Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Page 29
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1988.
29
Lífsstíll
Gömlu góðu bangsarnir eru ein helsta hugarfró nútímabarna. Þeir hafa nú haldið innreið
sína á markaðinn að nýju. DV-myndir Asgeir Eggertsson
A þessari bilabraut er hægt að svina fyrir keppinautana og aka á móti umferð.
Nýjungar í leikföngum
- DV á leikfangasýningu í Niimberg
Asgeir Eggertsson, DV, Miinchen.
Hvar eru allir krakkarnir?
spurðu margir á nýafstaðinni leik-
fangasýningu í Niimberg. Þessari
spurningu var fljótsvarað þvi á
aðgöngumiðunum stöð skýrum
stöfum að börnum yngri en 16 ára
væri óheimill aðgangur.
Það voru þó ekki aðeins blessuð
börnin sem ekki fengu aö sjá á
Tíðarandi
hverju þau mættu eiga von því sýn-
ingin var aðeins ætluð fólki í
viðskiptaerindum, gjarnan eigend-
um verslana í'leit að leikfóngum
fyrir næstu vertíð.
í Nurnberg drógu menn ýmsar
ályktanir um þróun leikfanga og
tilgang. Flestum bar saman um það
að framboð á ýmiss konar dúkkum
og mjúkum leikfóngum hefði auk-
ist til muna. Það er ekki einungis
hinn sígildi bangsi sem hlýtur upp-
reisn æru heldur hafa ýmsar
tegundir af skrímslum verið færð-
ar í mýkri feld. Til að mynda bauð
eitt fyrirtækið upp á flestöll þau
dýr sem sjá má í frumskógum Afr-
íku og að sjálfsögðu með mjúkan
feld og vinalegan svip.
Fullvíst má telja aö bandarísku
dýrin muni veita þeim evrópsku
mikla samkeþpni á næstunni. Bú-
ast' má við því að á næstunni banki
flestöll „gæludýr" Michael Jackson
á huröir barnaherbergja. Apinn
„Bubbles", lamadýriö „Louise“,
froskurinn „Uncle Tookie" og
björninn „Cool“ verða öll komin í
verslanir hér áður en Michael
Jackson heldur í tónleikaferð til
Evrópu.
Tæknin á undanhaldi
Uppeldisfræöingar hér í Þýska-
landi skilja þessa innrás bangs-
anna þannig að börnin skorti
umhyggju og í böngsunum leiti þau
að hlýju. Af þessu má draga þá
Inkognito, eitt af fjölmörgum nýjum teningaspilum,
Nú er hægt að gæla við flest dýr jarðarinnar.
Fleiri teningaspil
Ekkert virðist getað stöðvað sig-
urgöngu spurningaleikja á borð við
Trivial Pursuit. í Þýskalandi er ný
útgáfa spilsins væntanleg í haust,
svokölluð „Entertainment Edi- \
tion“ þannig að þeir sem eiga allar
fimm útgáfurnar af spilinu geta nú
valið úr 30 þúsund spurningum.
Ýmsar eftirhkingar af þessu spili
eru á markaði en ekkert þeirra
hefur náð að slá í gegn. Sem dæmi
um eina slíka eftirlíkingu má nefna
spil þar sem eingöngu er spurt um
atriði úr Biblíunni.
Ormar sem skríða sjálfir
Annaö athyglisvert leikfang
rakst ég á á rölti mínu um sýning-
arsvæðið. Var það lítið ormkvik-
indi sem hafði þann eiginleika að
geta skriðið af sjálfsdáðum nokkra
tugi sentímetra. Umboðsmaður
ormsins tjáöi mér að innvolsið
væri aðeins lítill nælonþráður og
gæfi hann orminum þessa skriðeig-
inleika. Þetta litla leikfang virtist
falla fólki vel í geð því ávallt var
samankominn nokkur hópur fólks
að virða'skriðdýrið fyrir sér.
Ýmiss konar vélmenni virðast
einnig vera á undanhaldi. Þeir sem
þeirra leituðu gátu þó gengið að
þeim vísum í básum framleiðenda
frá Taiwan, Kóreu og Japan. Og
nú er bara aö bíða og sjá hvort
þessar nýjungar líta dagsins ljós á
Islandi.
ályktun að börnin hafi aldrei átt
jafnerfiða tíma og nú því bangsarn-
ir verða sífellt mýkri.
Engu líkara var en að bangsarnir
hefðu tekið sig saman um að flæma
alla sjónvarps- og tölvuleiki úr söl-
um sýningarinnar. Þau fyrirtæki,
sem höföu slíka leiki á boðstólum,
voru teljandi á fingrum annarrar
handar enda hefur sérstök sýning
verið sett á laggirnar fyrir þess
háttar hluti. Einn sjónvarpsleikur-
inn vakti þó mikla athygli því hann
krefst mikillar lipuröar af þeim
sem taka þátt í honum.
Hann fer þannig fram að fyrir
framan skjáinn er lögð motta sem
skynjar hvort stigiö sé á hana. Þeg-
ar allt er til reiðu birtist mannvera
á skjánum sem Stjórna á með því
að hoppa til og frá á mottunni og
foröa þannig verunni frá því að
lenda í ýmsum þrengingum, hafna
í hættulegum hindrunum eða jafn-
vel að detta í sjóinn.
Teningaspil
Ógjörningur er að nefna allar
þær nýjungar í teningaspilum sem
kynntar voru á sýningunni. Fá
þeirra ná almennum vinsældum. í
13. sýningarhöllinni mátti sjá
nokkra af þessum leikjum.
Einn leikupinn snýst um verð-
bréfamarkaöinn og í öðrum eiga
þátttakeiidur aö stjórna fjármálum
sínum, standa í- skilum gagnvart
gjaldheimtu og halda fjárhag sín-
um í lagi. Þessi tegund spila hefur
verið gagnrýnd mjög af barna-
verndarfélögum í Þýskalandi. Þau
segja að slík spil sýni aö leikfóng
hafi misst gildi sitt og sé nú svo
komið að þau standi vart undir
nafni.
Fleirum stendur stuggur af þró-
un leikfanga en uppalendum. Nú
hefur komið í Ijós að leikfanga-
kaupmenn óttast innrás stórversl-
ana sem hafa Bandaríkjamarkað
að fyrirmynd. Nú um páskana
veröur fyrsta þannig leifangaversl-
unin opnuð. Leikfong á 5.000
fermetrum og færibönd sem flytja
börnin milli mismunandi ævin-
týraheima.
Með þVÍ að stiga á rétta punkta
er hægt að stýra mannverunni i
mark.