Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Side 12
12
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988
Utlönd
Mikhail Gorbatsjov, aðalritari flokksins, skýrir málin fyrir öðrum þingfullfrúum.
Simamynd Reuter
Eldheitar umræður á
ráðstefhu flokksins
Dagskrá þriðja dags ráðstefnu
sovéska kommúnistafloklýsins
hófst í morgun með áframhaldandi
eldheitum umræöum um málefni
dagsins, sem eru frelsi Qölmiöla,
tengsl og samskipti þjóðarbrota og
efnahagslegar og stjórnmálalegar
umbætur.
Pravda, dagblað kommúnista-
flokksins, skýröi frá því í morgun
á forsíðu að nokkrir umbótasinnar,
sem ekki hefðu verið samþykktir
sem fulltrúar á ráðstefnu þessari,
tækju þar þátt sem gestir. Þeirra á
meðal væru Tatyana Zaslavskaya
og Gavriil Popov, hagfræðingar,
leikritaskáldin Mikhail Shatrov og
Alexander Gelman og skáldið
Yevgenyu Yevtushenko, sem er
ekki einu sinni félagi í flokknum.
Pravda birti í morgun ræður þær
sem fluttar voru á ráðstefnunni á
þriðjudaginn og í gær, miðvikudag.
I útgáfu blaðsins voru birtar ýmsar
athugasemdir sem Tass, hin opin-
bera fréttastofa Sovétríkjanna, lét
hjá liggja í sinni umfjöllun um mál
ráðstefnunnar.
Meðal annars sem Pravda birti í
morgun var athugasemd frá Ge-
orgy Arbatov, þess efnis að sovéska
þjóöin hefði sloppið við miklar
hörmungar ef Josef Stalin og Leo-
nid Bresnéf heföu ekki fengið að
sitja nema einn áratug eða svo í
valdastóli.
Harðar og líflegar umræður urðu
á ráðstefnu sovéska kommúnista-
flokksins í gær þegar til opinna
átaka kom milli þeirra íhaldssam-
ari af leiötogum flokksins og fylgj-
enda umbóta- og breytingastefnu
Mikhail Gorbatsjovs aðalritara.
Að sögn viðstaddra gengu nokk-
uð hvassyrt skeyti á milli manna
og gagnrýni var hörð á báða bóga.
Margir af hinum íhaldssamari
telja að sovéskir flölmiðlar hafi
misnotað það andrúmsloft breyt-
inga og aukins frelsis sem ríkt hef-
ur undanfarið. Hafi þeir gengið allt
of langt í gagnrýni sinni á fortíðina
og gengna leiðtoga.
Beittasta gagnrýnin á fundum
ráðstefnunnar til þessa mun hafa
komið frá Vladimir Kabaidze verk-
smiðjurekanda, sem í gær réðst
harkalega á ráöuneyti og aðrar
stofnanir skrifræðisins í Sovétríkj-
unum sem hann sagði standa í vegi
fyrir þróun sovésk iönaöar.
Kvaðst verksmiöjustjórinn sem
best geta verið án þessara skrif-
finna og ef hann fengi ráðið myndi
Rauöa torgið hefur veriö afgirt og umferð um þaö takmörkuö við opin-
bera aðila meðan á ráðstefnunni stendur. Símamynd Reuter
hann setja þá alla á músaveiðar.
Lýsingar Kabaidzes á embættis-
mönnum og athöfnum þeirra vöktu
mikinn fögnuö meðal ráðstefnu-
fulltrúa í gær og ljóst var að hann
var tvímælalaust stjarna dagsins.
Um umbótaáætlun Mikhail Gor-
batsjovs sagði verksmiðjustjórinn
að hún gengi ekki sérlega vel í
framkvæmd, enda væri hún ekki
verulega vel undirbúin. Sagði hann
að embættismenn ráðuneytanna
hefðu verið verst undirbúnir af öll-
um, þótt sér virtist vera alveg nóg
af þeim til að bregðast við málum.
Ræðu Kabaidzes var útvarpað í
gær og var haft á orði að þeir hlust-
endur sem misstu af kynningunni
á honum hafi haldið aö um
skemmtidagskrá væri að ræða.
Kabaidzes sagði þó að ekki væri
allt svart því að vissulega hefði
losnað um mikið af hömlum í við-
skiptalífinu. Hann væri til dæmis
farinn að geta skipt beint við er-
lenda aðila og fleira mætti til taka,
þannig aö framtíðin gæti verið
björt ef sovéska þjóðin og stjóm-
endur hennar gætu aðeins lært að
vinna.
Moskvubúar lesa umfjöllun dagblaða um ráðstefnu flokksins i gær.
Simamynd Reuter