Ameríku, Ástralíu, Japans og Vestur-Evrópu, að undanskildu ír- landi, eru deyjandi þjóðir. Vestur-Þjóðyerjar eru sú þjóð sem hraðast deyr af öllum. Þar er fæðingatalan komin niður í ein- ungis 1,2 börn fyrir hverja konu, og hin 57 milljóna manna þjóð, með 500.000 fóstureyðingar á ári, verður komin niður í 38 milljónir eftir 50 ár. Frá árinu 1970 til 1980 fækkaði skólabörnum í Bandaríkjunum um 6.5 mhljónir og 9000 skólum var lokað. Miklar áhyggjur Þing Evrópubandalagsins hefur miklar áhyggjur af þessari þróun en fæðingatala bandalagsríkjanna lækkaði úr 2,79 árið 1964 niður í 1,68 áriö 1982. Árið 1950 töldust hinar 10 þjóðir Evrópubandalagsins vera 8,8% af íbúafjölda heimsins. Eins og nú horfir munu þær minnka niður í 4,5% árið 2000 og hrapa niður í ein- ungis 2,3% af íbúafjölda heimsins árið 2030. Sífellt færri vinna framleiðslu- störfin og færri borga skattana. Árið 1980 voru í Bandaríkjunum 3.5 störf í atvinnuhfmu á bak við hvern einn á eftirlaunum. Sam- kvæmt skýrslu bandarískrar þingnefndar er gert ráð fyrir að árið 2000 verði það 3 störf; árið 2020 verði það 2 störf og árið 2040 verði störfin aðeins 1,5 á bak við hvern mann á eftirlaunum. KjáUaiinn Tryggvi Helgason flugmaður, Akureyri Samkvæmt frönskum lögum er hið nýja ófædda barn lögverndað 10 vikna gamalt, þ.e. eftir 10 vikna meðgöngu. í Danmörku 12 vikna gamalt, í Englandi 28 vikna gam- alt, og í Bandaríkjunum er það ekki fyrr en við fæðingu að lifandi mannvera nýtur verndar laganna sem einstaklingur eða sjálfstæð persóna. Ekki lögleg persóna? Nóbelsverðlaunahafinn dr. Jam- es Watson (1962) - maðurinn sem réö í leyndardóma litninganna - hefur lagt th að barn verði ekki lögleg persóna fyrr en „þremur dögum eftir fæðingu" svo að foreld- rum gefist ráðrúm til þess að hafna þeim sem eru sjúk eða á einhvern hátt gölluð og að þeim verði þá „eytt“. (J. Watson, „Ghhdren from the laboratory“ AMA Prism, Ch. 3, bls. 2, maí 1973.) Sumir embættisbræður Watsons eru ekki sammála þar eð þetta sé of stuttur tími; 30 dagar væri nær lagi. Enn aðrir benda á aö kannski ætti að fara eftir gáfnavísitölu (I.Q.), til dæmis undir 20 ellegar 40. Einn formælandi fríhyggjusam- taka, ungfrú Barbara Smoker, sem var forseti „National Secular Soci- ety“ og varaformaður „British Humanist Association", skrifaöi: „Við fæðipgu er barn aöeins hugs- anlegt efni í mann og á þeirri stundu er það bæði mannúðlegt og skynsamlegt að læknir eða ljós- móðir slökkvi sem hljóðlegast líf þeirra barna_sem eru með augljósa fæðingargaha. Fjölskyldan ætti „Sumir álíta að frá þessum hugmynd- um sé aðeins stutt skref til þess að það t.d. að vera svartur gæti talist nægileg- ur „galli“ ellegar að Gyðingar yrðu flokkaðir sem „ekki mennskir“. - Hvert stefnir?“ „Samkvæmt frönskum lögum er hið nýja ófædda barn lögverndað 10 vikna gamalt, þ.e. eftir 10 vikna meðgöngu," segir í greininni. ekki að ráöa neinu um þetta þar sem hún tengist málinu um of á tilfinningalegan hátt.“ (The Times, 22. jan. 1973.) ' Sumir álíta að frá þessum hug- myndum sé aðeins stutt skref til þess að það t.d. að vera svartur gæti talist nægilegur „galh“ ellegar að gyðingar yrðu flokkaðir sem „ekki mennskir". Hvert stefnir? Á ráðstefnu um mannfjölda og mannijölgun í heiminum, sem haldin var árið 1984 í Mexíkó á vegum Sameinuðu þjóðanna, kom það skýrt fram í skýrslum að með fækkandi barnsfæðingum færi efnahagur batnandi, hagvöxtur og kaupmáttur launa ykist og lífskjör bötnuðu - sem sagt; góðæri. Ástæð- an er vitaskuld sú að þegar börnunum fækkar þá snarlækkar allur tilkostnaður í þjóðfélaginu og lífskjörin fara batnandi að sama skapi. Sumir álíta aö þetta sé aðeins tímabundið góðæri, eins konar gervi-góöæri og þegar vinnandi höndum fækki þá snúist dæmið við og' það skapist harðæri, jafnvel hallæri, og fólki fari ört fækkandi. Er hægt aö sporna við þessu? Einungis með tvennum hætti er hægt að vinna gegn þessu. Annars vegar með stórfehdum innflutningi fólks en hætt er viö að þar verði fátt um hvítt fólk því hvíti kyn- stofninn virðist hvarvetna á undanhaldi. Hinn möguleikinn er stórfelld aukning bameigna í náinni fram- tíð. En ekki eru sjáanleg nein merki þess að slíkt muni gerast. Þar að auki þyrfti þetta að gerast mjög fljótt ef takast ætti að vinna upp tapið - og jafnvel þótt konur eignuðust tvöfalt fleiri börn heldur en þær gera í dag þá er óvíst að tækist að vinna upp það sem tapast hefur. Tryggvi Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.