Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Page 9
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988.
9
Utlönd
Gorbatsjov
styður
Jaruzelski
Mikhail Gorbatsjov lýsti yfir stuðn-
ingi við Jaruzelski, leiðtoga pólska
kommúnistaflokksins, í sjónvarps-
viðtali í morgun á fjórða degi opin-
berrar heimsóknar sinnar til Pól-
lands.
Jaruzelski er fylgjandi umbóta-
stefnu Gorbatsjovs og telja frétta-
skýrendur að það hafi átt þátt í að
Gorbatsjov lýsti yfir stuðningi sínum
við pólska leiðtogann. Umbótastefn-
an hefur ekki átt sama fylgi að fagna
í mörgum löndum austantjalds og í
Póllandi.
Gorbatsjov mun hitta nokkra full-
trúa stjómarandstöðunnar í Póllandi
í dag, auk þess sem hann mun skoða
Varsjá. Reuter
Mikhail Gorbatsjov áritar bók sina,
Perestroijka, í opinberri heimsókn
Sinni í Póllandi. Símamynd Reuter
Bréf ráðherra-
frúar tákn um
agremmg
Guimlaugur A Jónssan, DV, Lundi-
Birgitta von Otter, eiginkona
Kjell-Olof Feldts, fjármálaráðherra
Svía, skrifaöi í gær grein í Afton-
bladet, stuðningsblað ríkisstjórn-
arinnar, þar sem hún gagnrýndi
Ingvar Carlsson forsætisráðherra
fyrir hvemig hann hefði tekið á
Ebbe Carlsson-málinu.
Greinin hefur vakið gífurlega at-
hygli vegna þess að hún er talin
geta bent til þess að alvarlegur
ágreiningur sé innan ríkisstjómar-
innar. Að minnsta kosti þykir
mörgum ótrúlegt aö Birgitta von
Otter hafi skrifað grein sem þessa
án þess að eiginmaður hennar, fjár-
málaráðherrann, hafi lagt blessun
sfna yflr þaö.
Birgitta von Otter gagnrýnir for-
sætisráðherrann fyrir aö hafa gert
lítið úr mistökum Önnu-Gretu Lei-
jon dómsmálaráðherra í Ebbe
Carlsson-málinu. Hún gagnrýnir
hann sömuleiðis fyrir að hafa
kennt stjómarandstöðunni um aö
Anna-Greta Leijon varð að víkja
úr embætti og loks gagnrýnir hún
hann fyrir að meðhöndla ráöherra
sfna á mismunandi hátt.
Vísar hún í því sarabandi til þess
að Sten Wickbom hafi engan veg-
inn hlotið sama stuðning og Anna-
Greta Leijon fékk er hann varð að
segja af sér embætti dómsmálaráö-
herra. Hafi brot hans þó engan veg-
inn verið eins alvarlegt og brot.
Önnu-Gretu Leijon er hún lagði
blessun sfna yfir einkarannsókn
Ebbe Carlssonar á Palmemorðinu.
Ingvar Carlsson hefúr neitaö að
tjá sig um grein Birgittu von Otter
og Anna-Greta Leijon hefur sagt
þaö eitt að greinin sé stórfurðuleg
en auðvitað sé Birgittu von Otter
frjálst að hafa þær skoðanir sem
henni sýnist
Bo Turesson, ritari Jafnaðar-
mannaflokksins, var í gær sá eini
af forystumönnum flokksins sem
tjáði sig um greinina. Hann sagöist
þó ekki vilja velta vöngum yfir því
hvort Kjell-Olof Feldt væri sam-
mála innihaldi greinarinnar. Hann
viti það eitt að Feldt hafi verið með
á fundi f forystu flokksins þar sem
Ebbe Carlsson-raálið var rætt á sf n-
um tfraa og þar hafi Ingvar Carls-
son hlotið einróma stuðning fyrir
það hvemig hann hafi tekiö á mál-
inu.
Flest sænsku dagblaöanna fjöl-
luðu um grein Birgittu von Otters
í leiðurum í morgun og er það mat
nokkurra leiðarahöfunda að óþjá-
kvæmilegt sé fyrir fjármálaráð-
herrann að gefa út yfirlýsingu um
hvort hann sé saramála gagnrýni
eiginkonu sinnar eða ekki.
Endurminningar
varla kærkomin
afmælisgjöf
Gunnlaugur A. Jónsson, DV, Lundi:
Sænski leikstjórinn Ingmar Berg-
man er sjötugur í dag. Sænskir fjöl-
miðlar halda upp á þessi tímamót í
lífi leikstjórans heimskunna með
margvíslegum hætti. Þannig flytur
útvarpið sex leikrit hans þessa dag-
ana og sjónvarpið sýnir sömuleiðis
röð af myndum hans.
Fyrir nokkrum dögum sendi bóka-
útgáfufyrirtækið Bra Böcker frá sér
bók Önnu Bergman, einnar af dætr-
um leikstjórans. Varla er það kær-
komin afmælisgjöf fyrir leikstjórann
því í bókinni dregur Anna Bergman
upp heldur ógeðfellda mynd af leik-
stjóranum sem hafi verið heldur
ruddalegur í samskiptum við börn
sín, kallað þau djöflana en að mestu
látiö þau afskiptalaus og til dæmis
aldrei gefið þeim jóla- eða afmælis-
gjafir.
Er ekki laust við að ýmsar lýsingar
Önnu Bergman á föður sínum minni
á lýsingar Ingmars Bergman á æsku
hans í endurminningabók hans, Lat-
ema Magica, er kom út fyrir síöast-
Uðin jól.
Anna Bergman er mjög berorð í
bók sinni og skýrir meðal annars
opinskátt frá því að hún hafi starfað
sem vændiskona í London um skeiö.
„Við seljum okkur öll á einn eða
annan máta,“ voru viðbrögð leik-
stjórans er dóttir hans skýrði honum
frá því.
Aðvara
sandinista
Brottvikning Richards Melton, sendiherra Bandaríkjanna, frá Nicaragua
getur dregið dilk á eftir sér. Hér er Melton að ræða við blaðamenn eftir
að hann kom til Bandaríkjanna. Símamynd Reuter
Öldungadeild bandaríska þingsins
samþykkti í morgun aðvörun til
stjómarinnar í Nicaragua þess efnis
að þingið kynni að samþykkja að
taka á ný upp hernaðaraðstoð við
kontraskæruhða ef stjórnin héldi
ekki í heiðri friöarsamkomulag Mið-
Ameríkuríkja. Þessi ákvörðun kem-
ur í kjölfar brottvikningar átta
bandarískra stjómarerindreka frá
Nicaragua og harðnandi afstöðu
stjórnarinnar þar i landi til stjórnar-
andstöðunnar.
Bandaríkin hættu hemaöaraðstoð
við kontraskæruliða í febrúar í vetur
en hafa stutt þá fjárhagslega að öðm
leyti. Sú aðstoð fellur niður í sept-
ember nk. Aöstoðarutanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, Elliott
Abrams, sagði í gær að hann teldi
víst að fjárhagsleg aöstoð við skæm-
liðana yrði endurnýjuö. Ekki er ljóst
hvort hann var að tala um hemaðar-
lega aðstoð.
Stjóm Nicaragua hefur óskaö eftir
neyðarfundi Samtaka Ameríkju-
ríkja, OAS, til að mótmæla ákvörðun
Bandaríkjanna að visa sendiherra
Nicaragua og sendimanni landsins
hjá OAS, Carlos Tunnerman, ásamt
sjö öðmm fulltrúum úr landi í kjölfar
brottvikningar átta bandarískra
sendiráðsmanna frá Nicaragua. Að
áhti fréttaskýrenda verður fjallað
um þá kröfu stjómarinnar í Nic-
aragua aö sendiherra Nicaragua í
Bandaríkjunum fái að vera um kyrrt
þar sem hann er sendimaður lands-
ins hjá OAS. Sendimaður Bandaríkj-
anna hjá OAS hefur óskað eftir því
að Tunnerman yfirgefi Bandaríkin.
Daniel Ortega, forseti Nicaragua,
varaöi við hernaöaríhlutun Banda-
ríkjanna í Nicaragua og sagðist ekki
verða hissa þó að nú færi í hart milli
ríkjanna tveggja. Reuter
Sakaður um njósnir
Juan Ramon Flores, sem sakaður
hefur verið um að selja stjóm
sandinista í Nicaragua hemaðar-
leyndarmál, neitaöi öhum sakargift-
um við yfirheyrslur í gær.
Flores var sakaöur um aö hafa selt
leyndarmál til Nicaragua og að hafa
njósnað um bandaríska herstöð, Pal-
merola, þar í landi. Hann á að hafa
fengið leiðbeiningar um njósnastörf-
in frá Nicaragua.
Samkvæmt heimildum innan her-
afla Honduras fundust leynileg skjöl
í fórum hans þegar hann var hand-
tekinn. Reuter
------ A FRABÆRU VERÐI
KR. 24.600 STGR.
5 KG • HEITT OG KALT VATN • 14 PRÓGRÖMM • 500 SNÚN-
INGAR • TVÖ SPARNAÐARKERFI • ÍSLENSKUR LEIÐARVÍSIR
SENDUM í PÓSTKRÖFU
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT.
R»
SKIPHOLTI 7, SÍMAR 20080 OG 26800.