Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1988, Blaðsíða 10
34 MÁNUDAGUR 14. MARS 1988. Iþróttir Erlendir frétta- stúfar • Severiano Ballesteros, spænski kylfingurinn, sigraöi á opna meistaramótinu á Mallorca sem lauk í gær. Hann tryggöi sér sigur á síöasta hringnum þegar hans skæöasti keppinautur, landi hans Jose Maria Olazabal, dróst afturúr. Ballesteros haíöi ekki unnið mót í heilt ár þar til í gær en hann lék á 272 höggum, Olazabal á 278. • Inter Milano á Ítalíu gekk á fostudaginn frá samningi við al- sírska knattspymumanninn Rabah Madjer fyrir næsta keppn- istímabil, samkvæmt fregn í ítölsku íþróttadagblaöi. Inter hef- ur ekki staðfest þetta en talið er að Madjer fái 600 þúsund dollara í árslaun hjá félaginu. Hann er í láni frá Porto hjá Valencia en hafði gert óformlegt samkomulag við Bayem Munchen um að fara þangað í sumar. • Karin Kania frá Austur- Þýskalandi tryggði sér í gær heimsmeistaratitilinn í skauta- hlaupi kvenna í Skien í Noregi. Hún vann þijár greinar af fjórum en þrefaldi ólympíumeistarinn Yvonne Van Gennip frá Hollandi eina. Van Gennip varð önnur í keppninni og Erwina Rys-Ferens frá Póllandi þriðja. • Matti Nykanen frá Finnlandi mátti sætta sig við þriðja sætið á heimsmeistaramótinu í skíða- flugi sem lauk í Oberstdorf í Vestur-Þýskalandi í gær. Ole Gunnar Fidjestol frá Noregi sigr- aði og Primoz Ulaga frá Júgóslav- íu varð annar. • Porto slapp í gær naumlega við sitt fyrsta tap í portúgölsku 1. deildinni í knattspymu á þess- um vetri - gerði þá jafntefli, 1-1, við botnliðið Covilha. Femando Gomes skoraði jöfnunarmark Evrópumeistaranna skömmu fyrir leikslok. Benfica gerði 0-0 jafntefli við Elvas á útivelli og er áfram sjö stigum á eftir Porto. • Risarnir i afrísku knatt- spymunni, Marokkó og Alsír, máttu sætta sig við jafntefli í gær þegar úrslitin um Afríkubikarinn hófust í Marokkó. Heimamenn gerðu jafntefli viö Zaire, 1-1, og Alsír við Fílabeinsströndina, sömuleiðis 1-1. • Stefan Botev frá Búlgaríu setti í gær heimsmet í 110 kg flokki í ólympískum lyftingum á móti í Budapest. Hann jafnhatt- aði 250 kg og bætti met Sovét- mannsins Yuri Zakharevich um tvö kíló. • Sparta Prag, sem sló Fram út úr Evrópukeppni meistaraliða sl. haust, er enn ósigrað í tékk- nesku 1. deildinni í knattspymu. Sparta gerði um helgina 0-0 jafn- tefli við Banik í Ostrava og er með 26 stig eftir 15 umferðir. Dunajska Streda kemur næst með 20 sdg og Banik Ostrava er með 19. Markatala Spartverja er einnig sannfærandi, 36 mörk gegn 10. • Honved frá Budapest er efst í ungversku 1. deildinni eftir leiki helgarinnar með 24 stig. Ujpest Dozsa og Raba ÉTO koma næst með 22 stíg og síðan Tatabanya og Haladas með 20. • Gomik Zabrze er með yfir- burðastöðu í Póllandi eftir fyrstu umferð ársins þar sem var leikin um helgina. Gomik er með 30 stig, LKS Lodz 22, Katowice og Slask 20 stíg. • í' Austur-Þýskalandi er keppnin jafnari og eftir 15. um- ferðina um helgina era þijú lið jöfn og efst með 22 stig. Það era Dynamo Berlin, Lokomotív Leipzig og Dynamo Dresden. Næst koma Chemie Halle og Stahl Brandenburg með 18 stíg. Dynamo Berlin tapaði, 0-2, fyrir Lokomotiv Leipzig um helgina. HUGO SANCHEZ var markheppinn að vanda um þessa helgi. Skoraði glæsilegt mark gegn Atletico Bilbao í stór- um sigri Madridinga. - Real er enn efst i spænsku deildinni og jók forystu sína með þessum sigri. Símamynd Reuter V-Þýska knattspyman: Stuttgart skellti meistaraefnunum - Bæjarar minnka forskot Brimarborgara Sigurður Björusscm, DV, V-Þýskalandi; Stuttgart vann Bremen, 1-0, og í kjölfarið er allt á suðumarki í meist- arakeppninni v-þýsku. Leikurinn var annars frekar leiðinlegur framan af, skorti greinilega það leikskipulag sem fylgt hefur fyrirliðanum Ásgeiri Sig- urvinssyni. Lítíð var um markfæri en Fritz Walter áttí þó snemma skot í stöng. Síðar í leiknum nýttí hann síðan færið sem honum féll í hlut til fullnustu. Á 73. mínútu var dæmd aukaspyrna á Bremen. Karl Allgöwer tók spymuna og skaut hörkuskotí á markið. Reck, markvörður Bremen, varði vel en náði þó ekki aö halda boltanum. Fritz Walter kom aðvífandi og skoraði af stuttu færi. Tveimur minútum síðar fékk Reck að líta rauða spjaldið, hann braut illa á Klinsmann eftir að sá hafði leikið á hann utan vítateigs. Eftir þetta lifnaði yfir leiknum og áttu bæði lið færi sem fóra forgörðum. Bæjarar haldast í baráttunni Bayem Munchen vann Gladbach, 1-0, og var það Lothar Matthaus sem skoraði markið með glæsilegu skotí beint úr aukaspyrnu á 78. mínútu. Annars hafði Matthaus hugann við annað en leikinn lengst af því kona . hans var á skurðarborðinu meðan á leiknum stóð. Gekkst hún undir keis- araskurð þar sem reyna átti að bjarga barni þeirra þjóna en konan var gengin 7 mánuði á leið. Lánið í farteski Kaiserslautern Kaiserslautem gerði jafntefli við Karlsrahe, 1-1. Karlsrahe náði for- ystunni skömmu fyrir leikhlé með marki Raab en Kaiserslautem jafn- aði þremur mínútum fyrir leikslok og var varnarmaðurinn Kreutzer þar að verki, gerði sjálfsmark. Lárus hef- ur nú loks fengið náö fyrir augum þjálfarans, kom inn á í lokin og breytti lítíð gangi leiksins. Þjálfari Kaiserslautern bað áhangendur liðs- ins afsökunar á hörmulegri fram- göngu félagsins í leiknum og hrósaði þeim fyrir að hafa haldið út leikinn. Köln með jafntefli Leverkusen og Köln gerðu jafn- tefli, 1-1, í bráðskemmtilegum leik. Köln náði forystunni snemma í leiknum. Marltíð gerði Görtz en Kóreumaðurinn Cha-Bum jafnaði 45 sekúndum síðar. • Þá vann Hamburger lið Homb- urg, 2-1. Homburg mættí ákveðið til leiks og náði forystu með marki Kellsch rétt fyrir leikhlé. Hamburger jafnaði örskömmu síðar og var Kastl þar aö verki. Sigurmarkið kom síðan tveimur mínútum fyrir leikslok og gerði belgíski landsliðsmaðurinn Plessers það. • Þá lagði Dortmund lið Eintracht Frankfurt, 3-1. Fyrir Dortmund skoruöu Helmer, Hupe og Mill. Mark Frankfurt gerði Shulz. • Mannheim tapaði fyrir Nurnberg á heimavelli sínum, 0-1. Það var v-þýski landsliðsmaðurinn Eckstein sem skoraði markið beint úr aukaspyrnu. Tveimur leikjum var frestað vegna úrhellis, Uerdingen - Schalke og Bochum - Hannover. Italska knattspyman: Napoli slapp við tap - hélt jöfhu gegn botnliðinu og er áfram með 4 stiga foiystu Napoh tókst að forða sér frá sínu þriðja tapi í röð í ítölsku knattspyrn- unni í gær en ekki meö neinum glæsibrag. Meistaramir, með Diego Maradona sem besta mann, gerðu markalaust jafntefli gegn botniiöinu Empoli og halda áfram fjögurra stíga forystu í 1. deild. • Úrslit leikja í gær urðu þessi; Pescara - Fiorentína..........1-1 Torino - AC Milano............l-l Verona - Ascoli...............2-1 • AC Milano náði ekki að nýta sér jafntefli Napoli og missti stíg í Tor- ino. Giorgio Bresciani kom Torino yfir seint í leiknum en Carlo Ancell- ottí jafnaði fyrir AC Milano á sömu mínútunni, 1-1. Avellino - Juventus 1-0 • Juventus tapaði sínum níunda Cesena - Sampdoria 2-0 leik í deildinni í vetur og það gegn Como-Roma 0-1 næstneðsta liðinu, Avelhno. Ales- Empoh - Napoli 0-0 sandro Bertoni skoraði eina mark Inter Milano - Pisa.., .....2-1 leiksins. ’ * ,*• • Alessandro Altobelli lék á ný með Inter Milano eftir fjarveru vegna meiðsla og skoraði í 2-1 sigrin- um á Pisa. • Staða efstu liða í 1. deild: Napoli........22 16 4 2 44-15 36 ACMilano.......22 12 8 2 32-11 32 Roma..........22 12 7 3 33-15 31 Sampdoria.....22 9 8 5 30-23 26 Inter.........22. 8 8 6 28-24 24 Verona.........22 7 9 6 22-20 23 -VS Vestur- 'pýska 'matt- spyrnan Dortmund - Frankfurt.3-1 Bayem Munchen -Gladbach....l-0 Mannheim - Númberg...0-1 Hamburg SV - Homburg......2-1 Stuttgart - Werder Bremen.1-0 Leverkusen - Köln....l-l Kaiserslautem - Karlsruhe.1-1 Bochum - Hannover....Fre Uerdingen - Schalke..Fre Bremen ..23 16 5 2 43-11 37 Bayem ..23 17 1 5 56-28 35 Köln .23 11 10 2 37-19 32 Niimberg.... .22 11 6 5 33-20 28 Stuttgart ..22 10 6 6 44-29 26 Gladbach .23 12 2 9 42-35 26 Leverkusen. ..23 7 8 8 33-34 22 Frankfurt.... .22 9 3 10 37-35 21 Hamburg .22 7 7 8 37-46 21 Hannover.... .21 8 3 10 31-35 19 Dortmund... .22 7 5 10 33-33 19 Kaisersl .23 7 5 11 36-41 19 Mannheim... .22 5 8 9 24-34 18 KarlsruJie.... .22 6 6 10 25-41 18 Sehalke .22 7 3 12 32-52 17 Bochum .22 5 6 11 28-38 16 Uerdingen... .22 5 4 13 28-44 14 Homburg .23 3 8 12 27-51 14 Real kyndir upp fýrir Evrópu- leikinn Real Madrid kyntí heldur betur upp fyrir Evrópuleik sinn viö Bayern sem fram fer um miðja viku. Setti Real lið Atletico Bilbao í gapastokk- inn - vann stóran sigur, 5-0. Hugo Sanchez fór á kostum að venju og gerði mark með þrumuileyg. Það var þó hinn 35 ára gamli varamaður, Car- los Santillana, sem átti daginn. Hann hljóp í skarðið fyrir Butragueno sem er meiddur. Gerði Santillana tvennu í leiknum. Þá rétti Barcelona úr kútn- um eftir áfall í vikunni gegn Real Mallorca. Nú vann höið sigur á Logrones á heimavehi sínum, 2-1. Það vora þeir Liniker og Schuster sem lögðu drög að sigri Börsunga. Ursht urðu annars þessi á Spáni: RealBetis-Celta......3-1 Barcelona - Logrones..2-1 Murcia - Mallorca.....0-0 Sociedad - Sabadell..1-0 Vahadolid - Atl. Madrid ....0-0 Real Madrid - Bilbao..5-0 Sportíng - Valencia..2-2 Zaragoza - Espanol...1-1 •Osasuna - Sevilla...1-45 R. Madrid ...28 21 4 3 72-18 46 Sociedad..26 17 3 6 44-19 37 Atl. Madrid 27 15 6 6 45-23 36 Ovænt í Hollandi PSV Eindhoven, sem verið hefur óvinnandi vígi í vetur í hollenska boltanum, tapaöi óvænt um helgina sínum fyrsta deildarleik, 2-1, gegn Feyenoord. Úrslit urðu ann- ars þessi í Niðurlöndum: Zwolle - Sparta.......2-1 Haarlem - Roda JC......2-1 WUlemn-DS’79..........2-0 Venlo -Twente...;.....0-0 Groningen - Alkmaar...4-2 Volendam - Utrecht....3-1 Deh Bosch - Ajax......0-2 PSV.......26 21 4 1 95-22 46 Ajax......26 17 4 5 61-32 38 Feyenoord..25 12 6 7 52-39 30 -JÖG ******

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.