Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Síða 23
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988. 23 Þrenna hjáVigni gegn Þrótti Magnús Jónasson, ÐV, Anstfjörðunu Einheiji lagöi Neskaupstaö- ar-Þ'rótt meö 5 mörkum gegn 2. Staöan var 3-1 í leikhléi. Leikurinn var liöur í bikar- keppni KSÍ og fór hann fram í gærkvöldi. Þróttur átti aldrei möguleika gegn frísku liöi Einherja þrátt fyrir að leika á heimavelli sín- um. Mörk Þróttar geröu þeir Guð- bjartur Magnason og Kristinn Guðmundsson. Mörk Vopnfirðinga skoruöu hins vegar þeir Gísli Davíösson, Víðir Siguijónsson og Vignir Þormóðsson. Sá síðastaldi átti stórleik og geröi þrennu. Knattspyma: Óli Þór ekki með gegn Þór íkvöld Ægir Már Kárason, D V, Suðumesjum; Óli Þór Magnússon, einn framheiji Keflavíkurliðsins í knattspymu, mun ekki leika með liöi sínu í kvöld er það mætir Þór í Keflavík. ÓIi missir að auki af fyrsta bikarleik ÍBK þar sem hann er nú staddur í Danmörku. Þar er hann nú á keppnisferðalagi með 4. flokk ÍBK en Óli Þór er þjálfari þess liðs. Mjólkurbikarinn: Stórsigur Selfoss á Árvakri Sveixm Helgasan, DV, Selfossi; Selfyssingar komust áfalla- laust í 16 liða úrslit mjólkurbik- arkeppninnar í gærkvöldi er þeir unnu stóran sigur á 4. defldar liði Árvakurs. Úrslitin á Selfossi urðu 6-1 og höfðu heimamenn tögl og hagldir í leiknum eins og búist var við. Þó náðu gömlu brýnin í Árvakri ágætis sprettum á köflum og sýndu að þeir hafa ekki gleymt öllum brögöum knattspymunnar. Ingólfúr Jónsson geröi tvö mörk fyrir Selfyssinga og þeir Gunnar Garðarsson, Heimir Bergsson, Sveinn Jónsson og Jón B. Kristjánsson skoruöu aflir eitt mark hver. Björn Pétursson gerði eina mark Árvakurs og var það sér- lega glæsilegt mark. Þess má geta að Eiríkur Hauksson, stór- söngvari meö meiru, kom inn á sem varamaður í liði Árvakurs og sýndi góða takta. íþróttir Handknattleikur - landsliðið: Juggar dauðhræddir við íslenska liðið - hafa dregið sig út úr mótum sem íslendingar taka þátt í Júgóslavneska landsliðið í hand- knattleik, sem leika átti í sama riðli og íslendingar á sterku hand- knattleiksmóti sem hefst í A- Þýskalandi 12. júlí, hafa ákveðið að draga þátttöku sína til baka á mótinu. Ákvöröun Júgóslava kom sér afar illa fyrir mótshaldara í A-Þýskalandi því nú þurfti að fá nýja þjóð til að taka sæti þeirra á mótinu. Það var hægara sagt en gert því flestar þjóðir eru búnar að ákveða verkefnin í sumar og þá sérstak- lega þær þjóðir sem verða með á ólympíuleikunum í Seoul í haust. Það kom líka á daginn að engin þjóð sá sig reiðubúna að taka þátt í mótinu með svona stuttum fyrir- vara. Mótshaldarar sáu þann kostinn vænstan að vera með tvö lið á mótinu þannig að B-lið A- Þýskalands tekur sæti Júgóslava. Júgóslavar gáfu enga skýringu á brotthvarfi sínu úr mótinu en eftir því sem DV kemst næst forð- ast Júgóslavar íslendinga eins og heitan eldinn en Júgóslavar leika í sama riðli og við íslendingar á þátt í móti á Spáni í ágúst og þar ólympíuleikunum í Seoul. Þess áttu Júgóslavar einnig að mæta máeinniggetaaðíslendingartaka íslendingum en Júgóslavar hafa Hér fagna Islendingar einum af mörgum sigrum sinum á júgóslav- neska landsliðinu í handknattleik. DV-mynd Brynjar Gauti dregið þátttöku sína á mótinu til baka. Júgóslavar hafa fariö mjög hall- oka í síðustu leikjum gegn íslend- ingum. Síðast léku þjóðirnar inn- byrðis á heimsbikarkeppninni í Svíþjóð og fóru íslendingar með sigur af hólmi. Eftir leikinn lýsti þjálfari Júgóslava því yfir við sænska blaðamenn að honum fyndist ekki ráölegt aö mæta ís- lendingum fyrr en á ólympíuleik- unum í Seoul. Þessi yfirlýsing þjálfarans skýrir því ennfrekar brotthvarf Júgóslava í mótunum í A-Þýskalandi og á Spáni. Sovétmenn, sem leika í sama riðli og íslendingar á ólympíuleik- unum, verða hins vegar með á mótunum sem íslendingar taka þátt í í sumar. Á mótinu í A- Þýskalandi veröa íslendingar í riðli með A-Þjóðverjum, Pólveij- um og Kínveijum. Sovétríkin, V- Þýskaland, Kúba og B-lið A-þjóð- verja, leika hins vegar saman í hinum riðlinum. -JKS Islandsmótið í knattspymu: KA-menn stöðvuðu sigurgöngu Skagans - sigruðu Akurnesinga, 3-2, á Akureyri Ánú Þór Freysteinsson, DV, Akureyri: „Þetta var góður sigur og sann- gjarn. Liðið spilaði vel og menn voru tflbúnir að fóma sér í þetta. Við hefð- um mátt nýta færin betur og ef við verðum heppnari upp við markið í næstu leikjum þá mega hin liðin fara að vara sig. Liðið sýndi góðan kar- akter þegar viö fengum mark á okk- ur í byijun síðari hálfleiks en náðum að rífa þetta upp og vinna sannfær- andi sigur sem hefði getað orðið mun stærri en tölumar sögðu til um,“ sagði Gujón Þórðarson, þjálfari KA, í samtali við DV í gærkvöldi en lið hans vann góðan sigur á Akumes- ingum í 1. deildinni í gærkvöldi. Leikurinn byrjaði rólega og greini- legt að liðin ætluðu ekkí að tefla á tvær hættur. Fyrstu mínúturnar þreifuðu liðin fyrir sér á miðju vall- arins. Fyrsta verulega marktækifær- ið kom á 8. minútu þegar Valgeir Bárðarson skallaði eftir góða fyrir- göf Friðfinns Hermannssonar en Olafur Gottskálksson varði mjög vel. Skömmu síðar komst Valgeir einn inn fyrir vörn Skagamanna en missti boltann of langt frá sér og Ólafur bjargaði með góðu úthlaupi. Antony Karl Gregory fékk sömuleiðis ágæt- isfæri en Ólafur var sem fyrr á rétt- um stað í marki Skagamanna. Á 28. mínútu kom síðan fyrsta mark leiksins. Eftir mikinn darrað- ardans í vítateig Akumesinga barst knötturinn til Amar Viðars Amar- sonar sem skoraði með góðu skoti utan úr teignum, algerlega óverjandi fyrir Ólaf Gottskálksson. Áfram héldu KA-menn að sækja og Antony Karl átti þrumuskot frá vítateig en Ólafur varði enn glæsi- lega. Skagamenn fengu sitt fyrsta færi á 34. mínútu er Heimir Guð- mundsson skaut beint úr auka- spyrnu en rétt yfir. Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks barst boltinn til Þor- valdar Örlygssonar úr þvögu en Skagamönnum tókst að bjarga í horn. Úr homspymunni átti Jón Kristjánsson hörkuskalla en ólafur varði vel. Á þriðju minútu síðari hálfleiks náðu Skagamenn að jafna metin nokkuð óvænt. Heimir óð upp vinstri kantinn og gaf vel fyrir markið. Haukur Bragason, markvörður KA, virtist hafa boltann en missti af hon- um og Gunnar Jónsson þakkaði fyrir sig og skoraði í autt markið. Ekkert markvert gerðist síðan fyrr en á 73. mínútu er KA-menn fengu dæmda vítaspymu. Antony Karl komst í gegn um vörnina þar sem Mark Duffield braut klaufalega á honum. Þorvarður Björnsson, dómari leiks- ins, dæmdi réttflega vítaspyrnu sem Örn Viðar Arnarson skoraði úr. Eftir markiö lifnaði heldur betur yfir leiknum. Aðeins þremur minút- um síðar vom heimamenn næstum því búnir að skora aftur er Valgeir Bárðarson lék upp hægri kantinn og sendi á Gauta Laxdal sem skaut hár- fínt yfir markið. Aðeins fjórum min- útum síðar bættu heimamenn þriðja markinu við. Antony og Valgeir pijónuðu sig í gegnum vörn Skaga- manna og glæsispil þeirra endaði með því að Antony skoraði af stuttu færi. Stuttu síðar áttuKA-menn mjög fallega sókn. Ólafur varði skot frá Þorvaldi Örlygssyni í þverslána og þaðan barst knötturinn aftur til Þor- valdar sem tók stórglæsflega hjól- hestaspyrnu en boltinn fór beint á Ólaf í markinu. Á síðustu mínútunum slökuðu KA-menn aöeins á og Skagamenn komust meira inn í leikinn. Á síðustu mínútu leiksins náðu gestirnir að klóra í bakkann þegar Haraldur Ing- ólfsson skoraöi eftir sendingu Sigur- steins Gíslasonar. Sanngjarn sigur KA-manna þar með í höfn og fyrsti ósigur Skagamanna staðreynd. Antony Karl Gregory var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins. Þeir Gauti Laxdal og Valgeir Bárðar- son áttu einnig báðir mjög góðan leik og í heild var KA-liðið mjög sterkt. Skagamenn áttu frekar slakan dag á Akureyrarvellinum. Ólafur Gott- skálksson var besti maður liðsins og bjargaði liöi sínu frá stærra tapi með frábærri markvörslu. Ólafur Þórðar- son komst vel frá sínu en aðrir léku undir getu. Mjóikurtukarinn: Reynir vann Þrótt Ægir Már Kárason, DV, Suðuroesjum: Reynir, Sandgerði, lagði Þrótt Reykjavík að velli í bikarkeppni KSÍ í gærkvöldi, 5-4, eftir ffarn- lengingu og vítaspyraukeppni. Staðan var 1-1 eftir hefðbundinn leiktíma og 2-2 er ffamlenging- unni lauk. Fyrra mark Reynis gerði ívar Guömundsson en Sig- urjón Sveinsson skoraöi seinna markið úr víti. Fyrir Þrótt skor- uðu Sigurður Hallvarðsson og Hermann Arason. Sandgerðingar skoruðu úr þremur vítaspyrnum en Þróttarar aöeins úr tveimur. Þess má geta að þetta er annað 2. deildar liðið sem Reynir slær út en Fylkir mátti sætta sig við tap gegn Sandgerðingum í 2. um- ferð. Tíndastóll arram Þórhallur Asttmnds, DV, Sauðárkróla: Tindastóll vann Magna, 2-1, í bikarkeppm KSÍ í gærkvöldi efdr framlengdan leik. Staðan var 1-1 eftir verijulegan leiktíma. Eyjólf- ur Sverrisson tók forystuna fyrir heimamenn snemma í síðari hálf- leik, með marki beint úr auka- spyrau. Magni jafiiaði átta min- útum siðar með góðu marki Sverris Heimissonar. Tindastóll náði síðan að knýja fram sigur í seinni hálfleik if am- lengingar. Eyjólfur skoraði þá aftur beint úr aukaspymu, gull- fallegt mark, líkt sínu fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.