Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Page 29
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988. 29 Lífsstfll Markaðskönnun Neytendasamtakanna: 54 gerðir af ryksugum á íslenskum markaði í nýútkomnu Neytendablaði er að finna ítaHega markaðskönnun sem Neytendasamtökin hafa gert á ryk- sugum. í könnuninni er athugað verð og hvað í boði er hverju sinni og all- ar upplýsingar birtar. Helsu niðurstöður körinunarinnar éru þær að á íslenskum markaði eru ekki færri en 54 tegundir af ryksug- um og úrval því nóg. Ódýrasta ryksugan kostar kr. 4.736 en sú dýr- asta kr. 18.040. Ekki er gerð tilraun til að fara í beinan verðsamanburð í könnun- inni. Ryksugur eru um margt ósambærilegar, ýmsir fylgihlutir og misjöfn vattatala. Þó telur sænska prófunarstofnunin að vattatalan segi ekki endilega mikið um gæði ryksug- unnar, flestar ryksugur dugi vel til síns brúks. Fylgihlutir eru einnig óþarfir margir hveijir, þrír til fimm NEYTENDUR INNTIR EFTIR REYNSLU SINNI AF RYKSUGUM Vörumerkl Fjöldi ryksuga Þaraf 5 ára og yngri Þaraf 6-15 ára Þar af 16áraög eldrl Hlutfall ryk- suga sem ekki hefur þurft aðgeraviö, 5 ára og yngri Hlutfall ryk- suga sem ekki hefur þurft áð gera við, 6-15 ára Hlutfall ryk- suga sem ekki hefur þurft að gera við, 16áraog eldri Mjög ánægðir óánægðir Geta ekki mæltmeð ryksugunni Óánægðir með þjónustu seljanda Nilfisk 438 82 175 181 98% 89% 87% 76% 3% 11% 3% Electrolux 176 85 82 9 96% 83% 89% 78% 3% 9% 11% Hoover 94 42 44 8 90% 89% 100% 68% 9% 24% 9% Phllips 59 29 25 5 97% 84% 60% 75% 7% . 14% 8% Holland Electro 47 17 21 9 82% 90% 67% 72% 2% 17% 0% AEG 33 26 7 96% 71% 82% 0% 6% 0% Siemens 28 25 3 100% 100% 93% . 0% 4% 0% Miele 13 11 2 100% 100% 92% 0% 0% 0% Hugin 12 5 7 100% 86% 92% 0% 8% 8% Hitatchi 10 10 100% 80% 0% • 10% 0% Samtals: 972 363 391 218 95% 87% 86% 76% 4% 13% 5% npp Electrolux ryksugur hafa nóð miklum vinsældum hin síðari ár og er nú svo komiö að þær seljast eins vel og Nilfisk. Notendakönnun Neytendablaðsins: Ryksugur bila nær aldrei Islenskir neytendur eru almennt mjög ánægðir með ryksugurnar sín- ar ef marka má notendakönnun sem birt er í nýjastá tölublaði Neytenda- blaðsins. Neytendasamtökin tóku sig til og hringdu í 972 'ryksugueigendur. Þeir voru spurðir um reynslu sína af ryk- sugum sínum, hve gamlar þær væru, hve oft þær hefðu bilað og hvernig þjónustu seljenda væri háttað. Fram kom að ryksugur virðast endast með afbrigðum vel. Jilsta ryk- sugan, sem fannst í könnuninni, var af gerðinni Nilfisk og var hún fram- leidd 1937 og því komin yfir fimm- tugt. Þrátt fyrir háan aldur er hún enn í góðu lagi. Önnur gömul var Hoover ryksuga sem framleidd var 1945. 22,4% ryksuga sem upplýsingar fengust um eru 16 ára og eldri og hefur aldrei þurft að gera við 86% þeirra. Þetta hlutfall fer hækkandi eftir því sem ryksugurnar eru yngri og hefur því aldrei þurft aö gera viö 95% þeirra ryksuga sem eru fimm ára eða þaðan af yngri. Algengustu ryksugur í landinu eru af Nilfisk gerð. Þær eru til á nær helmingi íslenskra heimila eöa 45,1%. Neytendur eru almennt ánægöir bæði með ryksugurnar sínar og þjón- ustu seljenda. Aðeins 5% höfðu eitthvaö við þjónustu seljenda að at- huga og voru umkvörtunarefnin yfirleitt á þá leið að erfitt væri að fá poka í ryksugurnar, þeir fengjust yfirleitt aöeins hjá seljendum og stundum alls ekki. Aðeins 4% voru beinlínis óánægð meö ryksugurnar sínar. 13% sögöust hins vegar ekki mæla með ryksugun- um sínum. Allar nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi töflu. -PLP aukaburstar teljast hæfilegir. og fylgja þeir flestum ryksugum. Eins árs ábyrgð er á öllum ryksug- um. Fálkinn tekur þó tveggja ára ábyrgð og Fönix fulla ábyrgö fyrsta árið, lætur kaupanda greiða einn þriðja annaö árið og tvo þriðju þriðja árið. Misjafnt er þó hvort verslanir segist taka ábyrgð á viðgerðum og varahlutum en lögfræðingur Neyt- Neytendur endasamtakanna telur að eins árs ábyrgð sé á viðgerðum og varahlut- um. Það er því full ástæða fyrir þá sem hyggjast kaupa sér ryksugur að spyrja vel út í þetta atriði. Engin ryksuga fæst með leiðarvísi á íslensku og segir það sína sögu. Einar Farestveit er þó meö íslenskan leiðarvísi i undirbúningi og er von- andi aö tröllatrú hinna á tungumála- þekkingu íslenskra neytenda fari minnkandi. Allar nánari upplýsingar um ryk- sugur er að finna í Neytendablaðinu. -PLP cHnms Ryksugueign er mjög almenn hér á landi, enda flest gólf teppalögö. Ryksug- ur ná háum aldri og eru neytendur almennt mjög ánægölr meö sinar ryksugur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.