Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1988, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 14. MARS 1988. 39 íþróttir i>v íþrótta- og tómstundaráð samþykkir: Skiptingu á styrkjum til mannvirkjagerðar Á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku var samþykkt samhljóða skipting á styrkjum til mannvirkjageröar íþróttaíelaga en skipting þessi er reiknuð út frá 80% reglu. • Glímufélagið Ármann: Til end- urbyggingar og stækkunar á gras- velli við Sigtún (hluti af lokaupp- gjöri), alls krónur 2.000.000. • Iþróttafélagið Fylkir: Til fram- kvæmda við grasvöli í Árbæjar- hverfi. Lokauppgjör vegna áfanga I. Byrjunarframkvæmdir afanga II. Alls krónur 2.000.000. • íþróttafélagið Leiknir: Til Fram- kvæmda við bað- og búningsklefa við Austurberg. Lokauppgjör. Alls krón- ur 2.400.000. • íþróttafélag Reykjavíkur: Til framkvæmda við grasvöll í Suður- Mjódd. Alls krónur 3.200.000. • Knattspyrnufélagið Fram: Vegna framkvæmda við lóð og um- hverfi svæðis við Safamýri, loka- greiðsla. Alls krónur 1.200.000. • Knattspyrnufélag Reykjavíkur: Til framkvæmda við stæði fyrir áhorfendur, bað- og snyrtiaðstöðu og girðingar á svæði viö Frostaskjól (hluti af uppgjöri). Alls krónur 2.200.000. • Knattspyrnufélagið Valur: Vegna lokauppgjörs á framkvæmd- um við grasvöll við Hlíðarenda. Alls krónur 4.300.000. • Knattspyrnufélagið Víkingur: Vegna uppgjörs á framkvæmdum 1987 við Hæðargarð og vegna byijun- arframkvæmda við búningsklefa í Fossvogi, alls krónur 6.500.000. • Knattspyrnufélagið Þróttur: Til framkvæmda viö grasvöll og endur- byggingu á malarvelli við Sæviðar- sund. Alls krónur 3.200.000. • íþrótta- og tómstundaráð sam- þykkti ofangreindar styrkveitingar með fyrirvara þar sem enn er óljóst hvert framlag ríkissjóðs vegna end- urgreiðslna fyrir framkvæmdir sl. ára. • Þá áskilur ÍTR sér rétt til að endurskoða styrkveitingarnar með tilliti til stöðu framkvæmda um mitt ár. -JKS • Víkingar tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri iþróttamiðstöð á nýju athafnasvæði félags- ins i Fossvogi fyrir skemmstu. Með vorinu mun hus risa þar af grunnni. Víkingar fá í ár 6,5 milljónir í styrk i þessar framkvæmdir frá íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar. DV-mynd Brynjar Gauti - Knattspymufélagiö Víkingur fær 6,5 milljónir til framkvæmda í Fossvogi: V-Þýskaland - knattspyrna: Bayem fjárfestir í tveimur sterkum frá FC Niimbeig • Stefan Reuter á örugglega eftir að gera góða hluti hjá Bayern Munchen enda er hann mjög sterkur ieikmaður. Sigurður Bjömsson, DV, V-Þýskaland: Bayern Munchen gekk í gær frá kaupum á tveimur sterkustu leik- mönnum frá Nurnberg. Þetta eru leikmennirnir Roland Grahammer, sem er varnarleikmaður, og Stefan Reuter sem leikur á miðjunni. • Þessir tveir leikmenn eiga stærstan þátt í velgengni Nurnberg í vetur en liöið hefur komið verulega á óvart í vetur og er meðal efstu liða. Ef Nurnberg heldur áfram á sömu braut tryggir liðið sér Evrópusæti þegar upp verður staðið í vor. Báðir þessi leikmenn eru í vestur- þýska landsliðshópnum sem keppir í úrslitakeppni Evrópumótsins í Vestur-Þýskalandi í sumar. Talið er að Bayern Múnchen hafi greitt Nurnberg 120 millónir fyrir báða kappana en samningur þeirra er til þriggja ára. Gary Bannister fór til Coventry Bikarmeistarar Coventry festu fyrir helgina kaup á Gary Bannister frá QPR. Kaupverðið var 300 þúsund sterlingspund. Bannister er sóknar- maður og eru kaupin á honum liður Coventry í að koma liðinu úr botn- baráttunni en því hefur ekki gengið eins vel á keppnistímabilinu eins og við var búist. e Bannister er kunnugur í her- búðum Coventry því hann hóf feril sinn hjá félaginu en var seldur til Sheffield Wednesday 1981 og þaðan til QPR 1985. # Watford, sem vermir neðsta sæti 1. deildar, keypti markahæsta leik- mann ensku deildanna á föstudag. Sá heitir Stuart Rimmer og leikur með 4. deildar liðinu Ghester. Wat- ford greiddi 200 þúsund pund fyrir Rimmer, sem er 23 ára gamall og hefur skorað 24 mörk fyrir Chester á yfirstandandi keppnistímabili. e Watford hefur gengið afleitlega í deiidinni i vetur og hefur aðeins hlotið 23 stig í 29 deildarleikjum og í þeim leikjum hefur liðið aðeins skor- að 18 mörk. -JKS • Gary Bannister mun örugglega styrkja lið bikarmeistara Coventry. Electrolux Vörumarkaðurinn KRINGLUNNI S. 685440 Eóstrur óskast til starfa Barnaspítali Hringsins. Óskum eftir að ráða fóstrur til starfa nú þegar og til sumarafleysinga. Vinnutími sveigjanlegur. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarframkvæmda- stjóri, Hertha W. Jónsdóttir, sími 29000-285. RÍKISSPÍTALAR STARFSMANNAHALD Póstsendum Skóbúðin, Snorrabraut 38, simi 14190 Enskir frúarskór Mjúkir, breidir og þægilegir Svart leður m/svörtu lakki kr. 2.950,- Svart leöur m/svörtu iakki kr. 2.850,- RF 540 Kœliskápur fyrir orlofshús - einstaklingsíbúðir - kaffistofur - dvalarheimili o.fl. Kœliskápur sem þarf lítið pláss. Vinnuborð ofaná - kœliskápur undir, sjálfvirk afþýðing. Sérhólf fyrir ávexfi og grœnmeti. Hentugar hillurog rými í skáp og hurð fyrir smjör, ost, egg og flöskur. H 85 - B 55 - D 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.