Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988.
Spumingin
Finnst þér verjandi
að setja þak á
kauphækkanir?
Hilmar Svavarsson: Já, hæstu laun
ættu aö vera takmörkuð eins og
lægstu laun.
Rannveig Thejll: Já, aö einhverju
leyti.
Hallgrímur Ólafsson: Nei, mér finnst
þaö ekki verjandi.
Æ
Sigurlaug Jónsdóttir: Nei.
Karl Baldvinsson: Nei, þaö finnst mér
alls ekki.
Þorbjörg Bjarnardóttir: Ef þjóöar-
nauðsyn krefur.
Lesendur
DV
Fýrivspum fjarmálaráðherra um gjaldeyri:
Mismunur á svörum
Guðmundur Einarsson skrifar:
Eins og alþjóð er kunnugt var
framkvæmd gengisfelling hér á
landi nýlega og íjármálaráöherra
sendi Seðlabanka bréf þar sem far-
ið var fram á upplýsingar um gjald-
eyrisúttekt viöskiptabankanna
dagana fyrir uppstigningardag.
Síðan fær ráöherra svar sem skýrir
aðeins hluta þeirrar úttektar gjald-
eyris sem um var aö ræða.
Síðan sendir ráðherra banka-
stjóra Seðlabankans annað bréf þar
sem ráðherrann segir að einungis
hluta spumingar hans hafi verið
svarað en hluta ósvarað um sama
efni og telur að „óþarfa hártogan-
ir“ komi fram í fréttatilkynningu
Seðlabankans sem hann sendi frá
sér fyrir hvítasunnu.
Og þá byija nú fyrst hártoganirn-
ar í svörum þeim sem ráðherra
berast. Reynt er að komast hjá að
svara beint og sagt sem svo að ráð-
herra hafi ekki spurt um yfirfærsl-
ur fyrir „meira en eina milljón
króna"! Einnig að inni í þeim 1400
milljónum króna, sem ekki hefur
verið gerð grein fyrir, séu gjald-
eyriskaup þeirra sem keyptu fyrir
„minna en miiljón krónur“, auk
„vaxta og afborgana af erlendum
lánum sem eru ekki tilgreindar í
þeim upplýsingum sem gjaldeyris-
eftirlitið fær sjálfkrafa frá bönicun-
um“.
Skuldlausir um áramót? - Ef bankarnir halda áfram að greiða í kyrrþey
afborganir og vexti af erlendum lánum okkar! Hluti seðlaforðans - í þá
gömlu góðu daga.
I svari bankastjóra Seðlabankans
kemur fram að orðsending ráð-
herra sé eins konar „hártogun"
vegna fuUyrðingar hans um að
spurningum sé ósvarað, eins að
spurningum ráðherra sé þegar
svarað „samkvæmt oröanna hljóð-
an“ - og htur helst út fyrir að Seðla-
bankinn telji það ofverk sitt að gefa
ráðherra geinargóð svör. Segir
Seðlabanki þó að „öll kurl um
gjaldeyrisviðskiptin muni koma til
grafar"! - Þó nú líka væri.
Forstöðumaður Gjaldeyriseftir-
litsins tekur annan pól í hæðina í
svari sínu opinberlega. Hann segir
að verið sé að vinna að svarinu til
ráðherra og „stefnt aö því að ljúka
því sem fyrst“. Síðan segir hann
að bankamir hafi verið afgreiddir
með gjaldeyri á fóstudeginum og
mánudeginum á gamla genginu,
gjaldeyri sem þeir höfðu pantað
áður en gjaldeyrisdeildunum var
lokað.
Hér er nokkur munur á viðhorf-
um og svörum opinberra embættis-
manna til ráðherra sem þó er yfir-
maður umræddrar stofnunar,
Seðlabankans. En við bíðum og
sjáum hvað setur. Vonandi er rétt,
sem fjármálaráðhera hefur sett
fram, að bankarnir hafi verið að
vinna í kyrrþey hið göfuga verk að
greiða afborganir og vexti af er-
lendum lánum og við íslendingar
verðum orðnir skuldlausir um ára-
mót ef áframhald veröur á því sem
bankarnir virðast hafa veriö að
gera síðustu dagana fyrir gengis-
fellingu.
Að dorga við bryggjur og klöngrast i klettum eru oft minnisstæðir atburðir
frá bernskuárum. - Ungir Hafnfirðingar við veiði.
Breyttir tímar
Konráð Friðfmnsson skrifar:
Afskaplega hafa tímamir breyst
mikið og hratt á fáum árum. Þegar
ég t.d. var að alast upp þótti það ekk-
ert tiltökumál að smíða sjálfur flest
sín leikfóng. Enda fjárráð knöpp. -
Mitt fyrsta reiðhjól eignaðist ég
þannig, man ég, aö strípað stelhð
áskotnaöist mér fyrst. Þá var arkað
á öskuhaugana. Þar lágu tvær gjarð-
ir, eitt stýri og einn gaffall á glám-
bekk. Að þessu fengnu var þrautin
sú eftir að koma dótinu heim og raða
hlutunum rétt saman. það tókst með
hjálp góðra manna.
í dag er þessum málum þannig far-
ið að engum dettur í hug, hvaö þá
meira, að taka fram hamarinn sinn
og sögina til að skapa eitthvað
skemmmtilegt. Öðru nær. Aht skal
vera verksmiöjuframleitt og and-
laust. Allt skal vera fullbúið og klárt
upp í hendumar á öllum og um gólf-
in renna rafhlöðuknúnir vælukjóar
með bhkkljósin á og allrahanda rusl
hangandi utan á sér. - Sem sé, hund-
leiðinlegir hávaöaseggir.
í dag er einnig sífeht veriö aö banna
bömum aha skapaða hluti. Þau mega
ekki fara einsömul niður á bryggju
aö dorga, þá gætu þau hugsanlega
dottið í sjóinn og drukknað. - Sak-
leysingjamir mega því síður fara í
hraunið til leikja. Þar leynast stór-
hættulegar gjótur og háir klettar,
o.s.frv. - En þetta sem ég hef talið
upp hér að ofan er einmitt sá vett-
vangur sem mér og mörgum öðmm
er hvað minnisstæðastur frá
bemskuáruunum, að viðbættum
fiskhjöllunum.
Hraunið í Hafnarfirði, sem því mið-
ur er að mestu horfið undir bygging-
ar núna, var aðalathafnasvæði img-
viðsins, alla vega vesturbæinganna
(suðurbæingar aðhöfðust hins vegar
fátt annað en stela dúfum frá vest-
urbæingum). Hiö hafnfirska grýtta
landsvæði var sannkölluð ævintýra-
veröld þar sem krakkarnir létu alla
sína drauma rætast til fuhnustu.
Inni í hehunum, niöri í gjótunum
og uppi á klettunum var ólmast og
látið öhum ihum látum og einstaka
styrjöld var háö, th að lífga upp á
mórahnn, kæmi slen í hðið sem var
afar sjaldgæft þar. - Nóg um það. -
Böm á vorri tíð leika sér alténd öðru-
vísi en mín kynslóð geröi. Minn ár-
gangur hegðaði sér víst svohtið ólíkt
þeim á undan. - Líklega er best að
hneykslast sem minnst á framtíð
landans - og landsins.
„Eifisdiykkjan“
Bjarni Hannesson skrifar:
Lengi getur vont versnaö, er gam-
alt máltæki og flaug það mér í hug
þegar fréttist að Alþingi væri búið
að samþykkja bjórfrumvarpið. Þetta
„leikhús fáránleikans", sem Alþingi
er orðið, finnst víst þarfara að sam-
þykkja jafnóþarfa hluti sem bjór-
frumvarp er en reynist ófært um að
stýra efnahagsmálum á skynsamleg-
an veg. Þar er flest í ólagi og bendi
ég á þrjú meðfylgjandi gröf til skýr-
ingar.
1. Efsta talnalína sýnir halla á viö-
skiptajöfnuði sem prósentu af þjóð-
arframleiðslu og stólparit sýnir upp-
hæð árlegs halla á verðlagi ’87-’88
samtals, síðustu 10 ár um 47,9 millj-
arða.
2. Graf 2 sýnir erlendan kostnað
viö bílakaup og utanlandsferðir og í
þá liði er komin upphæð sem svarar
60 milljörðum króna, þar af síöustu
3 ár um 27 mihjarðar (aö hluta óbein
afleiðing vissra ákvæða í „þjóöar-
sáttarsamningunum" margfrægu).
3. Graf 3 sýnir hækkun á erlendum
langtímalánum sem eru um 66 millj-
arðar króna yfir sama tímabil.
Þetta sannar að slegin eru erlend
lán fyrir öllum innfluttum bifreiðum
og erlendum ferðalögum. En þennan
vanda ásamt mörgu öðru finnst nú-
verandi „glapræðis“-stjórnvöldum
og „leikurunum" í „leikhúsi fárán-
leikans" ekki þörf á að ijalla um en
vilja heldur „eitra“ fyrir þjóöina með
bjórnum því áætlað er að heildar-
neysla þjóðarinnar verði 7-10 mhlj-
ónir lítra á ári.
Ætla má að a.m.k. helmingur þeirr-
ar neyslu verði hrein viðbót við fyrri
neyslu á áfengi og ekki verður mjöð-
urinn ókeypis. Líklegt er talið að lítr-
inn verði seldur á um 500 krónur.
Það þýðir um 4 til 5 milljarða króna
á ári, þar af að líkum 2 til 3 milljarð-
ar „ný útgjöld" vegna aukinrtar og
almennrar fræðslu.
Alþingi hefði verið nær aö lagfæra
fyrst efnahagsmál þjóðarinnar áður
en það færi að dreifa þessum óþarfa
yfir þjóðina því bjórinn mun ekkert
bæta, en verða aö líkum notaður í
„erfisdrykkju" um efnahagslegt
sjálfstæði þjóðarinnar. - Að síðustu
legg ég til að gildistöku bjórlaganna
verði frestað þar til v'iðskiptajöfnuð-
ur þjóðarinnar hefur verið jákvæður
í a.m.k. 2 ár í röð.
-15 :
Milljaröar króna
-20
Viðskiptahalli
-2.1 -4.4 -8.5 -2.1 -5 -4 +0.3 -3.1 -4
% af Pjóflarframleittslu
o Spá
1977 ,1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988
Erlendur kostnaður við innflutning
á bílum og erlend ferðalög —
1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988’
Erlendar langtímaskuldir
1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988