Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988. Gœðanna vegna! s i Kodak Filma Ólympluleikanna 1988 099 ÚTGERÐARFÉLAG AKUREYRINGA HF. auglýsir lausa til umsóknar stöðu annars framkvæmdastjóra félagsins. Krafist er góðrar menntunar og starfsreynslu. Gert er ráó fyrir að nýr framkvæmdastjóri komi til starfa um næstu áramót og taki að fullu við starfinu 1. maí 1989. Umsóknir skulu sendar stjórnarformanni, Sverri Leóssyni, sími 96-22841, sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. Stjórn Útgerðarfélags Akureyringa hf., við Fiskitanga, 600 Akureyri. VÆfíl EKKI VITAÐ LAKKA GfílNDVEfíKIÐ, GÖMLU SLÁTTUVELINA OG BÍLFELGUfíNAfí ÍSUMAfí? MEÐ EINHVERJU SEM ENDIST - LAKKAÐU BARA BEINTÁ RYÐIÐ! með HAMMERITE, hamraða sanseraða lakkinu. VAL 14 FALLEGRA LITA - LÍKA TIL SLÉTT ÓHAMRAÐ FÆSTÍ MÁLNINGARVÖRUVERSLUNUM ISEFNI Utlönd Svo virðist sem yfirvöld í Svíþjóð ætli nú að beita þá sem heimsækja atvinnumiðlanir þrýstingi til að fá þá til að færa sig út fyrir sina grein. Atvinnuleysið er nú ekki lengur áhyggjuefni i Svíþjóð heldur skorturinn á starfsfólki innan vissra atvinnugreina. Símamynd Reuter Skorti á starfs- fólki líkt við tímasprengju Gunnlaugur A. Jónsson, DV, Lundi: Ástandinu í sænskum atvinnumál- um hefur verið líkt við tímasprengju sem muni springa eftir um það bii tíu ár. Nú er þaö ekki lengur atvinnuleys- ið sem er áhyggjuefnið eins og svo oft á undanförnum árum. Þvert á móti er það skorturinn á starfsfólki sem áhyggjunum veldur og líkt er við tímasprengju. Þegar er fariö aö bera á skorti á starfsfólki innan vissra atvinnu- greina, einkum í iðnaði. Talsmenn iðnaðarins benda á að mörg sænsk iðnaðarfyrirtæki hafi að undanfórnu ekki getað annað eftirspurn vegna skorts á starfsfólki. Allt bendir til þess að ástandið í þessum efnum muni fara síversnandi næstu árin. Bent hefur verið á að árið 2000 muni Svíar á aldrinum 20 til 24 ára vera hundrað þúsund færri en í dag en ellilífeyrisþegum fer hins vegar mjög fjölgandi. Hver á þá að hjúkra aldraða fólkinu í framtíðinni og hver á að vinna fyr- ir ellilífeyri þess? Ljósarhliðar Mál þessi hafa verið mjög til um- ræðu í sænskum fjölmiðlum að und- anfórnu. Ýmsir sjá þó vissar ljósar hliðar á þeirri þróun sem við blasir. Konur hljóta til dæmis að verða eftir- sóttari á atvinnumarkaðinum en áð- ur. Sama gildir um innflytjendur. Einnig hefur verið bent á þann ónýtta starfskraft sem fatlað fólk er, fólk sem oftast hefur reynst mjög erfitt að fá atvinnu á hinum frjálsa vinnumarkaði. Börnum og unglingum, sem nú eru að vaxa úr grasi, er spáð bjartri fram- tíð. Atvinnufyrirtækin munu slást um starfskrafta þeirra. Það kann þó að hafa þá hættu í fór með sér að áhugi ungs fólks á því að ganga menntaveginn minnki. Dulinn starfskraftur En þó þannig megi sjá vissar ljósar hliöar í þróuninni í atvinnumálum Svía ber þó meira á svartsýni í um- ræðunni. Meira að segja hefur komið fram hugmynd um að vandanum verði mætt með því að flytja inn út- lent starfsfólk. Thage G. Pettersson iönaðarráðherra list ekki á þá hug- mynd og bendir á þann dulda starfs- kraft sem leynist meðal heimavinn- andi kvenna, fatlaðra og atvinnu- lausra innflytjenda. Sviptir bótum Enn er þó talsvert af atvinnulausu fólki í Svíþjóð. í Stokkhólmi eru til dæmis tíu þúsund manns atvinnu- laus. Oft er þá um að ræða fólk sem gæti einfaldlega fengiö vinnu ef það væri tilbúið að færa sig út fyrir sína grein. Og nú virðist sem yfirvöld ætli að beita meiri þrýstingi á hina atvinnulausu. Atvinnulausir kennarar hafa til dæmis fengið að vita að hafni þeir vinnu, sem þeim stendur til boöa innan heilsugæslunnar, muni at- vinnuleysisbætur þeirra verða felld- ar niður. Skortur á starfsfólki innan heilsugæslukerfisins hefur leitt til þess að allmargar hjúkrunarkonur komnar á ellilífeyrisaldur koma á ný til starfa í sumarafleysingum. Þannig koma þær í veg fyrir lokun ýmissa deilda sjúkpahúsanna nú í sumar. Margir spá því líka að það sé óhjá- kvæmileg þróun aö fólk komið á elli- lífeyrisaldur muni á ný í auknum mæli koma aftur til starfa. Vilja semja um lendingarleyfi Gizur Helgasan, DV, Reersnæs: Bandaríkjamenn hafa nú sýnt áhuga á þvl að taka upp samninga við Danmörku, Noreg og Svíþjóð um lendingarleyfl fyrir flugvélar landanna fjögurra. Fyrir rúmlega ári áttu skandín- avísku löndin í samningum við Bandaríkin um aukna flugumferð yfir Atlantshafið og höfðu þá Bandaríkjamenn lagt fram þá kröfu að þeir fengju að fljúga ótak- markað til landanna þriggja og var því algjörlega hafnað. Hafa engar samningaviðræður farið fram síð- an. Nú sýna Bandaríkjamenn áhuga á nýjum samningum, segir iðnað- armálaráöherra Dana eftir að hann átti fund með umferðarmálaráð- herra Bandaríkjamanna í Was- hington. Bandaríkjamenn vonast eftir samningi um gagnkvæm lend- ingarleyfi áður en forsetaskipti eiga sér stað í Bandaríkjunum í janúar næstkomandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.