Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988.
Fréttir
Klara ívarsdóttir og Ina Gísladóttir.
DV-mynd GVA
Sparisjóðsstjóramálið í Neskaupstað:
Fékk ekki stöðuna
vegna þess að ég
er kvenmaður
- segir Klara ívarsdóttir
Guðrún Knstjánsdóttir, DV, Neskaupstað:
„Ég tel að þarna sé um alvarlegt
misrétti að ræða enda hef ég farið
með málið í Jafnréttisráð,“ sagði
Klara ívarsdóttir, fyrrum skrif-
stofustjóri við Sparisjóð Norðfjarö-
ar, í samtali viö DV.
„Ég get enga aðra hiið séð á mál-
inu en þá að ég hafi ekki fengið
stöðu sparisjóðsstjóra vegna þess
að ég er kvenmaöur. Ég hef starfað
í bankanum undanfarin 15 ár og
þar af í níu ár sem fulltrúi banka-
stjórans og gegnt starfi sparisjóðs-
stjóra í forfollum og hef því mikla
reynslu í bankamálum. Hins vegar
hefur Sveinn Árnason aldrei unnið
í banka.“
Forsaga málsins er sú að Klara
ívarsdóttir tók við sparisjóðsstjóra-
stöðunni í febrúar sl. í forfóllum
fyrirrennara síns. Sparisjóösstjór-
inn lést skömmu síðar og Klara var
beðin um að gegna starfinu áfram.
Eftir nokkra umhugsun jánkaði
Klara því en þá kom upp sú staða
að Sveinn Ámason sótti einnig eft-
ir starfinu og á stjórnarfundi spari-
sjóðsins var samþykkt með þremur
atkvæðum gegn tveimm- aö hann
fengi starfið.
„Ég fór fram á fund með banka-
ráði í fyrradag og krafðist þess aö
fá skýringu á því af hveiju ég fengi
ekki starfið. Mér fannst ég eiga það
skilið eftir 15 ára starf.“
Klara er nú búin að segja upp frá
og með 20. ágúst næstkomandi og
ætlar ganga út ásamt öðrum
bankastarfsmanni, ínu Gísladótt-
ur, sem hefur starfað hefur í spari-
sjóðnum í átta ár.
ína sagði í samtali viö DV að það
væri meira en að segja það að ætla
sér að fara úr starfi sínu þar sem
fá atvinnutækifæri væru í Nes-
kaupstað. Þetta væri fyrst og
fremst vegna þess að þetta væri
óþolandi ástand.
„Ætli maður flytjist ekki bara í
burtu héðan og fái sér vinnu ein-
hvers staðar annars staðar," sagði
Klara og ína tók í sama streng. „Ég
finn fyrir mikilli samstöðu fólks
með mér í sambandi við þetta mál.
Það er alltaf verið að hringja til
mín og það hggur við að mér séu
send samúöarskeyti. Flestallir hér
í sparisjóönum eru mjög óánægðir
með stöðu mála og margir viö-
skiptavina sparisjóösins hafa hótað
því að hætta viðskiptum," sagöi
Klara.
DV
Suðvestur- og Vesturland:
Kríuvarp hefur
misfarist í stærstu
varplöndunum
- vindur og væta fæla kríuna frá hreiðrunum
„Kríuvarpið hefur brugðist illilega
vegna þeirrar ótiðar sem verið hefur.
Er ástandið verst á Suðvestur- og
Vesturlandi. Þar eru stærstu kríu-
vörp landsins, við Rif á Snæfellsnesi
og við jarðhitasvæðin á Reykjanesi.
Vegna roks og vætu hefur krían
hreinlega hrökklast frá hreiðrunum
og skilið eggin eftir. Hún á erfitt með
að ná í æti þegar viðrar jafnilla og
undanfarið hér á suðvesturhominu.
Það fær hana til að yfirgefa eggin,“
sagði Ævar Petersen fuglafræðingur
í samtali við DV í gær.
Golfmenn á Seltjarnamesi hafa
veitt því eftirtekt undanfarið hve
róleg krían hefur verið. Á þessum
tímá eru ungarnir vanalega aö koma
úr eggjunum og krían því mjög
herská þegar menn hætta sér nærri
varpinu. í ár virðist krían hafa misst
áhugann á að Uggja á eggjunum og
þjónustu
„Láms Þ. Guðmundsson prestur
er hér í óþökk margra. Hann er vi-
nafár og hefur misst sambandið við
sóknarböm sín hér á Flateyri. Hefur
veriö athugaö hvort hægt sé að losna
við hann en þaö er ekki hægt. Viö
getum aftur á móti skrifað biskupi
og beðið um aö losna undan því að
nota þjónustu hans,“ sagði heimild-
armaður DV á Flateyri í samtali.
Meðhjálparinn á prestsetrinu í
Holti hefur hætt starfi sínu sem slík-
ur vegna afstöðu Lámsar í deilumáli
sem verið hefur í gangi síðan í vetur.
„Mál þetta er langt, flókið og per-
sónulegt. Það varð ósátt milli prests-
ins og læknisins og endaöi með aö
læknirinn flutti héðan. Þykir prestur
ekki alsaklaus af brottflutningi hans.
Þessu máii hafa fylgt miklir sam-
skiptaerfiðleikar meðal deUuaðila og
fólks sem þeim stendur nær. í litlu
plássi eins og Flateyri verða svona
atburðir á hvers manns vömm og
flækjast menn óbeint í málið með
afstöðu sinni, með eða á móti presti,"
sagði heimildarmaður.
Láms Þ. Guðmundsson er á leiö í
látið golfmenn nánast í friði, sem
þykir afaróvenjulegt.
Við Rif á Snæfellsnesi er stærsta
kríuvarp landsins og hefur krían þar
heldur ekki farið varhluta af um-
hleypingasömu veðri.
„Fuglinn kom mjög vel í vor en
hefur horfið í stórum stíl. Má full-
yrða að um þriðjungur kríanna hafi
flúið þessa ótíð. Það hefur ekkert æti
verið fyrir kríuna vegna lélegs sól-
fars. Það þarf að vera vel bjart tíl að
sUin komi upp. Ég hef ekki orðið
mikið var við aö krían hafi farið af
eggjunum. Hún hefur hreinlega ekki
verpt,“ sagði Sæmundur Kristjáns-
son á HeUissandi en hann er mikill
áhugamaður um fuglalíf.
Getur þetta ekki haft alvarlegar
afleiðingar fyrir stofninn?
„Nei, það held ég ekki. Fughnn
verður svo gamaU að einn og einn
prestsins
sumarfrí og námsleyfi í framhaldi
af því. Hefur verið ýjað að því aö
hann komi ekki aftur til starfa. Hvað
segir Láms um það?
„Ég kem aftur tU starfa að loknu
námsleyfi mínu.“
- Hefur þú stundað einhver prests-
verk undanfarið?
„Ég fermdi eitt bam fyrir stuttu.
Ég var í veikindafríi fram í júní og
hef því ekki verið mikið viö.“
- Hefurðu misst samband þitt við
sóknarbömin?
„Ég kannast ekki við að það sé
neitt slæmt. Þú hefur verið óheppinn
meö að hitta á fólk í samtölum þín-
um. Þú hefur hitt á slæm eintök inni
á Flateyri."
- Nú hefur meðhjálparinn hætt störf-
um vegna trúnaðarbrests af þinni
hálfu.
„Ég veit lítið um það. Hann hefur
verið íjarverandi, meðal annars á
sjómannadaginn, og þaö er skUjan-
legt þegar menn em í ólaunuðum
störfum. Menn geta ekki alltaf sinnt
þeim sem skyldi.“
-hlh
árgangur skiptir ekki höfuðmáli.
Krían getur orðið allt að 14 ára.“
Ævar Petersen sagði að strekking-
ur og væta í júlí gæti farið Ula með
ungana. Þá strádræpust þeir. Veðrið
hefði mikið að segja fyrir afkomu
kríunnar og þá væri vindur og væta
verst. Kuldann þyldu þær þokkalega.
„Mennirnir geta líka haft mikil
áhrif á kríuvarpið. Eru margir gráð-
ugir í kríuegg og em að tína langt
fram í júní. Menn ættu að hætta allri
tínslu ekki seinna en 10. júní. Óhófleg
eggjatínsla seinkar varptímanum."
Kríustofninn í heild er ansi stór en
ekki er vitað nákvæmlega hve mörg
pör em á landinu. Segir Ævar Pet-
ersen þau vera nokkur hundruð þús-
und. Til samanburðar má geta þess
að í Svíþjóö em um 25 þúsund pör
og Finnlandi miUi 10 og 20 þúsund.
-hlh
Fríkirkjupresturinn:
Safnaðar-
stjómin
ræðir ekki
við Presta-
félagið
Ekkert varð af fyrirhuguðum
fundi stjórnar Prestafélagsins og
safnaðarstjórnar Fríkirkjusafn-
aðarins í gærkvöldi. Ætlunin var
að ræða brottvikningu sr. Gunn-
ars Björnssonar. Safnaðarstjóm-
in aflýsti fundinum þar sem sr.
Sigurður Sigðurðarson, formað-
ur Prestafélagsins, hafði komiö
fram í sjónvarpi og viöraði álit
félagsins þrátt fyrir samkomulag
um aö málsaðilar ræddu ekki við
fjölmiðla. Enginn nýr fundur hef-
ur verið boðaður.
Almennur safnaðarfundur
verður hins vegar haldinn í Frí-
kirkjunni á sunnudag. Á þeim
fundi munu stuðningsmenn sr.
Gunnars reyna að fá brottvikn-
ingu hans hnekkt. Stjórnin mun
hins vegar gera söfnuðinum
grein fyrir ástæðum uppsagnar-
innar. -gse
Holtssókn í Önundarfirði:
Flateyringar vilja
biðjast undan
Prestur og kór í Skálhotti deila:
Kirkjukórínn syngur ekki á Skálholtshátíð
„Við munum-ekki syngja á Skál-
holtshátíð í ár vegna þessa ágrein-
ings, en kórinn hefur sungið í ald-
artjórðung. Kórinn, sem venjulega
syngur á stórhátíðum, viö jarðar-
farir eða þegar hann er beðinn um
aö syngja, hefur ekki sungiö síðan
á páskum og það hefur ekki verið
ákveðið hvenær sungið verður
næst. Annars vonast ég til að þetta
fari að lagast,“ sagði Sigurður Þor-
- deilan snýst um ráðningu sóngstjóra
steinsson á Heiðum í Ámessýslu.
Deilur hafa frá því í vor veriö að
magnast á milli sóknarprestsins í
Skálholti annars vegar og kirkju-
kórsins hins vegar. Deiluefnið er
ráðning söngstjóra. Áður var
Glúmur Gylfason söngsfjóri í Skál-
holti en hann hélt til Italíu í fyrra-
suraar í framhaldsnám. Stefnan
var að fastráða söngstjóra og hefur
heimild kirkjuráðs verið fengin
fyrir slíku.
Ólafur Sigurjónsson í Forsæti
hefur verið með kórinn frá því aö
Glúmur fór utan og vildi kórinn
ráða hann og varð úr því ágreining-
ur yið prest.
„Ólafiir er indælismaöur og þó
hann sé ekki mikiö lærður þá féll
hann vel í hóp okkar sveitafólks-
ins,“ segir Siguröur. Milli 18 og 25
manns eru í kómum og er full sam-
staða í honum um aö syngja ekki
á meöan söngstjóri hefur ekki verið
ráðinn að sögn Sigurðar. Svo virð-
ist sem ágreiningurinn hafi magn-
ast hægt og rólega eftir því sem
leið á vorið en upp úr virðist hafa
soðið á hvítasunnu. Þá fékk prestur
bamakór til að syngja við ferming-
armessu en þaö hafði kórinn gert
í 25 ár. Eftir það munu samskiptin
hafa verið stirð
„Það er ekki nokkur skapaður
hlutur um að vera og allt í sátt og
samlyndi. Ég held að þér komi það
ekkert við hver syngur hér við
messu. Mál em viðkvæmari en svo
að þau þurfi að blása upp í blöðum.
Með slíkum skrifum er verið að
ráðast inn í einkamál mín og sókn-
arbarna minna,“ sagði Guðmund-
ur Óli Ólafsson, sóknarprestur í
Skálholti. -JFJ