Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988.
7
dv Viðtalið
,------------
Engar
formlegar
fristundir
Nafn: Einar Kárason
Aldur: 32
Staða: Formaður Rithöf-
undasambands Islands
„Starfi mínu er þannig háttaö
aö ég á engar formlegar frístund-
ir. Og þaö væri undarlegt aö segja
aö bókmenntir væru mitt helsta
áhugamál þar sem starfiö snýst
um þær,“ segir Einar Kárason,
rithöfundur og nýkosinn formaö-
ur Rithöfundasambands íslands.
Spila á grammófón
og segulband
Tónlist og knattspyrna eru
helstu áhugamálin. „Ég spila
ekki á hljóðfæri, bara á grammó-
fón og segulband," segir Einar en
hann starfaði sem plötusnúður
hjá dægurmáladeild rásar 2 í vet-
ur. Hann sá um síðdegisþáttinn
Dagskrá um tíma ásamt fleirum.
Knattspymuáhuginn er meira
í formi áhorfanda en þátttakanda.
Einar segist fara á völlinn en af-
rek hans á knattspyrnusviömu
séu ekki til að guma af.
Ættaður vestan
af fjörðum
Einar er fæddur og uppalinn í
Hlíðunum í Reykjavík en á ættir
sinar aö rekja vestur á firði. For-
eldrar hans eru Kári Gunnarsson
bOstjóri og Camilla Einarsdóttir,
deildarritari á Landspítalanum.
Eiginkona Einars er Hildur Bald-
ursdóttir og eiga þau íjórar dæt-
ur. Þær eru Þórunn Erla sem er
þrettán ára, Eva Kamilla sem er
níu ára, Hildur Edda sem er átta
ára og yngst er Júlia Margrét sem
er tíu mánaöa gömul. Auk þess
segir Einar sjöunda heimilismeö-
liminn mikils metinn en þaö er
kötturinn Kvasi.
Einar tók við starfi formanns
rithöfundasarabandsins á laugar-
dag en hann er þó ekki alveg
ókunnugur rihöfundasamband-
inu því hann hefur setið í stjóm
þess siöastliðin íjögur ár og veriö
varaformaöur síðastliöin tvö ár.
Aöalatvinna hans undanfarin tíu
ár hefur veriö ritstörf. Hann hef-
ur gefiö út fimm bækur, þrjár
skáldsögur, eina ljóöabók og eitt
smásagnasafii.
- En hvert er ferðinni heitið í
sumarffíinu?
„Um miöjan júni förum viö til
Danmerkur og Þýskalands. Ferö-
in mun standa í tæpan hálfan
mánuö en æth maöur fari ekki
eitthvað innanlands líka. Annars
hef ég veriö frekar lélegur viö
þaö. Það hefur veriö lengi á döf-
inni að kíkja á slóöir ættmenna
minna vestur á fjöröum en þaö
er víst best aö lofa engu um þaö.“
-JBj
___________________________________________________Fréttir
Alþjóðlegur áratugur náttúruhamfaranna:
íslendingur valinn í
alþjóðlegan vinnuhóp
-Guðjón Petersen tekur þátt í starfi á vegum Sameinuðu þjóðanna
Guðjóni Petersen, framkvæmdastjóra Almannavarna ríkisins, hefur verið
boðin þátttaka í vinnuhópi sem undirbúa á alþjóðlegan áratug náttúrham-
faranna.
„Mér var bara sent skeyti frá Peres
De Cuellar, aöalritara Sameinuðu
þjóðanna, og boöin þátttaka í þessu
starfi," sagði Guðjón Petersen, fram-
kvæmdastjóri Almannavarna ríkis-
ins, aöspurður hvernig það heföi
komið til aö honum var boöið aö sitja
í vinnuhópi sem undirbúa á alþjóö-
legan áratug náttúruhamfaranna.
Á 42. allsherjarþingi Sameinuöu
þjóöanna var samþykkt ályktun þess
efnis að 1990-2000 veröi alþjóðlegur
áratugur náttúruhamfara og var
Guðjóni boðið aö taka þátt í undir-
búningi þessa verkefnis.
- Er þetta ekki mikill heiður?
„Jú, vissulega, en þá fyrst og fremst
fyrir land og þjóö. Ég hef unnið nokk-
uö fyrir Sameinuöu þjóöirnar áöur,
fékkst við ráðgjafarstörf á vegum
Neyðarvarnarstofnunar Sameinuöu
þjóðanna og hef verið í nefndum
UNESCO."
Guöjón sagöi aö helsta hlutverk
vinnuhópsins yrði að skipuleggja
hvernig þessi áratugur verður nýtt-
ur, hvernig átakiö fer fram en hann
sagðist ekki vita með vissu hvernig
þessu starfi yröi háttaö.
„Þaö kemur allt í ljós á fyrsta fund-
■inum sem haldinn verður í byrjun
júlí. Gert er ráö fyrir aö hópurinn
hittist 3-A sinnum á næstu mánuöum
en lokatillögur eiga að hggja fyrir í
júní 1989,“ sagöi Guöjón.
- Verður þetta mikið starf?
„Já, ég á ekki von á öðru enda tek-
ur maður ekki þátt í svona nema
leggja sig allan fram. En þaö er alltaf
gaman að takast á við ný og spenn-
andi verkefni.“
-Ró.G
Djúpivogur:
Heimamenn eru uggandi
- vilja halda sláturhúsi og mjólkurvinnslu á staðnum
Sigurður Ægisson, DV, Djúpavogi:
Eins og kom fram hér í DV fyrir
skömmu eru Djúpavogsbúar uggandi
vegna hugsanlegs missis slátrunar
og mjólkurvinnslu af staönum í
hendur Kaupfélags Austur-Skaftfell-
■inga (KASK), í kjölfar yfirtöku þess
á Kaupfélagi Beruíjaröar.
Fyrir skömmu boöaöi atvinnu-
málanefnd staðarins til fundar og
reifaöi þar ýmsar hugmyndir um
nýja leiðir í atvinnumálum. Létu
fundarmenn í ljós megna óánægju
með hina uggvænlegu þróun mála
hér í sambandi við áðurnefndan
missi, og sömuleiðis var urgur í fólki
meö stöðu verslunarmálanna en
þeim er nú stýrt frá sama aðila, frá
Höfn í Hornafirði. Kom fram ein-
dreginn vilji til að reyna aö halda
slátrun og mjólkurvinnslu á staðn-
um, enda mun þar um 10-16 ársstörf
að ræöa. Var aukinheldur samþykkt
aö boða til annars fundar bráölega
og stofna þá félag sem hefði það að
markmiði að tryggja og eíla atvinnu-
líf á staðnum. Af fundinum með atvinnumálanefnd. Menn voru reiðir út í langa fingur KASK. DV-mynd SÆ
Um 30 manns sóttu fundinn.
En fátt er svo meö öllu illt, því hafa nú sótt um leyfi til aö reisa sér sem þeir hyggjast starfrækja tré- bifreiðaverkstæði. Munu þeir ætla
nokkrir ungir og áhugasamir menn 400 fermetra iðnaöarhúsnæöi þar smíðaverkstæði, vöruafgreiðslu og aö hefja verkið mjög fljótlega.
Hugmyndir náttúrulækningafélaganna kynntar:
Koma í veg fýrir sjúkdóma
með heilbrigðu lífemi
Náttúrulækningafélag íslands
ásamt bandalagsfélögunum á Ak-
ureyri og í Reykjavík heldur kynn-
ingarfund á starfsemi sinni á Hótel
Loftleiðum, ráöstefnusal, næst-
komandi miövikudag. Hefst dag-
skráin kl. 20.30 og stendur til kl.
23.00.
Á dagskránni er fjölbreytt kynn-
ing á starfsemi náttúrulækningafé-
laganna, sagt frá hugmyndum um
nýjungar í starfi og horft til fram-
tíðar um stefnu félaganna. En ein
helsta hugmynd þeirra snýst um
aö koma í veg fyrir sjúkdóma meö
heilbrigðu lífemi. Áhugamönnum
gefst kostur á spyija um stefnuna
og ræða mál félagsins.
Heilsuhæh NLFÍ í Hveragerði
verður kynnt á fundinum, auk þess
sem sagt verður frá áætlun Nátt-
úrulækningafélags Akureyrar um
byggingu heilsuhælis í Kjarna-
skógi.
Sýnd verður frumgerö sjónvarps-
myndar sem gerð var á 50 ára af-
mæli félagsins í fyrra. Þá verður
komiö inn á breytingar á tímarriti
félagsins, Heilsuvernd. Fyrsta tölu-
blaö eftir breytinguna kemur út í
byrjun júní.
-JBj