Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988. Lífestm DV Baimaystingur eða tofu Gott og bráðhollt Ferskt tofu í umbúðunum. Á þeim kemur fram að vöruna þarf að geyma í kæli. Stærsti gaili við umbúðirnar er að allar innihaldslýsingar eru á hol- lensku. Hins vegar fylgir með í kaupunum upplýsingabæklingur á íslensku með uppskriftum. Búið að skera tofuið niður. Ef myndin prentast vel má sjá hvers konar massa er um að ræða. í austrænni matargerð er tofu mik- ið notað. Það er unnið úr sojabaun- um og hefur þar af leiðandi mikiö næringargildi. Eggjahvítuinnihaldið er mjög mikið en kólesterólinnihald- ið lítið. Tofu er mjög auðmeltanlegt og auðugt af járni, kalíum, magn- esíum og vítamínum, aðallega BogE. Nú er farið að nota tofu í alls konar matargerð. Erlendis er tofu notað í margs konar ábætisrétti, einnig sem pasta eða ostur. Bragðið af tofu er hlutiaust sem gerir það að verkum að það nýtist í alls konar matargerð. Hér er tofu selt ferskt í lofttæmdum umbúðum og þurrkað. Hver pakki af fersku tofu inniheldur 500 g og kostar 99 kr. Það verður að segjast eins og er að ekki er til ódýrari kost- ur í matargerð í dag, svo ekki sé tal- að um hollustuna. Hins vegar er þurrkað tofu mun dýrara. Gera má ráð fyrir 200-250 g á mann Matur af fersku tofu að meðaltali. Upp- skriftirnar, sem hér fylgja, eru mjög einfaldar og fljótunnar. Með því að byrja á einfóldum uppskriftum er auðveldast að kynnast þessari ódýru kostafæðu. Kjúklingasúpa með tofu Áætlað fyrir 2 2-3 bollar kjúkhngasoð tofu í bitum Vi bolli soðið kjúklingakjöt í bitum 1 msk. ferskt eða þurrkað koriander KæUð kjúklingasoðið og hreinsið aUa fitu úr því. Setjið til suöu og bætið tofu og kjöti saman við. Stráið koriander yfir og berið fram strax. Einnig má nota kjúklingakraft og vatn ef soð er ekki til. Tofu í grillsósu Áætlað fyrir 3 2 msk. sojaoha tofu í bitum 2 msk. grUlsósa (barbecue-sósa) % boUi soð eða vatn 1 bolli soðnar grænar baunir Hitið olíuna á pönnu og steikið tofubitana á öllum hliðum. Blandið saman grillsósu og soði (vatni) og hellið á pönnuna. Blandið baunun- um varlega saman við og látið allt hitna vel. Berið fram með soönum hrísgrjónum eða núðlum. Ath. í verslunum fást margar teg- undir af grillsósum á flöskum. Veljið helst tegund sem hefur austurlensk einkenni og bragö. Tofu með krabbakjöti 125 g niðursoðið krabbakjöt 2 msk. olía 6 UtUr vorlaukar (eða 2 laukar) smátt saxaðir Vi tsk. ferskt engifer, íint rifið 3A bolli soð (kjúklinga- eða flsksoð) pipar og salt V/i tsk. maisenamjöl tofu í bitum Hitið ólíuna á pönnu og léttsteikið laukinn og engiferiö þar til það brún- ast og laukurinn meyr. Setjið soðið saman við og sjóðið undir loki við vægan hita í 3-4 mínútur. Hrærið maisenamjölið út í vatninu og hellið saman við soðið á pönnunni. Hræriö þar til sósan byrjar að sjóða og þykkna. Setjiö tofu saman viö og hrærið. Hitið vel en látið ekki sjóða. Piprað og saltað eftir smekk. -JJ Ýmislegt er hægt að vinna úr tofu. Myndin sýnir ýmsa rétti út tofu, svo sem pitsu, pasta, ostaköku, sætar kökur, hrærð egg o.fl. Hollustufæði Arancini Venjulega eru hrísgxjón höfö með kjötboUum en hér er hlutun- um snúið við. HrísgrjónaboUurnar eru bomar fram með Kjötsósu. Sósan 250 gr nautahakk 1/4 bolli saxaður laukur 1 hvítlauksbátur, marinn 1 lítil dós tómatar l lítil dós tómatkraftur 1 tsk sykur 1/2 tsk basUikum 1/4 tsk salt ögn af pipar 1/2 boUi frosnar ertur Hrisgrjónabollurnar 1 boUi ósoðin brún hrísgrjón 2 boUar kjúklingasoö 1 msk smjör eða smjörlíki 3 lítil egg eða 2 stór aöskflin 3/4 boUi rifinn ostur 120 gr mozzareUa ostur skorinn í 8 bita 1 boUi brauðrasp 1/2-1 bolli matarolía fil steikingar Sósan Brúnið kjötið á þykkbotna pönnu og brjótiö þaö vandlega upp meö gaffli. HeUið feitinni frá nema 2 msk. Ýtiö kjötinu til hliöar og steik- ið laukinn og hvítlaukinn þangað Svanfriður Hagvaag skrifar tíl laukurinn er orðinn glær. Bætiö út í tómötum, sósu, sykri, basilik- um, salti og pipar. Sjóðið í l klukkustund. Hrærið í öðru hveiju. Hrærið ertunum út i. Hrisgrjónabollurnar Blandiö saman í potti hrísgrjón- unum, kjúkiingasoðinu og smjör- inu. Látið suðuna koma upp. Minnkið hitann og látið malla þangað til hrísgtjónin eru soðin og hafa dregið tU sín allan vökvann, eða um 45 mínútur. Kælið þau. Það á ekki að vera þörf á því að salta hrísgrjónin þar sem kjúklingasoðiö er vanalega nógu salt. Hrærið eggjarauðunum og rifna ostinum saman við. Hálfþeytið eggjahvít- urnar og látið þær til hliðar. Mæliö út fyrir hverja hrísgrjóna- boUu um þaö bU 1/3 boUa af hrís- gijónum. Mótið boflu með hend- inni og gerið dæld í bolluna. Sting- ið bita af mozzarella osti i dældina og fylUð með hrísgijónum. Veltið boUunum upp úr þeyttu eggjahví- tunni og síöan úr brauðraspinu. Hitiö ofninn upp í 200 gráður. Hitið ofluna á þykkbotna pönnu og steikið bollurnar í feitinni í um það bil 4-5 mínútur. Snúið þeim oft svo þær brúnist jafnt. Leggið þær á smurða ofnplötu og bakiö þær í 10 mínútur. Berið boUurnar fram meö kjöt- sósunni og góöu salati.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.