Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1988, Blaðsíða 8
32 MÁNUDAGUR 14. MARS 1988. MÁNUDAGUR 14. MARS 1988. 33 Iþróttir Handbolti um helgina 1. deild karla: FRAMÍR 21-20 (13-7) Mörk FYam: Birgir Sigurðsson 7, Atli Hilmarsson 4, Ragnar Hilmarsson 3, Hermann Björnsson 3, Hannes Leífsson 2, Dagur Jóhannesson 2. Mörk ÍR: Orri Bollason 8/1, Frosti Guölaugsson 4. Matthias Matthíasson 4, Finnur Jóhnnnesson 2, Ölafur Gylfason 1, Guðmundur Þórðarson 1. Áhorfendur 159. KA-ÞÓR 34-19 (15-10) Mörk KA: Pétur Bjamason 8, Erlingur Kristjáhsson 7/2, Eggert Tryggvason 6, Friðjón Jónsson 4, Guðmundur Guö- mundsson 3, Axel Bjömsson 3, Svanur Valgeirsson 2, Hafþór Heimisson 1. Mörk Þórs: Sigurpáll Aðalsteinsson 5/4, Siguröur Pálsson 4, Jóhann Samú- elsson 3, Erlendur Hermannsson 3 Gumtar Gunnarsson 2, Kristján Kristj- ánsson 1 og Aðalbjöm Svanlaugsson 1. Áhorfendur 500. UBK-FH 24-30 (9-15) Mörk UBK: Aðalsteinn Jónsson 4, Jón Þórir Jónsson 3/2, Bjöm Jónsson 3/1 Ólafur Bjömsson 3, Magnús Magnússon 3, Hans Guðmundsson 3, Kristján Hall- dórsson 2, Svavar Magnússon 2, Þórður Davíðsson 1. Mörk FH: Þorgils Óttar Mathiesen 8, Óskar Ármannson 7/1, Guðjón Ámason 5/4, Héðinn GUsson 3, Gunnar Bcintelns- son 3, Einar Hjaltason 2, Pétur Petersen 2. . Áhorfendur 350 STJARNAN-KR 28-29 (17-15) Mörk Stjörnunnar: Einar Einarsson 8, Gylfi Birgisson 6/1, Skúli Gunnsteins- son 5, Sigurjón Guðmundsson 4, Hermundur Sigmundsson 3, Hafsteínn Bragason 2. Mörk KR: Stefán Kristjánsson 10/6, Guðmundur Albertsson 7, Konráð Olav- son 7, Siguröur Sveinsson 2. Jóhannes Stefánsson 2, Guðmundur Páhnason l. Áhorfendur. 110 FH........16 Valur.....15 Víklngur... 15 UBK.......16 Stjarnan.... 16 KR........ 16 Fram......16 KA........16 3 . 0 453-351 29 4 0 338-247 26 5 380-336 20 7 349-363 17 7 378-394 16 8 348-374 15 9 371-389 13 8 343-352 12 IR.... Þór.. .16 4 2 10 341-378 10 .16 0 0 16 308-425 0 1. deild kvenna: Stjarnan - Víkingur...14-15 KR - Valur............11-28 Þróttur-FH............14-27 Haukar - Fram.........16-22 Fram.......19 17 FH.........18 14 Valur......19 13 Vikingur... 19 11 Haukar.....18 8 Stjaman....l9 7 1 461-273 35 4 383-275 28 5 379-296 27 8 374-336 22 8 351-301 18 0 12 388-400 14 KR..:......19 3 0 16 302-463 6 Þróttur....19 0 0 19 275-567 0 2. deild karla: HK - Grótta.................20-20 Afturelding - Ármann........21-21 ÍBV - Fylkir................24-19 Haukar - Selfoss............20-23 IBV.......16 13 1 2 418-323 27 Grótía.....16 11 3 2 319-262 25 HK.........16 11 Reynir.....16 9 Haukar...... 16 8 UMFN.......16 7 Selfoss....15 6 Ármann....l5 4 3 393-353 24 7 391-399 18 7 390-354 17 9 399-414 14 8 335-383 13 9 308-344 10 Fylkir.....16 Aftureld.... 16 3 1 12 339-403 7 1 1 14 336-393 3 3. deild karla: ÍA - Völsungur.........20-20 Þróttur - Völsungur....23-24 Ögri-ÍS.............v...15-45 ÍBK - Völsungur........20-16 BK.........13 12 0 1 342-208 24 ÍH.........12 9 1 2 278-216 19 ....... 12 ........ 13 Þróttur...13 Völs.......10 ÍBÍ........11 Ögri.......12 3 299-246 16 4 325-247 15 7 279-269 11 6 208-193 7 9 232-306 4 0 12 131-419 0 Iþróttir KR-ingar sloppnir úr fallhættu: Nú getur maður sofið rólegur - sigurmark Guðmundar á síðustu stundu „Þetta var hreinlega spurning um líf eða dauða og nú getur maður loks- ins sofið rólegur. Viö settum okkur það markmiö að halda okkur í deild- inni og það tókst og nú er þara að byggja upp fyrir næsta keppnistíma- bil,“ sagði Guðmundur Albertsson, leikmaður KR, eftir að lið hans hafði sigrað Stjörnuna úr Garðabæ með 29 mörkum gegn 28 í Digranesi í gærkvöldi. Guðmundur var hetja KR-inga í leiknum. Hann skoraði sig- urmarkið þegar aðeins 20 sekúndur voru til leiksloka og tryggði KR- ingum mikilvægan sigur og áfram- haldandi veru í 1. deild. Leikurinn var ekki skemmtilegur' á að horfa og mikið um mistök á báða bóga. Spennan var þó mikil all- an tímann og jafnt á flestum tölum. Staðan var 5-5 eftir aðeins 8 mínútur og hélst jöfn allan fyrri hálfleik. Varnir liðanna i molum og mark- veröirnir, þeir Gísli Felix og Sigmar Þröstur, náðu sér ekki á strik. Stjörnumenn komust tveimur mörkum yfir rétt fyrir leikhlé og staðan 17-15 í hálfleik. KR-ingar náðu að jafna aftur í upphafi síðari hálfleiks og jafnt var á öllum tölum eftir það. Stjörnumenn voru alltaf fyrri til að skora en KR-irigar svör- uðu jafnóðum. Spennan síðan gífur- leg á síðustu mínútunum og það þoldu Garðbæingar greinilega ekki. Þeir misstu boltann klaufalega þegar ein mínúta var eftir og KR-ingar brunuðu upp og Guðmundur Al- bertsson skoraði síðan sigurmarkið eins og áður sagði. Guðmundur Albertsson og Konráð Olavson voru bestir í annars jöfnu liði KR en hjá Stjörnumönnum bar mest á þeim Einari Einarssyni og Gylfa Birgissyni. Dómarar voru þeir Gunnar Kjart- ansson og Rögnvald Erlingsson og stóðu þeir sig ágætlega. -RR Þórsarar áttu aldrei möguleika - og KA sigraði stórt, 34-19 Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Þórsarar áttu aldrei hinn minnsta möguleika á aö standa í erkifjendun- um úr KA er liðin mættust á Akureyri í gærkvöldi. KA vann yfir- burðasigur, 34-19, eftir að hafa leitt í hálfleik, 15-10, enda er leikur lið- anna eins og svart og hvítt, Þetta var svo í gær þrátt fyrir að KA léki alls ekki góðan leik. Leik- menn liðsins gerðu allt of margar skyssur, sérstaklega í sókninni, þrátt fyrir að skora 34 mörk. Það segir meira en mörg orð um varnarleik Þórsara sem voru vægast sagt gest- risnir og opnuðu vörn sína eins og vængjahurð oft á tíðum. KA var komið í 3-0 eftir 3 mín. en Þór jafnaði í 4-4 og komst svo yfir, 6-5. Þá skoraði KA 8 mörk í röð og komst í 13-6 og leikurinn var raunar búinn þegar hér var komið sögu. í síðari hálfleik jókst munurinn jafnt og þétt og var lítil skemmtun fyrir áhorfendur enda leikurinn bæöi ójafn og ekki vel leikinn. Það er erfitt að taka einstaka leik- menn út úr. í liði KA áttu þeir' Guðmundur Guðmundsson og Eri- ingur Kristjánsson þó mjög góðan leik í vörninni og Eggert Tryggvason stóð sig vel í sókn og var með góða nýtingu úr horninu. Um Þórsara er best að hafa sem fæst orð, liöið er ekki í þeim gæðaflokki að leika í 1. deild enda verður nú gert hlé á því eftir að mótinu lýkur. • Oskar Armannsson, fjarðarliðið. hinn snjallí leikstjórnandi FH-inga, svifur í gegnum vörn Breiðabliks í leik liðanna í gær og skorar fyrir Hafnar- DV-mynd Brynjar Gauti Allt á suðumarki í botnslag Fram og ÍR: rnm * rn + m + u Hrikalegt að sjá dómarana bregðast í lokin og gefa mótherjunum bæði stigin - sagði Guðmundur Þórðarson er ÍR tapaði fyrir Fram, 21-20, á laugardag FH-ingar enn á sigurbraut „Tiyggir okkur alla vega úrslitaleik“ - sagði Viggó Sigurðsson eftir sigur á Breiðabliki, 30-24 Sigurganga FH-inga í 1. deildinni heldur enn áfram og í gær sigraöi liðið Breiðablik með 30 mörkum gegn 24 í íþróttahúsinu í Digranesi. Staðan í hálfleik var 15-9 FH í vil og liðið heldur enn toppsæti 1. deildar og virðist ekki líklegt til að gefa það eft- ir. „Ég er feginn að þessum leik er lokið. Það var óneitanlega spenna í liðinu fyrir leikinn og það kom niður á leik liðsins fyrstu mínúturnar þeg- ar leikmenn misnotuðu mörg dauðafæri. Sigurinn var sætur og þetta tryggir okkur allavega úrslita- leik við Valsmenn. Við mætum Blikunum aftur á miðvikudags- kvöldið í bikarnum og ég býst við þeim sterkari þá en við munum leggja allt í sölurnar til að vinna bæði bikarinn og deildina," sagði Viggó Sigurðsson í samtali við DV í gær. Bæði lið virkuðu óörugg fyrstu mínúturnar í leiknum. Staðan var jöfn, 4-4, þegar 8 mínútur voru liðnar af leiknum en þá haföi Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður Breiða- bliks, varið 4 sinnum úr dauðafærum FH-inga. Blikarnir gerðu sig seka um mörg mistök í sókninni næstu mínú- turnar og FH-ingar gengu þá á lagið og komust í 9-5 og síðan 13-7 eftir nokkur vel útfærð hraðaupphlaup. Segja má að þar meö hafi FH-ingar gert út um leikinn. Staðan í hálfleik síðan 15-9 og munurinn sjálfsagt ve- rið enn meiri ef Guðmundur hefði ekki varið eins og berserkur í marki Blikanna. Bergsveinn Bergsveinsson var einnig í miklum ham í marki FH og var sóknarmönnum Breiðabliks erf- iður. Blikarnir komu ákveðnir til leiks eftir leikhlé. Ólafur Björnsson og Magnús Magnússon komu inn á sem varamenn og gerðu þrjú mörk hvor og Blikar minnkuðu muninn í 3 mörk, 21-24. Lengra komust Blikarn- ir þó ekki. FH-ingar skiptu um gír og Héðinn Gilsson, sem lítiö hafði sést í leiknum, náði að rífa sig upp og skora 3 glæsimörk. Gaf þannig félögum sínum tóninn og FH-ingar keyrðu yfir Kópavogsliðið á síðustu 5 mínútunum og unnu sannfærandi sex marka sigur. Þorgils Óttar skor- aði síðasta markið á glæsilegan hátt. Komst einn upp í hraðaupphlaupi og sneri sér við í loftinu og skoraði stórglæsilegt mark. FH-liðið var frekar jafnt að getu og allir leikmenn liðsins áttu ágætis leik. Misnotuðu þó oft á tíöum góð færi en það kom ekki að sök í þessum leik. Þorgils Óttar iðinn við að skora og Óskar sem fyrr sterkur í hlutverki leikstjórnanda. Bergsveinn varði mjög vel í markinu, þar af þrjú víta- köst. Breiðablikshðið hefur oft leikið betur en í gær. Liðiö náði sér ágæt- lega upp á köflum en datt svo niður þess á milli. Guömundur Hrafnkels- son var besti maður liösins og bjargaði liði sínu frá stærra tapi með góðri markvörslu. Gunnar Viöarsson og Sigurgeir Sveinsson dæmdu leikinn og voru ekki mjög sannfærandi. RR 1. deild kvenna: Inga Lára fékk rauða spjaldið - þegar Víkingur sigraði Stjömuna, 15-14 Þrír leikir fóru fram á laugardag. 1 Laugardalshöll áttust við annars- vegar KR og Valur og vann Valur þar léttan sigur, 28-11, og hins vegar Þróttur og FH og sigraöi FH örugg- lega í þeirri viðureign, 27-14. í Digranesi sigraði Víkingur Stjöm- una í jöfnum leik, 15-14. KR-Valur Valsstúlkurnar mættu ákveðnar til leiks og áttu KR-stúlkurnar aldrei möguleika gegn þeim. Valur komst í 11-1 og var staðan í hálfleik 14-3. Leiknum lauk svo með 17 marka sigri Vals, 28-11. • Mörk KR: Karólína 6/4, Nellý 3/1, Snjólaug og Bryndis 1 hvor. • Mörk Vals: Erna 6/3, Guðrún 6, Kristín 5, Katrín og Guðný 3 hvor, Diane 2, Magnea, Steinunn og Lilja 1 mark hver. Þróttur-FH Þróttur býrjaði leikinn mjög vel og náði að halda í viö FH og skildu að- eins íjögur mörk liðin að í hálfleik 11-7. FH náði að rétta úr kútnum í síðari hálfleik og skoraði hvert markið af öðru og vann öruggan sig- ur, 27-14. • Mörk Þróttar: Erna, Sigurlín, Ágústa og Kristín 3 hver, María og Drífa 1 hvor. • Mörk FH: Rut 10, Kristín og Eva 5 hvor, Heiða 3, Helga 2, Berglind og Ingibjörg 1 hvor. Stjarnan-Víkingur Leikurinn, sem var ekki skemmti- legur á að horfa, var mjög jafn allan tímann og jafnt á nær öllum tölum. Víkingur leiddi leikinn í hálfleik, 8-6, og sigraöi með eins marks mun, 15-14. Stjarnan fékk mörg tækifæri undir lokin til aö jafna leikinn en klúðraði hverri sókninni af annarri þ.á m. vítakasti. Inga Lára Víkings- stúlka fékk aö sjá rauða spjaldið í leiknum fyrir gróft brot. • Mörk Stjörnunnar: Hrund 6, Herdís 5, Guðný, Helga og Ásta 1 hver. • Mörk Víkings: Eiríka 5, Inga Lára og Jóna 3 hvor, Svava 2, Valdís og Sigurrós 1 hvor. ÁBS/EL Það er ekki annað hægt aö segja en að botnslagur Fram og ÍR hafi verið í meira lagi sveiflukenndur, staðan var 13-7 í leikhléi en veður skipaðist í lofti í síðari hálfleiknum. Hafði Fram þá bet- ur, 21-20, eftir að hafa verið undir til skamms tíma. í fyrri hálfleiknum keyrði Framliðið á fullú - lék meö þeim hætti sem þaö ger- ir best. Þá stjórnaði Hannes Leifsson leik liðsins með ágætum og Birgir Sig- urðsson var eldkvikur og iðinn við að skora. Á upphafsmínútunum náði Fram afgerandi forystu, komst í 6-0 og hafði yfirburði á öllum sviðum handknatt- leiksins. En um leið og forystan var fengin fór samleikurinn smám saman að riðlast og ÍR-ingar gengu á lagið: „Ég er himinlifandi yfir stigunum tveimur," sagði Atli Hflmarsson, lands- Uösmaður úr Fram, eftir leikinn. „Það er hins vegar umhugsunarvert hvernig við glopruðum gjörunnum leik niður í þetta basl í lokin. Við byrjuðum af mikl- um krafti en þegar forystan var fengin hættum við einfaldlega að standa sam- an.“ Þótt gleitt bil hafi verið á milli liðanna í hléinu fékk það lítið á baráttu og dug Breiðhyltinga. Krafturinn og seiglan eru ótrúleg í þessu unga liði og hefur það nú í tvígang breytt vonlausri stöðu í tvísýna, fyrst gegn Stjörnunni á dögun- um og nú aftur gegn Fram. Markvarslan er öðru fremur vígi ÍR-liðsins og hefur sá sem þetta ritar þá trú að Hrafn Mar- geirsson verði í allra fremstu röð í framtíðinni. Hann varði 19 skot gegn Fram og flest þeirra á stórkostlegan hátt - úr upplögðum færum. Sérlega tókst Hrafni vel upp gegn Atla Hilmars- syni og er það því á vissan hátt kald- hæðnislegt að hann skyldi einmitt skora sigurmarkið eftir vel útfært aukakast. Voru menn raunar á ýmsu máli um sig- urmarkið og drógu fjölmargir lögmæti þess í efa. Aukakastið var tekið þegar 2 sekúndur lifðu af leik og var knötturinn gefinn til Atla, hann fór í loftið og lét síöan skot ríöa af: „Ég hef ekki trú á öðru en að sigur- markið hafi verið skorað áður en leik- tíminn var úti,“ sagði Atli í samtali við DV. „Það er grátlegt að strákarnir skuli hafa lagt svona mikið á sig til að sjá síð- an dómarana, sem höfðu dæmt vel frá upphafi, færa mótherjunum bæði stigin á lokasekúndunum,“ sagði hins vegar Guðmundur Þórðarson, þjálfari og leik- stjórnandi ÍR. „Ég sá ekki hvort sigur- mark Framara var löglegt en dómararnir færðu þeim hins vegar síð- ustu sóknina í leiknum á silfurfati. Við áttum aö fá aukakast í lokin en fengum ekki. Það er hrikalegt að sjá dómarana bregðast í lokin og gefa mótherjunum bæði stigin," sagði Guðmundur. Ólánið hefur verið í farteski ÍR-inga í síðustu tveimur leikjum og hefur ótrú- leg barátta liðsins komið fyrir lítið í bæði skiptin: „Við erum ekki enn fallnir," sagði Guðmundur, þjálfari þeirra, í samtali við DV eftir þennan mikla baráttuleik. „Við munum beijast af sömu heift í þeim tveimur leikjum sem við eigum eftir.“ í Framliðinu bar mikið á Birgi Sig- urðssyni í fyrri hálfleik og Atli Hilmars- son var afkastamikill í gegnumbrotum en ekki jafn farsæll í skotum. Þá varði Jens Einarsson vel, 14 skot. í liði ÍR bar Hrafn Margeirsson höfuð og herðar yfir aðra leikmenn. Frammi- staða hans var á heimsmælikvarða. Þá voru hornamenn Breiðhyltinga útsjón- arsamir sem fyrr. Orri Bollason fór á kostum í síðari hálfleik eftir daufa fram- göngu í þeim fyrri. Skoraði hann þá jafnmörg mörk og Fram-liðið í heild í hálfleiknum, Dómarar voru Ólafur Haraldsson og Stefán Arnaldsson. Dæmdu þeir mjög vel lengst af en gerðu mistök í lokin þegar darraðardansinn var sem mestur. -JÖG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.