Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Blaðsíða 33
T
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988.
33
LífsstOI
Stefán og Oskar Sæmundssynir þeyta hér kúlunum upp í háloftin á æfingavelli GR viö Korpúlfsstaði.
DV-mynd BG
- segja bræðumir Stefán og Óskar Sæmundssynir
„Við vonum að það fréttist ekki en
við tókum okkur frí úr vinnunni síð-
degis í dag til að fara í golf vegna
þess að það er frí á morgun," sögðu
bræðurnir Óskar og Stefán Sæ-
mundssynir sem voru að æfa teig-
skot við Korpúlfsstaði síðasta
vetrardag.
Stefán og Óskar vinna í fjölskyldu-
fyrirtæki og sögðust trúa því að fólk
skildi það þó að þeir lokuðu aðeins
fyrr þar sem sumardagurinn fyrsti
væri næsta dag. Að öllu jöfnu skróp-
uðu þeir ekki mikið úr vinnunni og
á sumrin færu þeir aldrei í golf fyrr
en að vinnudegi loknum.
Golffjölskylda
„Ég er búinn aö vera í golfi í fimmt-
án ár,“ sagði Stefán, „og ég í tutt-
ugu,“ sagði Óskar. „Við keppum
báðir en Oskar hefur náð mun lengra
en ég,“ sagði Stefán.
Systir þeirra hefur þó sennilega
náð lengst í golfíþróttinni innan fjöl-
skyldunnar en það er Steinunn
Sæmundsdóttir, fyrrverandi íslands-
meistari í golfi og skíðadrottning.
- Er þetta kannski fjölskyldusjúk-
dómur?
„Já, það má segja það. Lith strákur-
inn minn, sem er sjö ára, fer oft með
mér og slær í allar holurnar. Ég
hugsa að ég sé búinn að smita hann
af bakteríunni,“ sagði Óskar.
- Hvað æfið þið oft?
„Við æfum helst á hverjum degi á
sumrin. Á veturna, meðan snjór er
yfir öllu, getum við lítið æft en eftir
aö snjóa leysir reynum við aö koma
hingað á æfingarvölhnn eins oft og
við getum. Síðustu vikurnar höfum
við æft á hverjum degi.“
Skemmtilegast hvað þetta er
erfitt
- Hvað er það sem gerir golfið svona
eftirsóknarvert?
„Það er að sjálfsögðu útiveran,
.hreyfingin og félagsskapurinn og
einnig sú staðreynd að það er svo
erfitt að leika golf rétt. Ef maður
æfir sig mikið kemur árangurinn
íljótt í ljós og það virkar hvetjandi á
iðkandann.“
- Hvaðaeiginleikumþarfgóður golf-
sphari að vera gæddur?
„Þetta er mikil nákvæmnisíþrótt
og hún útheimtir þrotlausar æfing-
ar.
En það er hka annar eiginleiki sem
ekki skiptir minna máli, það er skap-
ið og sjálfstjórnin. Maður sér iöulega
úrvals golfleikara eyðileggja fyrir sér
keppni vegna skapgerðarbresta.
Góöur golfleikari verður að vera í
góðu andlegu jafnvægi."
Alvarlegur fiðringur
- Eruð þið orðnir þyrstir í aö komast
á alvörugolfvöll og leika á grænu
grasi?
„Já, við vorum komnir með alvar-
legan fiðring og gátum eiginlega ekki
ráðið við okkur lengur. Annars vær-
um við varla að norpa hér í stormi
og frosti.“
- Er ykkur ekki kalt?
„Nei, við erum mjög vel klæddir
og á meðan við verðum ekki dofnir
í fingrunum er þetta í lagi. Við ætlum
okkur að æfa nokkrar sveiflur fram
á kvöld,“ sögðu þeir bræður, Stefán
og Óskar Sæmundssynir.
-ATA
Reyndi að slá kúlu yfir Kínamúrmn
- segir Sigurður Þ. Guðmundsson, læknir og golfáhugamaður
„Ég var á ferð í Kína með Karla-
kór Reykjavíkur í nóvember 1979.
Ég tek golfkylfurnar með mér
hvert sem ég fer. Ég skildi að vísu
golfsettið mitt eftir í Hong Kong
þegar við fórum til meginlandsins
en tók með mér eina kylfu og
nokkrar kúlur til vonar og vara.
Þar sem engir golfvellir voru til
staðar ákvað ég að verða fyrstur
manna th að slá golfkúlu yfir Kína-
múrinn. Ég gerði nokkrar tilraunir
en þær tókust því miður ekki,“
sagði Sigurður Þ. Guðmundsson,
læknir og golfáhugamaður.
„Það var mikill klaufaskapur hjá
mér að ná kúlunni ekki yfir. Múr-
inn er um tólf metra hár en ég varö
að slá úr miklum halla. En þetta
hefði samt átt að takast. Ef leið mín
liggur til Kína aftur mun ég gera
aðra atlögu því mér vitanlega hefur
engum tekist að slá yfir múrinn
ennþá.“
Kylfurnar ávallt í farteskinu
Sigurður hefur verið mikið á
ferðinni, bæði með Karlakór
Reykjavíkur og á eigin vegum, og
alltaf eru golfkylfurnar meö í far-
teskinu.
„Ég er búinn að leika golf í öllum
löndum Vestur-Evrópu, nema Nor-
egi, Portúgal og Sviss. Það er
hreinlega vegna þess að ég hef lítið
farið til þessara landa eftir að ég
varð altekinn golfbakteríunni. Þar
að auki hef ég leikið golf í fleiri
heimsálfum."
- Hefurðu verið haldinn þessari
bakteríu lengi?
Með bakteríuna í tuttugu ár
„Já, í ein tuttugu ár. Eg fékk
áhugann reyndar fyrir tilviljun.
Konan mín gaf mér hálft golfsett í
afmæhsgjöf. Þá vissi ég lítið um
íþróttina og haföi enn minni áhuga.
Eg fór þó með kylfurnar út úr bæn-
um og reyndi nokkrar sveiflur og
komst fljótlega að því aö þetta væri
íþrótt fyrir mig og ég héf eiginlega
verið heltekinn af golfsjúkdómnum
síðan."
- Er þetta smitandi og hættulegur
sjúkdómur?
„Hann er afar smitandi. Ég held
það sé viðtekin venja að allir þeir
sem reyna sig eitthvað við golf fái
dellu. Eg held þó að golf sé ein góð-
kynjaðasta sportdellan sem menn
geta fengið. Iðkandinn fær góöa
hreyfingu og útiveru, slysahætta
er htil og menn lenda sjaldan í
ryskingum viö keppinauta sína,“
sagði Siguröur Þ. Guðmundsson.
-ATA
Sigurður Þ. Guðmundsson er læknir
á Landspítaianum. Hann hefur leíkið
golf í nánast öllum V-Evrópulöndun-
um, Ameriku og Asiu. DV-mynd B