Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Síða 33
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1088.
33
Lífsstni
■
Jón Sigurðsson var búinn að vera að veiða í þrettán tíma þegar DV hitti hann. Um hádegis-
bilið fékk Jón tuttugu fallega fiska á skömmum tima en þeir voru komnir ofan í frystikistu
þegar myndin var tekin. DV-mynd ATA
Jónas Jónsson, 14 ára, og Sigurjón Þór Sigurjónsson, 15 ára, fara oft gangandi úr Breiðholtinu
í Eliiðavatn. DV-mynd ATA
Jón Einarsson er tíður gestur við
Elliðavatn og segist nánast vera
orðinn eins og hólmi í vatninu.
DV-mynd KAE
Árni Bjarnason með tveggja punda
urriða, eina fiskinn sem veiddist þá
kvöldstund sem Ijósmyndari DV
dvaldi við Elliðavatn.
DV-mynd KAE
Grétar Garðarsson hafði ekkert orð-
ið var en séð mikið af fiski í vatninu.
DV-mynd KAE
spurður hvað hann væri að gera,
standandi þarna úti í miðju vatni
með spýtu og snæri í höndum.
„Þetta er bara stórkostlega
skemmtilegt og afslappandi."
Þegar Grétar var spurður hvort
hann væri reglulegur gestur við Ell-
iðavatn sagðist hann oft koma þang-
aö.
„Þetta er reyndar í fyrsta skipti í
sumar sem ég kem og ég hef enn
ekki orðiö var. En ég á örugglega
eftir að koma oft í sumar,“ sagði
Grétar Garðarsson.
Fastagestir
Stór hópur áhugasamra veiði-
manna kemur nánast daglega til
veiða viö Elliðavatn, ef veðrið er
skaplegt. Einn þeirra er Karl Gunn-
laugsson. Hann var önnum kafmn
við að skipta um lirfu á færinu. Hann
sagði að silungurinn vildi bara ekki
taka þetta kvöldið enda væri vatnið
líklega of slétt.
„Þaö er yfirleitt betri veiði ef það
gárar örlítið á vatninu." Karl sagði
að þetta væri í þriðja skiptið í sumar
sem hann renndi í Elliðavatn.
„Þaö er alltaf fallegt þegar vel veiö-
ist. Hér við Elliðavatn er fagurt um-
hverfi og stutt að fara fyrir höfuð-
borgarbúa. Svo er hér góður fiskur
- þegar hann tekur,“ sagöi Karl
Gunnlaugsson.
Annar fastagestur við Elliðavatn
er Jón Einarsson.
Eins og hólmi í vatninu!
„Þetta er í tólfta skipti sem ég kem
hingað í sumar. Ég er eiginlega orð-
inn eins og hólmi í vatninu! Það eru
þó ekki nema þrjú ár síðan ég fór aö
venja komur mínar hingað. Nú er ég
hér flest kvöld eftir vinnu. Þetta er
afskaplega góð slökun eftir erfiðan
dag í vinnunni. Silungsveiðin er mun
meiri afslöppun en laxveiöin, sem ég
stunda reyndar mikið líka. Það er
góð upphitun fyrir laxveiðina að
koma í Elliðavatn,“ sagði Jón Einars-
son.
Allir viömælendur DV voru á einu
máli um að flugan eða lirfur væru
nánast eina agnið sem silungurinn í
Elliðavatni tæki. Það væri auk þess
langskemmtilegast að veiða á flugu.
Þegar fiskurinn tæki fluguna væri
tilfinning veiðimannsins engu lík. Þó
var það nú svo að enginn fiskur
veiddist þetta fallega vorkvöld viö
Elliðavatn þrátt fyrir að margir tugir
„flugna" lægju úti í vatninu. Utan
einn fiskur - og hann veiddist á
maðk!
Aflakóngurinn
„Ég tók með mér stöng sonar míns,
beitti maðki og lét færiö liggja úti í
vatninu á meðan ég reyndi að veiða
á flugu með minni stöng. Og viti
menn! Heldurðu aö tveggja punda
urriði hafi ekki villst til að taka
maðkinn,“ sagði Ámi Bjarnason sem
var óumdeilanlegur aflakóngur
kvöldsins. Og þegar hann bætti við
aö það hafi verið gaman að þreyta
flskinn hlógu viðstaddir. Þeim fannst
kannski ekki stórmál að draga inn
tveggja punda urriða. Eða voru þeir
ef til vill pínulítið öfundssjúkir?
Því má svo bæta við að hálfur dag-
ur í Elliðavatni kostar 350 krónur en
einnig er hægt að kaupa árskort á
flögur þúsund, en þá er líka hægt að
veiða eftir vild alla þá daga sem vatn-
ið er opið veiðimönnum.
-ATA
dregur flotholtið niöur í djúpin. jafnveí aö tryggja sér daga í þeim inni. Umhverfi vatnsins er einstak-
Þessa menn skiptir ekki endilega fyrir áramót. Svo veltur allt á guði lega aðlaöandi, sannkaUaður sælu-
máli hvort þeir veiða flsk eða ekki, og gæfunni hvemig viörar þegar reitur fyrir borgarbúa. En það sem
nema þá til að geta sýnt fjölskyld- að veiðidögunum er komiö. meira er: Kunnugir segja að þarna
unni aflann þegar heim kemur svo _ veiðist afar vel! Fiskamir eru ekki
ekki sé hlegið að þeim. Þeir koma Ná ekkí að væta öngulinn rpjög stórir en vanir menn segja
yfirleitt úthvíldir og endurnærðir Það hefur komið fyrir aö menn að enginn eigi að fara flsklaus úr
úr veiðiferðinni og hafa látið nátt- hafi höndlaö veiðileyfl fyrir nokk- Elliöavatni ef veðrið er hagstætt.
úruna ósnortna nema hvaö þeir ur mánaðarlaun verkamanns. Svo Þaö er líka svo að viö Elliðavatn
hafa ef til vill sálgað nokkrum hefur gengið yfir veiðisvæðið slíkt er kominn upp fjölmennur kjami
möðkum. aftakaveður þegar veiðitíminn veiöimanna sem missa helst ekki
rann loks upp að veiðimennirnir dag úr veiðiskapnum þá mánuði
Fiskifælur að eðlisfari? gátu ekki svo mikið sem vætt öng- sem vatniö er opið. Margir þeirra
Sumir vilja halda því fram að ulinn dögum saman. segja að EUiðavatn sé skemmtileg-
þessir veiðimenn hafi orðið svona Það er ekki skrýtiö þegar svo asta silungsveiðivatn landsins og
vegna þess að þeir em frá náttú- miklir fjármunir em í veði þótt halda þvi einnig fram að sjaldan
runnar hendi fiskifælur og geti menn standi linnulaust við árbak- hafi verið jafnmikill fiskur í vatn-
hvort eð er ekkert veitt en aðrir kann. Og þegar menn em svo þaul- inu og einmitt í sumar.
halda þvi fram aö þama ráði nátt- setnir verður enn grentjulegra þeg- Þegar DV leit við í þessari veiði-
úruvemdarsjónarmið ferðinni. ar ekkert veiöist. Þetta verður því paradis höfúöborgarsvæðisins á
Sennilegasta skýringin er sú aö stundum til þess að menn koma dögunum var mikill fjöldi veiði-
meö þessu móti ná menn að slappa með öngulinn í rassinum, þreyttir manna staddur þar, enda veður
fullkomlega af og er ekki vanþörf og fúlir úr slíkum illa heppnuöum kyrrt og fallegt. Mikil veiöi hafði
á í nútímaþjóðfélagi. veiöiferöum á meðan silungsveiði- verið í vatninu um hádegisbilið
Hin gerðin af veiðimönnum er mennirnir lötu koma glaðir og afs- þennan dag en undir kvöldið hætti
kominn á veiöistaö nákvæmlega á lappaðir þótt aflinn hjá þeim sé fiskurinn að taka. Það var þó
slaginu þegar veiði má hefjast og’ einnig rýr. greinilegt að nóg var af honum í
víkja ekki frá bökkunum fyrr en vatninu því silungurinn sást
reglur segja að ekki megi lengur Sælureitur borgarbúa! „vaka“ um allt og víða stökk hann
ónáða fiskana. Þetta á einkanlega Elliðavatn er nokkuð sérstakt sil- hátt upp fyrir vatnsyfirborðiö. En
við um laxveiðimenn enda eru eng- ungsveiðivatn. Það er alveg í bæj- menn undu glaöir viö sitt og losuðu
arsmáfúlgursemþeirþurfaaðláta arhlaði Reykvikinga og ýmsir sig viö streituna sem safnast hafði
af hendi fyrir veiðileyfið. Sumar Breiöhyltingar leggja meira að í líkamanum í vinnimni yfir dag-
laxveiðiámar eru líka svo vinsælar segja á sig aö ganga að vatninu á inn.
og ásetnar að lysthafendur þurfa kvöldin, svo nálægt er það byggð- -ATA
Margir voru að veiðum i blfðviðrinu við Elliðavatn á dögunum enda
umhverfið fallegt og nóg af tiski i vatninu. DV-mynd ATA