Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 7
)MÍ
)[. |J
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988.
Viðskipti
Fiskverð í Englandi svipað
og það var í júlí í fyrra
Aö undaníornu hefur veriö tak-
markaöur útflutningur á fiski til
Englands og annarra landa þar sem
seldur er ferskur fiskur. Viröist þetta
hafa orðið til þess að fiskverö er nú
svipað og þaö var í júlí á síðasta ári.
Góð sala í dumbungsveðri
Dumbungsveöur er ekki það ákjós-
anlegasta fyrir keppnina á Wimble-
don. En enginn ræöur viö veðurguð-
ina. Kaupmennirnir á Billinggate
markaðnum voru ánægðir með veðr-
ið því venjulega örvast fisksalan þeg-
ar veðrið er fremur þungbúið. Síð-
asta vika var ömurleg, menn héldu
sig heima og horfðu á tenniskeppn-
ina á Wimbledon. Reynslan hefur
kennt fiskkaupmönnunum það að
seinni vika keppninnar er alltaf betri
hvaö sölu á fiski varðar. Of mikið er
af slæmum fiski á markaðnum og
verðið hefur verið ótrúlega lágt.
Mikið af íslenskum fiski
í næstu viku lítur út fyrir betri
sölur. Það verð sem var 6.-7. júlí var
betra en að undanfómu og var held-
ur fyrir ofan meðalverð.
Mikið var á markaðnum af mjög
ferskum fiski af enskum skipum en
búist var við íslenskum fiski síðar í.
vikunni.
Svipað verð á villtum
laxi og eldislaxi
Alls komu á markaðinn 6. júlí 188
lestir af fiski. 17 tonn voru af norsk-
um laxi, flökuðum og heilum. 1500
kíló voru einnig af reyktum laxi og
frá Skotlandi voru 6 tonn af laxi, þó
aðallega frá Hjaltlandseyjum. VUltur
lax frá írlandi og Skotlandi var einn-
ig á markaðnum og virðist verðið á
honum farið aö nálgast eldislax-
verðið.
Ekki nægilegt framboö
af eldislaxi
Kaupmenn höfðu orð á því að ekki
væri nægilegt framboð af eldislaxi
og nokkrir höfðu orð á að þeir gætu
ekki fullnægt eftirspurninni. Verðið
hefur hækkað nokkuð á laxi síðustu
daga. Verð á óslægðum eldislaxi er
frá 398 til 447 krónur kílóið. Einn
kaupmannanna, sem er með reykhús
rétt viö markaðinn, segist hafa selt
allan sinn lax til Wimbledon. Hann
hefur fost viðskipti við skoska eldis-
stöð. Hann var að fá 20 tonn af fersk-
um laxi og 3 tonn af reyktum laxi.
Mikiö af laxinum, sem er á markaðn-
um, er merkt ákveðnum kaupend-
um.
Engin síld á markaðnum
Síldarkaupmenn kvörtuðu yfir því
að engin síld væri á markaðnum. Um
miðjan mánuð er búist við að skoska
sfidin komi á markaðinn en oftast
er það heldur rýr vara sem fyrst
kemur.
Rækjuverðið er mjög breytilegt um
þessar mundir og halda kaupmenn
aö sér höndum og kaupa ekki fyrr
en ró er komin á markaðinn. Aö
Fiskmarkaður
Ingólfur Stefánsson
undanfómu hefur verið um mjög
slæma rækju að ræða. Það er vel
skfijanlegt að fólk haldi að sér hönd-
um þegar það hefur keypt köttinn í
sekknum.
Söluverð hjá íslenskum skipum í Englandi var á tímabilinu 4.-8. júlí sem hér segir:
Selt magnkg. Verðíerl. mynt Söluverð isl. kr. kr. pr. kg.
Sólborg SU 202 Hull 67 285 00 6? 384 nn 4 R9Q fifiR R4 71 QQ
Gullver NS-12 Grimsby 161.347,00 158.446,16 12.325.685,23 76,39
Særún ÁR-400 Hull 105.987,50 94.167,00 7,367.814,41 69,52
334.619,50 314.997,16 24.533.187,98
Selt magnkg. Veröíerl.mynt Meðalverð pr.kg. Söluverð ísl.kr. kr. pr. kg.
Sundurliðun eftir tegundum
Þorskur 173.865,00 179.809,00 1,03 14.008.586,41 80,57
Ýsa 76.850,00 76.402,60 0,99 5.952.091,38 77,45
Ufsi 47.915,00 27.296,76 0,57 2.122.420,67 44,30
Karfi 23.060,00 17.349,53 0,75 1.349.762,27 58,53
Koli 680,00 669,60 0,98 52.067,82 76,57
Grálúða 800,00 864,00 1,08 67.211,42 84,01
Blandað 11.449,50 12.605,67 1,10 981.048,01 85,68
Samtals 334.619,50 314.997,16 0,94 24.533.187,98 73,32
Fisksölur úr gámum 11. júlí voru eftirfarandi:
Selt magnkg. Verðíerl. mynt Meðalverð pr. kg. Söluverð ísl.kr. kr. pr. kg.
Sundurliðun eftir tegundum »
Þorskur 160.470,00 183.401,40 1,14 14.326.400,36 89,28
Ýsa 58.025,00 58.473,30 1,01 4.567.641,83 78,72
Ufsi 1.960,00 951,00 0,49 74.287,36 37,90
Karfi 3.515,00 1.928,90 0,55 150.676,02 42,87
Koli 11.770,00 11.197,10 0,95 874.661,47 74,31
Grálúða 19.680,00 17.006,80 0,86 1.328.486,18 67,50
Blandað 17.143,75 21.500,10 1,25 1.679.480,31 97,96
Samtals 272.563,75 294.458,60 1,08 23.001.633,54 84,39
Til samanburðar ætla ég að setja hér eina sölu frá 13. júlí 1987.
Islensk rækja á lægra
verði en sú norska
Hér hefur heldur ekki viðrað til
veisluhalda. Sumarið hefur látið á
sér standa og ekki verið veður til
veisluhalda. Islenska rækjan er á
heldur lægra verði en sú norska en
íslendingar hafa tollafríðindi um-
fram Norðmenn og hefur það haft
slæmar afleiðingar fyrir Norge Royal
Greenland, en það fyrirtæki hefur
haft góð viðskipti í Englandi. Ljóti
og vondi úlfurinn er þó Oregon rækj-
an sem kemur frá íslandi og Noregi.
Þessi rækja er slæm vara en rétt að
selja hana um ísland.
Billinggate -fiskverðið:
Villtur lax.......429 til 1492 kr. kg.
Rauðspretta.........121 til 140 kr. kg
Skötubörð, smá..............45 kr. kg
Meðalstór skötubörð.....109 kr. kg
Stór skötubörð.............110 kr. kg
Eldislax............250 til 468 kr. kg
Stórlúða............447 til 536 kr. kg
Meðalstór lúða......322 til 502 kr. kg
Smálúða.............250 til 268 kr. kg
Hausaður þorskur...........179 kr. kg
Ufsaflök....................99 kr. kg
Þorskflök, l.fl............230 kr. kg
Þorskflök, 2. fl...........204 kr. kg
Seltmagn kg. Verðíerl. mynt Söluverð isl. kr. kr. pr. kg.
91 Qfi 9RQ fifi 9 99A Q 9R 7fi fifi
Ýsa 27.000,00 34.202,80 2.156.281,32 79,86
Ufsi 4.365,00 1.756,20 110.717,87 25,36
Karfi 7.980,00 3.880,00 244.610,72 30,65
Koli 200,00 223,20 14.071,42 70,36
Grálúða 0,00 0,00 0,00 0,00
Blandað 2.930,00 2.350,00 148.153,40 50,56
Samtals 74.025,00 77.695,80 4.898.254,02 66,17
Forstjóri AEG
til íslands
Heinz Durr, forstjóri AEG, kem-
ur til íslands í næsta mánuði. Hann
situr hádegisveröarfund Verslun-
arráðs íslands 15. ágúst aö Hótel
Holti. Heins gengur undir nafninu
kraftaverkamaðurinn hjá AEG
verksmiðjunum í Þýskalandi.
Hann kom til fyrirtækisins árið
1980 þegar það var rekiö með tapi.
Nú blómstrar fyrirtækiö. Það er
rekið með gróða og því vegnar vel.
-JGH
GARÐURINN ÞINN VERÐUR
„GÖTUPBÝÐI
EF ÞÚ KLIPPIR LIMGERÐIÐ
MEÐ
<A
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16, s. 691600.