Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1988, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 14. MARS 1988. 35 Skíði - heimsbikar: Figini sigraði tvöfalt Michela Figini frá Sviss er sama sem búin að tryggja sér sigur í heims- bikarkeppninni í bruni kvenna eftir að hafa unnið af miklu öryggi næst- síðasta mót vetrarins sem fram fór í Bandaríkjunum á laugardaginn. Hún pr með 24 stiga forskot, 143 stig gegn 119 hjá löndu sinni Brigitte Oertli, fyrir síðustu keppnina. Oertli varð önnur, á eftir Figini, á laugardaginn og Veronika Wallinger frá Austurríki þriðja. • Michela Figini giaðbeitt á svip eftir sigurinn á laugardag. Símamynd/Reuter • Figini vann síðan sinn annan sigur á tveimur dögum í gær þegar hún sigraði í risastórsvigi á sama stað. Hún sigraði þar með í stiga- keppninni í risastórsvigi, fékk 65 stig en Sylvia Eder frá Austurríki varð önnur með 45 stig. Ulrike Maier frá Austurríki varð önnur í gær og An- ita Wachter frá Austurríki þriðja. • Karlamir kepptu tvívegis í bruni þar vestra um helgina. Á fóstu- dag sigraði Franz Heinzer frá Sviss, Christope Ple frá Frakklandi varö annar og Marc Girardelli frá Lux- emburg þriðji. Daginn eftir vann Peter Múller frá Sviss, Donald Ste- vens frá Kanada varð annar og Girardelli þriðji. • Franski ólympíumeistarinn í risastórsvigi, Frank Piccard, vann góðan sigur í greininni þegar keppt var í heimsbikarnum í Colorado í gær. Markus Wasmeier frá Vestur- Þýskalandi varð annar og Marc Girardelli þriðji, þriðja daginn í röð. Pirmin Zurbriggen og Alberto Tomba urðu í íjórða og fimmta sæti og Zurbriggen er því með 236 stig gegn 224 í einvígi þeirra um sigur í stigakeppni heimsbikarsins. -VS Skoska knattspyman: Góðir sigrar stórliðanna Celtic, Aberdeen og Hearts unnu öll stórsigra í 8-liða úrslitum skosku bikarkeppninnar á laugardaginn og tryggðu sér sæti í undanúrshtunum. Aberdeen vann Clyde, 5-0, Hearts vann Dunfermline, 3-0, og Celtic vann Partick Thistle, 3-0. í fjórða leiknum skildu Dundee og Dundee United jöfn, 0-0. Á meðan vann Rangers 1-0 sigur á MotherweU í úrvalsdeildinni en er samt fjórum stigum á eftir Celtic og hefur leikið einum leik meira. Staða efstu Uða er þessi: Celtic.....35 24 9 2 66-20 57 Rangers....36 23 7 6 69-23 53 Hearts.....35 18 13 4 64-28 49 Aberdeen...35 17 14 4 48-21 48 Dundee.....35 16 6 13 62-14 38 ■ -VS íþróttir • Arnór Guöjohnsen skoraöi þriðja mark Anderlecht þegar aðeins 35 sekúndur voru liönar af seinni hálfleiknum. DV-mynd Marc De Waele Belgíska knattspyman: Arnór skoraði eitt í léttum sigri á Winterslag - Guðmundur Torfason meiddist á æfíngu daginn fyrir leik og var ekki með Kristján Bemburg, DV, Belgiu: Amór Guðjohnsen skoraöi eitt mark þegar Anderlecht vann stórsig- ur á Winterslag, 4-0, í belgísku 1. deUdinni á laugardagskvöldið. Anderlecht hóf leikinn með stór- sókn. Kmcevic, Arnór og Grún áttu góð færi en boltinn vUdi ekki í mark- ið. En á 7. mínútu fengu þeir hjálp frá Winterslag þegar Studzizda skor- aði sjálfsmark, 1-0. Rétt á eftir bætti Luc NUis við gullfallegu marki, 2-0. Eftir það gaf Anderlecht dálítið eftir og Winterslag náði tveimur sóknum sem enduðu með skotum frá Gijbels, en Munaron í marki Anderlecht varði vel. í seinni hálfleik byijaði Anderlecht aftur með stórsóknum og eftir aðeins 35 sekúndur skaUaði Nilis til Arnórs sem var einn fyrir opnu marki og gat lagt boltann rólega fyrir sig áður en hann renndi honum inn, 3-0. Rétt á eftir bætti síðan Krncevic við fjóröa markinu með skalla, 4-0. Amór og Vervoort vom teknir út af um miðjan seinni hálfleik, Uklega tU að hvíla þá fyrir Evrópuleikinn erfiða gegn Benfica á miövikudaginn en Arnór hefur legiö síðustu daga með flensu. Þetta var í raun aöeins góður æf- ingaleUcur fyrir Anderlecht sem þarf að vinna upp 0-2 forskot Benfica í Evrópukeppninni og mun leggja allt i sölurnar tU þess. Guðmundur Torfason lék ekki með Winterslag þar sem hann er slæmur í ökkla. „Eg fór á æfmgu daginn fyr- ir leik en varð að hætta þar sem meiðslin tóku sig upp. Ég vonast tU að geta byrjað eftir helgina og leikið með í næsta leik,“ sagöi Guömundur. • Jan Ceulemans fór á kostum þegar Club Bmgge sigraði Racing Jet, 3-0. Mark Degryse skoraði fyrsta markið og er markahæstur í deUd- inni með 18 mörk. • Mechelen lenti í miklum erfið- leikum með Lokeren, en skoraði sigurmarkið í jöfnum leik, 2-1, skömmu fyrir leikslok. Belgíska knattspyrnan Anderlecht - Winterslag...4-0 Standard - Beerschot......2-1 St. Truiden - Charleroi...0-1 Mechelen - Lokeren........2-1 Racing Jet - Club Brugge..0-4 Antwerpen - Molenbeek.....4-0 Cerle Brugge - Waregem....4-0 Beveren-Gent..............0-0 Kortrijk -Liege...........i-i Mechelen....25 18 3 4 40-19 39 Club Bmgge..25 17 3 5 59-28 37 Antwerpen...25 15 7 3 57-27 37 Liege.......25 10 12 3 40-22 32 Anderlecht...25 11 8 6 44-21 30 Waregem.....25 12 4 9 40-36 28 Standard....25 9 7 9 37-34 25 Cercle Brugge ........... 25 9 6 10 38-36 24 Charleroi...25 9 6 10 31-37 24 Beerschot...25 9 5 11 32-32 23 St. Truiden....25 8 7 10 21-28 23 Molenbeek ...25 6 10 9 26-34 22 Gent........25 8 4 13 26-41 20 Beveren.....25 6 8 11 28-26 20 Lokeren.....25 6 7 12 29-35 19 Kortrijk....25 6 6 13 28-51 18 Racing Jet.... 25 6 3 16 19-47 15 Winterslag....25 5 4 16 24-65 14 „Láttu ganga ljóðaskrá um löstinn þann að reykja!“ Nú gefst þér færi á að leggja þitt af mörkum í baráttunni gegn tóbaksnotkun, með því að'taka þátt í skemmtilegri samkeppni. Þú sendir inn frumort ljóð eða vísur um skaðsemi tóbaks og kannski verður þú svo heppinn að sjá þitt framlag notað á vindlingapakka eða í auglýsingar. Síðasti skiladagur er 25. mars nk. og stefnt er að því að birta úrslitin á reyklausa daginn, 7. apríl. Þátttakendur eru beðnir að merkja ekki kveðskap sinn með nafni heldur láta nafn og heimilisfang fylgja með í lokuðu umslagi. Dómnefnd skipa Árni Johnsen, Helgi Sæmundsson og Kristín Þorkelsdóttir. Góð verðlaun eru í boði: 1. verðlaun 50 þúsund kr. 2. verðlaun 30 þúsund kr. 3. verðlaun 20 þúsund kr. Utanáskriftin er: Vísnasamkeppni Tóbaksvamanefndar _____ Skógarhlíb 8, 105 Reykjavík TÓBAKSVARNANEFND TÓBAKSVARNANEFND ÁSKILUR SÉR RÉTT TIL AÐ NOTA ALLT ÞAÐ EFNI SEM BERST í SAMKEPPNINA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.