Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1988, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 14. MARS 1988. 29 dv__________________________________________________íþróttir Kristján Arason í harðri baráttur í leik gegn Kiel. Handknattleikur - V-Þýskaland: Stjömuleikur Krisljáns kom Gummersbach í toppsætið - Sigurður Sveinsson gerði sigurmark Lemgo í Göppingen Diisseldorf vann Hofweier, 20-14. Dusseldorf hafði góða forystu lengst af en undir. lokin var þetta oröið nokkuð tvísýnt því liði Hofweier óx sífellt fiskur um hrygg. Dusseldorf náði þó að knýja fram sigur í lokin en eftir talsvert basl. Páll Ólafsson átti góðan leik og gerði 4 mörk. Alfreð sterkur að vanda Essen vann öruggan sigur á Gross- wallstad, 22-17. Alfreð var sterkur í vöm Essen að vanda og átti góðan leik í sókninni, skoraði 5 mörk og átti auk þess fjölmargar línusending- ar sem gáfu mörk: „Við stefnum nú á að komast sem lengst áfram í deildinni og minnka bihð milli okkar og toppliðanna," sagði Alfreð Gíslason í spjalli við DV í gær. „Annars leggjum við höfuð- þunga á Evrópukeppnina en í henni höfum við náð ágætum árangri á tímabilinu," sagði Alfreð. V-þýskt úrvalsdeildarfélag hefur rætt við Jóhann Inga: Tek endanlega ákvörðun í apríl -segir Jóhann sem hefur auk þesstilboðfrá Basel og Dankersen Jóhann Ingi Gunnarsson, hand- knattleiksþjálfari í V-Þýskalandi, hefur í ýmsu að snúast þessa dag- ana. Nokkur félög hafa leitað eftir kröftum hans síðustu vikurnar en Jóhann var sem kunnugt er settur af sem þjálfari landsmeistaranna í Tusem Essen fyrr í vetur. Meðal þeirra hða, sém leitað hafa til Jóhanns síðustu vikm: og mánuði, eru Dankersen, sem nú spilar í ann- arri deildinni v-þýsku, félag úr þýsku úrvaldsdeildinni og fyrstu deildar hðið Basel frá Sviss. í spjalli við DV í gær vildi Jóhann Ingi halda nafni úrvalsdeildarhðsins leyndu. Kvað hann máhö á við- kvæmu stigi og þvi til lítils að færa nafn félagsins fram í dagsljósið: „í þessari viku mun ég ræða máhn við þau tvö v-þýsku félög sem hlut eiga að máli,“ sagði Jóhann Ingi í samtali við DV! „Annað þeirra er Dankersen en hitt, sem leikur í Bun- desligunni, get ég ekki látið uppi um Jóhann Ingi Gunnarsson. hvert er að sinni. Ég reikna síöan með að koma heim til íslands að því loknu og þar mun ég fylgjast með íslandsmótinu í handknattleik. Heima ætla ég einnig að ræða við forráðamenn nokkurra íslenskra fé- laga. Að þvi loknu mun ég síðan halda til Basel í Sviss og líta á að- stæður hjá því félagi. Ég fékk tilboð frá Basel fyrr í vetur og var það ítrek- að við mig í fyrradag. Hvað síðan verður ræðst í aprílmánuði en þá mun ég taka endanlega ákvörðun,“ sagði Jóhann Ingi. - Hvort hefurðu meiri hug á að þjálfa á íslandi eða erlendis? „Mér er sama hvar eða hvaöa hð ég þjálfa svo framarlega sem alvara býr að baki hlutunum og festa ríkir í stjóm þess félags sem í hlut á. Þá vil ég finna það hjá þeim leikmönn- um sem ég þjálfa að þeir hafi vilja til að ná langt," sagði Jóhann Ingi. -JOG Sigurður Bjömssan, DV, V-Þýskalandi: Gummersbach vann gífurlega mikilvægan sigur í v-þýsku úrvals- deildinni um helgina er þaö lagði topphðið Kiel með 17 mörkum gegn 14. Kiel kom mun ákveðnara til leiks- ins og náði snemma afgerandi for- ystu. Barátta Gummersbach jókst hins vegar eftir því sem á leið og rétt fyrir leikhlé tókst Fitzeck að minnka bihð í 7-8 eftir glæsilegan imdirbúning Kristjáns Arasonar. í síðari hálfleiknum hélt Kiel upp- teknum hætti og leiddi lengi vel en um hálíleikinn miðjan kom til sterk- ur kafh hjá Gummersbach og tók þá hðið ráðin á vellinum - náði að jafna, 12-12, síðan forystunni, fyrst 13-12 og síðan 14-12. Þá voru úrslitin í raun ráðin. Nietzel var markahæstur hjá Gum- mersbach með 5 mörk, Kristján Arason gerði aðeins 1 mark í leikn- um en átti engu að síður stjömuleik. Átti hann fjölmargar stórglæsilegar línusendingar sem gáfu mörk og var burðarásinn i vöm Gummersbach. „Ég hef aldrei áður verið svona ánægður eftir leik þar sem ég hef aðeins skorað eitt mark,“ sagði Kristján eftir þetta toppuppgjör. „Þetta var mjög mikhvægur sigur,“ sagði Kristján. Lemgo vann í Göppingen Lemgo, félag Sigurðar Sveinsson- ar, vann á útivehi um helgina og er nú nánast búið að hrista af sér fall- drauginn eftir frábæran sprett síðustu vikurnar. Liöið vahn nú Göppingen, 18-19, og skoraði Sigurð- ur Sveinsson sigurmarkið með gífurlegum þramufleyg. Hann gerði fimm mörk i leiknum og var bestur í hði Lemgo að vanda. Páll Ólafsson með 4 Vestur- þýski hand- boltinn Gummersbach - Kiel.17-14 Göppingen - Lemgo......18-19 Númberg - Dormagen.13-13 Essen - Groswallstadt..22-17 Diisseldorf - Hofweier.20-14 Massenheim - Dortmund.21-20 Milbersthofen - Schwabing .21-21 Gummersbach......21 440-373 31 Dusseldorf..........21 424-384 31 Kiel.............20 458-412 29 Essen............21 425-387 26 Dormagen.........21 404-385 23 Grosswallstadt...20 429-118 21 Göppingen........20 398-432 19 Lemgo............21 384-416 19 Massenheim.......21 444-460 18 Hofweier.........21 445-171 18 Numberg..........21 409-464 15 Schwabing........20 426-430 14 Milbertshofen....21 451-455 14 Dortmund.........21 405-155 12 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Vistheimili barna v/Hraunberg vantar nú þegar starfs- mann á næturvakt í 55%starf. Einnig vantarstarfsfólk til sumarafleysinga. Vaktavinna. Upplýsingar gefur forstöðukona í síma 75940. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjald- dagi söluskatts fyrir febrúarmánuð er 15. mars. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkis- sjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þririti. Fjármálaráðuneytið Viðskiptafræðingar og hagfræðingar Viðskiptaráðuneytið óskar að ráða viðskiptafræðing eða hagfræðing til starfa. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 15. apríl nk. 11. mars 1988. Viðskiptaráðuneytið SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi taekifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö ér sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sém flug- vélum. snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já. þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir. ..27022 ViÖ birtum... Það ber árangur! DV Frjalst.ohaö dagblað a ER SMÁAUGLÝSINGABLADK.>

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.