Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1988. Meimmg___________d Ljóðatónleikar í Norræna húsinu Wilhelmina Ólafsdóttir og Dóra Reyndal í Norræna húsinu í gærkvöldi. Dóra Reyndal sópransöngkona hélt ljóöatónleika í Norræna hús- inu í gærkvöldi. Við hljóðfærið var Vilhelmína Ólafsdóttir píanóleik- ari. Efnisskráin var býsna óvenju- leg, samanstóð af verkum eftir Alban Berg, Richard Trunk, Ravel, Duparc og William Walton. Söng- konan gerði öllum lögunum nokkuð jöfn skil og flutti texta þeirra mjög skýrt og skemmtilega. Hins vegar er ekki hægt að segja að hún hafi til að bera þá tónvísi og tjágetu að viturlegt væri að byrja tónleikana á Sieben friihe Lieder eftir Berg. Þetta eru feikna erfiðir og viðkvæmir söngvar þar sem ekkert má út af bera svo ekki skapist leiðindi. Sama má reyndar segja um lög Ravels, Duparcs og Trunks, og Walton krefst líka mik- illar festu í húmorinn. Sumt fór því nokkuð fyrir ofan garð og neðan á þessum tónleikum, þó vissulega væri þar ýmislegt geðugt á ferð- inni. Hvað tækni og söngfimi snertír virðist Dóru Reyndal skorta ýmis- legt. Sérstaklega er röddin hljóm- lítil á efra sviðinu og því neðsta. Tánlist Leifur Þórarinsson En miðsviðið er hins vegar merki- lega hreint. Það var því í ansi mikið ráðist af söngkonunni aö syngja þetta mikla prógramm á einu bretti. Kannski hefði veriö snið- ugra að velja eitthvað léttara inn á milli? Hver veit? Píanóleikur Wil- helmínu Ólafsdóttur var prýðileg- ur, svo langt sem hann náði. -LÞ Jarðarfarir Guðrún Á. Símonar óperusöngkona lést 28. febrúar sl. Hún var fædd 24. febrúar 1924, dóttir hjónanna Ágústu Pálsdóttur og Símonar Þórðarsonar. Guðrún var ein vinsælasta söngkona þjóðarinnar og var hún löngu oröin landskunn sem kattavinur. Guðrún lætur eftír sig einn son. Útfór hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Guðmundur „Muggur“ Jónsson léSt 1. mars. Hann var fæddur í Hafnar- firði þann 25. september 1935, sonur hjónanna Sesselju Magnúsdóttur og Jóns Gests Vigfússonar. Útfór hans verður gerð frá Hafnarfjaröarkirkju í dag kl. 15. Friðrika Eggertsdóttir, Ásvallagötu 59, verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni fimmtudaginn 10. mars kl. 13.30. Stefán Óli Álbertsson, Kleppsvegi 48, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 10. mars kl. 15. Gunnar Ólafsson, Óöinsgötu 14, Reykjavík, lést á hjartadeild Land- spítalans föstudaginn 26. febrúar sl. Utiörin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurgeir Jóhannesson húsasmíða- meistari, Akurgerði 9, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 10. mars kl. ' 13.30. Sigríður Geirlaug Kristinsdóttir hús- móðir, Gnoðarvogi 20, Reykjavík, er lést 3. mars í Landspítalanum, verð- ur jarðsungin frá Langholtskirkju í Reykjavík fóstudaginn 11. mars kl. 15. Útfór Óskars Kjartanssonar gull- smiðs, er lést 3. mars sl., fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 14. mars kl. 15. Andlát Kristín Jenný Jakobsdóttir lést 7. mars á heimili sínu, Neðstabergi 7. Eyjólfur Stefánsson, fyrrverandi bóndi, Efri-Brunná, lést á Sjúkrahúsi -Akraness sunnudaginn 6. mars. Jón Eiríksson skipstjóri frá Sjónar- hól, Hafnarfiröi, áður Austurgötu 33, lést að morgni 7. mars á Hrafnistu, Hafnartírði. Þorbjörg Jónsdóttir, Hátúni lOb, Reykjavík, lést í Landakotsspítala sunnudaginn 6. mars. Tilkyimingar Myndakvöld Útivistar verður haldið í Fóstbræðraheimilinu, Langholtsvegi 109, fimmtudaginn 10. mars kl. 20.30. Fjölbreytt myndasýning frá miðhálendinu, t.d. Sprengisandi, Von- arskarði, Öskju, Herðubreið, Jökulsárg- ljúfrum, Mývatni og Kih. Góð ferðasyrpa úr Kverkfjöllum frá síðasta ári. Einnig verða sýndar myndir úr tveimur úti- vistarferðum í Öræfi-Skaftafell og Esju- flölL í myndasyrpunni frá miðhálendinu eru myndir frá fyrstu áratugum fjalla- ferða á bílum og Öskjugosinu 1961. Að lokum verða páskaferðimar kynntar. Árshátíð Útivistar verður haldin laugar- daginn 12. mars. Miðar á skrifst., Gróf- inni 1, og einnig á myndakvöldinu. Sjáumst. Vísnasamkeppni Tóbaks- varnanefndar Tóbaksvarnanefnd efnir tU samkeppni um vísur og ljóð (rímuð eða órímuð) tU notkunar í baráttunni gegn tóbaksnotk- un. Meðal annars kemur tU greina að nota eitthvað af því sem berst til merk- inga á sígarettupökkum og auglýsinga. Síðasti skiladagur er 25. mars nk. og stefnt er að því að birta úrslit á reyk- lausa daginn, 7. apríl. Þátttakendur í samkeppninni eru beðnir um að merkja ekki kveðskapinn með nafni heldur láta nafn'og heimilisfang fylgja í lokuðu um- slagi. Dómnefnd skipa Árni Johnsen, Helgi Sæmundsson og Kristín Þorkels- dóttir. Þrenn verðlaun verða veitt. 50 þúsund krónur í fyrstu verðlaun, 30 þús- und í önnur verðlaun og 20 þúsund í þriöju verðlaun. Tóbaksvarnanefnd áskUur sér rétt til að nota allt það efni sem henni berst i samkeppnina. Tímaritið Hollefni og heilsu- rækt 3.-4. tbl. '88 er komið út. i ritinu er fjallað um nýjar leiðir í krábbameinslækning- um, óhefðbundnar lækningar, aukaefni í matvælum, staðreyndir um sykur, dulið fæðuofnæmi, svæðameðferð, eyrnabólgu og fleira. Svarað er í síma félagsins, 44499, á þriðjudögum milli kl. 18 og 20. Gjöf til Skáksambands íslands Nýlega barst Skáksambandi íslands veg- leg gjöf frá einum velunnara sinna. Hér er um að ræða einnar milljón króna framlag til unglinga- og útbreiðslustarfs Skáksambandsins. Gefandi vill ekki láta nafns síns getið en vonast til að framtak hans verði Skáksambandsmönnum hvatning og öðrum velunnurum skák- hreyfingarinnar gott fordæmi. Mikið starf er nú fyrir höndum í kjölfar afreks Jóhanns Hjartarsonar. Leiöbeina þarf m.a. þeim mörgu ungmennum sem nú eru að hefja skákiðkun. Framangreint framlag er því uppbyggingarstarfi Skák- sambandsins afar mikils virði um leið og sá hugur sem að baki býr er forráða- mönnum Skáksambands Islands hvatn- ing tU dáða. Lög eftir Theodorakis frumflutt á íslensku Nú standa árshátíðir og því um líkar skemmtanir sem hæst og af því tUefni hefur Sif Ragnhildardóttir söngkona far- ið af stað með nýstárlega söngvadagskrá sem eingöngu er byggð á lögum gríska tónskáldsins Mikis Theodorakis (höfund- ar Zorba). Auk þess sem hún syngur kynnir hún tónskáldið, ljóðasmiðinn og, síðast en ekki síst, mannréttindabaráttu- manninn MUíis Theodorakis. Ljóðin við lög Theodorakis voru sérstaklega þýdd fyrir þessa dagskrá af Kristjáni Árnasyni rithöfundi. Ljóðin eru eftir ýmsa höfunda auk Theodorakis. Undirleikarar Sifjar eru þeir Jóhann Kristinsson píanóleik- ari, sem jafnframt var undirleikari hennar í þýsku söngvadagskránni „Mar- lene Dietrich", sem hún fór af stað með fyrir ári, og hinn landskunni gítarleikari Þórður Ámason. Dagskráin tekur um 25 mínútur í flutningi. Föstumessa í Hallgrímskirkju Föstumessa í kvöld kl. 20.30. Sr. Ólafur Oddur Jónsson í Keflavík prédikar, kirkjukór Keflavikur syngur. Organisti SiguróU Geirsson. Kvöldbænir með lestri passíusálma aUa virka daga nema laug- ardaga kl. 18. Opið meistaramót Reykjavíkur 1988 Meistaramót Reykjavíkur í badminton veröur haldið í húsum TBR dagana 12.' og 13. mars nk. Hefst keppni kl. 15.30 á laugardag og kl. 10 á sunnudag. Keppt verður í öllum greinum í eftirtöldum flokkum ef þátttaka fæst: öölingaflokki (40.ára og eldri), æðsta flokki (50 ára og eldri), meistaraflokki og A-flokki. Móts- gjöld eru kr. 700 i einUðaleik karla, kr. 500 í einUðaleik kvenna og kr. 400 í tví- Uðaleik og tvenndarleik. Þátttaka er öUum heimU sem eru 16 ára og eldri. ÞátttökutUkynningar skulu berast til TBR eða í síma 82266 í síðasta lagi fimmtudaginn 10. mars. Þess má geta að landsUð USA í badminton verður í heim- sókn á íslandi og keppú í mótinu. Hallgrímskirkja - starf aldr- aðra hefur opið hús í safnaðarsal kirkjunnar á morgun, fimmtudaginn 10. mars, og hefst það kl. 14.30. Dagskrá: sýndar verða Utskyggnur frá lýðháskólanum í Vrá á Norður-Jótlandi en þangað fór hópur á vegum starfsins sl. sumar. Fyrirhugað er að. hópur úr Kopavogi fari þangað i sumar. Kaffveitingar. Þeir sem óska eftir bílfari eru beðnú að hafa samband sama morgun í síma kúkjunnar, 10745. Fyrirlestrar Fyrirlestur hjá Geðhjálp Geðhjálp stendur fyrir fyrúlestri fimmtudaginn 10. mars 1988. Baldvin H. Steindórsson sálfræðingur flytur erindi um Gestalt-meðferð í hópum. Fyrúlest- urinn hefst kl. 20.30 á GeðdeUd Landspít- alans í kennslustofu á 3. hæð. Fyrú- spumú, umræður og kaffi verða eftir fyrúlesturinn. Allú em velkomnú. Að- gangur er ókeypis. Tórúeikar Útgáfutónleikar í Lækjartungli Útgáfutónleikar verða haldnú í Lækjar- tungli, Lækjargötu 22, fimmtudagskvöld- 'ið 10. mars frá kl. 22-01. Þar kemur fram rokkhljómsveitin E-X ásamt gestahljóm- sveitinni Ham. Með hljómsveitinni E-X kemur út þessa dagana lítU hljómplata sem ber nafnið Frontiers og á er samn- efnt lag auk Highway one. Á tónleikum þessum mun E-X aðaUega kynna nýtt efni sem hún hefur æft stíft undanfarið. Þeir sem skipa E-X eru Pétur HaUgríms- son, gitar, rödd, Davíð Magnússon, gitar, Eyjólfur Lámsson, trommur og Ragnar Óskarsson, bassi. Félagsvist Húnvetningafélagið Félagsvist verður spiluð nk. laugardag, 12. mars, kl. 14 í félagsheimilinu Skeif- unni 17. AUir veUtomnir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóð- ur og ömmu, SÓLVEIGAR JÓNSDÓTTUR, Ekkjufelli. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahúss- ins á Egilsstöðum fyrir góða umönnun. Sigurbjörn Brynjólfsson Grétar Brynjólfsson Þórunn Brynjólfsdóttir Sigrún Brynjólfsdóttir Kristín Jónsdóttir Þórunn Si&uróardóttir Magnús Guðmannsson Sigurjón Gíslason Ásdis Þóróardóttir barnabörn og fjölskyldur Kvíkinyndir______________ Teiknimyndin nær sér á strik Gandahar Frönsk 1987 Kvikmyndagerð: René Laloux. Handrit: René Laloux, eftir sögu J.P. Andrevon. Samtöl: Raphael Cluzel. Teikning: Philippe Caza. Teiknimyndir hafa ekki verið neitt sérlega áþerandi í kvik- myndahúsum hin síðari ár og er það einkennilegt ef tekið er mið af hinum gífurlegu vinsældum sem teiknimyndasagan nýtur. Slík kvikmyndagerð er þó bæði dýr og seinleg og ekki margir sem leggja út í slíkt fyrirtæki. Frakkar hafa löngum haft á sér orð fyrir að vera miklir aðdáendur teiknimyndasagna. Einn slíkur er René Laloux sem h'efur verið iðinn við að gera teiknimyndir hin síðari ár. Hann hefur nú nýlega lokið gerð myndarinnar Gandahar sem var frumsýnd í París í síðasta mán- uði. Olíkt mörgum öðrum er hún þó ekki gerð eftir teiknimynda- sögu. Hún er gerö eftir vísinda- skáldsögu, sem fjallar um Gandahar, plánetu þar sem lífeðhs- leg vísindi hafa þróast á kostnað tæknivisinda. Dag einn gera vélmenni úr fram- tíðinni innrás. Hetja myndarinnar berst við að flnna út hver standi að baki innrásinni. Myndin var gerð að hluta í Norð- ur-Kóreu þar sem 160 menn voru í fullri vinnu við gerð hennar í tæp tvö ár. Myndin þykir fádæma vel heppn- uð og hefur henni þegar verið dreift til ýmissa laflda, svo sem Japan, Bandaríkjanna, og Þýskalands. Er því jafnvel spáð að hún marki nýtt skeið þar sem ævintýri og teikni- myndir hefjist til vegs og virðingar aö nýju. -PLP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.