Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988. LJÓSRITUN - PLASTHÚÐUN LJÓSPRENTUN TEIKNINGA Utlönd ÍSKORT SKIPHOLTI 21 2 26 80 Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöídum fasteignum: Unufell 27, íbúð 03-02, þingl. eigendur Jón. B. Ragnarsson og Helga D. Run- ólfsd., fer fram á eigninni sjálfri, fimmtud. 2. júní, ’88 kl. 16.00. Upp- boðsbeiðendur eru: Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands. BORGARFÓGETAEMBÆTTffi í REYKJAVÍK fæst í blaðasölunni r a járnbrautarstöðinni r I Kaupmannahöfn. HJÓLKOPPAR Ný sending - aldrei ódýrari! Stærðir: 13" - 14" - 15" Litir: Hvítir / silfur Seldir í settum eða stakir HEILDSALA SMÁSALA HABERG P SKEIFUNNI5A SÍMI 91 8 47 88 JLík fórnarlamba sprengingarinnar lágu eins og hráviði um götuna. Sprengingin olli miklum skemmdum á næriiggjandi byggingum sem og Símamynd Reuter bifreiðum og öðru í götunni. Símamynd Reuter Hættulegur fangi Guimlaugur A. Jónssan, DV, Lundi: Flóttinn úr sænskum fangelsum heldur áfram. Um helgina flúði fangi úr fangelsinu í Norrköping með að- stoð leikfangabyssu. Lögreglan álítur fangann mjög hættulegan. Hann var dæmdur á ít- alíu fyrir morð og er grunaður um að eiga sök á fimm morðum í Svíþjóð. Það var úr fangelsinu í Norrköping sem Stig Bergling, njósnarinn frægi, flúöi á sínum tíma eins og frægt er oröiö um allan heim. Úr þessu sama fangelsi flúöi í síðastliðnum mánuði leiðtogi sænsks glæpaflokks. Anna Greta Lejon dómsmálaráö- herra haföi í kjölfar ílótta njósnarans Berglings lofað aðgeröum til að koma í veg fyrir að slíkt gæti endurtekið sig en flóttinn heldur áfram og því er ekki aö undra þó hún, sem æðsti yfirmaður fangelsismála í Svíþjóð, sæti nú gagnrýni í leiðurum fjöl- slapp margra dagblaöa. Síðdegis í gær var svo skýrt frá því að ákveöið hefði veriö að endur- byggja hluta fangelsisins í Norrköp- ing til að koma í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig. Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið þegar öflug bifreiðar- sprengja sprakk nálægt skrifstofu flokks falangista í Beirút í Líbanon í gær. Talsmenn harðlínumanna úr hópi kristinna Líbana hafa sakað Sýrlend- inga og líbanska hösmenn þeirra um að hafa staðið að sprengjutilræðinu. Haft er eftir heimildum úr röðum öryggisvarða og starfsmönnum sjúkrahúsa í borginni að minnst fimmtán manns hafi látið lífið og áttatiu og tveir hafi særst í spreng- ingunni. Þjóðvarðliðar gáfu í gær út viðvör- un þess efnis aö búast mætti við fleiri tilræðum gegn kristnum mönnum í Beirút á næstunni, allt fram að for- setakosningunum sem fara eiga fram í Líbanon í sumar. Að sögn öryggisgæslumanna er tal- ið að óþekktur maður hafi lagt blárri bifreið af Volvo-gerð í hverfi sem nefnist Ashrafiyeh en það er rétt við hina svonefndu grænu línu sem skil- ur á milli svæða kristinna og múha- meðstrúarmanna í Beirút. Hverfi þetta er mjög þéttbyggt. Er talið að í Volvo-bifreiðinni hafi verið eitthvað á sjöunda hundrað kílóa af sprengi- efni. Lögreglan segir að sprengjan hafi sprungiö skammt frá aðalskrifstofu falangista í borginni og jafnframt heilbrigðismálaráðherra nærri heimili Josephs Al-Hashem, on. Líban- Ovenjuleg launabarátta Anna Bjamason, DV, Denver, Rúmlega 300 hjúkrunarfræðing- um í Denver virðist vera aö takast þaö sem heilum stéttum launþega í Bandaríkjunura hefur ekki tekist á undanfórnum áratugum, nefni- lega aö knýja stjórnvöld til aö sam- þykkja umtalsverðar launahækk- anir. Þessi launabarátta er sérstæö að því leyti að laun í Bandarikjunum ákveðast fyrst og fremst af fram- boði og eftirspurn. Barátta verka- lýös- og stéttarfélaga breytir þar litlu um, enda eru slík félög viðast marklítil í Bandaríkjunum. Mikill og vaxandi skortur er á hjúkrunarfræðingum og hafa sjúkrahús í einkaeign af þeim sök- um hækkað laun hjúkrunarfræð- inga um 8,5 prósent á síðustu mán- uðum. Hjúkrunarfræðingar á sjúkrastofnunum í eigu fylkis- stjórnarinnar fóru fram á 7,5 pró- sent hækkun en fengu synjun. Meiri hluti þeirra samþykkti þá að segja upp störfum og margir þeirra hafa fengiö tilboð um atvinnu með hærri launum. Á síðustu dögum hafahjúkrunar- fræðingarnir fengið óvæntan liðs- styrk í launabaráttu sinni. Ríkis- sijórinn í Colorado segist ekki ætla að horfa upp á að háskólasjukra- húsið verði gert óstarfhæft. Þar sé fullkomnasta slysadeild fylkisins og þar eigi þeir örugga læknis- þjónustu sem ekki hafa efni á aö greiða fyrir hana á sjukrahúsum í einkaeign. Að auki sé sjúkrahúsið mikilvægt í efnahagskerfi fylkis- ins, það afli umtalsverðra tekna fyrir heilbrigðisþjónustana og vegna mikilvægra rannsókna- starfa, sem þar séu unnin, berist Coloradofylki árlega um sextíu milljónir dollara af alríkisfé og frá ýmsum líknarsjóðum. Þessi rann- sóknastörf séu óframkvæmanleg án aðstoðar hjúkrunarfræðinga. Ríkisstjórinn hefur samkvæmt lögum vald til að fyrirskipa hækk- un launa ákveðinna stétta vegna neyðarástands sem annars skap- ast. Þetta telur hann nú óhjá- kvæmilegt að nota. Hins vegar hef- ur hann ekki vald til að ráðstaía almannafé. Það verður þingið aö gera. Þingmönnum í Coloradofylki er illa við að láta stilla sér þannig upp við vegg. Enn er þvi ekki séð fyrir endann á þessari óvenjulegu launabaráttu. Fylkisstjórinn ætlar í dag að reyna að fá hjúkruna- rfræðíngana . til að hætta við ákvörðun sína um brottfór gegn 5 prósent launahækkun. Almenningur bíður í ofvæni eftir úrslitum. Launahækkun hjúk- runarfræðinganna kostar um 2,7 milljónir dollara á ári en lamist starfsemi opinberra sjúkrastofn- ana tapar fylkið tekjum sem nema tugmiljjónum dollara og fátækling- ar sínu eina örugga skjóli til lækn- ishjálpar. Fimmtán létu lífið í sprengingu í Beirnt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.