Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Side 21
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988. 21 DV ;ka úrtökumótinu fyrir ólympíuleikana í Seoul synti vegalengdina á 2:27,27 minútum. Gamla i. 3000 áhorfendur i Ólympiuhöllinni í Montre- -JKS/Símamynd/Reuter Knattspyrna: Frankfurt vann v-þýska bikarinn - Frankfurtvann Bochum Sigurðux Bjomsaon, DV, V-Þýskalandi: Eintracht Prankfurt varð v-þýskur bikarmeistari þegar liðið lagði Bochum að veili, 2-0, í Vestur-Berlín á laugar- dag. Þetta er í þriðja sinn sem Frank- furt vinnur bikarinn en síðast hlaut hð- ið títilinn árið 1980. 70 þúsund áhorfendur 70 þusund áhorfendur sáu ungverska landsliðsmanninn, Layos Detari, skora sigurmarkiö beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi níu mínútum fyrir leikslok. Áöur hafði mark verið tekið af Bochum þegar Leifeld var dæmdur rangstæöur en á sjónvarpsskermi mátti sjá að dóm- arinn haföi á röngu að standa. Bochum sótti meira í leiknum enUli Stein. Mark- vörður Frankfurt hélt liði sínu á floti með góðri markvörslu. Stein varö sem kunnugt er bikarmeistari meö HSV áöur en hann var rekinn frá félaginu. Astand knattspymuvalla: Grasvellirnir eru loksins tilbúnir - þriðja umferð íslandsmótsins leikin á grasi Nú fer loks að hða að því að gras- vellirnir hér á landi fari að komast í almennilegt ástand en sem kunnugt er hafa þeir allir komiö óvenju seint undan erfiðum vetri. DV kannaði ástand vahanna sem notaðir eru í 1. deildinni og verða þeir komnir í leik- hæft ástand í vikunni. Leikirnir í þriðju umferð íslandsmótsins verða því háðir á grasi nema leikur Leift- urs og Þórs, sem verður á möl, þar sem enginn grasvöllur er á Ólafsfirði. KR-völlurinn tilbúinn KR-völlurinn við Frostaskjól er til- búinn fyrir fimmtudagskvöldið þeg- ar KR-ingar taka á móti Völsungum í 1. deildinni. Að sögn vallarstjóra hefur völlurinn komið ágætlega und- an vetri en er þó nokkuð frá því að vera eins góður og í fyrra. Völlurinn hefur grænkað mikið síðustu daga og ætti að líta fallega út þegar líður á sumarið. KR-völlurinn var einn albesti og fallegasti völlurinn í 1. deildinni í fyrra enda er vöhurinn thtölulega nýr. Völlurinn á Akranesi verður að öll- um líkindum notaður þegar Akur- nesingar taka á móti gömlu erki- fjcndunum, Valsmönnum, á fóstu- dagskvöldið. Völlurinn var notaður á laugardagin var þegar ÍA og Stjarn- an léku í 1. deild kvenna. Að sögn vaharstjóra eru 99% líkur á að leik- urinn á föstudag verði á grasvellin- um en aðeins ausandi rigning fram að föstudegi gæti komið í veg fyrir það. Ef veður helst hins vegar nokk- uð þurrt þá verður stórleikur um- ferðarinnar leikinn á grasi. Akureyrarvöllur illa farinn Aðalleikvangurinn á Akureyri er ekki eins vel farinn og vellirnir á höfuðborgarsvæöinu og er reyndar í óleikhæfu ástandi þessa dagana. Veður hefur verið slæmt fyrir norð- an og hefur það komið iha niður á vellinum. KA-menn verða að taka til þess ráðs að spila á KA-vellinum þegar þeir fá Keflvíkinga í heimsókn á miðvikudag. KA-völlurinn er lagð- ur eins grastorfum og eru á Laugar- dalsvellinum og þohr meira álag. Vonir standa tíl að hægt verði að leika á aðalvellinum um miðjan júní en þangað til munu Akureyrarliðin leika á sínum völlum. Laugardalsvöllurinn illafarinn Aðalléikvangurinn í Laugardalnum verður sem fyrr heimavöllur Fram í 1. deild og munu Framarar leika sinn fyrsta heimaleik gegn Víkingum á sunnudag. „Laugardalsvöhurinn er smátt og smátt að koma til en hann lítur illa út og og það er virkilega slæmt að þurfa að leika á honum svona snemma. Hann er mjög við- kvæmur og þohr hreinlega ekki svona meðferð," sagði Jóhannes Óli, vallarstjóri í Laugardalnum, í sam- tah við DV í gær. „Ef völlurinn væri hvíldur fram í miðjan júní þá væri þetta klassavöllur," sagði Jóhannes ennfremur. Það má því búast við skemmtileg- um- og spennandi leikjum í næstu umferðum 1. deildarinnarþegarbolt- inn fer að rúha á grasvöllum lands- ins. -RR Knattspymulandsliðið: Hálf tíunda stund frá síðasta marki íslands - Guðmundur Steinsson gerði síðasta markið í Portúgal íslenska landsliðið í • knattspyrnu hefur nú leikið hálfa tíundu klukku- stund, eða 571 mínútu, án þess að skora mark! Þessi staðreynd blasir við eftir tap ólympíulandsliðsins gegn Ítalíu í fyrrakvöld, 0-3, en það er sjötti leikurinn í röð sem tapast án þess að andstæðingarnir fái á sig mark. Síðasta landshðsmark íslands var skorað í Portúgal í október sl. þegar Guðmundur Steinsson minnkaði muninn í 2-1 á 59. mínútu leiksins. í sama mánuði tapaði ísland 0-2 fyr- ir Sovétmönnum ytra og það sem af er þessu ári hafa fimm leikir tapast, 0-1 í Hollandi, 0-3 í Austur-Þýska- landi, 0-3 í Ungverjalandi, 0-1 gegn Portúgal og 0-3 gegn Ítalíu. -VS Knattspyma - Bikarkeppni KSI: Hart barist í bikamum í kvöld verða leiknir níu leikir í 1. umferð Mjólkurbikarkeppn- innar í knattspyrnú. Allir hefjast klukkan 20, víðs vegar um landið. Þessi liö mætast: Afturelding-ÍBV Grindavík-Breiðablik Hveragerði-Grótta Selfoss-Haukar Reynir S.-ÍK Víðir-Ármann Hvöt-Magni Einherji-Huginn Sindri-Austri E. Annað kvöld verða síðan leikn- ir 12 leikir á sama tíma. Það eru: Leiknir R.-FH Ægir-Fyrirtak BÍ-Stjarnan Njarðvík-Víkverji Léttir-Hafnir Árvakur-Skotfélagið Ernir-ÍR Hvatberar-Þróttur R. Augnablik-Víkingur Ó. Tindastóll-Dalvík Valur Rf.-Höttur Þróttur N.-KSH Einn leikur hefur þegar farið fram, Fylkir sigraöi Snæfell 6-2 í Árbænum í síðustu viku. -VS íþróttir Chelsea i 2. deild Hið fræga Lundúnafélag Chelsea féh í 2. deild ensku knattspym- unnar á laugardaginn var þrátt fyrir 1-0 sigur á Middlesbro á heimavelh sínum, Stamford Bridge. Sigurinn nægði Chelsea ekki því að Middlesbro vann fyrri leik liðanna, 2-0. Middlesbro tek- ur því sæti Chelsea í 1. deild. Gordon Durie skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Bristol City sigraði Walsall, 2-0, og verð- ur að leika þriðja leikinn um lausa sætiö í 2. deild en aö lokn- um tveimur leikjum var marka- tala liðanna jöfn, 3-3. Liðin leika að nýju í kvöld. Swansea leikur að nýju í 3. dehd eftir jafntefli við Torquay en Swansea vann fyrri leikinn, 2-1. Enn skorar Lineker England vann Sviss, 1-0, í vin- áttulandsleik í knaítspyrnu sem fram fór í Lausanne 1 Sviss sl. laugardag. Gary Lineker skoraði eina mark leiksins á 59. mínútu. Lineker hefur leikið 28 landsleiki fyrir England og var markiö á laugardag hans 26. Enska lands- liðiö hefur ekki beðið ósigur í átta landsleikjum í röð. Heimsmet 15 ára Allison Higson, 15 ára gömul kanadísk stúlka, setti á sunnu- daginn heimsmet í 200 m bringu- sundi á móti í Montreal. Hún synti vegalengdina á 2:27,27 mín. og bætti tveggja ára gamalt met Silke Horner frá Austur-Þýska- landi um 13 hundraðshluta úr sekúndu. í Frakklandi náöi þarlend stúlka, Catherine Plewinski, öðr- um besta heimstímanum í ár í 100 m flugsundi, 1:00,10 mín. Töp hjá Celtics og Lakers Detroit Pistons náði 2-1 forystu í undanúrslitaeinviginu viö Bos- ton Celtics í bandarísku NBA- dehdinni í körfuknattleik á sunnudaginn með þvi að vinna þriöju viöureignina, 98-94. Bos- ton haföi unnið leik númer tvö á fimmtudagskvöldið eftir tvær framlengingar, 119-115. Dahas Mavericks vann Los Angeles La- kers, 118-104, í hinu einvíginu á sunnudag og staóan þar er 2-2 eftir íjóra leiki. Liðin, sem á und- an verða að vinna fjóra leiki í þessum einvígjum, mætast í úr- shtum defidarinnar. Strange sigraöi Curtis Strange tryggöi sér sigur í Memorial golfmótinu sem lauk í Ohio í Bandarikjunum á sunnu- dag. Hann setti vaharmet á þriðja degi, lék þá á 64 höggum og sigr- aöi samtais á 274 höggum. Næstir honum komu Hale Irwin og Suð- ur-Afríkubúinn David Frost sem báðir léku á 276 höggum. Rijkaard til AC Milano ítöisku meistararnir í knatt- spymu, AC Milano, festu um helgina kaup á hollenska iands- liðsmanninum Frank Rijkaard frá Sporting Lissabon. Fyrir hjá AC Milano era tveir iandar hans, Ruud Guhit og Marco Van Bast- en. Montpellier í UEFA Montpellier, sem lék í 2. deiid í fyrra, tryggöi sér um helgina þriöja sætið i frönsku 1. deildinni í knattspymu og þar með rétt til að leika í UEFA-bikamum næsta vetur. Montpehiervamistórsigur á Marseilles, 4-0. Monaco fagnaöi meistaratitlinum, sem þegar var í höfn, í sínum síðasta heimaleik með 3-2 sigri á Auxerre. Englend- ingarnir Glenn Hoddle og Mark Hateley skoruðu báöir fyrir Monaco í leiknum. Fyrir lokaum- ferðina er Monaco með sex stig- inn meira en Bordeaux.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.