Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988. Fréttir _______________________________________ Þróunaraðstoð íslenskra stjómvalda: Japanir féngu fimmfaldan styrk á við þróunarlöndin Sextán sinnum meira varið í matarstyrki til iðnrikja en í þróunaraðstoð Tvö síöastliöin ár hafa íslensk stjórnvöld variö rétt rúmum 100 núlljónum króna til aðstoðar viö þró- unarlönd. Á sama tíma hafa stjórn- völd greitt íbúum iðnríkjanna um 1.600 milljónir svo þeir séu fáanlegir til þess aö borða íslenskt lambakjöt. Lönd á borð við Japan, Vestur- Þýskaland, Svíþjóð, Bretland, Noreg og Danmörku hafa öll fengið hærri styrki úr ríkissjóði til matarkaupa en runnið hefur til samanlagðrar þróunaraðstoðar íslenskra stjóm- valda. Á árunum 1986 og 1987 vörðu ís- lensk stjómvöld 100 milljónum í þró- unaraðstoð. Af einstökum löndum fengu Grænhöfðaeyjar mest eða tæp- ar 30 milljónir. Auk þess var varið um 21 milljón til breytinga og við- gerða á Feng, skipi Þróunarsam- vinnustofnunar íslands sem notað hefur verið á Grænhöfðaeyjum. Þá var varið 13 milljónum til samnor- ræns verkefnis í Mosambikk, 2,7 milljónum til sams konar verkefnis í Tansaníu og og 0,5 milljónum til Kenýa. Um 29,5 milljónir fara til ýmissa stofnana Sameinuðu þjóð- anna sem sinna þróunar- og hjálpar- starfi. Eina framlagið þar sem tengt er ákveðinni þjóð er til aðstoðar við palestínska flóttamenn. Framlag til þeirra var 760 þúsund á þessum tveimur árum. Þegar litið er til matvælaaðstoðar íslendinga til iðnríkjanna koma stærri tölur í ljós. Þannig námu út- flutningsbætur vegna sölu á kinda- kjöti til Japan rétt tæplega hálfum milljarði á þessum tveimur árum. Svíar fengu rúmlega 300 milljónir og Færeyingar einnig. Danir og Norð- menn fengu rúmar 100 milljónir og Vestur-Þjóðverjar og Bretar rétt tæp- lega það. Aðrar þjóðir fengu minna. Útflutningur á kjöti til Frakklands var styrktur með 25 milljónum eða rétt tæplega það sem nemur framlagi íslendinga til Grænhöfðaeyja. Hol- lendingar fengu 14 milljónir, Finnar Evrópa Kanada Afríka Bandaríkin Grænhöfða eyjar DV-kort Samúel Þau lönd sem njóta aóstoðar íslenskra stjórnvalda. Svörtu löndin á kortinu njóta styrkja til kindakjötsáts að upp- hæð 1.600 milljónir króna. Skástrikuðu löndin njóta þróunaraðstoðar að upphæð 100 milljónir króna. 13 milljónir, Lúxemborgarar fengu 4 Framlag íslenskra stjórnvalda til anna viö að bjarga sér sjálfir. Þróun- milljónir, Bandaríkjamnenn 2,5 matvælaneyslu íbúa iðnríkjanna er arríkin fá um 6 prósent af því sem milljónir og Belgar og Grænlending- því um sextán sinnum meira en aö- . iðnríkjunum er skammtað. ar fengu tæpa milljón. stoð þeirra viö íbúa þróunarland- -gse Ferðamönnum blöskrar verölagið Erlendir ferðamenn eru afskap- lega óánægðir með verðlag á Is- landi. Þessi niðurstaða er lang- mest afgerandi i skoðanakönnun sem Flugleiðir og tímaritið Ro- und Iceland hafa framkvæmt meðal farþega flugfélagsins í vor og sumar. Ferðamennirnir lýsa flestir yfir ánægju með aðra þætti ferðaþjónustunnar hér. Verðlag- ið eitt sker sig úr. Að sögn Steins Loga Bjömsson- ar, fulltrúa forstjóra Flugleiða, hafa nær allir þeir sem fylltu út eyðublöðin kvartað yfir verölag- inu hér. Annað hvort svaraði fólk spumingunni um verðlag með því aö þaö væri óánægt eða af- skaplega óánægt. „Þótt furðulegt megi viröast þá svara um 90 prósent þvi játandi þegar spurt er hvort þau vilji koma aftur til íslands. Verölagiö virðist því ekki nægja til þess aö draga kjark úr fólki,“ sagði Steinn Logi. Áhrif verölagsins virðast þó vera oröin töluverð. í samtali við DV sagði Wilhelm Wessman, framkvæmdastjóri Gildis á Sögu, að verðlag á mat hérlendis hafi orðið til þess að flestar banda- rískar ferðaskrifstofur hafa tekiö ísland af sölulistum sínum. -gse íbúar Árbæjar- og Seiáshverfis vilja sundlaug Framfarafélag Selás- og Árbæj- arhverfis hefur staðið fyrir und- irskriftasöfnun þar sem skorað er á borgaryfirvöld að hefja nú þegar byggingu almenningssund- laugar i Arbæjar- og Seláshverfi. í gær vom borgarstjóra aíhent- ir .þessir undirskriftarlistar og um leið var skorað á hami að hefja sem fyrst byggingu sund- laugar í hverfinu. Borgarstjóra var bent á að aö þrátt fyrir mlikla stækkun hvei-fisins bólaði ekkert á sundlaugarframkvæmdum. Uni íbúar sundlaugarleysi ekki lengur. -hlh í dag mæHr Dagfari Spámaður í föðuriandi Þegar kosningar fara fram, er það venjulegast svo að sá sigrar sem flest fær atkvæðin. Þannig hafa flestir íslendingar túlkað úrslit for- setakosninganna á þann veg að frú Vigdís Finnbogadóttir hafi hlotið yfirburðasigur með 92,7% at- kvæða, sem mun vera einsdæmi í vestrænu lýöræðisríki. Þennan sigur vann forseti íslands vegna þess að kona nokkur úr Vestmannaeyjum, 'Sigrún Þor- steinsdóttir að nafni, hafði þá sér- stæðu skoðun, að hún ætti að verða forseti og gerði Vigdísi þann greiða að komast á spjöld mannkynssög- unnar með rússneska kosningu, sem er heimsmet sem aldrei verður slegið. En konan úr Vestmannaeyj- um er sérstök að öðru leyti en því að bjóða sig fram. Hún hefur fund- ið það út, eftir aö atkvæðin voru talin upp úr kössunum, að úrslitin hafi alls ekki verið sigur fyrir Vig- dísi. Sigrún lætur hafa það eftir sér að í rauninni hafi hún sjálf sigrað. Sigrún fékk reyndar ekki nema rúmlega sex þúsund atkvæði, eða rétt um fimm prósent atkvæða, og er það út af fyrir sig merkileg stað- reynd að sex þúsund manns skuli finnast í landinu, sem sáu ástæöu til að fara á kjörstað til að greiða óþekktum frambjóðanda atkvæði sitt. En Sigrún gerir lítið með þessi sex þúsund atkvæði. Hún segir að kosningaþátttakan hafi ekki verið nema rétt rúmlega sjötíu prósent. Þeir sem heima sátu eða áttu ekki heimangengt á kjördegi hafi verið á móti Vigdísi en með sér. Atkvæð- in sem ekki voru greidd voru þann- ig atkvæði Sigrúnar. Hún er til aö mynda afar þakklát Vestmannaey- ingum fyrir dræma kjörsókn sem hún telur sönnun fyrir því að Vest- mannaeyingar hafi í rauninni stutt sig í þessari kosningabaráttu. Þar til viöbótar segir Sigrún að hún hafi orðið vör við mikla óánægju margra kjósenda eftir kosningarnar. Þeir eru óánægðir með aö hafa kosið Vigdísi og dauð- sjá eftir því. Sigrún hefur ekki frið fyrir hringingum eftir kosningarn- ar. Ef hinum óánægðu er bætt við þá sex þúsund sem kusu Sigrúnu og þá sem sátu heima þá er orðið mjótt á mununum og áhöld um þaö hvor hafi verið kosin. Niðurstaðan er því sú að Vigdís megi þakka fyr- ir að hafa náð kjöri. Nú er það út af fyrir sig nokkuð nýstárleg kenning að kjósendur sem styðja einn frambjóðanda gegn öðrum, láti þann stuöning sinn ljós með því að sitja heima. Einfaldast fyrir þetta fólk er auðvitaö að fara á kjörstað og kjósa þann sem það styður. En Sigrún Þorsteindóttir hefur aðra skoðun og vísar til þess að sams konar aðferðir séu notaðar af kjósendum í Póllandi, sem sitja heima í stað þess að fara á kjör- stað. í Póllandi viðgengst að vísu sú venja að þar er aðeins einn í kjöri og Pólverjar eiga því ekki annarra kosta völ en sitja heima ef þeir vilja ekki greiða frambjóð- andanum atkvæði. í forsetakosningunum um daginn var aftur á móti um tvo frambjóð- endur að ræða og ástæðulaust fyrir hina óánægöu að láta sig vanta á kjörstað. Heimafólk í Vestmanna- eyjum gat þess vegna hæglega hóp- ast á kjörstað og greitt Vestmann- eyingnum Sigrúnu Þorsteinsdóttur atkvæði sitt til að styðja hana til forsetakjörs. Þetta gerðu Vest- mannaeyingar ekki, heldur sat annar hver maður heima og Sigrún getur þannig hrósað góðri kosn- ingu í Eyjum, jafnvel þótt hún hafi hvergi fengið færri atkvæði. Þetta heitir að vera spámaður í sínu föð- urlandi. En það er þá vegna þess að Vestmanneyingar þekkja Sigr- únu betur heldur en aðrir íslend- ingar. Kenning Sigrúnar er sú að fólk vilji virkara lýðræði og virkari for- seta. Með því að láta kosningar af- skiptalausar og hirða ekki um að fara á kjörstað til að neyta atkvæð- isréttar síns er fólk að heirnta virk- ara lýðræði! Þaö fer að verða spurning um, hvort ekki hafi veriö misskilningur hjá þessum sex þús- und kjósendum að kjósa spámann- inn úr Vestmannaeyjum. Það hefði verið sterkari stuðningur við Sigr- únu að sitja heima í stað þess að greiða henni atkvæöi? Næst þegar forsetakosningar fara fram á Sigr- ún að beita sér fyrir þvi að Vigdís verði sjálfkjörin. Þá fer enginn á kjörstað og þá getur Sigrun túlkað úrslitin sem mikinn og góöan sigur fyrir sig, vegna þess að öll þjóðin situr heima! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.