Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988. Lífsstfll Hann Níels sat sallarólegur á bakk- anum og horfði á busluganginn. Vigdis og Aslaug koma æpandi nið- ur. Röðin i vatnsrennibrautina náði þvert yfir laugina og lengra en það. Á bólakaf eftir salíbunu - í vatnsrennibrautinni í Laugardalslaug í sundlaugum Reykjavíkurborgar hefur verið unnið að því að undan- fórnu að auka viö ýmsan aðbúnað og þjónustu fyrir sundlaugagesti. Eins og flestum er kunnugt hefur verið sett upp vatnsrennibraut í Laugardalslaug og einnig hefur verið sett upp ný gufubaðsaðstaöa í Vest- urbæjarlauginni. Allir úti í grunnu DV kom við í Laugardalslauginni eitt síðdegi er sólin sýndi Sunnlend- ingum sig eftir margra vikna hlé. Margt var um manninn strax við innganginn en þaðan var biðröð út á götu. Það vakti því furöu manns þeg- ar út aö laug var komið aö ekki virt- ist vera mjög margt í lauginni sjálfri og því síður voru margir svo harðir af sér aö þeir lægju í sólbaði í svalri golunni. Skýringin kom reyndar er litið var í átt til barnalaugarinnar þar sem nýlega var sett upp vatnsrennibraut. Þarna var allt fólkið - eöa 'réttara sagt, þarna var allt yngsta fólkið. Maður verður bara að hoppa Krakkahópurinn taldi svo sannar- lega ekki eftir sér að bíða í biðröð. Þarna við rennibrautina var en lengri biöröð en í afgreiðslunni. Þessi biðröð lá niður hringstigann í turn- inum við rennibrautina og alveg þvert yfir grunnu laugina og með- fram bakkanum hinum megin. Krakkarnir sögðu að biðrööin gengi hratt, þau þyrftu í mesta lagi að bíða í svona tíu mínútur, kortér. „Það er verst að það er bara fjári kalt hérna niðri í,“ sagði einn, „en maður verður bara að hoppa og baða út öllum öngum til að halda á sér hita,“ bætti hann við. Einn pabbi hafði beðið spenntur í röðinni og reyndi hann nú aö láta lítið fara fyr- ir sér en hann slapp ekki við okkur. „Ég veit ekki hvaö ég er aö þessu, þau eru að plata mig út í þetta, krakkarnir," sagði hann um leið og hann sett hausinn á kaf svo hann yrði ekki inni á myndinni. Tíðarandi Sumir eignast vini... Á bakkanum sat Egill Þorsteins- son, sundlaugarvörður í sumar- vinnu, og stjórnaði af röggsemi. Allt varð þetta aö fara heiðarlega fram. Það vildi reyndar bera viö að menn væru að eignast vini mjög framar- lega í röðinni þannig að „sumir“ þurftu að bíða lengur en „aðrir“ af því að „aðrir“ vildu ryðjast fram fyr- ir „suma“ en við nefnum engin nöfn. Aö sögn Egils væri óös manns æði að reyna að telja hve margir renna sér niður brautina á klukkutíma, en hann sagði aö reynt væri að láta þetta ganga eins hratt og mögulegt er. „En það verður náttúrlega að gæta ýtrustu varkárni svo að ekki hljótist slys af,“ sagði Egill um leið og hann hóaði næsta holli upp í turninn. Tuttugasta og fimmta ferðin Tveir tólf ára strákar, Loftur og Hlynur, komu nú brunandi niður og fóru á bólakaf eftir salíbununa. „Þetta er alveg rosalega gaman,“ sögðu þeir svo til samhljóða. „Ég er búinn að koma hingað á laugardag, sunnudag, mánu... .ogætlaaðkoma oft í sumar," sagði annar þeirra um leið og þeir flýttu sér af stað í röðina því engan tíma mátti missa. Gulla-og Stína komu nú æpandi niöur brautina. Þær voru að klára tuttugustu og fimmtu ferðina sína þann daginn og virtist ekkert vera fariö að draga af þeim. „Verður maður ekkert ringlaður af þessu?“ „Nei, nei, bara soldið blautur," gal- aði einhver um leið og hann hraðaði sér að enda raðarinnar sem lengdist með hverri mínútunni. Gulla, Stina, Vigdís og Áslaug i sæluvímu eftir fjölmargar ferðir í brautinni. -gh Tveir tólf ára sem ætla að stunda vatnsrennibrautina i sumar, Loftur og Hlynur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.