Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Side 25
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988.
41
Afmæli
Jóhann G. Möller
Jóhann G. Möller, Laugarvegi 25,
Siglufirði, er sjötugur í dag. Jóhann
Georg er fæddur á Siglufirði, ólst
þar upp og hefur búið þar síðan.
Hann lauk gagnfræðaprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1934
og hefur verið verkamaður og
verkstjóri hjá Síldarverksmiðjum
ríkisins á Siglufirði allan sinn
starfsaldur, eða í 53 ár. Jóhann var
í stjórn verksmiðjanna 1959-1971
og varaformaður stjórnarinnar
1965- 1971. Hann var bæjarfulltrúi
Alþýðuflokksins á Siglufirði 1958-
1982 og forseti bæjarstjómar 1978-
1982. Jóhann var í bæjarráði 1962-
1974 og 1978-1982, í hafnarnefnd
1958-1962 og 1974-1978. Hann var í
rafveitunefnd 1958-1962, sjúkra-
samlagsnefnd 1962-1966 og Hóls-
búsnefnd 1962-1970. Jóhann var í
stjórn verksmiðjunnar Rauðku
1958-1962 og í nokkur ár í stjórn
lagmetisiðjunnar Siglósíldar. Hann
var í stjóm lífeyrissjóös starfs-
manna Siglufjarðarkaupstaðar
1966- 1970 og 1978-1982. Jóhann var
í æskulýðsráði 1962-1970, formaöur
þess um skeið og var formaður
Byggingafélags verkamanna 1958-
1974. Hann hefur alla tíð verið virk-
ur í bindindishreyfingunni og var
formaöur áfengisvamanefndar Si-
glufjarðar.
Á yngri árum var Jóhann f]öl-
hæfur íþróttamaður, hann var einn
stofnenda Knattspyrnufélags
Siglufjarðar, formaður þess um
árabil og var í stjórn Skíðafélags
Siglufjarðar í nokkur ár. Jóhann
var í stjórn Sambands íslenskra
sveitarfélaga' 1978-1982 og var full-
trúi á fjórðungsþingum Norðlend-
inga í mörg ár. Hann hefur alla tíð
verið mjög virkur í verkalýðsbarát-
tunni og var í stjórn Verkamanna-
félagsins Þróttar 1957-1963 og hefur
verið ritari Verkalýðsfélagsins
Vöku frá 1976. Jóhann hefur veriö
fulltrúi á mörgum þingum ASÍ,
Verkamannasambandsins og 41-
þýðusambands Norðurlands. Hann
hefur verið í flokksstjórn Alþýðu-
flokksins í fjöldamörg ár og er nú
í verkalýðsmálanefnd flokksins. Þá
hefur hann um áratugaskeið veriö
umboösmaður og fréttaritari Al-
þýðublaðsins á Siglufirði. Jóhann
var sæmdur riddarakrossi fálka-
orðunnar fyrir störf að félagsmál-
um 1983.
Jóhann kvæntist 1942, Helenu
Sigtryggsdóttur, f. 21. september
1923. Foreldrar hennar voru Sig-
tryggur Sigtryggsson, sjómaöur á
Ytri-Haga á Árskógsströnd og kona
hans, Ingibjörg Davíðsdóttir. Böm
Jóhanns og Helenu era Helga
Kristín, f. 30. október 1942, kennari
í Digranesskóla í Kópavogi, gift
Karli H. Sigurðssyni, útibússtjóra
í Útvegsbanka íslands, Ingibjörg
María, f. 12. júlí 1944, kennari í
Hlíðaskóla í Rvík, Alda Bryndís, f.
27. maí 1948, Jóna Sigurlína, f. 22.
nóvember 1949, yfirkennari í Kópa-
vogsskóla, gift Sveini Arasyni,
skrifstofustjóra hjá Ríkisendur-
skoðun, Kristján Lúðvík, f. 26. júní
1953, verslunarstjóri og bæjarfull-
trúi á Siglufirði, kvæntur Oddnýju
Jóhannsdóttur verslunarmanni,
Alma Dagbjört, f. 24. júní 1961, er
lýkur læknanámi nú í vor, sambýl-
ismaður hennar er Torfi Jónasson
læknanemi.
Systkini Jóhanns eru, Alfreð, f.
30. desember 1909, vélsmiður á
Akureyri, kvæntur Friðnýju Sigur-
jónu Baldvinsdóttur, William
Thomas, f. 12. mars 1914, d. 19. júlí
1965, kennari í Skógaskóla, kvænt-
ur Guðrúnu Sigurðardóttur, Rögn-
valdur Sverrir, f. 7. október 1915,
kennari og kaupfélagsstjóri á Ól-
afsfirði, kvæntur Kristínu Helgu
Bjarnadóttur, Alvilda Friörikka
María, f. 10. desember 1919, gift
Bimi Kristinssyni, sjómanni í Hrís-
ey, Unnur Helga, f. 10. desember
1919, starfsmaður í lagmetisiðjunni
Siglósíld á Siglufirði, Kristinn
Tómasson, f. 8. júlí 1921, starfsmað-
ur hjá Umbúðamiðstöðinni í Rvík
og Gunnar, f. 27. júlí 1922, verslun-
armaöur í Rvík, kvæntur Nönnu
Þuríði Þórðardóttur.
Foreldrar Jóhanns vora Christ-
ian Ludvig Möller, lögreglumaöur
á Siglufirði, og kona hans, Jóna
Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir.
Christian var sonur Jóhanns Ge-
orgs Möller, kaupmanns á Blöndu-
ósi, Christianssonar Möllers, veit-
ingamanns í Rvík Olessonar Möll-
ers, kaupmanns í Rvík, ættfóöur
Möllersættarinnar á íslandi. Móðir
Jóhanns kaupmanns var Sigríður
Magnúsdóttir Norðfjörð, verslun-
arstjóra í Rvík, og konu hans,
Helgu Ingimundardóttur. Móðir
Christians lögreglumanns var Al-
vilda Maria Williamsdóttir Thoms-
ens, kaupmanns á Vatneyri, og
kona hans, Ane Margrethe Lauritz-
dóttur Knudsens, kaupmanns í
Rvík, ættfóður Knudsensættarinn-
ar. Jóna var dóttir Rögnvalds, b. í
Miðhúsum, Jónssonar. JVIóöir
Rögnvalds var Gunnhildur Hall-
grímsdóttir, b. á Stóru-Hámundar-
stöðum, Þorlákssonar, dbrm. á
Skriðu í Hörgárdal, Hallgrímsson-
ar. Móðir Þorláks var Halldóra
Þorláksdóttir, b. á Ásgeirsbrekku,
Jónssonar, ættfóður Ásgeirs-
brekkuættarinnar. Móðir Jónu var
Steinunn Jónsdóttir, b. á Þrastar-
stöðum á Höfðaströnd, Hallssonar
og konu hans, Sigurhjargar Ind-
riðadóttur.
Valdís Halldórsdóttir
Valdís Halldórsdóttir, húsmóðir
og kennari, til heimilis að Dunhaga
13 í Reykjavík, er áttræð í dag.
Valdís fæddist í Fljótstungu og
ólst upp hjá foreldrum sínum að
Ásbjarnarstöðum í Stafholtstung-
um í Borgarfirði. Hún stundaði
nám í Unghngaskóla Ásgríms
Magnússonar í Reykjavík 1925-26
og lauk kennaraprófi frá KÍ 1930.
Valdís kenndi eitt ár í Borgar-
hreppi í Mýrasýslu, var barna-
skólakennari á Eyrarbakka
1931-42, kenndi við barna- og mið-
skólann í Hveragerði 1945-48 og frá
1956-73, en Valdís sat í skólanefnd
Ölfusskólahéraðs frá 1948-54.
Smasögur og kvæði hafa birst
eftir Valdísi í Eimreiðinni, Dropum
ög Emblu, en Valdís var, ásamt
Valborgu Bentsdóttur og Karólínu
Einarsdóttur, meðritstjóri Emblu,
bókmenntatímarits sem birti ein-
göngu sögur og kvæði eftir konur,
auk ritgerða um skáldskap kvenna.
Tímaritið Embla kom út á áranum
1945-48.
Valdís giftist 2.2.1935, séra Gunn-
ari Benediktssyni rithöfundi, f. að
Viðborði í Einholtssókn í Austur-
Skaftafellssýslu, 9.10. 1892, d. 26.8.
1981. Gunnar var sonur Benedikts
Kristjánssonar, b. aö Viðborði og
síðar Einholti, og konu hans, Álf-
heiðar Sigurðardóttur.
Valdís og Gunnar bjuggu í hinni
rómuöu skáldanýlendu í Hvera-
gerði í fjölda ára en fluttust til
Reykjavíkur eftir að Valdís hætti
kennslu. Valdís hefur nú síðustu
árin þýtt smásögur og skáldsögur
eftir ýmsa Norðurlandahöfunda,
en sumar þýðingar sínar hefur hún
lesið í útvarp.
Valdís og Gunnar eignuðust tvö
börn. Þau eru: Heiðdís, fulltrúi hjá
félagsmálastofnun Hveragerðis, f.
5.2. 1943, gift Árna Óskarssyni,
starfsmanni Landsbankans, Þor-
lákssonar dómkirkjuprests, en
Heiðdís og Árni eiga tvö böm;
Halldór, félagsráðgjafi í Reykjavík,
f. 18.6.1950, kvæntur Jarþrúði Þór-
hallsdóttur frá Bakkafirði, sjúkra-
þjálfara á Landakoti, en þau eiga
þrjú börn.
Systir Valdísar er Guðrún, fyrrv.
húsfreyja á Ásbjarnarstöðum, gift
Kristjáni Guðmundssyni, fyrrum
b. þar, en þau eru nú búsett í Borg-
amesi og eiga eina dóttur.
Foreldrar Valdísar voru Halldór
Helgason, b., kennari og skáld á
Ásbjarnarstöðum, f. 19.9. 1874, og
kona hans, Vigdís Valgerður Jóns-
dóttir, f. 26.9.1880. Bróðir Vigdísár
er Bergþór, faðir Páls verðurfræð-
ings. Systir Vigdísar er Halldóra,
fóðuramma Kolbeins Pálssonar,
formanns KKÍ.
Móöurforeldrar Valdísar voru
Jón, b. í Fljótstungu, Pálsson og
kona hans, Guðrún, dóttir Péturs
Ó. Gíslasonar, bæjarfulitrúa og út-
gerðarmanns í Ánanaustum, bróð-
ur Guömundar sem var móðurafi
Sverris Kristjánssonar sagnfræð-
ings og langafi Ingigerðar, móður
Þorsteins forsætisráöherra.
Jón í Fljótstungu var sonur Páls
smiðs á Þorvaldsstöðum, Jónsson-
ar og Guðrúnar Bjarnadóttur, syst-
ur Halldóru, móðurömmu Guð-
mundar Böðvarsonar, skálds á
Kirkjubóh.
Föðurforeldrar Valdísar voru
Helgi Einarsson, b. á Ásbjarnar-
stöðum, og Guðrún, dóttir Hall-
dórs, b. í Litlu-Gröf, Bjarnasonar
og Hahdóru Ólafsdóttur. Helgi var
sonur Eiriars, b. á Ásbjarnarstöð-
um, og Sigríðar Sigurðardóttur.
Faðir Einars var Halldór fróði á
Ásbjarnarstöðum Pálsson, Jóns-
sonar.
Einar var langafi Helgu, móöur
'Pálma Gíslasonar, formanns
UMFÍ. Systir Einars var Ingibjörg,
langamma Sigríðar, móður Þórs
þjóöminjavarðar. Önnur systir
Einars var Margrét, langamma
Jóns, föður Þorsteins frá Hamri.
Bróðir Einars var Jón, langafi Hall-
dórs H. Jónssonar arkitekts.
Valdís verður heima á afmæhs-
daginn og tekur á móti gestum.
Othar
Ellingsen
Othar Edvin Ellingsen forstjóri,
Ægisíðu 80, Reykjavík, er áttræður
í dag.
Othar fæddist í Reykjavík, ólst
þar upp og hefur ætíð átt þar
heima.
Hann lauk gagnfræðaprófi frá
MR 1925 og stundaði verslunar-
skólanám í Þrándheimi ,1927-28.
Othar starfaði við verslun föður
síns 1925-27 og 1928-36, en hann
veitti forstöðu versluninni O. Ell-
ingsen frá 1936.
Othar var einn af stofnendum hf.
Hvals 1947 og í stjórn þar í árafjöld,
einn af stofnendum Steypustöðvar-
innar hf. 1947 og Tryggingar hf. og
í stjórn þar í fjölda ára.
Othar var í stjórn Verslunarráðs
íslands frá 1951-78, í stjórn Nord-
mannslaget í Reykjavík 1933-44 og
formaður 1935,56,57 og 61. Þá varð
hann norskur ræðismaður 1957 og
aðairæðismaður frá 1974.
Kona Othars er Sigríður Ólöf, f.
17.5. 1922, dóttir Steingríms Jóns-
sonar, rafmagnsstjóra í Reykjavík,
og konu hans, Láru Árnadóttur.
Haraldur Þórarinsson
Alda Möller
Haraldur Þórarinsson, fréttarit-
ari Ríkisútvarpsins í Kelduhverfi
og viðgerðarmaður, Kvistási,
Kelduneshreppi, er séxtugur í dag.
Haraldur fæddist í Ólafsgerði í
Kelduhverfi, var sitt fyrsta æviár á
Húsavík, en flutti síðan með fjöl-
skyldunni í Austurgarð þar sem
hún bjó til ársins 1939. Þá flutti
hann með föður sínum og systkin-
um í Laufás.
Haraldur byggði svo Kvistás í
landi Laufáss árið 1956 en þar hefur
hann búið síðan.
Haraldur var ferjumaður sumrin
1946 og 1947, en hann mun vera
síðasti ferjumaður á Jökulsá á
95 ára
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Ljóts-
stöðum, Hofshreppi, er níutíu og
fimm ára í dag.
80 ára
Sabína Árnadóttir, Öndólfsstööum
I, Reykdælahreppi, er áttræð í dag.
Una Brynjólfsdóttir, Lagarási 33,
Egilsstööum, er áttræö í dag.
Fjöllum. Hann keypti sér síðan
vörubíl, sem hann keyrði í nokkur
ár, en um það leyti fór hann aö
gera viö bíla og búvélar og hefur
stundað viðgerðir síðan. Hefur
stundum veriö sagt um Harald að
hann geri við vekjaraklukkur, veg-
hefla og allt þar á milli.
Haraldur hefur um árabil verið
fréttaritari Ríkisútvarpsins, en
hann er löngu þjóökunnur fyrir
sína einstæðu fréttapistla.
Kona Haralds er Björg Margrét,
f. 25.5.1930, dóttir Indriða Hannes-
sonar frá Lindarbrekku og Kristín-
ar Jónsdóttu>-.
Haraldur og Björg Margrét eiga
75 ára_____________________
Ásmundur Sigurðsson, Hrafnistu,
Kleppsvegi, Reykjavík, er sjötíu og
fimm ára í dag.
60 ára
Agatha Þorleifsdóttir, Einigrund
4, Akranesi, er sextug í dag. Hún
tekur á móti gestum á morgun,
laugardag, milli klukkan 15 og 18 í
fundarsal Verkalýðsfélags Akra-
ness, Kirkjubraut 40, Akranesi.
einn son, Indriða Vigni, f. 15.7.1956,
en hann starfar hjá föður sínum.
Haraldur á þrjú systkini sem öll
eru á lífi. Þau eru: Margrét Björg,
húsmóðir í Laufási; Stefán Kári, b.
í Laufási, og Sigurður, bólstrari í
Reykjavík.
Foreldrar Haralds: Þórarinn
Haraldsson, b. í Austurgörðum, og
Kristjana Stefánsdóttir frá Ólafs-
gerði. Föðurforeldrar Haralds voru
Haraldur Júlíus Ásmundsson og
Sigríður Sigfúsdóttir en móðurfor-
eldrar hans voru Stefán, b. í Ólafs-
gerði, og Margrét Þórarinsdóttir.
Haraldur verður ekki heima á
afmælisdaginn.
Kristín Guðmundsdóttir, Víðiiundi
10H, Akureyri, er sextug í dag.
50 ára
Hulda Jóhannesdóttir, Laugalandi,
Holtahreppi, er fimmtug í dag.
Þórey Aðalsteinsdóttir, Lönguhlið
7B, Akureyri, er fimmtug í dag.
Anna Hildur Árnadóttir, Hörgs-
landskoti I, Hörgslandshreppi, er
fimmtug í dag.
Alda Möller matvælafræðingur,
Álfhólsvegi 20, Kópavogi, er fertug
í dag. Alda Bryndís er fædd á Siglu-
firði og lauk stúdentsprófi frá MA
1968. Hún varö B.Sc.hons. Food sci-
ence/Biochemistry (sameiginlega)
frá háskólanum í Leeds í Englandi
1968-1972 og Ph.D. Food Science frá
háskólanum í Reading í Englandi
1973-1976. Alda var kennari og
deildarstjóri í efnafræði í MA
1972-1973 og sérfræðingur á Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins í Rvík
1976-1986. Hún var í Manneldisráði
1978-1979 og ritari Manneldisfélags
íslands 1979-1987. Alda var deildar-
stjóri efnafræðideildar stofnunar-
innar 1980-1986, var aðjúnkt í mat-
vælafræði í HÍ 1979-1983 og dósent
1983-1986. Hún hefur verið deildar-
stjóri þróunardeildar Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna frá 1986
og sá um samningu námsefnis fyrir
starfsfræðslunefnd Fiskvinnslunn-
ar 1986-1987.
Alda giftist 24. mars 1977 Derek
Charles Mundell, f. 17. mars 1951,
framleiðslustjóra hjá Axis hf. For-
eldrar Dereks eru Sydney Mun-
dells, iðnverkamaður á Isle of Man,
og kona hans, Evehne Mundells.
Böm Öldu og Dereks eru Eva Hhn,
f. 7. júlí 1977, og Kristján, f. 22. ágúst
1980. Faðir Öldu, Jóhann G. Möller,
sem verður sjötugur í dag, og Alda
halda sameiginlega upp á daginn
kl. 16-19 á Hraunteigi 24 í Reykja-
vík.