Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988. Lífsstín Mannlíf á loðnuvertíð: Erfitt að sameina sjó- .mennsku og fjölskyldulíf - segir Ámi Stefán Bjömsson sem farinn er að leita sér að vinnu í landi „Sjómennska er erfitt starf en skemmtilegt. Ég kann best við mig á sjónum en samt er ég nú að leita mér að vinnu í landi. Það er erfitt að sameina sjó- mennskuna og fjölskyldulíf, það segir kærastan mín alla vega,“ sagði Árni Stefán Bjömsson, sjómaður og áhugaljósmyndari. Hann hefur sérlega gaman af að taka myndir úti á sjó og hér á síð- unni birtast nokkrar myndir sem hann tók á síðustu loðnuvertíð á Gígjunni VE 340. Megnið fór í bræðslu „Við fórum í fyrsta loðnutúrinn í byrjun nóvember og lukum viö að fiska upp í kvótann rétt fyrir páska. Við veiddum 22 þúsund tonn. Við fórum einn túr með afla til Skot- lands, eitthvað smáræði fór í hrogn en megnið af aflanum fór í bræðslu." Árni sagöi að það væri gaman á loðnu en það væri nokkuð strembið og loðnusjómenn yrðu að vera lang- tímum saman að heiman og þeir sæju oft fjölskyldur sínar ekki vikum og jafnvel mánuöum saman. Það væri meðal annars ástæðan fyrir því að hann væri nú að leita sér að ann- arri vinnu. Tæp milljón upp úr krafsinu „En loðnuveiðarnar geta gefið vel af sér fyrir sjómennina. Fyrir þessa vertíð hafði ég tæpa milljón upp úr krafsinu, en þá á reyndar eftir að draga frá þann drjúga hluta sem Jón Baldvin tekur í ríkiskassann,“ sagði Árni. Á Gígjunni var fjórtán manna áhöfn, „hressir og skemmtilegir drengir". Árni sagðist hafa verið lengi á sjó eða öll sín fullorðinsár. Hann er frá Raufarhöfn og byijaði sína sjómennsku þar, en hefur síðan lengst af verið á togurum. - Kvíðirðu þvi að fara að vinna í landi? „Bæði og. Nei, ég held ekki að ég kvíði því en viðbrigðin verða örugg- lega mikil,“- sagði Árni Stefán Björnsson. -ATA Það kemur stundum fyrir að meiri loðna fáist í nótina en báturinn getur tekið og þá eru aðrir bátar <$}arnan kallaðir til og þeim gefið það sem afgangs verður. Hér er Gígjan að gefa Svani RE 180 tonn. DV-mynd ÁSB Hluti áhafnarinnar gaf sér tíma i miðju togi til að stilla sér upp til myndatöku. Lengst til vinstri er Ingólfur Bragason, þá Björn Þorgrímsson, Haraldur Reynisson, Magnus Guðmundsson og Jón Kristinn Jónsson. DV-mynd ÁSB Haraldur Reynisson sýnir hér loft- fimleika mikla þegar hann er að reyna að hífa upp blýteininn til að ná blýinu upp. DV-mynd ÁSB Árni Stefán Björnsson var háseti á Gígjunni VE 340, 700 tonna loðnubát. Hann er með Ijósmyndadellu og tók myndirnar á síðunni af skipsfélögum sínum á síðustu loðnuvertlð. DV-mynd GVÁ Tíðarandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.