Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Qupperneq 5
I
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988.
5
Fréttir
Fróðlegur þáttur um ísland í hollenska sjónvarpinu:
„íslendingar eru leiðandi í
heiminum á öllum sviðiim"
- sagði íslenskur veitingahúsagestur við hollenska sjónvarpið
i________________________________
Kjartan L. Pálsson, DV, Holiandi:
Hollenska sjónvarpiö, Stöð 2,
sýndi á sunnudagskvöld, á einum
besta sýningartíma um kl. 20.30,
sjónvarpsmynd sem gerö var á ís-
landi síðastliðið vor af hollenskum
aðilum. Bar myndin nafnið Trans-
it: Reykjavík og var hún um 30
mínútna löng. Þarna var ekki á
ferðinni hin venjulega glansmynd
af landi og þjóö, Gullfoss, Geysir
og heitu hverirnir og allt það sem
menn eru vanir að sjá.
Var myndin mun nær hinu raun-
verulega íslandi og þeim sem sáu
þáttinn þótti sem þeir könnuðust
vel við bæði tal og tóna sem þarna
voru sýnd. Margt kom þeim þó á
óvart og hvað þá þeim þúsundum
áhorfenda sem á þáttinn hafa horft.
Hann hefur trúlega ekki vakið
neinn áhuga á að heimsækja þetta
land í norðri enda var hér engin
sérstök landkynning á ferð.
Þeir sem á þáttinn horfðu, og ég
talaði við, voru helst á því að ís-
lendingar væru stórfurðulegt fólk
og mjög ánægðir með sjálfa sig -
meira en góðu hófi gegnir.
Þarna var meðal annars viðtal
við unga skákmeistara um skák og
skákáhuga á íslandi og fjallað
nokkuð um það. Einnig var íjallaö
um bókmenntaáhuga íslendinga.
Sagði forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, að á hverju heimili á
íslandi væri stór bókaskápur fullur
af bókum sem börn og unglingar
læsu mikið.
Þegar Vigdís, sem kom vel fyrir
og var hress, var spurð hvers vegna
ekki væri her á Islandi sagöi hún
að það væri vegna þess aö íslend-
ingar gætu aldrei marserað eöa
gengið í takt. Þeir væru svo miklir
einstaklingshyggjumenn. Þá sagði
Vigdís að íslendingar væru ekki
nema 250.000 en við létum yfirleitt
eins og við værum tvær milljónir.
Við hefðum því ekkert með her aö
gera.
Þá var farið í verslanir í Reykja-
vík og Sigrún Harðardóttir, sem
var spyrjandi i þættinum, tíndi
nokkrar vörutegundir upp úr inn-
kaupakörfuní viðstaddra og sagði
áhorfendum hvað þær kostuðu í
hollenskum gyllinum. Þótti mörg-
um, sem ég heyrði í, þær tölur vera
ótrúlega háar. Það kom því hol-
lenskum áhorfendum ekki á óvart
þegar fólk, sem spurt var úti á götu,
sagðist ekki getað lifað af launum
sínum á íslandi. Sögðust allir vera
skuldugir upp fyrir haus eins og
einn sem spurður var sagði.
Fróðleg heimsókn til
Grindavíkur
Heimsókn i frystihús í Grindavík
var og fróðleg og hefur fólk óspart
spurt í tengslum við það. „Getur
það verið að á íslandi þurfi allir að
vinna 10 til 12 tíma í slori á dag til
að geta búið þar?“ spurði einn
kunningi minn mig eftir þáttinn.
Leikiö var lag meö Sykurmolun-
um og spjallað við þá eftir á. Þeir
voru heimsfrægir að eigin sögn og
kynnu alhr að meta þá nema ís-
lendingar sjálfir. Þeir hefðu þá
fyrst farið að meta þá þegar þeir
hefðu verið orðið heimsfrægir. Nú
segja allir íslendingar að þeir hafi
sagt það síðustu 10 árin eða svo að
Sykurmolarnir væru bestir af öll-
um.
Rætt var við ung íslensk skáld á
ljóðakvöldi. Vakti sá kúltúr, sem
þeir báru á borð, engan sérstakan
áhuga hjá þeim sem ég hef spjallað
við. En ungu skáldin komu
skemmtilega fyrir og margt gott
datt upp úr þeim.
Það sem vakti hvað mesta at-
hygh hér, og sjálfsagt hjá þeim tug-
um þúsunda belgískra og hol-
lenskra áhorfenda sem á þáttinn
horfðu, var lokaspretturinn í þætt-
inum. Þá var farið í heimsókn að
dyrum íslenskra veitingastaða á
laugardagskvöldi. Stansað var við
einn staðinn og þar teknir tali
nokkrir kokhraustir ungir menn
sem voru bæði heyranlega og sýni-
lega vel viö skál. Var þar ekki mik-
inn fróðleik að fá um land og þjóð
nema ef væri svar eins þegar hann
var spurður um Amsterdam:
„Amsterdam, hvaö er að gerast
þar? Það er hér á íslandi sem hlut-
irnir eru aö gerast. Við erum leið-
andi í heiminum á öllum sviðum.“
Þá vitum við það og væntanlega
belgískir og hollenskir sjónvarpsá-
horfendur líka!
Laxveiðin að hefjast:
Norðurá, Þverá
og Laxá á Ásum
opnar á moigun
- hverjir munu opna veiðiámar fýrstir?
„Þetta lítur vel út og síðustu frétt-
ir eru góðar, töluvert er komið af
laxi í Norðurá víða, eins og í Drottn-
inguna og á Stokkhylsbrotið," sagði
Friðrik Þ. Stefánsson, varaformaður
Stangaveiðifélags Reykjavikur, í
samtali við DV. „Það er komin
spenna í mann og veðurfarið er gott
og veiðin verður vonandi góð, þessar
fréttir benda til þess,“ sagði Friðrik,
en hann mun ásamt félögum sínum
úr stjórn Stangaveiðifélagsins opna
Norðurá á miðvikudagsmorguninn
um sjöleytið.
Meðal þeirra sem renna þá í Norð-
urá eru Jón G. Baldvinsson formað-
ur Stangaveiðifélags Reykjavíkur,
Friðrik' varaformaður, Guðlaugur
Bergmann, Guðrún Guðjónsdóttir,
Friðrik D. Stefánsson framkvæmda-
stjóri félagsins og Rósar Eggertsson.
Þverá í Borgarflrði verður opnuð á
miðvikudag, en einhver bið verður á
því að Kjarrá opni, nokkrir dagar.
Þeir sem munu renna fyrst eru með-
pl annars Jón og Vilhjálmur Ingvars-
synir, Sigurður Helgason forstjóri
Flugleiða , Gísli Ólafsson forstjóri
Tryggingamiðstöðvarinnar og Jón
Ólafsson Steypustöðinni.
Laxá á Ásum er þriðja áin sem
opnar þennan fyrsta veiðidag og þar
mun Garðar H. Svavarsson renna
fyrir fisk ásamt fleirum.
Það virðist allt benda til að lax veið-
ist á öllum vígstöðum, þótt Laxá á
Ásum sé alltaf spurningarmerki
svona snemma.
G.Bender
Hafnarfjörður:
Sumarstarf barna og
unglinga að hefjast
Sumarstarf barna og unglinga
hefst í byijun júní í Hafnarfirði.
Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnar-
fjarðar skipuleggur starfiö, stundum
í samvinnu við skóla og félög í bæn-
um.
Meðal þess sem boðið er upp á fyr-
ir börnin er heils dags leikjanám-
skeið sem standa yfir í tvær vikur.
Reiknað er með þrjátíu bömum á
hvert námskeið. Er fariö í kynnis-
feröir í fyrirtæki, leikið úti og fóndr-
að innivið. Á námskeiðunum er gert
ráð fyrir nokkrum fötluðum börn-
um.
Vinnuskóli Hafnaríjarðar starfar í
júní og júní. Þar vinna unglingar við
ýmis störf í bænum og er m.a. boðið
upp á þjónustu við aldraða þar sem
unglingarnir sjá um að veita aðstoð
viö umhirðu garða.
Skólagarðar veröa starfandi í
Hafnarfiröi í sumar, frá byrjun júní
og fram í september.
Auk þess sem nefnt hefur verið
býður Æskulýðs- og tómstundaráð
upp á fjölda námskeiða í íþróttum
og tómstundastarfi.
-JBj
Halldór Þórðarsson, stjórnarmaður í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, mun renna fyrir lax í Norðurá með fyrstu
mönnum og kannski fær hann laxana til að taka. Á myndinni sést Halldór rétt fyrir neðan Laxfossinn.
DV-mynd G.Bender
Samnorrænt verkefni á Akureyri:
Fjölbreyttari þátttaka
kvenna í atvinnulífinu
Á Akureyri stendur nú yfir sam-
norrænt verkefni sem stuöla á aö
flölbreyttari þátttöku kvenna í hin-
um hefðbundnu karlastörfum og
gera þeim kleift aö hafa áhrif til
breytinga. Verkefni þetta, Bijótum
múrana eða BRYT, er á vegum
norrænu ráðherranefndarinnar og
ríkisstjóma Norðurlandanna.
Álika verkefni standa yfir annars
staðar á Norðurlöndum.
Aö sögn Valgeröar H. Bjarnadótt-
ur hjá BRYT á íslandi stuðlar þetta
verkefni að því að kanna leiðir til
að auka flölbreytni í náms- og
starfsvali kvenna. Unniö er að því
aö bijóta múrana sem aðskilja
vinnumarkaði karla og kvenna.
Verkefnið er tvíþætt, sagði Val-
gerður. Annars vegar er unnið aö
því að brjóta þessa múra lárétt, þ.e.
skiptingu starfa eftir kynjum, og
hins vegar lóðrétt, þ.e. mun kypj-
anna eftir áhrifastöðum.
Nokkur verkefni em í gangi í
hverju landi, ýmist tengd skólum
eða atvinnulífinu. Á Akureyri er
verkefnið margþætt. í fyrsta lagi
er um að ræða náms- og starfs-
fræöslu í 9. bekk grunnskóla. Lögö
er áhersla á að nemendur kynnist
m.a. heföbundnum kvenna- og
karlastörfum. Drengir kynnast
þannig a.m.k. einu kvennastarfi og
stúlkur a.m.k. einu karlastarfi.
í öðra lagi er um að ræða verk-
efni sem unnið er með stúlkum sem
eru við nám í Verkmenntaskólan-
um á Akureyri. Stúlkumar hafa
hist öðru hverju sl. tvö ár til skrafs
og ráðagerða og munu átta stúlkur
halda til Noregs í sumar á norræna
kvennaþingið. Þar munu þær,
ásamt stúlkum annars staðar af
Noröurlöndum, reka opið verk-
stæöi og kynna sína iðngrein.
I þriðja lagi hafa staðið yfir nám-
skeið á vegurn BRYT, Akureyrar-
bæjar, Iðntæknistofnunar o.fl. sem
ætlaö er konum sem vilja stofna
eða reka fyrirtæki.
Að auki stóð BRYT fyrir rann-
sókn á stöðu kvenna í fjórum stór-
um fyrirtækjum á Akureyri, iönaö-
ardeild Sambandsins, Kaupfélagi
Eyfiröinga á Akureyri, Akur-
eyrarbæ og Útgerðarfélagi Akur-
eyringa. Tekin voru viðtöl við kon-
ur sem töldust vera í stjómunar-
eða ábyrgðarstöðum innan fyrir-
tæKjanna. Vinna við niðurstöðurn-
ar stendur nú yfir og aö sögn Val-
geröar viröast konurnar nær und-
antekningarlaust vera í lægstu
stjórnunarstöðum þessara fyrir-
tækja.
Samnorræna verkefnið hófst fyr-
ir tveimur og hálfu ári og því á að
ljúka um áramót 1989-1990. -StB