Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Síða 31
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988. 33 Lífsstíll Skrautskrift er meira en bara snotur rithönd Þrátt fyrir töluveröan áhuga al- mennings fyrir að láta skreyta gjafir svo sem bækur með kveðjum og til- vitnupum eru þeir fáir sem hafa lagt skrautskrift fyrir sig. Enda segja kunnugir að skrautskrift sé annað og meira en falleg rithönd. Skraut- skrifarinn þarf að hafa auga fyrir heildstæðri mynd skreytingarinnar. Þá er listrænt auga er nokkuð sem menn fæðast með en læra sjaldnast. Frekar teikning en skrift Skrautskrift er kannski ekki síður teikning en skrift. Að skrautrita, til dæmis bækur, krefst mikillar ná- kvæmni og æfingar. í hverja skreyt- ingu fer mikill tími. Tímakaup skrautskrifara er því ekki hátt. Þar er kannski komin ástæðan fyrir því að fáir leggja hana fyrir sig. Nú eru komin ýmiss letursett með skemmtilegu letri á markaðinn . Margir nota þessi sett þegar þeir vilja mikið við hafa. En kunnugir segja slíka hönmm heldur lítilmótlega miðað við skrautskriftina. Það minni helst á að mála eftir númerum. Þá eru á markaðnum leturforrit fyrir tölvur og í framtíðinni verður sjálf- sagt hægt að „skrautrita" með tölv- um! En skrautritarar eru ekki hræddir við þessa samkeppni. Þeir telja að skrautskriftin muni ávallt halda velh, rétt eins og tölvur geti tæpast velt öðrum hstformum úr sessi, svo sem málaralist og skáldskap. Litlar og fínlegar hendur í hugum margra eru skrautskrifar- ar „nett og pent“ fólk með litlar og fíniegar hendur. Skrautskrifaramir sitja í eyðilegum, myrkum kjallara- holum með fjaðurpenna í hönd, kertaljósið á fornu skrifborðinu glampar í hornspangargleraugun- er aht önnur. urum landsins? Þetta er engu að síð- Auk þess sem Guðmundur skraut um. Svipurinn er stífur og þrjósku- Hver hefði til dæmis haldið að stór ur rétt. Hér er að sjálfsögðu átt við ritar mikið fyrir fólk í frístundun legur. og stæðilegur lögreglumaöur, auk Guðmund Hermannsson yfirlög- þá er hann einnig fær áhugamálari Þessari ímynd hefur sjálfsagt verið þess margfaldur íslandsmeistari í regluþjón, sem lengi vel var mikill DV ræddi við Guðmund um áhug; komið inn hjá fólki með einhverri kúluvarpiogmeðhendurígóðriyfir- yfirburðamaður í kúluvarpi og hans fyrir skrautritun og marg skáldsögu eða kvikmynd því reyndin stærð, væri með leiknustu skrautrit- stundaði lyftingar af kappi. fleira. -ATá Skrautskrift er annað og meira en bara falleg rithönd. Líta ber á skrautskriftina sem heildstæða mynd sem samsvarar sér í formi, letri og skreytingum. DV-mynd GMfi ÞÚ RÆKTAR GARÐINN VIÐ VEITUM ÞÉR með réttum áhöldum, áburði, fræjum og faglegri ráðgjöf. Rétt hjá Miklatorgi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.