Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Side 11
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988.
11
Utlönd
Bush með meira
fylgi en Dukakis
Nýleg skoðanakönnun í Bandaríkj-
unum, sem gerð var á vegum CNN
sjónvarpsstöðvarinnar og USA
Today dagblaðsins, sýnir að George
Bush, varaforseti Bandaríkjanna og
frambjóðandaefni repúblikana i for-
setakosningunum sem fram fara í
haust, nýtur meira fylgis Banda-
ríkjamanna en Michael Dukakis, for-
setaframbjóðandi demókrata í for-
setaembættið.
Bush hlaut 47 prósent atkvæða en
Dukakis 44prósent í könnuninni sem
gerð var dagana 6.-10. júlí sl. Þetta
er í fyrsta sinn í margar vikur sem
skoðanakannanir sýna Bush í
fremstu víglínu. í síðustu skoðana-
könnun, sem gerö var í júní, hlaut
Bush 38 prósent en Dukakis 45 pró-
sent. Skoðanakannanir síðustu vik-
ur sýna flestar aukningu á fylgi
Bush. Þó er ein könnun, sem gerð
var á vegum New York Times dag-
blaðsins og CBS sjónvarpsstöðvar-
innar, sem setur Dukakis á toppinn
með 47 prósent atkvæöa en Bush 39
prósent.
Dukakis biðlar nú til minnihluta-
hópa, einkum blökkumanna, í kjöl-
far vals hans á Lloyd Bentsen, hvít-
um Texasbúa, sem varaforsetaefni.
Dukakis hunsaði blökkumanninn
Jesse Jackson sem keppti við Dukak-
is um útnefningu demókrata til for-
seta og taldi sig hafa rétt á stöðunni
vegna góðrar frammistöðu í forkosn-
ingum. Reuter
George Bush, forsetaframbjóðandaefni repúblikana, nýtur meira fylgis
Bandaríkjamanna en keppinautur hans, demókratinn Michael Dukakis.
Bush sést hér ásamt dr. Henry Zelaya, einum leiðtoga stjórnarandstöðunn-
ar í Nicaragua.
Símamynd Reuter
Úrkoman eins og
blek í þerripappír
Anna Bjamason, DV, Denven
Þrátt fyrir nokkra rigningar-
skúri á suðurhluta þurrkasvæð-
anna í Bandaríkjunum á mánudag-
inn og að spáð sé einhverri úrkomu
á norðursléttunum og i miövestur-
og suöausturhéruðunum í dag,
fimmtudag, er barátta bændanna
enn spuming um líf eða dauöa,
áframhaldandi búskap eða gjald-
þrot.
Stjómvöld i Washington hafa nú
komist að þeirri niöurstöðu að
komuppskera þessa árs verði 26
prósent minni en í venjulegu ár-
ferði, hveitiframleiöslan verði 16
prósent minni og framleiösla
haframjöls dragist saman um 32
prósent og verði því minni en hún
hefur nokkru sinni verið frá þvi
áriö 1874. Stjórnvöld telja aö þetta
muni valda um 1% hækkun á mat-
vörum en ýrasir aðrir spá nú 4-5%
haekkun.
Úrkoman í Kentucky og Ohio á
raánudag mældist 2-3 sentimetrar
en hún hvarf í skrælnaða jöröina
eins og blek í þerripappír. Þá hafði
ekki komið deigur dropi úr lofti á
þessum svæðum í 31 dag og vantaði
dag upp á metárið 1924 þegar ekki
rigndi í 32 daga.
Við úrkomuna lækkaöi hitinn um
15 stig, eða úr 36-38 stigum á cels-
íus í 21-23 stig. Svona rigning má
sín lítils. Langvarandi úrkomu er
þörf. Nú er ástandið verst í miö-
hémðum Illinois og Indiana, þar
er engrar vætu von.
LAUSAR KENNARASTÖÐUR
Tvo kennara vantar að Reykholtsskóla í Biskups-
tungum. Meðal kennslugreina íþróttir.
Upplýsingar veita Unnar Þór í síma 98-68831 og Þor-
finnur í síma 98-68863.
Rakarastofan Klapparstig
Sími 12725
Hárgreiðslustofan Klapparstíg
Tímapantanir
13010
Tilkynning til
launaskattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að
gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina maí og júní er
15. júlí nk.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn-
heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og
afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið
Nýkomnar
rafmagnsvindur
200 kg lyftigeta.
Fylgibúnaður: gálgar,
hlaupabraut, hjóla-
vagn og vinnupalla-
festingar. Verð aðeins
kr. 75.000,00 með
fylgibúnaðinum.
Góð greiðslukjör.
Aðeins örfáar vindur
eftir.
Pallar hf.
VESTURVÖR 7 • S. 42322
RENNIBEKKIR TIL AFGREIÐSLU
Ríkisstyrkir
gætu riðið
baggamuninn
Talið er að þurrkarnir og afleiöing-
ar þeirra geti haft úrslitaáhrif í for-
setakosningimum í Bandaríkjunum
sem fram fara þar í landi í haust.
George Bush, forsetaframbjóð-
andaefni repúblikana, á undir högg
að sækja í landbúnaðarhéruðunum
og telja margir að taki stjómvöld
ekki á honum stóra sínum í þessu
máli komi þaö til með að skaða sigur-
líkur Bush en hjálpa Michael Dukak-
is, forsetaframbjóðandaefni demó-
krata.
Það rigndi lítið eitt á þurrkasvæð-
unum í byijun vikunnar en ekki er
talið að það hafi verið nægjanlegt til
að koma í veg fyrir stórfelldan upp-
skembrest. Nú standa margir bænd-
ur frammi fyrir gjaldþroti í kjölfar
þessara þurrka.
Hvert þó í þreifandi! Regndansinn hefur áhrif. - Hinir miklu þurrkar, sem
staðið hafa yfir í miðrikjum Bandaríkjanna og hugsanleg áhrif þeirra á fylgi
Bush varaforseta, hafa hér orðið teiknaranum Lurie efni í skopmynd.
L 900 BM
Hæð i miðlínu 159 mm
Lengd á milli odda 900 mm
M/fylgihlutum kr. 214.315,-
m/söluskatti
L 450
Hæð i miðlinu 102 mm
Lengd á milli odda 450 mm
M/fylgihlutum kr. 88.163,-
m/söluskatti
HAGSTÆTT VERÐ
rsteinsson
&ionnsonhf.
ARMÚLA1 - SÍMI68-55-33
Umsjón Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Steinunn Böðvarsdóttir