Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1988. Lífsstm Tréstigar á uppleið Á síðustu árum hefur notkun tré- stiga aukist verulega hér á landi. Húseigendum finnst fallegra og þægilegra aö hafa í húsum sínum Hálfsnúinn stigi, þar sem allt er hvít- málað nema þrepin, i stíl við veggina. Handriðið, sem er með 22 mm sívölum rimlum, gefur stiganum létt yfirbragð. Stigaþrepin eru úr gegnheilu beyki. Verðið er 215.000 krónur. stiga úr mismunandi timburtegund- um. Oft er talað um að stigar séu dýrir en það er auðvitað afar misjafnt hvað tréstigar kosta. Það fer allt eftir því hve mikið er í þá lagt, úr hvaða efni þeir eru o.s.frv. Danskar sparnaðarhugmynd- ir Danir hafa löngum þótt útsjónar- samir með ýmiss konar hugmyndir, aðallega þó þegar eitthvað sem teng- ist sparnaði er á ferðinni. Þeir hafa nú samið reglu sem allmargir hér á landi fara eftir. Hún felst í því að minnka kostnað á tréstigum og lengja endingartíma þeirra með því að hafa þrep og allt sem er lárétt úr beyki og það sem er lóðrétt úr ódýr- ara efni eins og furu. Beykið er sterkt og endingargott en dýrara, en á fur- unni mæðir minna og minnkar þetta kostnað við stigann og ekki spillir furan útlitinu. Þannig má lengi telja í sambandi við efnissamsetningu tréstiga. Ráðgjöf Eins og í svo mörgum öðrum efnum er aUtaf best að ráðfæra sig sem allra fyrst við sérfræðing eða hönnuð þeg- ar ætlunin er að setja upp stiga. Best er að gefa hönnuði upp hámarkspláss eða grunnmál sem hægt er að nota fyrir stiga þannig að hönnuður eða uppsetningamenn geti unnið eftir því og þá frekar minnkað plássið heldur en að þurfa jafnvel að taka meira pláss en hentugt væri. Ætli maður að setja upp stiga í húsi sínu er hentugt að gera grófa teikn- ingu að hugmynd að einum slíkum - og aíhenda þeim sem myndu taka verkið að sér. Síðan er í mörgum til- vikum um töluverðan biðtíma að Þetta er kvart-snúinn stigi úr gegnheilli furu með handriðsrimum sem börn, komast ekki á milli. Á myndinni má einnig sjá lista undir þrepum sem minnka bil mijli þeirra og eru þeir til að auka öryggi barna. Verðið er 135.000 kr. á furii og 195.000 kr. á beyki. ræða, sérstaklega ef efnið er pantað frá útlöndum. Þá er oft um að ræða 8-10 vikna afgreiðslufrest. Uppsetning AJgengasta lofthæð er venjulega um 2,70 m og miðast því hæð stigans viö það. Stigabreidd er yfirleitt um 90-100 cm í nýjum húsum en í göml- um húsum um 75-85 cm. Að láta þrepin passa er alfarið í höndum hönnuða stiganna þannig að ekki ætti það að vera vandamál. Sé um Veldu Kópal með gljáa við hæfi. Kvart-snúinn stigi úr gegnheilu beyki. A þessum stiga er handlisti með ávölu gripi sem fylgir stigakjálka með jöfnum og fínlegum boga. Þessi stigi sómir sér vel hvar sem er. Þessi stigi kostar 150.000 kr. úr furu og 225.000 kr. úr beyki. einhvern mun að ræða þá er einu þrepi bætt við eða það tekið þannig að bil minnka eða aukast í samræmi við það. Þegar valið er efni í þrepin er hentugast að hafa efnið þykkast í breiðum þrepum og hafa þá frekar þunn þrep í mjóum stigum. í gömlum húsum er algengara að sjá þrep í þynnra lagi þar sem breidd stiganna í þeim er ekki svo mikil. Val á efni Algengustu viðartegundir í stiga nú til dags eru vafalaust fura og beyki. Einnig er nokkuð um að notuð séu askur eða eik sem eru dýrari. Furan er talin vera um 45-58% ódýr- ari en beyki. Því er gott að geta notfært sér þann möguleika við hönnun að hafa beykið á þrepunum þar sem mikið mæðir á og hafa þá furuna í lóðréttu hlutum stigans til að minnka kostnað. Auðvitað er hægt að notá.furu eingöngu í stigan- um, þ.e.a.s. einnig í þrepunum, en þá er hætt við að hann étist upp eða verði höggvinn ef hann er þannig staðsettur að mikið sé gengið um hann á skóm. Það er því eins og áður sagði ódýrast og endingarbest að hafa beyki lárétt og furu lóðrétt í stig- anum. Mýkst undir fæti er fura en hún þolir varla umgang á skóm þar sem hún er svo meyr. Annað er hægt að fá gert, það er að láta' fræsa fyrir teppi eða kork inn í þrepin eftir smekk þannig að margir möguleikar eru fyrir hendi. Allir vita líka að ekki er gott að detta í parketlímdum steinstiga. Hvað litaval varðar þá vilja flestir halda eðlilegum lit viðarins. Aðrir vilja t.d. hafa gafla og handrið hvít eða hafa fótstig í viöarlit og gafla hvíta eins og algengt er með lokaða stiga. Annars eru lokaðir stigar að hverfa nema um sé að ræða geymslu eða kjallarastiga. Þaö er eins og fólk átti sig á því að maður sér víðar um húsið séu þrepin höfö opin. Annars er alltaf hægt aö skipta um þrep í stigunum fyrir mun lægra verð en

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.