Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988. 15 Að reikna út veðhæfnina Stöðvast öll starfsemi í sjávarútveginum tímabundið til þess að knýja fram raunhæfar úrbætur? Það gerist nú um þessar mundir aö menn koma víða saman úti um allt land til þess að ræða um stöðu landsbyggðarinnar. Allir sem um þessi mál fjalla eru á einu máli um að ríkjandi sé nokkurs konar „hel- stefna“ varðandi alla uppbyggingu úti á landi. Sjávarútvegurinn sé svo mergsoginn af gróðaöflunum fyrir sunnan að það jaðri við að allt sé að fara í rúst. Það sé tæpast að hægt sé að bíða eftir því að fiskur- inn komi upp úr sjónum, slíkur sé hamagangurinn hjá þeim á suð- vesturhorninu að hirða allan af- raksturinn. Fjármagn hirt á færibandi /Frammámaður í sjávarútvegin- um á landsbyggðinni lét svo um- mælt nýverið að það væri blóðugt að horfa upp á þessa eignatöku sem ætti sér stað, allt íjármagnið sem fiskurinn gæfi af sér væri hirt nán- ast á færibandi þar sem því væri síöan dreift í alls konar sjóði fyrir sunnan, þar væri þessu svo eytt í alls slags vitleysu. Eftir stæðu at- vinnutækin, m.a. frystihúsin, og hefðu ekki fjármagn til brýnustu nauðþurfta. Þaö væri engu líkara en forsætisráðherra, sem stöðugt væri að tala um fullnýtingu og hámarksafkastagetu atvinnufyrir- tækjanna, ætlaðist til að slíkt gæti gerst með allar vélar bilaðar vegna fjárvöntunar. Fjármagn fengist hvergi til þess aö endumýja gamlar vélar - hvað þá til þess að gera við þær sem væru bilaðar. Þegar falast væri eftir láni til þessara hluta KjáUarinn Karvel Pálmason alþingismaður væri sá háttur hafður á hjá lána- stofnunum að sendur væri út af örkinni her „sérfræðinga" til þess að gera skýrslur og aila upplýsinga um stöðu fyrirtækjanna - eftir það gerðist yflrleitt ekkert annað. Vél- arnar væru áfram í lamasessi og framleiðslan eftir því. Sem dæmi tók þessi sami forystumaður verk- lagið hjá Byggðastofnun. Þar væru á fullum launum allt að þrjátíu mannssem hefðu það starf árið um kring að reikna út veöhæfni sveit- arfélaga og fyrirtækja. Niðurstað- an úr þessum reikningskúnstum væri svo yflrleitt á einn veg. Ekk- ert fyndist veðhæft að mati þessara sérfræðinga - því væri enga pen- inga að fá. Þaö væri nú svo komið í þessu þjóðfélagi okkar að allir væru að „kontrúlera" hver annan - en ef vantaði vél í bát væru engir peni'ngar á lausu. Þess vegna mætti spyija ráðherrana að því hvernig fyrirtækin ættu að ganga með allar vélar bilaöar. Hér dugir ekkert annað en „breiðsíða", sagði þessi forustumaður, þ.e. kosningabanda- lag allra flokka á landsbyggðinni því ekkert annað dygði til þess að snúa þessu ófremdarástandi við. Tímabundin stöðvun? Þaö er allt rétt sem þessi athafna- maður segir hér að framan. Því er það forkastanlegt skilningsleysi af einum ráöherra að koma fram fyr- ir þjóðina og segja aö mál málanna í dag sé jafnréttismálin. Það er full- yrt hér að þessi málaflokkur sé hjómið eitt miðað við það ástand sem hefur skapast á landsbyggð- inni. - Og það skulu þeir menn vita sem stjórna þessu landi að ef ekki verður breytt um stjórnarstefnu hvað atvinnumálin varðar fara aö gerast áður óþekktir atburðir. Menn, bæði þeir sem í verkalýðs- hreyfmgunni starfa svo og at- vinnurekendur, eru farnir að ígrunda þá möguleika að stöðva tímabundið alla starfsemi í sjávar- útveginum til þess að knýja fram raunhæfar úrbætur. Þá yrði senni- lega allri þjóðinni ljóst svo um munaði hvaðan fjármagnið kemur sem nú er ráðskast með af þeim sem stjórna sjóðunum svo og þeim fáu einstaklingum sem hafa komist upp á lag með þaö að hirða bróður- partinn af aílafé því sem sjávarút- vegurinn skilar af sér. - Það mega allir ráðherrar vita að þessum möguleika hefur verið hreyft víða úti um land. Landsbyggðarfólk er oröiö langþreytt á því að láta spenna sig fyrir þann vagn sem notaður er til þess að flytja „gull- ið“ í óhófseyðsluna fyrir sunnan. Gjáin breikkar I ágætu erindi sem Björn Þor- leifsson, skólastjóri og oddviti í Svarfaðardal, flutti fyrir nokkru á byggðastefnu Alþýðubandalagsins á Dalvík segir hann svo í niðurlagi erindisins sem birtist í Þjóðviljan- um 16. júní sl.: „Við þurfum líka að auka skilning okkar á aðstæðum annarra. Með auknum skilningi hverfa fordómarnir og hugarfar veröur jákvæöara. Þótt menningin sé ofin úr mismunandi þáttum eftir landshlutum og byggðarlögum verðum við að halda áfram að vera ein þjóð í sama litla landinu.-* - Þetta er kjarnaatriöi. - Stjórn- málamenn verða að skilja það að með slælegum stjórnarháttum er verið að breikka þá gjá sem mynd- ast hefur í þessu þjóðfélagi - gjána milli dreifbýhs og þéttbýhs. Hér verður að spyrna við fótum svo um munar og það strax. Karvel Pálmason „Og það skulu þeir menn vita sem stjórna þessu landi að ef ekki verður breytt um stjórnarstefnu hvað at- vinnumálin varðar fara að gerast áður óþekktir hlutir.“ Seðlabankinn: Risi á brauðfótum Þar til pólitíkusar fást til aö sleppa takinu verður Seölabankinn áfram afgreiðslustofnun fyrir rikisstjórnina, segir m.a. i greininni. Seðlabanki íslands á bráðum tvö stórafmæli. Kannski er það merki- legast við þessi afmæli að enginn veit hvort þeirra rennur upp fyrst - þrjátíu ára afmæliö eða 100.000% verðbólguafmælið! Já, það er ótrúlegt til þess að hugsa en samkvæmt tölum frá Hagstofu íslands þá hækkaöi fram- færsluvísitalan um 65.940% frá 1.1. 1961 til 1. maí 1988 og byggingar- vísitalan um tæp 80.000% frá febrú- ar 1960. Sumar vörutegundir - og, því miður, margar sem flokkast undir vort daglegt brauð - hafa þó þegar rofið 100.000% múrinn. Þannig kostaði mjólk tæpa fjóra aura (kr. 3,92 gamlar) þegar Seðla- bankinn varð sjálfstæð stofnun vorið 1961, 45% ostur kostaöi 57 aura (56,85 gamlar krónur) og lambahryggurinn 26 aura (26,35 gamlar) kílóið. Það þarf að leita langt - líklega alla leið til Afríku eða S-Ameríku — til að finna ámóta óstjórn í pen- ingamálum þjóðar. Og lítið höfum viö lært því framtíðin lofar jafnvel enn meiri glundroða. Eins og málin horfa við í dag þá á verðlag eftir aö tvöfaldast á næstu tveimur árum (reglan er að deila verðbólgu- stiginu í 72 til að fá út hve mörg ár það tekur að tvöfalda verðlagið, t.d. tvöfaldast verðlagið á 7,2 árum í 10% verðbólgu). Það er öllum hollt að gera sér strax grein fyrir því að þaö er með öllu útilokað að reka verðtryggt efnahagskerfi á þessum grundvelli og hér veröur hrun fyrr en varir. Gegn betri vitund Seðlabankinn hefur yfir fáu að kætast þessa dagana. í lögum um \ starfsemi bankans segir m.a. að hlutverk hans sé „að annast seðla- útgáfu og vinna að því, að peninga- magn í umferð og framboð lánsfjár sé hæfilegt miöað við það, að verð- lag haldist stöðugt...“ Þá ber KjaUarinn Jóhannes Björn Lúðvíksson rithöfundur bankanum aö annast eftirlit með öðrum peningastofnunum (eins og t.d. Útvegsbankanum) og semja efnahagsspár. Sjaldan eða aldrei hefur íslenskri stofnun mistekist hlutverk sitt jafnhrapallega. Vextir og verðbólga eru í kring- um 40% um þessar mundir og flest- ir eru sammála um að vandinn sé algjörlega heimatilbúinn. Eftir margra ára fastgengisstefnu var verðbólgan á undanhaldi. En veður voru válynd því mikill afli og hátt verð orsökuðu mikið peninga- streymi í þjóðfélaginu. Samkvæmt lögum bar Seðlabankanum að gæta aðhalds en kosningar voru í nánd og misvitrir pólitíkusar sáu sér hag í að opna allar flóðgáttir. Milljörð- um var ausið út úr bankakerfinu í framkvæmdir á borð við flugstöð og verslunarmiðstöð. Bankastjórar Seðlabankans vissu vel að þessi austur var hreint brjálæöi við ríkj- andi aöstæður og að það voru engar þjóðfélagslegar þarfir sem lágu til grundvallar. En þeir kyngdu bitan- um ... eins og þeir hafa gert í 27 ár. Við búum við verðtryggingu og afleiðing óstjórnarinnar er einfald- lega sú að bankakerfið er byrjað að borða börnin sín. Þaö er eins og risaeðla sem gleypir í sig stóran hluta veltu fyrirtækja og einstakl- inga. Fólk kaupir vörur eða þak yfir höfuðið á 40% vöxtum, en þess- ir hlutir voru þegar búnir að safna á sig óheyrilegum fjármagnskostn- aði því kaupmaðurinn og bygg- ingafélagið reikna sinn banka- kostnað inn í verðiö. Sem sagt, fólk- ið leggur nótt við dag á meöan bankinn leggur marmara og kaupir Kjarval. Eðli vaxta Undir eðlilegum kringumstæö- um eru vextir ávísun á ósköpuð verðmæti. Þegar vextir eru hærri en nemur aukningu þjóðartekna eru þeir annaðhvort verðbólgu- hvetjandi (það þarf aukna álagn- ingu og peninga til að greiða þá til baka) eða þeir orsaka kreppu (bankakerfiö skapar ekki peninga- magniö sem vantar og menn verða gjaldþrota). Ef maður lítur t.d. yfir 10 ára tímabil í Bandaríkjunum þá gætu þessar tölur að meðaltali htið þannig út aö langtímavextir væru um 8%, hagvöxtur að meðaltali um 4% og verðbólgan þá í kringum 4% á ári. Þjóðfélag sem býr við 40% vexti er annaðhvort að biðja um hrun eða óðaverðbólgu. Á íslandi búa nú tvær þjóðir. Annars vegar er lítill hópur skuld- lausra manna sem þénar yfir þrjár milljónir á ári og fiárfestir í skuld- um annarra þjóðfélagsþegna. Við hitt boröið (skuldaborðið) situr þorri fólks og borgar úr báðum vösum: Skatta úr öðrum og fjár- magnskostnað úr hinum. Þetta sama fólk er u.þ.b. að vakna við vondan draum því nýlegar ráöstaf- anir ríkisstjórnarinnar og hækkun vaxta tryggja að verö á húsnæði mun ekki hækka í takt við verð- bólguna og okurvextina. Méð öðr- um orðum, lánin eiga eftir að hækka miklu hraðar en húsnæðis- verðið. Við þekkjum þá sögu. Jón og Guðrún eiga 3ja milljóna króna íbúð sem tvær milljónir hvíla á. Einn góðan veðurdag átta þau sig allt í einu á því að þótt verðbólgan hafi hækkað verð íbúðarinnar í fiórar milljónir þá skulda þau 4,2. Þau höfðu sparað í nokkur ár fyrir útborgun, alltaf borgað afborganir á gjalddaga - en nú eiga þau minna en ekki neitt! Þegar búið er að klúðra fiármál- unum á þennan hátt þá er mjög fátt um góð ráð. Síðast þegar þessi staða kom upp var m.a. stungið upp á því að lengja okurlánin. En mjög fáir gera sér grein fyrir að þegar vextir eru eins háir og hér við- gengst þá skiptir nákvæmlega engu máli hvort lánið er til t.d. 20 eða 40 ára. Hugsum okkur að milljón króna lán sé til 20 ára á 30% vöxt- um. Ef lánið er borgaö niður með jöfnum greiðslum á tímabilinu er hver mánaðargreiösla kr. 25.067 (og einstaklingurinn pungar út rösk- um 6 milljónum á þessum 20 árum). Ef þessari milljón er breytt í 40 ára lán, þá eru mánaðargreiðslurnar sléttar 25.000 krónur. Það sparast kr. 67 á mánuði en heildargreiðsl- urnar aukast um 6 milljónir!! Þannig leika okurvextir þjóðfé- lagið og lesandinn getur sannreynt þessar ótrúlegu tölur á Hewlett Packard 12C og öðrum viðskipta- tölvum Nýjan Seðlabanka Seðlabankinn var strax fyrir síð- ustu áramót byrjaður að prédika þörf á nýrri gengisfellingu sem auðvitað hleypti af stað verðbólgu- og vaxtaskriðu. En því ekki það? Hér var banki sem sumarið 1967 skráði þýska markið á tíu aura (kr. 10,73 gamlar). Nú, nálægt 25.000% síðar, má alltaf reyna aftur. Og aft- ur! Það er löngu orðið tímabært aö gera Seðlabankann að sjálfstæðri og ópólitískri stofnun. Bankanum ber að stjórna af hlutlausum hag- fræðingum sem vinna í kyrrð og ótruflaðir. Þeim skal bannað að sitja í nefndum og stjórnum fyrir- tækja sem eiga hagsmuna að gæta varðandi gengisskráningu og aðrar aðgerðir bankans. Það er alltaf erf- itt að fá pólitíkusa til að sleppa tak- iiiu en þar til það gerist verður Seðlabankinn áfram afgreiðslu- stofnun fyrir ríkisstjórnina. Jóhannes Björn Lúðvíksson „Seðlabankinn var strax fyrir síðustu áramót byrjaður að prédika þörf á nýrri gengisfellingu, sem auðvitað hleypti af stað verðbólgu- og vaxta- skriðu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.