Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1988. 17 Eiga bileigendur að tryggja búpening bænda og bera kostnað af þvi tjóni sem hann kann að valda á bílunum? - Algeng sjón á þjóðvegum hér á landi. Nýju umferðarlögin: Aðkallandi breytingar? Pétur Jónsson skrifar: Menn hafa verið sendir út í heim til að huga að umferðarmálum. Þeir telja sig hafa komist að þeirri niður- stöðy að þær breytingar, sem helstar verða í nýju umferðarlögunum, hafi verið aðkallandi. Mikið má vera ef svo er og á ég þar einkum við skyldu á notkun sætisbelta og ökuljósa allan sólarhringinn. Ekki er þó sama hver í hlut á að því er varðar sætabeltin og eru undanþágurnar æði skrýtnar, að ekki sé meifa sagt. En þessir sömu vísu menn virðast hvergi hafa hnotið um það aö úti í þessum sama heimi er sama skrá- setningarnúmerið látiö fylgja hverj- um bíl frá því hann er skráður og þar til hann er tekinn af ökutækja- skrá sem ónýtur. Að minnsta kosti er sú breyting ekki látin fylgja hinum nýju umferðarlögum! Ekki hafa þeir heldur, að því er séð verður, komist að því að þar eru eig- endur búíjár ábyrgir fyrir því að ef skepnur þeirra eru á akbrautunum eða við þær eru þeir látnir sæta sekt- um fyrir það. Þar dettur yfirvöldum ekki það „snjallræði" í hug að láta bílaeigendur tryggja búpening bænda, og þar að auki bera kostnað af því tjóni sem hann kann aö valda á bílnum ef skepnurnar geta troðið sér fyrir hann. Líklega vita þó þessir góðu menn vel um þetta en það fær ekki hljóm- grunn hjá ráðamönnum umferðar- mála. - Hvað veldur? Dáleiðsla við lækningar: Bæn að leiðarljósi Anna Bjarkan skrifar: Viðvíkjandi grein, þar sem landlæknir bendir dávaldinum John Ivan Palmer á að sam- kvæmt lögum sé honum óheimilt að bjóða dáleiðslu sína til lækn- inga, langar mig til aö benda ráðvilltu fólki, sem á hjálp þarf að halda, á eftirfarandi: Læknar, sem hafa í sér kristi- legt siðgæði, eru bestu hjálpar- mennirnir, eins og t.d. Tómas Helgason. - Svo langar mig til að benda fólki á að það getur enginn • hjálpað manni ef maður hefur ekki bæninaað leiðarijósi, númer eitt. Hvað er svona merkilegt við þennan Austfirðing? Vestfirðingur skrifar: Vegna lesendabréfs'Austfirðings í DV langar mig að senda ykkur þessar línur. - Piltur frá Eskifirði handleggsbrotnar í fangageymslu lögreglunnar að Hverfisgötu. Jú, mikil ósköp, strákar geta brotnað í átökum, bæði lögreglustrákar og svo hinir! En hvað er svona merkilegt við þennan Austfirðing? Sæmdur titl- inum „maður vikunnar"! - eða var það mánaðarins? Og hvað með „munnsöfnuð" konunnar í fata- geymslunni? Er þaö ekki fram- burður piltsins eingöngu sem farið er eftir? Er minni Austfirðinga eitthvað betra en annarra íslendinga, eink- um er þeir eru drukknir? Mikil er þessi viðkvæmnni. Ég hef séð lögreglumenn bitna, klóraöa og jafnvel að hrækt sé framan í þá þegar þeir hafa verið að störfum. Einnig hafa þeir bein- brotnað við skyldustörf sín. Ég hef ekki orðið vör við aö þeir væru yfirleitt að kvarta út af meðferðinni á sér, allavega ekki í Ríkissjón- varpinu. Að lokum: Hvernig-væri að leggja íslensku lögregluna niður og fá Dani t.d. í hennar stað? Sennilega færu þeir mildari höndum um Austfirðinga! ÖKUMENN - ÖKUMENN Kynningarnámskeiö verða haldin laugardaginn 12. mars kl. 9.00 og 13.30. Dagskrá: Ný umferðarlög kynnt, meðferð tjónatil- kynninga, borgarakstur og dreifbýlisakstur. Nánri upplýsingar í símum 667224 og 78199 eftir kl. 17. óskast tíl starfa Vífilsstaðir - eldhús Óskum að ráða ritara í 50% starf í eldhús Vífilsstaða- spítala. Vinnutími eftir hádegi. Vélritunarkunnátta og einhver reynsla af tölvuvinnslu aeskileg. Nánari upplýsingar gefur yfirmatráðskona, Þuríður Hermannsdóttir, sími 42800. ✓ / Hjukrunar- fræðingar óskast til starfa Landspítaiinn, handlækningadeild 13 D Hjúkunarfræðingar í leit að áhugaverð'u starfi athug- ið. Starf hjúkrunarfræðings á handlækningadeild 13 D er laust til umsóknar. Um er að ræða fullt starf. Unn- ið er á vöktum. Hafir þú áhuga erum við reiðubúin að semja um vaktir sem henta þér. Á deild 13 D hjúkrum við sjúklingum eftir þvagfæra- aðgerðir svo og sjúklingum eftir ýmsar kviðarholsað- gerðir. Nú er rétti tíminn til þess að byrja störf á deildinni því bráðlega verða námskeið fyrir nýtt starfsfólk á 13 D. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarframkvæmda- stjóri, sími 29000-487. RÍKISSPÍTAIAR STARFSMANNAHALD RIKI£SPITALAR STARFSMANNAHALD I Lífsstíl á morgun verða birtar tölur um heimilisbókhald DV í janúarmánuði en hann var fyrsti mánuður matarskattsins sem breytti öllum heimilisrekstri í landinu. Niðurstöðurnar eiga eflaust eftir að koma ýmsum á óvart. Hvernig hefur matarskatturinn komið út i raun? Ailt um það í Lífsstíi á morgun. Fæstir vita hvernig búa á til kútmaga. í Lifsstíl DV á morgun verður kennt í máli og myndum hvernig útbúa á það góðgæti sem kútmagar eru og sagt frá sögu þeirra. Við segjum einnig frá tertusamkeppni í Bandaríkjunum þar sem aðalverðlaun voru 1,6 millj. kr. og verðlaunauppskriftin verður birt. Hattar hafa verið í nok- kurri lægð undanfarið og íslenskar konur og karlar hafa gengið um berhöfðuð. í sumar er höttum aftur á móti spáð miklum vin- sældum. DV kynnti sér hattaúrvalið hérlendis, og ræddi við Salóme Þorkelsdóttur alþingis- mann en hún erein þeirra kvenna sem oft gengur með hatt. Lesið nánar um þetta í Lífsstíl á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.