Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. Útlönd Konur og börn í Bangladesh freista þess aö laumast yfir landamærin til Indlands í leit að betri lífskjörum. Börnin eru seld í þrælavinnu en konurnar í vændi Nær hvern morgun má sjá stóra hópa barna og kvenna laumast yfir landamæri Bangladesh til Indlands í leit að betra lífl. Þau láta glepjast af loforðum þrælasala nútímans sem heita þeim gulli og grænum skógum handan landamæranna. Þegar á leið- arenda er komið blasir ískaldur veruleikinn viö, böm eru seld í þrælavinnu og konur í vændi. Þrælasala af þessu tagi hefur auk- ist töluvert í Bangladesh þar sem barna og kvenna til nágrannarikj- anna. mikil fátækt og atvinnuleysi í sveita- héruðunum neyðir marga til að freista gæfunnar annars staðar. Meöalárslaun í Bangladesh eru um 160 dollarar og þrælasalarnir not- færa sér ástandið út í æsar. Arðbær „atvinnugrein“ „í dögun fara stórir hópar kvenna og barna allt niður í fjögurra ára gömul yfir landamærin í von um að þar sé aö finna atvinnutækifæri og betra líf,“ sagði Kazi Hasan Mujahid, yfirmaður vopnaðrar sveitar landa- mæravarða sem staðsett er á landa- mærum ríkjanna 330 kílómetra norð- vestur af Dacca, höfuðborg Bangla- desh. Að sögn Mujahid er slík þrælasala arðbær atvinnugrein þar sem hundr- uðum er smyglað yfir landamærin í mánuði hverjum. Það sem af er þessu ári hafa landamæraverðir bjargað um 2.000 konum og börnum úr klóm þrælasala en mun fleiri sleppa í gegn. Þrjátíu þrælasalar hafa veriö hand- teknir, þ.á m. einn sem viðurkenndi að hafa selt fimm ungar stúlkur í kvennabúr á Indlandi. Sumir þrælasalanna segja að ung böm, sem seld eru á um 60 dollara til nágrannalandanna Pakistan og Indlands, séu mörg hver þjálfuð til aö stunda glæpastarfsemi. Aðrir segja að börnin séu seld, síðar lífiátin og nýrun úr þeim seld til sjúkra- húsa. Yfirmenn sjúkrastofnana hafa neitað þessu. Ungar konur eru seldar til Indlands fyrir um 100 dollara, eða sem svarar um 45 þúsund íslenskum krónum, að sögn landamæravarða. Verðið fer þó nokkuð eftir útliti, heilsufari og aldri. Hægt er að setja mun hærra verð á stúlkurnar séu þær seldar til Pakistan eða Mið-Austurlanda að sögn varðanna. Róttækra aðgerða þörf Til aö sporna á móti þeirri gífur- legu aukningu, sem hefur átt sér stað í sölu barna og kvenna yfir landa- mærin, er róttækra aðgerða þörf. í síðustu viku samþykkti þingið í Bangladesh lagafrumvarp aö til- stuðlan Moudud Ahmed forsætisráö- herra þar sem dauðarefsingu er beitt gegn þrælasölum af þessu tagi. Samtök kvenna í Bangladesh segja aö ekki nægi að setja lög til að sporna á móti aukinni glæpatíðni. Yfirvöld verði að gera átak í að bæta lífskjör fólks í sveitahéruðum Bangladesh. Reuter 1 tjKbniMHtL l?Óp<)l Kópal Dýrótex er útimálning sem dugar vel jm. málning'f Veldu Steinvara 2000 gegn steypu- skemmdum Bmálning'h Ræða samvinnu í umhveifisvernd Gizur Helgason, DV, Reeisnæs: Stór hluti af mengun Norðursjávar orsakast af efnaúrgangi sem kemur meðal annars frá stóránni Elbu. Þijú lönd hafa í sameiningu eitrað fljótið, það er Tékkóslóvakía, Austur-Þýska- land og Vestur-Þýskaland. Nú hafa Austur-Þýskaland og Vest- ur-Þýskaland í fyrsta sinn hafið um- ræður um hreinsun á fljótinu en auk þess um aukna samvinnu í barátt- unni gegn mengun í framtíðinni. Samkvæmt áliti Vestur-Þjóðverja koma um níutíu prósent af öllum þeim eiturefnum, sem losuð eru í Elbu, frá brúnkolaiönaði Austur- Þýskalands og öðrum þungaiðnaði sem mengar bæði Elbu og þverár hennar. Þar sem Elba rennur með- fram landamærum Austur-Þýska- lands og Vestur-Þýskalands hafa mælst, miðað við ár, 160 þúsund tonn af köfnunarefni, 10 þúsund tonn af fosfór, 23 tonn af kvikasilfri, 124 tonn af blýi, 112 tonn af arseniki auk fjölda tonna af öðrum eiturefnum. Neitar alfarið Austur-Þýskaland neitar því alfar- ið að vera aðalsökudólgurinn í svín- aríinu og bendir á bróðurlandið Tékkóslóvakíu sem eyðir heldur ekki of miklu fé til umhverfisverndar- mála. Vestur-þýski umhverfismálaráð- herrann, Klaus Tepser, er um þessar mundir til viöræðna um menguuar- mál í fyrsta sinn í Austur-Þýska- landi. Hann hefur nú nýverið hert á mengunarlöggjöfinni, sér í lagi hvað varðar losun fosfats og köfnunarefn- is frá vatnshreinsunarstöðvum sveitarfélaga í V-Þýskalandi. Tvær hindranir Hann hefur í viðræðunum rekist á tvær meginhindranir þegar um hef- ur verið að ræða losun úrgangsefna í Elbu. í fyrsta lagi segir hinn a-þýski starfsbróöir hans, Hans Reichelt, að hann þoli enga afskiptasemi erlendis frá um innri málefni A-Þýskalands. í öðru lagi segir hann að A-Þýskaland myndi verða mun jákvæðara ef stríð- ið á milli Bonn og A-Berlínar um landamærin við Elbu væri leitt til lykta. Álit Bonnstjórnarinnar í þessu máli er það að landamæri A-Þýska- lands og V-Þýskalands viö Elbufljót séu við a-þýska árbakkann en A- Þjóðverjar segja landamærin liggja í fljótinu miðju. Landamæranefnd Sameiginleg landamæranefnd hef- ur lengi rætt þetta vandamál en Bonn óskar alls ekki eftir að tengja þessar landamæraerjur við um- hverfisvandamálin því þá er hætt við að langur tími líði þar til Elba verður hrein á ný. í umræðum umhverfismálaráð- herranna tveggja kom í ljós að A- Þýskaland hefur mikinn áhuga á aðstoð frá V-Þjóðverjum í tengslum við mengunarvarnir. Bonn hefur nú þegar greitt 86 milljónir þýskra marka fyrir vatnshreinsikerfi í A- Berlín og A-Þýskaland væntir meiri aðstoðar, bæði á tæknisviðinu og á fjármálasviðinu. Það er þó takmarkað hvað Bonn- stjórnin getur ausið út til a-þýskra mengunarvarna því ríkiskassinn er tómur. Hinu ber að fagna að fyrsta skrefið er stigið á milli A-Þýskalands og V-Þýskalands í umhverfisvernd- armálum. Mikill áhugi er fyrir olíuleit á Svalbarða og komast færri að en vilja. Gefast ekki upp við olíuleitina Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: V onir Norðmanna um að fmna olíu á Svalbarða hafa ekki minnkað með árunum þó enn hafi ekki tekist að finna nægilegt magn, hvorki af olíu né gasi. I sumar veröur borað fyrir olíu í fjórtánda sinn á Svalbarða. Norska ríkisfyrirtækið Statoil, British Pet- roleum og Norsk Hydro og Nordisk Polar Invest eru meðal þeirra sem taka þátt í framkvæmdunum. Sovétmenn eru líka að leita að olíu á Svalbarða en norsk yfirvöld vita ekki til þess að tilraunir þeirra hafi borið árangur enn sem komið er. í fyrra var borað fyrir fimmtíu milljónir norskra króna á Svalbarða. Jarðlög hafa verið mæld nákvæm- lega á fjögur þúsund kílómetra löngu svæði. í fyrra var borað niður á sautj- án hundruð metra dýpi og niðurstöð- urnar voru þær jákvæðustu sem fram hafa komið til þessa. Svalbarði hefur allt aðrar skatta- reglur en aörir hlutar Noregs og því myndi vera sérlega hagstætt fyrir olíufélögin að finna gas eða olíu þar. Áhuginn fyrir leitinni er mikill og komast færri að en vilja. Kolavinnslan á Svalbarða gengur þar á móti illa. Námumar eru reknar með miklum halla og framleiðslan í ár verður minni en áætlað var vegna elda í einni námunni sem loguðu í margar vikur. Til þess að búseta geti haldist á Svalbarða, eins og norsk yfirvöld vilja, þarf að koma á fót nýjum at- vinnugreinum á eyjunum. Álþjóðleg rannsóknarstöð fyrir náttúru- og umhverfisrannsóknir er eitt af því sem kemur til greina. Þar aö auki er áhugi fyrir því að auka ferðamanna- strauminn til eyjanna. Föst búseta á Svalbarða er mikil- vægur þáttur í stefnu Norðmanna, meðal annars gagnvart Atlantshafs- bandalaginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.