Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Blaðsíða 30
30
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988.
LífsstHl
Peningar ekkert atriði
í þessu sambandi eru peningar
ekkert atriði hjá mér. Ég hef bara
virkilega gaman af þessu og ef ég hef
ekkert verkefni fyrirliggjandi er ég
eiginlega ómögulegur maður. Ekki
svo að skilja aö ég eigi ekki sjónvarp
og íjölskyldu sem mér þykir vænt
um. Þetta er bara einhver þörf hjá
mér.
Ég hef líka teiknað upp mörg heið-
ursskjöl, en þau taka mun lengri
tima. Þá hef ég skreytt bækur, sem
hefur átt að gefa úr landi, fyrir ríkis-
stjórnina, svo sem Skarðsbók. Ég
hafði mjög gaman af því.“
- Hefur aldrei komiö fyrir þig að
uppgötva villur í skreytingunni hjá
þér á lokastigi?
„Ég hef aldrei eyðilagt bók þó svo
ég skrifi helst beint á bækurnar ef
Dægradvöl
á að standa í hverri línu, hvar nafnið
passar, stafagerð, leturstærð og hvar
skrautið á að koma. Ég geri þetta
allt fríhendis. Því er mín skraut-
skrift ekta!“
- Þú segir að þetta lærist ekki. En
hvers vegna skrifa sumir vel en aör-
ir illa?
„Góð skrift kemur náttúrlega með
æfingunni og er mikið undir skriftar-
kennslu komin. Hins vegar er ég á
því aö skriftarkunnátta og teiknigáf-
ur gangi í erfðir. Til dæmis á ég fjóra
syni og þeir skrifa allir mjög vel þótt
þeir hafi ekki lagt skrautritun fyrir
sig. Ég er reyndar einnig þeirrar
skoðunar að það fylgist nokkuð að
að þeir sem skrifa illa skrifi einnig
vitlaust þótt það sé að sjálfsögðu ekki
algilt.“
Góður áhugamálari
- Þú hefur einnig stundað málara-
list í frístundum!
„Já. Ég hef gaman af því að mála.
Æth ég sé ekki búinn að mála þetta
flmm hundruð myndir í gegnum tíð-
ina. En þetta geri ég eingöngu fyrir
Hvað ungur nemur gamall temur:
'Áhuginn íyrir skraut-
skrift hefur íylgt
mér frá bamaskóla
- segir Guðmimdur Hermannsson, yfirlögregluþjónn og skrautskrifari
„Ég skrifa mjög mikið á bækur og
kort fyrir fólk og eftirspurnin er aht-
af að aukast. Þá skrautrita ég mörg
heiðursskjöl, meistarabréf og fleira í
þeim dúr. Ég geri þetta aht í frístund-
um og hef óskaplega gaman af,“ sagði
Guðmundur Hermannsson, yfirlög-
regluþjónn og fyrrverandi íslands-
meistari í kúluvarpi.
Guðmundur er stór og stæðilegur
maður og handstór eftir því. Hann
er þess vegna kannski ekki sú mann-
gerð sem fólk almennt tengir skraut-
skrift.
Stórar hendur engin hindrun
„Þessar stóru hendur hafa aha
vega ekki háð mér við skrautritun-
ina. Ég held að stærð handanna
skipti þama engu máh heldur
kannski frekar að vera með styrka
hönd. Þegar ég var í íþróttunum og
var kannski að koma heim eftir
''^tranga æfingu í kúluvarpi fór ég
iðulega að skrautrita. Höndin var
alveg styrk þrátt fyrir áreynsluna."
- Hvenær vaknaði áhuginn fyrir
skrautritun?
„Ég tengi það alltaf bamaskólaár-
unum á Isaílrði. Skriftarkennarinn
þar hét Jón Hróbjartsson og hann
var mikih teiknari og málari. Ég leit
gífurlega mikið upp til hans og
hreifst af verkum hans. Jón kenndi
einnig landafræði og við kennsluna
notaði hann forkunnarfagurt ís-
landskort sem hann hafði sjálfur
teiknað. Ég fékk að hjálpa honum við
kortagerðina, fékk meöal annars að
hta ströndina og miðin.
Hvaö ungur nemur gamah temur.
held að kynni mín af Jóni Hró-
bjartssyni hafl vakið hjá mér áhug-
ann. Mér flnn nú sem þessi kynni
hafl fylgt mér alla tíð.“
Skrautritaði í löggunni
- Hvenær ferðu svo aö skrautrita?
„Ég byrjaöi mjög fljótlega að skrifa
fyrir sjálfan mig og æfa mig. Ég eign-
aðist margar bækur um skrautritun
og kynnti mér þær. Það var hins
vegar ekki fyrr en ég byijaði í lög-
reglunni 1953 að ég fór að skrautrita
fyrir alvöru.
Það hefur sjálfsagt byrjað meö því
að ég skreytti einhveriar geröabæk-
ur, skýrslur og greinargerðir. Félag-
. -í.mir sáu þetta og fóru síðan aö biðja
mig um að skreyta fyrir sig kort,
bækur og fleira í þeim dúr. Þetta
barst svo út og hefur undið upp á sig
síðan."
- Hefurðu mikið upp úr skrautrit-
uninni?
„Já, ég hef mikið upp úr henni. Ég
hef óskaplega gaman af að skraut-
rita. En ef átt er við fjárhagslegu hlið-
ina þá er tímakaupið ekki mjög hátt.
Ég skrautrita tíl dæmis mikið af Bibl-
íum fyrir fermingarbörn. Það eru
gjaman afi og amma sem biðja mig
um að skreyta Biblíumar fyrir
bamabömin. Ég skrifa þá nafn ferm-
ingarbamsins, kveðju til þeirra frá
afa og ömmu og oftast einhveria th-
vitnun í hina góðu bók. Svo skreyti
ég síðuna með blómi því ég er mikhl
blómamaður. Þessi vinna tekur þetta
þijá th fjóra tíma ef ekkert kemur
fýrir og ég hef næði. Fyrir þetta tek
ég oftast um fimmtán hundruð krón-
ur.
Auk þess að vera fær skrautritari er Guðmundur sérlega liðtækur áhugamál-
ari og málar mikið í frístundum. DV-mynd GVA
einhveijar síður eru auðar. En ég hef
nokkrum sinnum þurft að byrja upp
á nýtt á heiðursskjölum."
Skrifa ekkert sérstaklega vel
- En hvað er skrautskrift? Skrif-
arðu vel dags daglega?
„Þegar ég er ekki að vanda mig
sérstaklega skrifa ég bara eins og
gengur og gerist, alls ekki vel. En
skrautskriftin er í mínum augum
meira teikning en skrift. Fjöldamarg-
ir hafa snotra rithönd en vantar hins
vegar augað fyrir heildarmyndinni,
þannig að þeir geta ekki orðið góðir
skrautskrifarar. Maður þarf að hafa
tilfmningu fyrir uppsetningunni,
hehdarmyndinni. Slíkt lærist ekki
þótt hægt sé að læra að draga laglega
th stafs.
Ég byija ahtaf á því að ákveða
hversu margar línur ég skrifa, hvað
sjálfan mig. Það er því ekkert sem
rekur á eftir mér. Ég hef aldrei hald-.
ið sýningu og slíkt er ekki á pijónun-
um. Ég hef þó selt ahmargar myndir,
en er ekki að ota þeim fram.
Ég er ekkert lærður í málarahst en
hef þó reynt að kynna mér listina
með lestri og skoðun fjölda bóka og
svo fer ég á ahar þær sýningar sem
ég kemst yfir að sjá.“
- Selurðu myndimar dýrt?
„Nei, þaö held ég varla. Ég hef haft
það fyrir reglu að geta keypt efni í
tvær myndir fyrir hveija sem ég sel.
En ef maður selur ódýrt þá vhl eng-
inn eiga myndimar og ef maður selur
dýrt hefur enginn efni á að eignast
þær. Það er því vandratað meðal-
hófið,“ sagði Guðmundur Her-
mannsson, yfirlögregluþjónn, fyrr-
verandi kúluvarpari og hstamaður.
-ATA
Guðmundur Hermannsson, yfirlögregluþjónn og margfaldur íslandsmeist-
ari í kúluvarpi, er með leiknari skrautriturum á íslandi.
DV-mynd GVA
Guðmundur gerir mikið að þvi að skrautrita á titilblöð bóka fyrir fólk sem
ætlar að gefa bækurnar. DV-mynd GVA