Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Síða 7
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988.
7
DV
Þorskverð
þokkalegt
í Englandi
- þrátt fyrir mjög mikið framboð
____________________________Viðskipti
Trúi að Byggðastofnun
muni taka þetta lán
- segir Jón R. Bjömsson hjá sambandi fóðurstöðva
England
Þrátt fyrir nokkuð mikið framboð
af fiski í Englandi að undanfómu
hefur verðið verið þokkalegt á
þorski svo sem síðustu sölur á fiski
úr gámum sýna.
27. júní var seldur fiskur úr gám-
um, 76 lestir, og var verðið: Þorskur
71,48, ýsa 76, ufsi 43, karfi 43, koli
61 og flatfiskur 73 kr. kílóið.
28. júní var alls seldur fiskur úr
gámum fyrir 23,3 millj. króna. Verð
á þorski 86,80, ýsu 71,09, ufsa 31,
karfa 51,63, kola 80,44 kr. kíióið og
flatfiski, öðrum en kola, 95,10 kr.
kg.
Bv. Hrugnir seldi afla sinn í Hull
23. júní, alls 81 lest, fyrir 3,7 millj.
króna. Þorskur 47,44, ýsa 61,59 kr.
kg, annar fiskur fór á lægra verði.
Meöalverð 45,75 kr. kílóið.
Bv. Þorri seldi afla sinn í Grims-
by, alls 45 lestir fyrir 1,9 millj. kr.
Meöalverð 41,90 kr. kílóið.
Boulogne: 28. júní var verð á fiski
í Boulogne sem hér segir: Þorskur
frá 109 til 156 kr. kílóið.
Bv. Vigri seldi afla sinn i Bremer-
haven 27. júrú, alls 235 lestir, fyrir
15,8 millj. króna. Meðalverð 67,22
kr. kílóið.
Bv. Huginn seldi afla sinn í Hull,
alls 89 lestir. Meöalverð 74,82 kr.
kílóið.
New York - Eftirspurn
mikil eftír laxi
Þrátt fyrir smávegis aukið fram-
boö af Kyrrahafslaxi er eftirspurn-
in meiri en framboðið og búist er
við að verð á laxi muni verða sæmi-
legt næstu viku eða vikur. Fram-
undan eru hátíöarhöld 4. júh og
búist er við aukinni eftirspurn á
laxi og öðrum fiski því þá fara fjöl-
skyldurnar út að borða og einnig
er mikið í tísku að grilla á slíkum
frídögum.
Mikil veiði við austur-
strönd Bandaríkjanna
Mikil veiði hefur verið við aust-
urströndina af ufsa og þorski og
hefur verðið falliö, sérstaklega á
ufsa, og nú síðustu dagana einnig
á þorski. Aukist hefur eftirspurn
eftir hörpuskelfiski, en ekki hefur
verðið hreyfst enn sem komið er.
Þessu veldur minnkandi innflutn-
ingur á frosnum skelfiski. Besta
verðið er á ferskum hörpuskelfiski
en mikill meirihluti þess sem nú
er á markaðnum er ófrosinn.
Nokkur verðsýnishom frá Ful-
ton:
Norskur lax, slægður með haus,
1-2 kg, 505 kr. kg. Norskur lax,
slægður með haus, 2-3 kg, 536 kr.
kg. Norskur lax, slægður með haus,
3-4 kg, 561 kr. kg.
Færaveiddur lax frá Kyrrahafmu:
Lax veiddur á færi, 2-3 kg, 436 kr.
kg. Lax veiddur á færi, 3-4 kg, 465
kr. kg. Lax veiddur á færi, 4-5 kg,
588 kr. kg. Lax veiddur á færi 5-6
kg, 601 kr. kg.
Annar flskur frá Fulton:
Hausaöur stórþorskur, 106 kr. kíló-
iö. Meðalstór þorskur, hausaður,
106 kr. kg. Þorskflök, 220 kr. kg.
Hausaöur ufsi, 61 kr. kílóið. Ufsa-
flök, 151 kr. kg. Skötuselur og stein-
bítur, 353 kr. kg.
Upp úr miðjum mánuði var verðið
i New England:
Hausaöur stórþorskur, 56 kr. kg.
Meðalstór þorskur, 48 kr. kg. Stór
þorskflök, 186 kr. kg. Karfaflök, 300
kr. kilóiö.
Fiskmarkaðinúr
ingólfur Stefánsson
Valencia „óreyndur“ mark-
aður
Aöeins 26 fyrirtæki versla á
markaönum í Valencia á móti 156
kaupendum á markaönum í
Madrid og ætti jafnvel að vera auð-
veldara að komast inn á markaðinn
í Valencia en í Madrid. Ekki þar
fyrir, samkeppnin er hörð þar
einnig. Salan hefst klukkan 4.30 og
stendur yfirleitt í 3 klukkutíma og
á þeim tíma hafa menn keypt það
sem sem þeir vilja hveiju sinni.
Hann kemur víða að
íValencia
Á markaðinn kemur fiskurinn
víða aö. 50% eru af heimaskipum,
45% koma frá Calicia, Baskalandi
og Andalúsíu. 5% koma erlendis
frá, aðallega frá Danmörku,
Frakklandi, Chile, Skotlandi og
Noregi. Blaðamaðurinn segir með-
al annars aö þegar kaupmenn á
markaönum hafi frétt að hann var
frá landinu, þaöan „sem laxinn
kemur“ hafi aílar dyr staöiö hon-
um opnar og ræddi hann meðal
annars við fiskkaupendur sem
voru að hasla sér völl á markaöin-
um og ætluðu þeir aö snúa sér að
kaupum á laxi meðal annars.
Evrópubúar vilja fá fisk
á Spáni
Aðalkaupendur á þessum mörk-
uöum eru stórraarkaðfr svo sem
Continente, Aalcampo ogPryca, en
einnig eru smærri kaupendur að
koma inn í myndina svo sem Merc-
ana og Jobac og eru þessir kaup-
endur sífellt að verða mikilsverð-
ari. Ekki mun auðvelt að komast
inn á markaðinn og kemur margt
til, svo sem málakunnátta meðal
annars.
Bendir fréttaritarinn á að margir
frá Norður-Evrópu séu að staöaldri
við Miðjarðarhafið og vilji fá fisk-
rétti eða fisk frá Norður-Evrópu og
sé þama mn hundmð þúsunda að
ræða.
Verðsýnishorn frá markaðnum
í Valencia:
Lax, meðalverð 1055 pesetar.
Reyktur lax í heilum fiökum, 2800-
3000 pesetar. Nýr þorskur með
haus, 4-500 pesetar.
Fiskaren 15. júní.
Stærsti togari heims
í smíðum
Um þessar mundir er verið að
smíöa stærsta togai-a heims, í
skipasmíðastöðinni I. Jessewerth í
Hollandi. Eigendur skipsins em A
van der Svan & Zn í Sheweningen.
Stærð skipsins er 119 metrar lengd-
in. Lestarrýmiö er 7.700 rúmmetrar
og brúttóstærð þess er 8.500 lestir.
Frystigeta á sólarhring er 300 lest-
ir. Skipið á að veiða síld, makrfl og
hestamakrfl. Veiðisvæðið er áætlað
að veröi Norðursjór, vesturströnd
Afríku, allt aö Suður-Ameriku.
Ástæðan fyrir byggingu þessa risa-
skips er aö eigendum þess þykir
of naumt skammtaður fiskveiði-
kvótinn hjá Efnahagsbandalaginu.
„Eg hef fulla trú á að Byggðastofn-
un taki þetta lán samkvæmt ákvörð-
un ríkisstjórnarinnar. Mál fóður-
stöðvanna verða að skýrast fljótt, þar
sem þær standa ekki undir því að
þurfa aö safna dráttarvöxtum mánuð
eftir mánuð. Byggðastofnun sam-
þykkti að veita þetta lán en á fundi
formanns stjórnar Byggðasjóðs og
forsætisráðherra lýsti Byggðasjóður
yfir áhyggjum af eiginfjárstöðunni.
Það aö lýsa yfir því að lán þetta verði
ekki endurgreitt, þar sem atvinnu-
greinin sé svo aum, er það sama og
að segja að maður hafi enga trú á
loðdýraræktinni og því eigi aö leggja
hana niður," sagði Jón Ragnar
Bjömsson, formaður Sambands loð-
dýraræktenda og fóðurstöðva, við
DV í gær.
Hann sagði að þessar 80 milljónir
væru ætlaðar fóðurstöðvunum svo
þær gætu breytt lausaskuldum í fóst
lán. Meiningin væri að lánin yrðu
aíborgunarlaus í 5 ár þannig að fjár-
magnskostnaðurinn yrði ekki reikn-
aður inn í fóðurverðið að fullu en
dreifðist á lengri tíma eða fleiri kíló
af fóðri.
„Þessar 80 milljónir eru áhættulán
eins og megniö af lánum Byggða-
stofnunar. Byggðasjóður hefur sömu
stöðu og ríkisbankarnir, því ef lánsfé
tapast er það ríkið sem er bak-
ábyrgt.“
Jón sagði loks að í sömu andrá
væri talað um að lijálpa loðdýra-
ræktinni og að atvinnugreinin væri
svo aum að hún þyrfti fjárframlög til
að halda áfram.
„Það er mín bjargfasta skoðun að
ef loðdýraræktinni verður hjálpaö
yfir þennan erfiða hjalla hafi hún
alla burði til að verða öflugur at-
vinnuvegur. -hlh
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RlKISSJÓÐS
11.FLB1985
Hinn 10. júlí 1988 er sjöundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1986.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 7 verðurfrá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiðimeð 5.000,-kr. skírteini kr. 353,30
Vaxtamiðimeð 10.000,-kr. skírteini kr. 706,60
___________Vaxtamiði með 100.000,- kr. skírteini_kr. 7.066,00_
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. janúar 1988 til 10. júlí 1988 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985
til 2154 hinn 1. júlí n.k.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gialddaga.
Innlausn vaxtamiða nr. 7 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1988.
Reykjavík, 30. júní 1988
SEÐLABANKIÍSLANDS