Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Side 9
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988.
9
Utlönd
Sam
Nunn
ekki
með
Sam Nunn, öldungadeildar-
þingmaöur frá Georgia, bað í gær
MichaelDukakis, væntanlegt for-
setaethi demókrata, um aö strika
sig út af listanum yfir hugsanieg
varaforsetaefni ílokksins. Nunn
vill ekki gefa kost á sér i það
embætti.
Nunn er aðeins einn af þrem
úr þeim hópi, sem tahð var að
kæmu til greina sem varaforseta-
efni flokksins, sem nú hafa hafn-
að þeim möguleika. Hinir tveir
eru Bill Bradley, öldungadeildar-
þingmaður frá New Jersey, og
Thomas Foley fulltrúadeildar-
þingmaður.
Amma og bræður litlu tveggja ára telpunnar, sem seld var til ísraels, biða
í ofvæni eftir heimkomu hennar til Brasiliu í dag. Þau bökuðu og skúruðu
því haldin verður mikil veisla. Simamynd Reuter
Undanfarið virðist hafa hægt nokkuð á tilraunum Bandaríkjamanna til
þess að koma Noriega hershöfðingja úr valdastóli sínum i Panama.
Hershöfðinginn er talinn hafa átt þátt í víðtæku smygli á eiturlyfjum til
Bandaríkjanna og telja þarlend stjórnvöld óhæfu að hann verði áfram
valdamesti maður Panama.
Bandariski teiknarinn LURIE virðist þó ekki telja að Noriega eigi veru-
lega á hættu að biða ósigur í glímunni.
Fórnariambs
mannræningja
beðið
með óþreyju
Brasilíumenn búa sig nú undir aö
fagna heimkomu tveggja ára stúlku-
barns sem var rænt er hún var
komabarn og tekin í fóstur í ísrael.
Foreldrar stúlkubarnsins fóru til
ísraels til að ná í dóttur sína eftir að
hæstiréttur þar í landi hafði kveðið
upp þann úrskurð að fósturforeldr-
amir yrðu að láta barnið af hendi.
Jafnframt bannaði hæstiréttur allt
samband íjölmiðla við barnið, for-
eldra þess og fósturforeldra þar til
telpan væri farin frá ísrael.
A hinu nýja heimili Bruna, en svo
heitir telpan, var mikið um að vera
í gær. Amman, frænka og bræður
telpunnar skrúbbuðu og skúruðu til
að allt yrði skínandi fínt í tilefni af
þessum gleðiatburði.
í viðtali við Reuter-fréttastofuna
kvaðst amman vorkenna ísraelsku
hjónunum sem haft hafa barnið hjá
sér síðastliðna tuttugu mánuði. Þau
kváðust ekki hafa vitað að barninu
hefði verið rænt frá foreldrunum.
Mannræningjar fóru meö bamið til
Paraguay og að sögn lögreglunnar
var það barnfóstra sem tók barnið.
Hún afplánar nú tuttugu og átta
mánaða fangelsisdóm. Ólögleg sala á
börnum er talsverö í Brasilíu og geta
mannræningjar fengið allt að þrjátíu
þúsund dollara fyrir hvert barn.
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1985-1. fl.A 10.07.88-10.01.89 kr. 271,48
‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, júní 1988
SEÐLABANKIÍSLANDS
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS