Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Blaðsíða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRlL 1988.
Smáauglýsingar Fréttír
Neytendasamtökin:
Viðhoifskönnun um
umferðarmál í Reykjavík
Viltu fjölga hraðahindrunum
frá því sem nú er?
11.5%
34.6%
■ Já
E3 Nei
D Svarar/
veit ekki
53.9%
Mikill meirihluti aðspurðra voru hlynntir þvi að fjölga hraðahindrunum, eða
53,9%. 78,4% þeirra sem spurðir voru töldu hraðahindranir fækka slysum.
Er skaðleg mengun af umferðinni á
höfuðborgarsvæðinu?
8.3%
21.4%
■ Já
0 Nei
□ Svarar/
veit ekki
70.3%
Langflestir þeirra sem tóku þátt í könnuninni töldu umferðarmengun á
höfuðborgarsvæðinu vera skaðlega, eða 70,3%.
Telur þú rétt að lögð verði hraðbraut
um Fossvogsdalinn ?
19.7%
23.3%
■ Já
E2 Nei
□ Svarar/
veit ekki
57.0%
Andstaða við hraðbraut um Fossvogsdalinn er afgerandi. 57% aðspurðra
voru mótfallnir Fossvogsbrautinni.
■ Ymislegt
FOR-ÐUMST EYÐNI OC
HÆTTULEG KYNNI
Er kynlif þitt ekki i lagi? Þá er margt
annað í ólagi. Vörumar frá okkur eru
lausn á margs konar kvillum, s.s.
deyfð, tilbreytingarleysi, einmana-
leika, framhjáhaldi o.m.fl. Leitaðu
uppl. Opið frá kl. 10-18 mán.-föstud.,
10-16 laugard. Erum í húsi nr. 3
v/Hallærisplan, 3. hæð, sími 14448.
Þetta og heilmargt fleira spennandi, t.d.
nælonsokkar, rietsokkar, netsokka-
buxur, opnar sokkabuxur, sokkabelti,
corselet, baby doll sett, stakar nær-
buxur á dömur og herra. Sjón er sögu
ríkari. Sendum í ómerktum póstkr.
Rómeo og Júlía.
■ Þjónusta
Vélaleiga Arnars. Tökum að okkur alla
almenna jarðvinnu, gerum föst verð-
tilboð, erum með vörubíl. Uppl. í síma
46419, 985-27674 og 985-27673.
H < m < Q tn 0*
BÍLDSHÖFÐI
VESTURLANDS VEGUR
IV 1
Stórbílaþvottast., Höfðabakka 1. Þarftu
að þvo bílinn þinn en hefur ekki tíma
til þess? Stórbílaþvottastöðin, Höfða-
bakka 1, býður þvott sem fólginn er í
tjöruþvotti, sápuþvotti + skolbóni, á
vægu verði. Verðdæmi: Venjuleg
fólksbifreið 300 kr. Jeppar 400 kr.
Sendibílar, litlir, 500 kr. Millistærð
600 kr. Langfbílar, stórir bílar 800 kr.
Fljót og örugg þjónusta. Opið mán.-
föst. 8-20, laugard. og sunnud. 10-18,
síminn er 688060.
ÖKUM EINS OG MENNI
Drögum
úr
hraða
-ökum af
skynsemi!
UMFERÐAR
RÁÐ
Neytendasamtökin gerðu könnun,
í nóvember síðastliðnum, á viðhorf-
um fólks á höfuðborgarsvæðinu til
umferðarmála í borginni og ná-
grenni hennar. Könnun þessi birtist
í Neytendablaðinu 1. tbl. 1988 og
kemur þar margt fróðlegt í ljós.
Hringt var í 1005 einstaklinga, 593
konur (59%) og 412 karla (41%). Við-
mælendur skiptust þannig milli
byggðarlaga að 72,2% voru úr
Reykjavík eða Seltjarnarnesi, 13%
Kópavogsbúar, 12% úr Hafnarfirði
og Garðabæ og 2,8% úr Mosfellsbæ.
Spurningamar og helstu niðurstöð-
ur fara hér á eftir.
Laugavegur ekki að göngu-
götu
Fyrsta spumingin var: Telur þú að
loka eigi Laugavegi neðan Snorra-
brautar fyrir bílaumferð?
Af þeim sem tóku áfstöðu sögðu
48,8% já en 51,2% nei. Ekki er hægt
að sjá almennan vilja fyrir að gera
Laugaveg að göngugötu. Hins vegar
er merkjanlegur munur á afstöðu
kynjanna. Meðal kvenna í Reykjavík
og Seltjamarnesi sögðu 45,5% já en
39,6% karla á sama svæði.
Austurstræti óbreytt
Á að opna Austurstræti fyrir bíla-
umferð?
Af þeim sem tóku afstöðu vora
86,7% mótfallin en 13,3% fylgjandi.
Það virðist því almenn ánægja með
Austurstrætið sem göngugötu. Mjög
svipað hlutfall var í svörum kynj-
anna við þessari spurningu.
Hraðahindranir af hinu góða
Telur þú að hraðahindranir fækki
slysum?
Af þeim sem tóku afstöðu svöruðu
82,9% játandi en 17,1% neitandi. Af
þessu má sjá að fólk virðist almennt
hlynnt hraðahindrunum en and-
staða við þær var mest hjá körlum í
Reykjavík og á Seltjamarnesi. Meðal
þeirra voru 23,6% sem sögðu hraða-
hindranir ekki fækka slysum en
meðal kvenna á sama svæði svöruðu
10,8% neitandi.
Gegnumumferð minnkuð
Viltu að fleiri götum verði lokað
fyrir gegnumumferð?
Nokkuð hátt hlutfall aðspurðra
vildu ekki taka afstöðu til spurning-
arinnar eða 21,2% og ekki komu fram
óskir um ákveðnar götur í þessu
sambandi. Af þeim sem tóku afstöðu
sögðu 54,6% já og 45,4% nei. Þó var
nefnt að loka mætti fleiri götum í
gamla miðbænum og þröngum íbúð-
arhverfum fyrir gegnumumferð.
Bílamengunin skaðleg
Telur þú að skaðleg mengun stafi
af umferð á höfuðborgarsvæðinu?
Af þeim sem tóku afstöðu svöruðu
77,5% játandi en 22,5% neitandi. Af-
gerandi fleiri konur töldu mengun-
ina skaðlega, því 82,9% kvenna sögðu
já en 68% karla.
Andstaða við Fossvogsbraut
Telur þú rétt að lögð verði hrað-
braut um Fossvogsdalinn?
Fossvogsbrautin virðist ekki eiga
marga stuðningsmenn, því af þeim
sem tóku afstöðu sögðu 71% nei en
29% já. Hins vegar var nokkuð hátt
hlutfall aðspurðra sem ekki tóku af-
stöðu eða 19,7%. Karlar í Reykjavík
og á Seltjamarnesi eru hlynntastir
Fossvogsbrautinni, en 31,8% þeirra
svöraðu játandi.
Fáir fara í strætó
Notar þú þjónustu strætisvagna á
höfuðborgarsvæðinu?
Af þeim sem tóku aftstöðu era að-
eins 18,9% sem notfæra sér þjónustu
strætisvagna reglubundið. Nokkuð
fleiri eða 35,8% sögðust stundum fara
í strætó en 45,3% stíga aldrei upp í
strætisvagn. íbúar Reykjavúkur og
Seltjarnarness nota strætó meira en
íbúar hinnna byggðarlaganna í
könnuninni.
Fjölmennasti hópurinn sem notar
strætisvagna reglulega er konur í
Reykjavík og á Seltjamarnesi eða
26,5% aðspurðra. Fámennasti hópur-
inn er karlar utan Reykjavíkur og
Seltjamamess eða 6,7% aðspurðra.
Góð þjónusta strætisvagna
Hvað finnst þér um þá þjónustu
sem strætisvagnar veita?
Af þeim sem höfðu skoðun á mál-
inu á höfuðborgarsvæðinu svöruðu
61% af þeim sem ferðast reglubundið
með strætó að þjónustan væri góð.
Sæmileg sögðu 33,7% og slæm sögðu
4,9%.
Berlega kom í ljós í könnuninni að
Hafnfirðingar og Garðbæingar era
óánægðastir með þjónustu strætis-
vagna en á móti kom að úrtakið á
þeim stöðum var lítið. Meiri óánægja
var hjá körlum en konum í Kópa-
vogi, en þeir karlar sem kvörtuðu
notuðu ekki vagnana. Fjölmargar
kvartanir komu fram varðandi þjón-
ustu strætisvagna en mest var talað
um langt bil á milh ferða.
-JBj
Viðtalið dv
Meira giftiir
bankanum
en konunni
Nafn: Jóhann Ágústsson
Aldur; 57
Staða: Aðstoðarbankastjóri
„Ég hef bráðum starfaö í
Landsbankanum í fjörutíu ár og
segir konan mín stundum að ég
sé meira giftur bankanum hcldur
en henni,“ segir Jóhann Ágústs-
son, nýsettur aðstoðarbanka-
stjóri Landsbankans.
í Landsbankanum í 39 ár
Jóhann byrjaði í bankanum
árið 1949 og vann hann þá við
endurskoðun. Síðan hefur hann
gegnt fjöldamörgum stöðum í
bankanum, verið gjaldkeri, skrif-
stofustjóri, útibússtjóri og starfs-
mannastjóri. Nú síðast starfaöi
hann sem framkvæmdastjóri af-
greiðslusviðs.
Jóhann Ágústsson er fæddur í
Reykjavík 1930. Eiginkona hans
er Svala Magnúsdóttir og eiga
þau hjónin þrjú börn. Elsti sonur-
inn er Magnús Valur Jóhanns-
son, 33 ára gamall. í miðið er
Guðmundur Orn Jóhannsson 27
ára og yngst er Sólveig Fríða sem
er 15 ára. Jóhann segh- ástæðuna
fyrir því hversu langt sé á milli
bamanna vera þá að virkilega
haíi verið vandað til verka.
Tökum lífið alvarlega
eftir átta
„Síðan 1959 hef ég farið í sund
á hverjum degi klukkan sjö á
morgnana. Það er skemmtilegur
hópur í heita pottinum í Laugar-
dalslauginni. Við tökum ekki lífiö
alvarlega fyrr en eftir klukkan
átta, getum talaö af ábyrgöarleysi
og komumst upp með það,“ segir
Jóhann. Hann syndir tvö hundr-
uö metrana á hverjum degi en
segist að vísu hafa sleppt helgun-
um úr síðustu árin. Sundíþrótt-
ina stundar hann allan ársins
hring en á veturna fer hann á
skíði. „Ég fór á skíði sem strákur
en byrjaði ekki aftur fyrr en und-
ir fimmtugt. Það var konan sem
átti frumkvæðið og ég fylgdi á
eftir eins og góðum eiginmanni
sæmir. Þetta gekk heldur erfið-
lega hjá okkur fyrst og maöur
horfði með aðdáun á þá sem fóru
í stólalyftuna enda bjóst ég aldrei
við að komast svo langt. En nú
þykist ég fær í flestan sjó.“
Golf á sumrin
Yflr vetrarmánuðina spila þau
Svala og Jóhann einnig bridge
ásamt þrennum öðrura hjónum.
Auk þess er Jóhann starfandi í
Frimúrarareglunni. En á sumrin
tekur golfið við þessum tóm-
stundum. Jóhann segir Svölu
konu sina einnig hafa ýtt á eför
sér að byrja í golfinu á svipuðum
tíma og þau fóru að fara á skíðin.
„Það tók langan tíma að komast
upp á lag með golfkylfuna. Mér
finnst þetta stundum ganga held-
ur brösuglega en það koma góðir
dagar inn á milli. Maður lifir í
voninni um að verða einhvern
tímann sæmilegur.“
-JBj