Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988. FRÁ HÉRAÐSSKÓLANUM, LAUGARVATNI Umsóknarfrestur um skólavist er til 30. júní. í skólan- um eru 8. og 9. bekkur grunnskóla. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 99-6112. I\lý götu- og simanúmeraskrá fyrir höfuðborgarsvæðið er komin út Ný götu- og númeraskrá fyrir Reykjavík, Bessastaða- hrepp, Garðabæ, Hafnarfjörð, Kjalarneshrepp, Kjós- arhrepp, Kópavog, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes er komin út og er til sölu í afgreiðslum Pósts og síma. Verð skrárinnar er kr. 850,- með söluskatti. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN VESTUR-ÞÝSK GÆÐA- GERVIGRASTEPPI SENDUMí PÓSTKRÖFU Eyjaslóð 7, sími 62-17-80 Utlönd Forseti Pakistans, Zia-ul-Haq, sætir nú gagnrýni fyrir aö hafa án alls fyrirvara rekið forsætisráðherra landsins og boðað til nýrra kosninga. Simamynd Reuter Zia sætir gagniýni Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Pakistan fordæmdu í gær loforð for- seta landsins, Zia-ul-Haq, um að spill- ingin hjá hinu opinbera skyldi upp- rætt og nýjar kosningar haldnar. Efa gætti hjá óháöu pressunni varðandi aðgerðir forsetans. Bent hefur verið á að aðgeröirnar beri keim af valdaráni þó svo að far- ið hafi farið eftir stjómarskránni. Er þá átt við þingrof og brottrekstur forsætisráðherrans sem kom ölium á óvart. Einnig hefur verið bent á að Zia hafi rekið stjórn sem hann sjálfur haíi hrósað mörgum sinnum að und- anfórnu. Spurt er hvað fólk eigi að halda næst þegar forsetinn hrósar stjórn sem enn er við völd. Loforð forsetans um að koma á stefnu mú- hameðstrúarmanna um allt land þykir öruggasta leiöin til þess að koma af stað ágreiningi. Samkvæmt stjórnarskránni verð- ur Zia að láta kosningar fara fram ekki seinna en níutíu dögum eftir aö þing hefur verið rofið. Hann hefur tilkynnt að hann muni mynda bráða- birgðastjórn innan fárra daga. Forseti demókrataflokksins, Nasr- ullah Khan, segist ekki geta séð hvernig hægt verði að halda kosning- ar innan níutíu daga þar sem aðal- kosningastjóri forsetans hafi lýst því yfir að það taki ár að skipuleggja þær. 125 ára afmæli jafhaðarmanna AUGLÝSING FRÁ LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTINU Til þeirra aðila sem hyggja á sauðfjárslátrun á kom- andi hausti, svo og annarra siáturleyfishafa. Samkvæmt lögum nr. 30/1966 skal hver sá aðili, sem slátrar sauðfé eða öðrum fénaði, hafa til þess tilskilin leyfi og fullnægja ákveðnum kröfum varðandi með- ferð, skoðun og mat á sláturafurðum. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi nú í vor, getur ráðherra „þar sem brýn nauðsyn krefur, tímabundið leyft slátrun í sláturhúsum sem ekki eru svo úr garði gerð að löggilding geti farið fram á þeim, ef yfirdýralæknireða hlutaðeigandi héraðs- dýralæknir telur að slátrun og meðferó sláturafurða geti tekist þar á viðunandi hátt." Með vísan til þessa hefur landbúnaðarráðuneytið ákveðið að þeir sem hyggja á slátrun á komandi hausti, þurfi að hafa sótt um sláturleyfi til land- búnaðarráðuneytisinsfyrir 15. júní 1988. Yfirdýralæknirog hlutaðeigandi héraósdýralæknar munu í framhaldi af því veita nauðsynlegar umsagn- ir til landbúnaðarráðuneytisins. Ráðuneytið mun á grundvelli þeirra umsagna ákveða hvort leyfi til slátr- unar hjá einstökum aðilum verður veitt. 30. maí 1988 Landbúnaðarráðuneytið. Gizui Helgason, DV, Lubedc Vestur-þýskir jafnaðarmenn héldu á laugardaginn upp á 125. afmælisdag flokksins. Flokkurinn |r elsti stjómmálaflokkurinn í nú- verandi flokkakerfi Vestur-Þýska- lands. Dagurinn var haldinn hátíðlegur með glæsibrag i V-Berlín. Allir helstu framámenn jafnaðarmanna í V-Þýskalandi voru mættir á stað- inn auk fjölda erlendra gesta. Fjöldi ræðna var fluttur en auk þess var saga flokksins sögð í myndum. Heiöursgestur afinælisins og heiðursgestur flokksins var aðal- ræðumaður kvöldsins, gamla kempan Willy Brandt. Sagði hann meöal annars: „Stríð og harðstjóm hafa jafnaðarmenn aldrei lagt á Þjóðverja." Jafnaðarmenn eiga í vök að verjast Guimlaugur A. iónssan, DV, Lundú Nú þegar aöeins þrír mánuðir era til þingkosninga í Svíþjóð benda skoðanakannanir til að rpjög mjótt verði á mununum milU meginfylk- inganna tveggja, þaö er sósíalísku flokkanna og borgaralegu flokkanna, og að nýr flokkur, Umhverfisvernd- arflokkurinn, komi inn á þingið og geti ráðið úrslitum hvort hægri eða vinstri stjóm sest að völdum. íhaldsflokkurinn undir stjóm Carls Bildt hefur bætt viö sig fylgi og er nú á ný stærstur borgaralegu flokkanna með 20 prósent atkvæða en samkvæmt nýjustu skoðanakönn- un hafa borgaralegu flokkamir 47 prósent atkvæða gegn 46 prósentum atkvæða sósíalísku flokkanna en Umhverfisvemdarflokkurinn hefur Sten Andersson, utanríkisráðherra Sviþjóðar, hefur orðið að ósk sinni. 5,5 prósent. Samkvæmt þessu á ríkisstjórn jafnaðarmanna í vök að verjast og virðist því sem Sten Andersson utan- ríkisráðherra hafi orðið að ósk sinni því hann hefur látið í ljós ótta viö of gott gengi flokksins. Það sé nefni- lega vont að heyja kosningabaráttu þegar skoðanakannanir þendi til auðvelds sigurs. Nú eru borgaralegu floklcarnir komnir fram úr ef marka má nýjustu könnun IMU-stofnunar- innar og það ætti að örva Andersson og félaga hans til dáöa. Mikil fylgisaukning íhaldsflokks- ins er skýrð meö góðri frammistöðu Carls Bildt, formanns flokksins, í kappræðufundi í sjónvarpssal fyrir skömmu þar sem hann mætti Ing- vari Carlssyni forsætisráöherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.