Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Síða 25
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988. 25 iik í marki Leifturs að vanda, hefur þarna gripið knöttinn ini pokann í þetta sinnið gerði hann fyrra mark Fram í Idinni. DV-mynd Brynjar Gauti tærri,“ sagði Ómar Torfason: r forskotið f í Laugardal í gærkvöldi og veitti Leiftri náöarhöggið undir lokin eftir vel útfæröa hornspyrnu. Horn- spyrnan kom í kjölfar mikils darraðar- dans í vítateig Leiftursmanna en sá dans hófst meö gegnumbroti Guðmundur Steinssonar. Hann komst skyndilega fram hjá Þorvaldi Jónssyni, markveröi Leifturs, og lét ríða af en hönd Árna Stefánssonar virtist afstýra marki. Spjaldaglaður dómari leiksins lét kröfur Guömundar um víti sem vind um eyru þjóta. „Þetta var klár vítaspyrna,“ sagði Guðmundur Steinsson í spjalli viö DV eftir leikinn. „Árni sneri hins vegar baki í dómar- ann og því fór þetta líklega fram hjá honum,“ sagði Guðmundur. Það var Pétur Ormslev sem skoraði síðara mark Fram-liðsins eftir að bolt- inn hafði borist til hans frá nærstöng- inni. Þrumaöi Pétur knettinum í netið frá markteigslínu. Sjö spjöld á lofti Framganga dómarans, Magnúsar Jón- atanssonar, vakti óneitanlega athygli í gærkvöldi en sjö spjöld fóru á loft úr vasa hans. Þrátt fyrir röggsemi Magnús- ar hvað bókanir varðar var viðureignin lengst af prúðmannleg ef frá eru taldar væringar þeirra Guðmundar Steinsson- ar og Árna Stefánssonar. Bestu menn Fram í leiknum voru þeir nafnar Pétur Arnþórsson og Pétur Ormslev. Þá var mikill kraftur í Viðari Þorkelssyni og vinnsla í mörgum öðr- um. Þorvaldur Jónsson var yfirburðamað- ur í liði Leifturs, en hann greip oft inn í sóknaraðgerðir Fram-liðsins. Framlína Ólafsflrðinga var hins végar áberandi bitlaus, lítt studd af miðjunni enda allt of lítil áhætta tekin í sóknaraðgerðum. Graf glímir við Pam Shriver Nú er ljóst hvaða stúlkur munu glíma saman í undanúrslitum á Wimbledon- mótinu í tennis. Martina Navratilova mætir Chris Evert Lloyd, en leikar milli þeirra eru nú 40-37 þeirri fyrrtöldu í vil. Steffi Graff etur hins vegar kappi við Pam Shriver. Shriver hefur þrívegis unnið Graf, síðast árið 1985. -JÖG íslandsmótiö - fýrsta deild: Markalaust í uppgjöri botnliðanna - daufúr leikur í roki á Húsavík Jóharmes Siguijónsson, DV, Húsavik: Það var blóðugt fyrir Völsung að vinna ekki í sínum fyrsta leik undir stjórn nýráðins þjálfara síns Arnars Guðlaugssonar. Liðið hafði tölu- verða yfirburði gegn slökum Víking- um og átti færi til að gera út um leik- inn en lánleysið uppi viö markið var algjört og leiknum lyktaði því með markalausu jafntefli. Heimamenn léku undan hvössum vindi í fyrri hálfleik en gekk illa að nýta sér liðveislu Kára. Víkingar léku nettan bolta á miðjunni en ógn- uðu aldrei Völsungsmarkinu. Síð- asta korterið í fyrri hálfleik pressuðu Völsungar stíft og sóttu látlaust en Guðmundur Hreiðarsson var í góðu formi að vanda og varði þrívegis mjög vel, í tvígang frá Kristjáni 01- geirssyni og síðan frá Jónasi Hall- grímssyni. Flestir bjuggust við því að Víkingár myndu nýta sér vindinn í síöari hálf- leik en annað var uppi á teningnum. Að vísu átti Andri Marteinsson magnað skot aö marki Völsunga á 55. mínútu sem Þorfmnur Hjaltason varði mjög vel en það reyndist líka fyrsta og eina markskot Víkinga í leiknum. Eftir það tóku nefnilega Völsungar öll völd á vellinum. Á 70. mínútu sleppti Ólafur Lárus- son dómari að því er virtist augljósri vítaspyrnu á Víkinga. Guðmundur Hreiðarsson braut á Helga Helgasyni eftir að Helgi hafði leikið á hann. Helgi féll við en ekkert var dæmt. Völsungar gerðu síðan örvænting- arfullar tilraunir til aö knýja fram sigur og á síðustu mínútu leiksins skaut Jónas Hallgrímsson framhjá úr dauöafæri. Þrátt fyrir að Völsungar hafl ekki leikið sérlega vel höfðu þeir nokkra yfirburði gegn einhverju slakasta Víkingsliði sem hér hefur sést um árabil. Vörn Völsunga var traust með þá Theódór Jóhannsson og Eirík Björgvinsson sem bestu menn og Guðmundur Þ. Guðmundsson átti sérlega góðan dag á miðjunni. Hjá Víkingi var meðalmennskan allsráðandi. Langþráður sigur - Breiðabliks í 2. deildinni Breiðablik vann langþráðan í 2. deildinni í gærkvöldi er liðið lagöi Vestmannaeyinga að velli, 2-1, á Kópavogsvelli. Blikamir komu mjög ákveðnir til leiks og uppskáru mark á 20. mínútu eftir aö Magnús Magnússon skapað usla f vöm Eyjamanna. Hann sendi sföan boltann á Jón Þóri Jónsson sem gaf fyrir markið og þar kom Grétar Steindórsson og skallaöi boltann í netið. Skömmu síðar gerðu Blikarnir sitt annaö mark og var það stórglæsilegt. Gunn- ar Gylfason tók langt innkast og Magnús Magnússon stökk hæst inni í vítateignum og hamraði boltann neðst í markhornið. Eyjamenn náöu að minnka muninn í síðari hálfleik þegar vafasöm vitaspyrna var dæmd á Blikana. Hlynur Tómasson 'skoraöi af öryggi úr vítinu en fleiri urðu mörkin ekki. -RR Tveir leikir í 1. deild í kvöld: Bílhlass af gosi fyrir KR-þrennu - KR-Valur og ÍBK-Þór kl. 20 Til mikils er að vinna fyrir leik- menn KR, sérstaklega sóknarmenn- ina, þegar þeir mæta Valsmönnum í kvöld - sem og í öðmm heimaleikjum sem liðið á eftir í 1. deildinni í sumar. Vífilfell hf. hefur heitið á KR-inga að fyrsti leikmaður liðsins til að skora þrjú mörk í heimaleik í sumar fái að launum heilt bílhlass af gos- drykkjum frá fyrirtækinu. Það hefur ekki gerst í rúma tvo áratugi aö KR-ingur hafi skorað þrennu í 1. deildar leik. Leikur KR og Vals hefst á KR-vell- inum kl. 20 í kvöld og hefur geysilega mikla þýðingu fyrir toppbaráttuna í 1. deildinni. Liðin eru í þriðja og fjóröa sæti deildarinnar og mega hvorugt við því að missa mikið af stigum. A sama tíma leika ÍBK og Þór f Keflavík. Þar eru stigin ekki síður mikilvæg þar sem bæði lið hafa byrj- að keppnistímabilið óvenjuilla og eru sem stendur á hættusvæði 1. deildar- innar. Þriðji leikur kvöldsins er í 4. deild, Haukar og Árvakur mætast í Hafnar- firði kl. 20. -VS Iþróttir Frétta- stúfar Opið mót á Hellu Opna Samverksmótið í golfi verð- ur haldið á Strandarvelli við Hellu á laugardaginn kemur, 2. júlí. Keppt er með háforgjöf, 20 og yfir, og leiknar 18 holur. Keppni hefst kl. 9 um morguninn og skráning í golfskálanum, síma 98-78208, kl. 13 á fóstudag. Kraftlyftingamót Sumarmót Kraftlyftingasam- bandsins verður haldið í Garða- skóla í Garðabæ á laugardaginn, 2. júlí, og hefst kl. 12. Nokkrir af bestu kraftlyftingamönnum landsins keppa á mótinu og er sennilegt að íslandsmet falli bæði í 90 og 100 kg flokkum. Einnig keppa nokkrir ungir og stórefni- legir kraftlyftingamenn sem mik- ils má vænta af í framtíðinni. Kani á Krókinn Útlit er fyrir að bandaríski þjálf- arinn Daniel Dunnie taki við úr- valsdeildarliöi Tindastóls í körfu- knattleik og stjórni því næsta vetur. Sauðkrækingar hafa gert munnlegt samkomulag við Dunnie sem er væntanlegur tál landsins um miðjan næsta mán- uö. Ashford tapaói Evelyn Ashford, bandaríski heimsmethafinn í 100 m hlaupi kvenna, beið óvænt lægri hlut fyrir hollenskri stúlku á móá á Spáni sl. þriðjudag. Nelly Coo- man sigraði á 11,29 sekúndum og það dugði ekki Ashford að kasta sér fram í örvæntingu til að freista þess að komast fram fyrir hana á marklínunni. Sex heimsmeistarar Carlos Bilardo, þjálfari argent- ínsku heimsmeistaranna í knatt- spyrnu, hefur valið sex úr sigur- liðinu á HM í Mexíkó 1986 fyrir Ástralíuferð í næsta mánuði. Það eru Oscar Ruggeri, Jose Cuciuffo, Julio Olarticoechea, Sergio Bat- ista, Ricardo Giusti og Hector Enrique. Þrír aðrir úr þeim HM- hópi eru í liðinu nú, aðrir eru lítt reyndir nýliðar. Fjarverandi eru tveir bestu menn liðsins í Mex- íkó, þeir Diego Maradona, sem ætlar aö dvelja á Fiji-eyjum í sumarfríi á sama tíma, og Jose Bumichaga. Norman efstur Greg Norman frá Ástralíu er efst- ur á heimslistanum í golfi sem birtur var sl. mánudag. Norman er með 1512 stig, Sandy Lyle frá Bretlandi annar með 1313, Curtis Strange frá Bandaríkjunum þriðji meö 1146 og Severiano Bal- lesteros frá Spáni er íjórði með 1000 stig. í næstu sæturn eru Bernhard Langer frá Vestur- Þýskalandi, Bretarnir Nick Faldo og Ian Woosnam, Bandaríkja- mennirnir Ben Crenshaw og Laimy Wadkins og í tíunda sæt- inu er David Frost frá Suöur- Afríku. ívar til KR-inga ívar Webster, landsliðsmiöherji í körfuknattleik, hefur ákveðið aö yfirgefa íslandsmeistara Hauka og leika með KR-ingum næsta vetur. ívar lék um skeið með KR eftir að hann kom til landsins fyrir tæpum áratug, og hann kemur til með að styrkja liöið mikið, enda 2,11 metrar á hæð og stærsti körfuknattleiks- maður sem leikur hér á landi. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.