Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988. 5 Fréttir Hermann Björgvinsson: Dæmdur til að greiða 1.250 þúsund krónur Hermann G. Björgvinsson var í gær dæmdur til aö greiða tólf hundr- uö og fimmtíu þúsund króna sekt í ríkissjóöjHermann er sakfelldur fyr- ir aö hafa áskilið sér í vexti 312 þús- und krónur umfram það sem heimilt var að lögum. Greiði Hermann ekki sektina innan fjögurra vikna verður honum gert aö sitja í varðhaldi í tólf mánuði. Hermann sat í gæsluvarð- haldi í einn mánuð og dregst sá tími frá ef til varðhalds kemur. Ólöf Pét- ursdóttir sakadómari kvað upp dóm- inn. „Þetta er svipað og ég átti von á. Hvorki meira né minna. Ég mun taka mér tvær vikur, eins og lög gera ráð fyrir, til að ákveða hvort ég hlíti þess- um dómi eða áfrýja honumf' sagði Hermann Björgvinsson er hann hafði hlýtt á dómsorðiö.. Hermann var dæmdur til að greiöa helmings alls sakarkostnaðar. Ríkis- sjóði er gert að greiða hinn helming- inn. í dómnum segir að samkvæmt 6. grein okurlaga sé skylt að dæma Hermann í sektarrefsingu. Refsingin má ekki vera lægri en fjórfaldir ólög- lega áskildir eða teknir vextir. Her- mann var dæmdur samkvæmt lág- markinu. Hámarksrefsing er tuttugu og fimmfaldir þeir vextir sem oftekn- ir eru. Hefði Hermann verið dæmdur samkvæmt hámarksrefsingu hefði sektin numið tæpum átta milljónum króna. í dómnum segir: „Refsiákvæði þetta er sérstætt í íslenskri refsilög- göf og var aðallega ætlað að forða bágstöddu og lítilsniegandi fólki frá því að lenda í klóm okrara. Allir lán- takendur voru sammála, ef til vill að einum undanskildum, að þeir hefðu haft fjárhagslegan hag af viðskiptum sínum við ákærða. í flestum tilvikum ráðstöfuðu lántakendur lánsfénu í viðskiptum sínum og höfðu af því fjárhagslegan ávinning.'' Þegar ný vaxtalög tóku gildi í aprO 1987 voru jafnframt sett bráða- birgðaákvæði. Ákvæðið getur um að þau mál sem ríkissaksóknari hafi höfðað skuli dæmd samkvæmt gömlu okurlögunum. í dómnum seg- ir að ef bráðabirgðaákvæðið hefði ekki verið sett hefði athæfi Her- manns Björgvinssonar verið refsi- laust. Bráðabirgðaákvæðið var sett vegna okurmálanna svokölluðu. Ólöf Pétursdóttir sakadómari segir að með bráðabirgðaákvæðinu hafi gUdi laga verið bundið við einstök dóms- mál og eftir því sem best verður vitað eigi það sér ekki fordæmi hér á landi. „Hins vegar verður ekki séð að það styðjist við almenna hagsmuni eða sakfræðileg rök að refsa mönnum fyrir brot á lögum sem eru úr gUdi fallin," segir dómarinn meðal annars í niðurstöðum sínum. -sme Hermann Björgvinsson yfirgefur dóminn. Hann virðist una við sitt. Hann hefur tvær vikur til að ákveða hvort hann áfrýjar til Hæstaréttar. Hermann starfar sem leigubílstjóri hjá Bifreiðastöð Reykjavíkur. DV-mynd JAK Dómarinn í okurmálinu: Feildi þungan dóm yfir ákæruvaldinu Ólöf Pétursdóttir, sakadómari í Kópavogi, feUdi þungan dóm yfir ákæruvaldinu þegar hún birti dóm sinn í máli Hermanns Björgvinsson- ar. Ólöf tekur til nokkurt atriöi um ákæruna. Hún segir hana afar óná- kvæma. Dómarinn segir meðal annars aö samkvæmt útreikningum hafi Her- mann í reynd áskilið sér hærri vexti en hann er ákærður fyrir. Refsingin var miðuð við lægri fjárhæðina, það er röngu útkomu ákæruvaldsins. Einnig er fundið að ónákvæmni ákærunnar hvað varðar dagsetning- ar auglýsinga Seðlahanka um há- marksvexti. „Þar sem réttaráhrif fyrrgreindra auglýsinga tengjast ekki við dagsetningar heldur gildis- töku þeirra, hefði einnig átt að geta þeirra í ákæruskjali." í einum lið athugasemda dómarans segir: „í einstökum ákærðuhðum kemur hins vegar fram að ákært er vegna lána allt frá 18. júlí 1983. Her- mann var ákærður fyrir að hafa gerst sekur um okur á árunum 1984 og 1985. Dómarinn segir að vegna þess sé lýsing á háttsemi Hermanns ónákvæm í ákærunni. Þá er sagt að lánsviðskiptum við nokkra einstaklinga sé ranglega lýst í ákæru. í ákærunni er sagt að greiðslur hafi verið inntar af hendi í einu lagi. Svo var ekki heldur voru afborganir tvær til sex í þessum tU- teknu lánsviðskiptum. Þá er einnig sett út á hvort miða eigi við víxU- eða skuldabréfavexti. Þar sem lán þau er Hermann veitti ílokkast undir hvorki undur víxla eða skuldabréf. Einnig segir að ekk- ert liggi fyrir hver þáttur dráttar- vaxta sé í útreikningum í ákæru. -sme INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍ RTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL.B1986 Hinn 10. júlí 1988 er fimmti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1986. Gegn framvísun vaxtamiðanr. 5verðurfráog með 10. júií nk. greitt sem hérsegir: __________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 3.158,40_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1988 til 10. júlí 1988 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 2154 hinn 1. júlí n.k. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 5 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1988. Reykjavík, 30. júní 1988 SEÐLAB ANKIÍSLANDS Áður fyrr voru þetta eftirsóttustu ý ^ rúmin. . . . . . ennúer öldin önnur. Nú eru það sem fólk sækist eftir Við höfum fyrirliggjandi margar gerðir á hagstæðu verði frá aðeins kr. 49.000 Opið allar helgar TM-HUSGÓGN Síðumúla 30 - Sími 68-68-22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.