Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRlL 1988. 9 Útlönd Atta létust í lestarslysi Guimar Kristjánsson, DV, Kaupmannahöfir; Átta manns létust og sjötíu og tveir slösuðust er lest fór út af teinunum um hálfníuleytið í gærmorgun við Sörö lestarstöðina á Sjálandi rétt hjá Kaupmannahöfn. Ellefu manns eru alvarlega slasaðir. Alls voru um þrjú hundruð farþegar í lestínni. Lestín var að koma frá Frederecia og við Sorö varð hún að skipta um spor vegna viðgerða á brautartein- unum. Fjórir vagnar ultu og einn kastaðist upp í loftið og lenti á öðr- um. Ástæðan fyrir slysinu er ekki enn kunn og það getur Uöið um hálfur mánuður þar til hægt er að upplýsa um orsökina. Lestarstjórinn hefur keyrt á þess- ari leið í tíu ár og sagðist hann ekki hafa ekið lestinni hraðar en 40 kíló- metra á klukkustund sem er leyfileg- ur hámarkshraði þar sem slysið varð. Björgunarmenn að störfum við Sórö á Sjálandi þar sem átta menn fórust í lestarslysi i gær. Símamynd Reuter Forstjóri dönsku járnbrautanna og öryggisstjóri fyrirtækisins hafa sagt að ekki sé víst að of mikill hraöi á lestínni hafi verið orsökin. Þar getí einnig hafa verið um bilun á hjóla- búnaði lestarinnar að ræða. Okumenn peningabíls sakaðir um rán Asgeix Eggerlssoa, DV, MQnchen: í borginni Landshut í Vestur- Þýskalandi hefjast í dag réttarhöld yflr tveimur mönnum sem sakaöir eru um aö hafa rænt tveimur og hálfri milljón marka úr brynvörð- um sendibíl seint á síðasta ári. Að sögn ökumannanna voru málsatvik þau aö er þeir óku eftir þjóðvegi hefðu vopnaðir og grímu- klæddir menn neytt þá til að stöðva. Hefðu þeir látíö líta svo út sem tveir menn lægju slasaðir á veginum en er bíllinn stöðvaöist hefðu hinir „slösuðu“ risið upp og ráöist á þá. Hið athyglisverða við þessi rétt- arhöld er að ökumenn sendiferöa- bílsins eru ákærðir fýrir ránið. Upp komst um þá er þeir sáust með peningafúlgu í jólainnkaupunum daginn eftir ránið. Bæta má við annar hinna ákærðú er fyrrverandi lögreglumaður. Dukakis sigurstrang- legur í Pennsylvaníu Michael Dukakis, fylkisstjóri stranglegur í forkosningum demó- Massachusetts, .er talinn sigur- krata í Pennsylvaniu í dag. Michael Dukakis er talinn sigurstranglegur i forkosningunum i dag. Simamynd Reuter Skoðanakannanir benda til þess aö Dukakis hafi afgerandi forystu yfir Jesse Jackson, sem í dag er sá eini sem getur veitt honum einhveija keppni um útnefningu sem forseta- frambjóðandi demókrata. Þá er talið að George Bush, vara- forsetí Bandaríkjanna, vinni afger- andi sigur í forkosningum repúblik- ana og tryggi sér þar með þann fjölda fulltrúa á flokksþingi flokks síns til þess að vera öruggur um tilnefningu sem forsetaefni hans. Skoðanakannanir, sem gerðar voru i gær, bentu til þess að Dukakis nyti fylgis flmmtíu og sjö prósent demókrata í Pennsylvaníu en Jack- son aðeins þrjátíu og eins af hundr- aði. Jackson virðist hins vegar njóta meirihlutafylgis í Philadelphíu en þar í borg býr mikill fjöldi þeldökkra. Vinni Dukakis sigur í Pennsylvan- íu styrkir sá sigur til muna fullyrð- ingar hans um að hann sé nú öruggur með útnefningu demókrata. Dukakis hefur nú þegar tryggt sér 1.065 kjör- menn á flokksþingi demókrata en Jackson hefur aðeins 859 kjörmenn. Liðlega tvö þúsund Kjörmenn þarf til að hljóta tilnefningu sem forseta- efni flokksins. Óþekkt verk eftír Shakespeare Breskur háskólakennari, Peter Levi, hefur gefiö út nýja bók með. ljóðum sem hann segir skrifuð af William Shakespeare. Levi segist hafa fundið handritíð af Ijóðum þessum, sem alls eru sextíu og tvær ljóðlínur, fyrir tilviljun þegar hann var að kanna heimildir um líf Sha- kespeare. Levi segist ennfremur njóta tíl fuUnustu deilnanna sem nú standa meðal sérfræðinga um það hvort Jjóöin séu í raun verk Shakespeare eða ekki. Peter Levi með bók sina. Slmamynd Reuter Kúrekar Lögregluþjónar reyna að reka nautgripina af þjóðveginum. Simamynd Reuter Lögreglumenn við Toronto í Kanada urðu í gær að bregða sér í hlutverk kúreka, eftir aö naut- gripaflutningabifreið valt á hrað- braut við borgina. Nær þrjátíu nautgripir sluppu af flutningabif- reiðinni þegar hún valt og var ekki að spyrja að því að gripirnir brugöu undir sig betri fætinum, frelsinu fegnir, og geystust um hraðbraut- ina. Tók það lögregluna nær tvær klukkustundir að ná gripunum af hraðbrautinni og koma umferðinni f samt lag. Fjóra nautgripi þurfti að slqóta. Sjálfboðaliðar Sjálfboðaliðar i fylklngu I Teheran. Simamynd Reuter írönum hefur gengið fremur treglega í styijöldinni við íraka undanfam- ar vikur. Á síðustu tveim vikum hafa þeir misst veruleg landsvæði, meðal annars Faw-skagann svonefrida sem þeir höföu tekið af írökum og haldið um nokkurt skeiö. iranar hyggja nú á mikla gagnsókn gegn írökum og hafa i þvi skyni hert rpjög áróður sinn heima fyrir í því skyni að fá fleiri sjálfboðaliða til vígstöðvanna. Að sögn íranskra flölmiðla gengur þetta vel þvi sjálfboðalið- arnir streyma inn þúsundum saman. Á meðfylgjandi mynd sést fylking sjálfboðaliða ganga um stræti Teher- an, hrópandi slagorð gegn Bandaríkjamönnum, áður en þeir halda til baráttu við íraka. Snemma beygist krókurinn Yasser Arafat, leiötogi frelsis- samtaka Palestínu, PLO, heimsótti nýlega fjölskyldu Khalil Al-Wazir, háttsetts embættismanns innan PLO, sera myrtur var af ísraels- mörinura fyrir nokkru. Arafat vottaði fjölskyldunni samúð sína en sem sjá má af meðfylgjandi ijós- mynd er fjölskyldan reiöubúin til að halda baráttu fóðurins áfrara þvi yngsti sonur Wazirs heldur á vélbyssu og er væntanlega tilbúinn að hefiia fóður síns. Yasser Arafat ásamt fjölskyldu Wasirs. Simsmynd Reuter Tóku gísla Fangi, vafinn f brasilíska fánann, á þaki fangelsisins. Slmamynd Reuter Fangar í fangelsinu í Belo Horiz- onte i Brasilíu gerðu í gær uppreisn og tilraun til flótta frá fangelsinu. Fangamir tóku tuttugu og átta fangaverði og aöra starfsmenn fangelsins í gíslingu. Ekki fylgdi með fréttiun af upp- reisninni hvort fangarnir hótuðu beinlínis aö lifláta gislana. Jarðskjálfti Jarðskjálfti mældist í gær á Alaskaflóa, að sögn jarðvísindastofriunar Bandaríkjanna. Jarðskjálftinn mældist 5,6 stig á Richterkvaröa og áttti hann upptök sín um funm hundruö og sextíu kílóraetra suð-austur af Anchorage.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.