Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Síða 41
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988.
41
I>V
Afmæj
Gunnlaugur M.
Sigmundsson
Gunnlaugur M. Sigmundsson, for-
stjóri Þróunarfélags íslands, Þver-
árseli 20, Reykjavík, er fertugur í
dag. Gunnlaugur Magnús er fædd-
ur í Reykjavík og lauk viðskipta-
fræðiprófi frá HI 1974. Hann var
fulltrúi ráðuneytisstjóra í fjár-
málaráðuneytinu 1974-1978 og í
námi hjá skóla Alþjóða gjaldeyris-
sjóðsins (í fjármálum) í Washing-
ton 1976. Gunnlaugur var í stjóm
Skipaútgerðar ríkisins 1977-1981 og
Fríhafnarinnar á Keflavíkurflug-
velli 1978-1982. Hann var deildar-
stjóri gjaldadeildar í fjármálaráðu-
neytinu 1978-1982 og í stjóm Þör-
ungavinnslunnar á Reykhólum
1979-1982. Gunnlaugur var starfs-
maður á skrifstofu bankastjórnar
Alþjóðabankans í Washington
1982-1984 og forstjóri Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins jan-
úar-september 1985. Hann hefur
verið formaður fiskeldisnefndar
frá september 1985 og í stjórn
Minjaverndar frá 1985. Gunnlaug-
ur hefur verið í eftirlitsnefnd með
stjórn Norræna fjárfestingabank-
ans í Helsingi frá september 1985
og forstjóri Þróunarfélags íslands
frá 1 febrúar 1986. Hann hefur ver-
ið formaður íjárfestingafélagsins
Silfurbergs frá september 1986 og í
nefnd til að kanna sameiningu Ut-
vegsbankans, Búnaðarbankans og
Verslunarbankans nóvember 1986
- maí 1987. Gunnlaugur hefur verið
formaður efnahagsnefndar Fram-
sóknarflokksins frá júlí 1987 og í
stjórn Stálvíkur hf. frá maí 1987.
Hann var formaður Áburðarverk-
smiðjunefndar janúar - mars 1988
og hefur verið í stjórn íslensks
verslunarhúss í Hamborg frá mars
1988. Gunnlaugur er formaður
nefndar til að kanna aukna hag-
ræðingu tryggingafélaganna frá
júní 1988 og í fulltrúaráði Styrktar-
félags Þjóðminjasafnsins frá maí
1988.
Gunnlaugur kvæntist 25. ágúst
1973 Sigríöi Guðbjörgu Sigur-
björnsdóttur, f. 5. október 1948,
meinatækni. Foreldrar hennar eru,
Sigurbjörn Þórðarson, prent-
myndasmiður í Hafnarfirði, og
kona hans, Heiðveig Hálfdanar-
dóttir bankastarfsmaður. Börn
Gunnlaugs og Sigríðar eru Sig-
mundur Davíð, f. 12. mars 1975,
Sigurbjörn Magnús, f. 6. apríl 1977
og Nanna Margrét, f. 9. apríl 1978.
Bróðir Gunnlaugs er Jón Richard,
f. 3. júní 1951, tæknifræðingur i
Rvík.
Foreldrar Gunnlaugs eru Sig-
mundur Jónsson, fjármálastjóri í
Rvík, og kona hans, Nanna Gunn-
laugsdóttir snyrtisérfræðingur.
Föðursystkini Gunnlaugs eru:
Magnús, yfirverstjóri í Rvík, faðir
Jóns Hjaltalins verkfræðings, for-
manns Handknattleikssambands
íslands, Stefán, forstjóri Eddu og
skrifstofustjóri Fjárhagsráðs, faðir
Erlu, konu Arnar Guðmundssonar
tannlæknis, Ólafur, forstjóri Elec-
tric, faðir Snjólaugar, starfsmanns
Norðurlandaráðs, konu Haraldar
Briem læknis, Jón Hjaltalín læknir
og Örn sálfræðingur, Elín, kona
Karls Magnússonar læknis í Kefla-
vík, móðir Guðrúnar bankastarfs-
manns, Guöbjörg Hassing, Kristj-
án, starfsmaður Electric, faðir Sig-
urðar flugstjóra, og vélstjórarnir
Bjarni og Guðmundur.
Sigmundur er sonur Jóns Hjalta-
lín, b. á Kambi í Reykhólasveit,
Brandssonar, bróður Daníehnu,
ömmu Kristjáns Loftssonar, fram-
kvæmdastjóra Hvals hf. Móðir Sig-
mundar er Sesselja Stefánsdóttir,
Kristjánssonar, bróður Snæbjarn-
ar í Hergilsey, afa Snæbjarnar Jón-
assonar vegamálastjóra.
Móðursystkini Gunnlaugs eru:
Filippus, skrifstofustjóri í Rvík,
faðir Hauks tannlæknis, Haröar,
lífefnafræðings og Hrefnu, konu
Árna Gunnarssonar alþingis-
manns, Magnús b. á Ósi, faðir Þóru,
konu Ríkarðs Jónatanssonar flug-
stjóra, Marta, kona Svavars Jóna-
tanssonar verkfræðings, Nanna,
sambýlismaður hennar er Hrólfur
Guðmundsson bílstjóri, Þórarinn
verkfræðingur og Fjóla snyrtifræð-
ingur.
Nanna er dóttir Gunnlaugs, b. á
Ytra-Ósi í Hrófbergshreppi í
Strandasýslu Magnússonar, bróð-
ur Ingimundar, afa Sigríðar Ólafs-
dóttur, konu Vals Arnþórssonar,
og langafa Magnúsar Friðgeirsson-
ar, forstjóra Iceland Seafood. Móöir
Gunnlaugur M. Sigmundsson.
Nönnu er Marta Magnúsdóttir, b.
í Halakoti í Flóa Einarssonar,
prentara og bæjarfulltrúa í Rvík
Þórðarsonar, dbrm. í Skildinganesi
Jónssonar. Móðir Mörtu var Sess-
elja, systir Ásmundar, langafa
Guðrúnar Helgadóttur alþingis-
manns. Sesselja var dóttir Filippus-
ar, b. á Bjólu Þorsteinssonar, bróö-
ur Önnu, langömmu Svövu, móður
Matthíasar Á. Mathiesen sam-
gönguráðherra.
Helga Helgadóttir
Helga Helgadóttir, Sólvangi,
Hafnarflrði, er áttræð í dag.
Helga fæddist í Hafnarfirði, dóttir
hjónanna Kristínar Þorsteinsdótt-
ur frá Kletti í Hafnarfirði og Helga
Halldórssonar sjómanns.
Helga hefur ávallt búið í Hafnar-
firði. Hún hóf störf hjá Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar þegar útgerðin var
stofnuð og starfaði þar í marga ára-
tugi. Ein fimmtán sumur var Helga
á síld á Siglufirði þar sem hún þótti
standa fyrir sínu og vel það. Um
tveggja áratuga skeið vann Helga í
aukavinnu við ræstingar á ráðhúsi
Hafnarijarðar.
Helga á ijögur börn. Þau eru:
Helgi Guðmundsson, f. 16.10. 1928,
Högni Guðmundsson, Sléttuvegi
1, Selfossi, er fimmtugur í dag.
Högni fæddist og ólst upp á Núpi
i Fljótshlíð. Foreldrar hans voru
Guðmundur Guðmundsson, bóndi
á Núpi, lést 1970, og Katrín Jóns-
döttir frá Hólmahjáleigu í A-Land-
eyjum en hún lést 1983.
Högni er yngstur tíu systkina og
þau eru öll á lífi.
Liðlega tvítugur tók Högni við
búinu á Núpi og sá um það í ára-
tug. Þá flutti hann til Selfoss og
starfaði um átta ára skeið á Steypu-
stöð Suðurlands en byrjaði síðan
sem bensínafgreiðslumaður á
Fossnesti þar sem hann starfar
enn.
tjónamaður hjá Brunabótafélagi
íslands; Ragnhildur Aðalsteins-
dóttir, f. 11.6.1937, húsmóðir; Árni
Aðalsteinsson, f. 22.8. 1943, starfs-
maður hjá Eimskip; Hlöðver Aöal-
steinsson; f. 1.10.1941, hafnarvörð-
ur,
Systkini Helgu: Kristinn, mat-
sveinn, látinn; Þorsteina, húsmóðir
í Reykjavík; Margrét, húsmóðir í
Reykjavík, og hálfsystir Helgu er
Svava Sigurðardóttir, húsmóðir á
Seltjarnarnesi.
Á afmælisdaginn verður Helga
hjá sonardóttur sinni, Helgu, á
Svalbarði 13 í Hafnarfiröi og tekur
á móti gestum milli kl. 16 og 19.
Högni kvæntist 1962 Ingunni
Óskarsdóttur, f. 28.5. 1937 á Hellis-
hólum í Fljótshlíð, dóttur Óskars
Ólafssonar bónda þar og Lovísu
Ingvarsdóttur, en Óskar og Lovísa
búa nú á Selfossi.
Börn Högna og Ingunnar eru
Óskar Lúðvík, f. 22.12. 1959, smið-
ur, kvæntur Huldu Ingólfsdóttur
og eiga þau tvö börn; Ragnheiður
Jóna, f. 25.5. 1961, húsmóðir, gift
Hjalta Sigurðssyni rafvirkjameist-
ara og eiga þau tvö börn; Elínborg,
f. 30.11. 1962, húsmóðir, gift Jóni
Gunnlaugssyni smið og eiga þau
tvö börn.
Á afmælisdaginn verður Högni í
Þórsmörk.
Helga Helgadóttir.
Högni Guðmundsson.
Högni Guðmundsson
Andlát
Svavar Guðnason
Svavar Guðnason listmálari lést
á öldrunardeild Landspítalans á
laugardaginn, á sjötugasta og
níunda aldursári.
Svavar fæddist 18. nóvember 1909
á Hornafirði, sonur Guðna Jóns-
sonar verslunarmanns og Ólafar
Þórðardóttur. Svavar lauk prófi frá
Samvinnuskólanum árið 1929 og
var búsettur á höfuðborgarsvæð-
inu til ársins 1935 er hann flutti til
Danmerkur. Veturinn 1935-1936
var Svavar nokkra mánuði í námi
við Listaháskólann í Kaupmanna-
höfn. í Danmörku var Svavar bú-
settur í áratug og á þeim tíma afl-
aði hann sér menntunar, meðal
annars með námsferðum til Norð-
urlanda og ítahu og í vikutíma á
árinu 1938 fékk hann tilsögn í mál-
araskóla F. Légers í París.
Á íjórða ártugnum tók Svavar
þátt í ýmsum samsýningum í Dan-
mörku, Noregi og á Islandi, en
fyrsta einkasýhing hans var í Lista-
mannaskálanum í Reykjavík í
stríðslok. Síðan tók Svavar þátt í
fjölda samsýninga víða um lönd og
margsinnis sýndi hann á einkasýn-
ingum. Málverk Svavars er að
finna í listasöfnum beggja vegna
Atlantshafs og Í einkasöfnum í
Danmörku og á Ítalíu.
Svavar var virkur í félagsstarf-
semi, var formaður Félags ís-
lenskra myndlistarmanna og for-
maður íslandsdeildar Norræna
listabandalagsins. Árin 1959-1961
var hann forseti Bandalags ís-
lenskra listamanna. Svavar sat í
dómnefndum við listsýningar,
bæði í Danmörku og á íslandi.
Svavar kvæntist 4.2. 1939 Ástu
Kristínu, f. 28.1.1912, Eiríksdóttur,
kaupmanns á Borgarflrði eystra,
Sigfússonar og konu hans, Marínar
Sigurðardóttur.
Svavar Guðnason.
Jóhanna S. Pálsdóttir
Jóhanna S. Pálsdóttir, Tjarnar-
götu 39, Reykjavík, er sextug í dag.
Jóhanna er fædd og uppalin í
Reykjavík og hefur ætið átt heima
í höfuðborginni. Hún er dóttir
hjónanna Páls Thorberg síma-
manns, f. 10.8. 1902, og Ingveldar
K. Magnúsdóttur, f. 20.10. 1902, en
hún lést í ágúst 1957.
Jóhanna giftist 18.10.1949 Agnari
Bogasyni, ritstjóra Mánudags-
blaðsins, f. 10.8. 1921, d. 26.9. 1983.
Börn Jóhönnu og Agnars eru
Bogi, f. 2.12. 1949, flugmaður hjá
Landhelgisgæslunni; Páll Thor-
berg, f. 26.6. 1951, fulltrúi; Sturla,
f. 18.11.1953, vélstjóri hjá Nesskip-
um.
Jóhanna verður hjá syni sínum í
dag.
Jóhanna S. Pálsdóttir.
Til hamingju
með daginn
90 ára_______________________
Sigrún Guðlaugsdóttir, Ormsstöð-
um, Eiðum, er níræð í dag.
85 ára________________________
Ingileif Árnadóttir, Stóra-Ármóti,
Hraungerðishreppi, er áttatíu og
flmm ára í dag.
Þórður Franklínsson, Litla-Fjarð-
arhorni, Fellshreppi, er áttatíu og
flmm ára í dag.
75 ára
Jón Gústafsson, Fífuseli 15,
Reykjavík, er fertugur í dag.
Hafsteinn Hermanníusson, Ný-
lendugötu 16, Reykjavík, er fertug-
ur í dag.
Pétur Pétursson, Dalsgerði 2d, Ak-
ureyri, er fertugur í dag.
Guðjón Indriðason, Túngötu 44,
Tálknaflrði, er fertugur í dag.
Jón Marinó Oddsson, Miðfirði,
Skeggjastaðahreppi, er fertugur í
dag.
Ásta Björgvinsdóttir, Flúðaseli 87,
Reykjavík, er fertug í dag..
Brynhildur Eiríksdóttir, Kveldúlfs-
götu 8, Borgarnesi, er fertug í dag.
Steingrímur Björnsson, Skriðul-
andi, Engihlíðarhreppi, er sjötíu og
fimm ára í dag.
Einar Pétursson, Bjarkahlíð 2, Eg-
ilstöðum, er sjötíu og fimm ára í
dag.
70 ára______________________
Agnes Sigurðardóttir, Mánaskál,
Vindhælishreppi, er sjötug í dag.
Sigurlín Helgadóttir, Tunguvegi 72,
Reykjavík, er sjötug í dag.
50 ára________________________
Arndís Halldórsdóttir, Engjaseh 72,
Reykjavík, er fimmtug í dag.
40 ára________________________
Bergþór Atlason, Grundargötu 5b,
Siglufirði, er fertugur í dag.
Sigrún Ingólfsdóttir, Brúnagerði 1,
Húsavík, er fertug í dag.
Árin sem stúdentar og verkámenn
sameinuðust i harðvítugri
baráttu gegn ofriki ríkisstjórna
hins vestræna heims.
Allt um það og lygilegustu
uppákomur þessarar aldar . . .
Upplögð afmælisgjöf.