Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Síða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðáafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr.
Verð I lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr.
Meðferð tóbaksfíknar
Við höfum, eins og ýmsar aðrar vestrænar þjóðir, náð
nokkrum árangri í að minnka notkun tóbaks. Sérstak-
lega er ánægjulegt, að meðal skólabarna fer þeim sífellt
fækkandi, sem reykja. Þetta bendir til, að fræðsla um
skaðsemi tóbaksreykinga hafi haft töluverð áhrif.
Liðin eru 35 ár síðan fyrst kom í ljós í vísindalegri
rannsókn 1 Bandaríkjunum, að tóbak væri eitur. Síðan
hafa niðurstöðurnar verið staðfestar mörg hundruð
sinnum, svo að langt er síðan efasemdir voru kveðnar
í kútinn. Raunar fer syndaskrá tóbaks ört vaxandi.
Skaðsemi tóbaks er ekki bundin við lungnakrabba-
mein eitt, svo sem menn héldu í fyrstu. Komið hefur í
ljós, að tóbak veldur einnig banvænum hjartasjúk-
dómum og ýmsum öðrum óþægindum. Að öllu saman-
lögðu er tóbak mesti manndráparinn á Vesturlöndum.
í Bretlandi og Bandaríkjunum er tahð, að tóbak drepi
tíu sinnum fleira fólk en áfengi, sem er það fíkniefni,
er næst gengur tóbaki í framleiðslu banvænna vanda-
mála. í Bandaríkjunum er talið, að sjö sinnum fleira
fólk látist af notkun tóbaks en í umferðarslysum.
Þótt tóbak sé tíu sinnum banvænna en áfengi, fer
minna fyrir tilraunum yfirvalda til að draga úr neyzlu
tóbaks. Það er fíkniefnið, sem nýtur þeirrar sérstöðu
að vera selt fullorðnu fólki án lyfseðils í annarri hverri
verzlun. Segja má, að sölu tóbaks séu lítil takmörk sett.
Fræðslan ein skiptir þó miklu máh, því að hér á landi
þarf hún ekki að berjast við auglýsingar á tóbaki, sem
tröllríða fjölmiðlum í mörgum öðrum löndum. í þeim
auglýsingum er reynt að búa til útilífs-ímynd reykinga-
mannsins sem hestamanns við varðeld í villiskógum.
Enn meiri áhrif hafa ákvarðanir, sem þrengja kosti
reykingamanna á almannafæri. Reykingar eru bannað-
ar í almenningsvögnum og í þjónustudeildum opinberra
fyrirtækja, svo að dæmi séu nefnd. Reykingafólk sætir
sífellt auknum takmörkunum á reykingafrelsi sínu.
Að baki viðleitninnar eru nýlegar upplýsingar um,
að reykingar séu ekki bara skaðlegar þeim sem reykja,
heldur líka hinum, er ekki reykja, en anda að sér sama
lofti. Það eru kallaðar óbeinar reykingar, sem eru skað-
legar, þótt þær séu ekki eins banvænar og hinar beinu.
Þar með er komið að lýðræðisreglunni um, að frelsi
eins endar, þar sem nef hins byrjar. Þess vegna er reyk-
leysisréttur þeirra, sem ekki reykja, æðri en reykinga-
réttur hinna. Þess vegna er með lögum og reglum verið
að ýta reykingum af almannafæri inn í sérstök herbergi.
Þróunin er komin svo langt á veg, að beina þarf at-
hyglinni í vaxandi mæli að fólki, sem vill hætta að
reykja, en hefur ekki getað það, af því að notkun tóbaks
er afar brýn fíkn, sem lætur ekki að sér hæða. Margt
fólk hefur ótal sinnum reynt að hætta, en án árangurs.
Kanna þarf th dæmis, hvort árangurs sé að vænta
af aðferðum, sem væru hhðstæðar þeim, er hafa reynzt
ótrúlega árangursríkar við meðferð fíknar í áfengi, ekki
sízt hér á landi. Þær aðferðir hafa þegar verið teknar
upp við meðferð fíknar í eiturefni, róandi lyf og svefnlyf.
Sjúkrahús landsins eru full af dýrum sjúkhngum, sem
ekki væru þar, ef þeir hefðu ekki reykt. Þjóðfélagið
gæti sparað stórfé á fyrirbyggjandi aðgerðum, svo sem
ódýrri tóbaksmeðferð, er gæti komið í veg fyrir, að fólk
legðist á dýr sjúkrahús af völdum tóbaksreykinga.
Margt tóbaksfólk flýr á náðir skottulækninga til að
losna undan tóbaksfíkninni. Betra væri, að hin opinbera
heilsugæzla tæki frumkvæði í að hjálpa þessu fólki.
Jónas Kristjánsson
Verðtvygging
án lánskjara-
vísitölu
Lánskjaravísitalan fylgir fram-
færslukostnaði. Þegar framfærsla
þyngist hækka afborganir af lán-
um. Fólk finnur þá fyrir efnahags-
legum samdrætti af tvöfóldum
þunga. Á þenslutímum er þessu
öfugt farið. Því hefur verið haldið
fram að vísitalan stuðli aö óstöðug-
leika í efnahagslífinu. í þenslu
valdi hún enn meiri þenslu en í
samdrætti enn meiri samdrætti.
Fjármagn má „verðtryggja" án
þess að hrinda af stað sjálfvirkum
verðsveiflum. Lánastofnanir geta
komist af án þess að lán séu verð-
tryggð með lánskjaravísitölu. Hana
má leggja niður án þess að það
skaöi hag sparifjáreigenda eða lán-
takenda.
Óverðtryggð lán
Áður en verðtrygging var tekin
upp rýrnuðu lán í verðbólgunni.
Margir ganga út frá því að það sé
afleiðing þess að lánin voru óverð-
tryggð. Þeir telja að gagnrýnendur
lánskjaravísitölunnar vilji fella
niður verðtryggingu og taka upp
það ástand sem var. Margir hafa
sett jafnaðarmerki á milli verð-
tryggingar og jákvæðra raunvaxta.
Þaö er ekki rétt. Að vísu veitir láns-
kjaravísitala tryggingu fyrir því að
lán beri jákvæða raunvexti. Hins
vegar er unnt að ákveða vexti
þannig að þeir séu á hverjum tíma
hærri en verðbólga án þess að vísi-
talan komi við sögu.
Stefna stjórnvalda
Um árabil ákvað ríkisstjórnin
flesta vexti. Framboð og eftirspum
höfðu sjaldan áhrif áþá ákvörðun.
Þegar notuð var verðtrygging með
lánskjaravísitölu gátu opinberir
aðilar hins vegar lítil áhrif haft á
vextina. Af þeim sökum var að
vissu leyti unnt að komast fram
hjá vaxtaákvörðunum stjómvalda
með þvi að verðtryggja lánin. Eftir
að vextir vom gefnir frjálsir er hins
vegar hægur vandi að ákveða það
háa vexti á óverðtryggðum lánum
að þau beri eðlilega raunvexti.
Ókostir hárra vaxta í mikilii
verðbólgu
Greiðslur af óverðtryggðum lán-
um samanstanda af afborgunum
og vöxtum. í nágrannalöndum okk-
ar er lítil verðbólga. Lán em
óverðtryggð og bera lága vexti. Af
langtímalánum þarf oftast aö
greiða 15% til 20% af lánsfjárhæð
í fyrstu afborgun. Eftir það léttist
greiðslubyrðin. í vaxandi verð-
bólgu hækka vextir og greiðslu-
byrðin einnig. Það veldur
fyrirtækjum og einstaklingum erf-
iðleikum. Greiðslubyrðin er þó
allajafna viðráðanleg á meðan
verðbólgan er innan við 10-12%.
Fari hún hins vegar yfir 20% verð-
ur greiðslubyrði langtímalána of
þung. Það á bæði við um lán sem
em veitt einstaklingum til hús-
næðiskaupa og fjárfestingarlán
fyrirtækja.
Kostir verðtryggingar
Verðtrygging með vísitölu hefur
einkum tvo kosti. Annars vegar em
Kjállariim
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
sparifíáreigendur ömggir um að
eignir þeirra gufi ekki upp í verð-
bólgunni. Hins vegar njóta lántak-
endur góðs af því að greiðslubyrðin
verður miklu léttari en þegar
óverðtryggð lán eiga í hlut. Sér-
staklega á það við um langtímalán.
Þessir kostir hafa hingað til þótt
vega upp ókosti verðtryggingar-
innar.
Sparifjáreigendur
Ef vextir eru hærri en verðbólgan
þurfa sparifjáreigendur ekki aö
hafa áhyggjur af því að innstæður
þeirra rými að raunvirði. Þá skipt-
ir ekki máli hvort þær em tryggðar
með vísitölu eða vextimir era ein-
faldlega hafðir það háir að lán beri
raunvexti. Til að skýra hvaö hér
er átt við má taka dæmi af tveimur
bankaifinstæðum í 50% verðbólgu.
Önnur er fullverðtryggð með 5%
vöxtum. Hin er óverðtryggð með
57,5% ársvöxtum. Sparifjáreigandi
nýtur sömu kjara hvom kostinn
sem hann velur. Það er því ljóst að
unnt er að tryggja hag sparifjáreig-
enda án þess að verðtrygging með
vísitölu komi til.
Lántakendur
Fyrsta afborgun af óverðtryggðu
láni er alltaf hærri en af verð-
tryggðu láni. Taka má bankainn-
stæðuna að framan sem dæmi og
hugsa sér að hún væri lánuö í 20
ár. Á fyrsta gjalddaga verður
greiðslubyrði af óverðtryggða lán-
inu liðlega fjórum sinnum þyngri
en af hinu verðtryggða. Greiðslu-
byrði af óverðtryggðum langtíma-
lánum er þyngri en af verðtryggð-
um lánum, fyrstu árin eftir
lántöku. Munurinn vex með verö-
bólgunni. Verðtryggingin jafnar
greiöslubyrði húsnæðiskaupenda.
Kaupendur húsnæðis ráða til
dæmis ekki við afborganir af
óverðtryggðum lánum í 20% verð-
bólgu. Til þess að unnt sé að fella
niður verðtryggingu með láns-
kjaravísitölu verður að finna aðra
aðferð til að jafna afborganir. Ef
unnt er að finna aðferð sem jafnar
greiðslubyrði af óverðtryggðum
lánum má fella niður verðtrygg-
ingu með vísitölu án þess að lántak-
endum sé ofþyngt.
Leiðir til jafna
greiðslubyrði
Aðferðir til að jafna út greiðslur
af óverðtryggöum lánum þekkjast.
Hér á eftir er minnst á tvær. Önnur
aðferðin byggist á því að vöxtunum
er skipt í tvo þætti, verðbótaþátt
og raunvexti. Þegar greitt er af lán-
inu koma raunvextir, afborgun og
hluti af verðbótaþætti vaxta til
greiðslu. Afganginum af vöxtunum
er bætt við eftirstöðvar lánsins.
Þessi bráðsnjalla aðferð var notuð
um tíma og er ef til vill enn. Hún
hefur í sér fólgna mim meiri mögu-
leika en menn hafa komið auga á.
Hún hentar vel fyrirtækjum en er
ekki heppileg fyrir langtímalán til
einstáklinga.
Greiðslujöfnun
Greiðslujöfnun er ný tegund verð-
tryggingar. Lánin sjálf em óverð-
tryggð og bera vexti sem hækka eða
lækka eftir verðlagi. Afborganir af
þeim em hins vegar í föstum skorð-
um og breytast til samræmis við
launaþróun. Greiðslujöfnun hentar
afar vel til að jafna afborganir af
óverðtryggðum lánum til einstakl-
inga. Aðferðin tryggir lántakend-
um að afborganir og vextir fari
samanlagt ekki upp fyrir ákveðna
fjárhæð, svonefnt greiðslumark.
Greiðslumarkið er öryggisnet lán-
takandans. Lántakandi greiðir
aldrei i afborgun hærri fjárhæð en
því nemur. Ef verðbólgan vex og
vextir hækka geta vextir og af-
borganir samanlagt orðið hærri en
greiðslumarkið. Þegar það gerist
kemur einungis greiðslumarkið til
greiðslu. Mismunurinn bætist við
eftirstöðvar lánsins og er greiddur
síðar. Greiðslumarkið er verð-
tryggt. Það hækkar með breyting-
um á launavísitölu. Greiðslpjöfn-
unin hentar afar vel fyrir
óverðtryggð húsnæðislán til ein-
staklinga. Hún var til dæmis notuð
í Bandaríkjunum í byrjun þessa
áratugar og gafst vel.
Stefán Ingólfsson.
Greiðslujöfnun er ný tegund verð-
tryggingar. Lánin sjálf eru óverðtryggð
og bera vexti sem hækka eða lækka
eftir verðlagi. Afborganir af þeim eru
hins vegar í föstum skorðum og breyt-
ast til samræmis við launaþróun.