Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Blaðsíða 24
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988. 24 Iþróttir ISLANDSMÓTIÐ KA-IA 3-2 (1-0) 1-0 Örn V. Arnarson, 28. mín. 1- 1 Gunnar Jónsson, 48. mín. 2- 1 Örn V. Arnarson, 73. mín. 3- 1 Antony Gregory, 77. mín. 3-2 Haraldur Ingólfs. 91. mín. Lið KA: Haukur Bragason, Gauti Laxdal, Halldór Halldórs- son, Jón Kristjánsson, Erlingur Kristjánsson, Örn Viðar Arnar- son, Friðfmnur Hermannsson (Arnar Bjarnason, 68. mín.), Val- geir Bárðarson( Árni Hermanns- son, 84. mín.), Þorvaldur Örlygs- son, Bjarni Jónsson, Antony Karl Gregory. Lið ÍA: Ólafur Gottskálksson, Sigurður Lárusson (Haraldur Ingólfsson, 60. mín.), Sigurður B. Jónsson, Heimir Guömundsson, Mark Duffield, Ólafur Þórðarson (Sigursteinn Gíslason, 80. mín.), Guðbjörn Tryggvason, Karl Þórðarson, Hafliði Guðjónsson, Gunnar Jónsson, Aðalsteinn Víg- lundsson. Dómari: Þorvarður Björnsson. Gult spjald: Gauti Laxdal. Áhorfendur: 829. Maður leiksins: Antony Karl Gregory, KA. Völsungur-Víkingur 0-0 (0-0) Lið Völsungs: Þorfmnur Hjaltason, Sveinn Freysson, Ei- ríkur Björgvinsson, Theódór Jó- hannsson, Örn Olgeirsson, Grét- ar Jónasson (Snævar Hreinsson, 65. mín.), Aðalsteinn Aðalsteins- son, Guðmundur Þ. Guðmunds- son, Helgi Helgason, Jónas Hall- grímsson, Kristján Olgeirsson. Lið Víkings: Guðmundur Hreiðarsson, Unnsteinn Kára- son, Sigurður Guðnason, Hall- steinn Arnarsson, Gunnar Ö. Gunnarsson, Ath Helgason, Andri Marteinsson (Lárus Guð- mundsson, 67. mín.), Trausti Ómarsson, Atli Einarsson, Hlyn- ur Stefánsson, Björn Bjartmarz. Dómari: Ólafur Lárusson. Gul spjöld: Trausti Ómarsson og Atli Einarsson, Víkingi. Áhorfendur: 414. Maður leiksins: Guðmundur Þ. Guðmundsson, Völsungi. Fram-Leiftur 2-0 (1-0) 1- 0 Pétur Arnþórsson, 42. mín. 2- 0 Pétur Ormslev, 82. mín. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Kristján Jónsson, Jón Sveinsson, Pétur Ormslev, Viðar Þorkels- son, Kristinn Jónsson, Pétur Arnþórsson, Guðmundur Steins- son, Steinn Guöjónsson, Ómar Torfason, Ormarr Örlygsson. Lið Leifturs: Þorvaldur Jóns- son, Guðmundur Garðarsson, Árni Stefánsson, Sigurbjörn Jak- obsson, Gústaf Ómarsson, Haf- steinn Jakobsson, Halldór Guð- mundsson, Friögeir Sigurðsson, (Friðrik Einarsson, 76. mín.), Öskar Ingimundarson (Helgi Jó- hannesson, 79. mín.), Steinar Ingimundarson, Hörður Benón- ýsson. Dómari: Magnús Jónatansson. Gul spjöld: Árni Stefánsson, Hörður Benónýsson og Steinar Ingimundarson, Leiftri. Pétur Arnþórsson, Viðar Þorkelsson, Ormar Öriygsson og Guðmundur Steinsson, Fram. Áhorfendur: 990. Maður leiksins: Pétur Arnþórs- son, Fram. Staðan 1. deild Fram ....8 7 1 '0 17-2 22 ÍA ....8 4 3 1 13-6 15 KR ....7 4 1 2 12-9 13 KA ....8 4 1 3 10-12 13 Valur ....7 3 2 2 10-6 11 Þór ....7 1 4 2 7-9 7 Leiftur ....8 1 4 3 6-9 7 ÍBK ....7 1 3 3 ■9-12 6 Víkingur ....8 1 3 4 ' 5-13 6 Völsungur... ....8 0 2 6 3-14 2 Markahæstir: Guðmundur Steinsson, Fram....7 Pétur Ormslev, Fram..........5 Gunnar Jónsson, ÍA...........4 Sæbjörn Guðmundsson, KR......3 Pétur Pétursson, KR..........3 Bjöm Rafnsson, KR............3 Aðalsteinn Víglundsson, ÍA...3 Steinar Ingimundarson, Leiftri ....3 Tryggvi Gunnarsson, Val......3 Kvennaknattspyma: Stórsigur Vals á KR - vann 5-0 sigur Valsstúlkur áttu ekki í vandræðum með KR-stúlkur á Hlíðarenda í gær- kvöldi. Valsstúlkur réðu gangi leiks- ins allt frá fyrstu mínútu. Eftir aö- eins 15 mínútna leik höfðu þær skor- að ijögur mörk án þess að KR næði að svara fyrir sig. Bryndís Valsdóttir skoraði fyrsta markið strax á 4. mín útu eftir slæm varnarmistök KR. Ingibjörg Jónsdóttir skoraði annað markið eftir vel útfærða sókn Vals- liðsins, sending kom fyrir markið og Ingibjörg afgreiddi knöttinn við- stöðulaust í markið. Bryndís var aftur á feröinni skömmu síðar og var það mark ekki síðra og staðan orðin 3-0 eftir aðeins 13 mínútna leik. KR-stúlkur áttu ekkert í baráttu- glaðar Valsstúlkur sem léku við hvern sinn fmgur og bættu fjóröa markinu við á 15. mínútu. Enn ein vel útfærð sókn Valsstúlknanna end- aði með marki Ingibjargar sem nikk- aði knöttinn í netið. Staðan 4-0 í hálf- leik. Valsstúlkur byrjuðu síöari hálf- ieikinn eins og þær hófu þann fyrri, með marki. Ingibjörg skoraði sitt þriðja mark. Eftir þetta mark slök- uðu Hlíðarendastúlkur á og KR nýtti sér það og skoraði Helena Ólafsdótt- ir. Það sem eftir lifði leiksins var meira jafnræði með liðunum. Vals- liðið spilaði sinn besta leik til þessa og þá sérstaklega í fyrri hálíleik er allt liðið barðist geysilega vel. KR-liðið var mjög dauft og hafði ekki erindi sem erfiði gegn Valshð- inu sem vann mjög sanngjarnan sig- ur. Lió Keflavíkur lá á Skaganum Á Akranesi áttust við heimamenn og ÍBK. Skagastúlkur báru sigur úr býtum, skoruðu tvö mörk án þess að ÍBK næði að svara fyrir sig. Ásta Benediktsdóttir skoraði fyrra markið eftir herfileg varnarmistök Keflavíkurliðsins rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Síðar markið kom á 13. mínútu eftir fyrirgjöf utan af kanti sem Margrét Ákadóttir afgreiddi snyrtilega í markiö. ÍBK-stúlkur voru heppnar að tapa ekki stærra, Skagastúlkur áttu m.a. þrjú sláarskot og réðu gangi leiksins allt frá upphafi og unnu mjög verö- skuldaðan sigur. -MM Svíamir eltast ólmir við Óskar sænsk blöð hampa Oskari Armannssyni mjög „Ég tel ekki miklar líkur á því að ég taki tilboöi sænska liðsins GUIF og sphi með þeim á næsta keppnistímabih. Ég fór tíl Svíþjóð- ar og leit á aðstæður hjá félaginu og mér leist satt að segja ágætlega á þetta allt saman. Samt sem áður vil ég ekki flana að neinu og eigin- lega liggur mér ekkert mjög mikið á að fara og spila erlendis,“ sagði Óskar Ármannsson, handknatt- leiksmaðurirm snjalli úr FH, í sam- tah við DV í gærkvöldi, en eins og greint var frá i blaðinu fyrir stuttu þá hefur sænska stórhðið GUIF mikinn áhuga á aö fá Óskar til sin. „Það er alveg rétt að það hafa verið nefndar peningaupphæðir en ég á eftir að hugsa betur um þetta. GUIF-liðið er í háum gæðaftokki í Svíþjóð og er með bestu líðunum í Allsvenskan. Þetta er hálfatvinnu- mannahð en það eru nokkrir leik- menn á fuhum samningi bjá þeim og þeir hafa áhuga að gera fullan atvinnumaimasamning við mig. Annars skýrast línur endarhega á næstunni og ég á eftir að taka end- anlega ákvörðun en þessa stundina stefnir allt í þaö að ég leiki áfram meö FH næsta vetur,“ sagði Óskar ennfremur. Það yrði að sjálfsögðu mikill missir fyrir FH-inga ef Óskar færi út en hann var einn albesti maður liðsins á síöasta keppnis- tímabili. Þess má geta að sænsku blööin haía fylgst náið með samningavið- ræðum Óskars við GUIF og er hon- um hampað í þarlendum blöðum sem einum albesta leikmanninum í íslenska handboltanum. Eitt sænsku blaðanna gekk svo langt að segja að Óskar hefði þegar skrif- að undir samning en það var hins vegar mesti miskilningur. Þeir sænsku vilja greinilega ólmir fá óskar í Ahsvenskan með GUIF- liðinu á næsta keppnistimabhi. -RR Lengra ferðu ekki. Þorvaldur Jónsson, sem átti góðan le af tám Péturs Arnþórssonar. Þótt Pétur hafi látið í min sigri liðsins. Reykjavíkurliðið er nú langefst í fyrstu deil „Sigurinn gat hæglega orðið sl Fram eykui - lagði Leiftur að velli, 2-0, „Leiftursmenn spila mjög fast - þeir byggja leik sinn á krafti og gefa engan frið - þeir eru harðduglegir inni á vellin- um en liggja aftarlega. Það er oft erfitt að brjótast í gegn þegar lið byggir leik sinn á vörn en engu að síður unnum við sanngjarnan sigur sem gat hæglega orð- ið stærri." Þetta sagði Ómar Torfason, landsliðs- maðurinn úr Fram, en lið hans lagði Leiftur aö velli í gærkvöldi með tveimur mörkum gegn engu. Það verður að segjast sem er að leikur hðanna, sem fór fram í Laugardal, var ekki ýkja góöur. Framarar náðu að vísu þokkalega saman annað slagið en vond- ir kaflar skutu upp kollinum og opin markfæri brugöust. Barátta var talsverð í Leifurs-liðinu að vanda en varnarmönnum þess tókst þó illa að loka af duglega kantmenn Framara. Fyrirgjafir þeirra Ormars Ör- lygssonar og Steins Guðjónssonar heppnuðust hins vegar ekki alltaf sem skyldi og fóru því mörg sóknarfæri í súginn. Fyrra mark leiksins kom undir lok fyrri hálfleiks og var aðdragandinn til- viljanakenndur. Guðmundur Steinsson fékk knöttinn utan vítateigs, lét ríða af en skot hans geigaði. Boltinn hrökk síð- an frá marki Ölafsfirðinga til Pétur Arn- þórssonar sem lúrði inni í vítateignum. - Pétur tvínónaði ekki heldur skaut föstu skoti sem fór af Ólafsfirðingi í marknetið. Pétur Ormslev skorar Seinni háfleikur var áþekkur þeim fyrri nema hvað Ólafsfiröingar voru lík- legri til afreka en áður í leiknum. Þeir fengu þó engin opin færi en voru ágeng- ir af og til. Lið Fram hafði þó alltaf yfirhöndina Viðar Þorkelsson: Baráttan verður erfið „Það er á hreinu að seinni umferðin verður erfið enda vilja nú öll lið leggja okkur að velli,“ sagði Viðar Þorkelsson, Fram, í spjahi við DV í gær. Barátt- an um titilinn verður mjög erfið og næsti leikur - gegn Skaganum - ræður miklu um framhaldið hjá okkur. Hann er einn af lykilleikjunum að meistara- “ oortAi UiAo*'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.