Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. Menning Á sýningu sýninganna Engin alþjóöleg myndlistarsýning gerir eins mikið fyrir myndlistina og hinn rómaði Tvíæringur í Feneyjum. Bíennalinn svonefndi. sem fyrir nokkrum dögum var opnaður i fer- tugasta og þriðja sinn. Hér á ég við að sjálft umhverfið. og þá helst sætabrauðshallirnar og oarokkkirkjurnar við sólmistraða kanalana. bregður svo ævintýraleg- um ljóma á þau myndverk sem þarna eru til sýnis að þau fá aukna þýðingu i huga sérhvers áhorfanda. Ég man til dæntis eftir verkum sem voru skelfilega þreytandi er þau voru til sýnis á stórri þýskri sýningu en blómstruðu þegar til Feneyja var komið. Hin aðkomnu myndverk verða einnegin eins og eðlileg framlenging á þvi ..Gesamtkúnstverki" sem Fen- eyjar sjálfar eru en ekki partur af timabundinni innrás mtTtdlistarinn- ar. eins og gerist í vestur-þýsku smá- borginni Kassel fimmta hvert ár þeg- ar efnt er til „dókúmentu". í Fene>jum má líka sniðganga þann herskara af sjálfumglöðum art- istum, girugum galleristum og þung- brýndum, þýsk-innréttuðum kenn- ingasmiðum, sem venjulega yfirtaka alþjóðlegar listsýningar af þessari stærðargráðu, og leita sér öðruvísi andlegrar upplyftingar í gömlum kirkjum og höllum, svo og líkamlegr- ar á ótal matsölustöðum. Sú gastrónómíska upplifun að borða svart spaghetti, það er með kolkrabbasneiðum og blekinu með, var mér til dæmis á við meiri háttar fagurfræðilega reynslu. Þotugengi og kúltúrfólk Þarna úti í „Giardini", görðunum frægu út með ströndinni, var undir- ritaöur samt staddur á opnunarat- höfn Bíennalsins, innan um þotu- gengið og löggilt kúltúrfólk eins og Melínu Mercouri og Jack Lang, að- eins tæpar átta klukkustundir frá íslandi, þökk sé beinu flugi Arnar- flugs til Mílanó. Undir ræðuhöldum aðstandenda og hæstvirtra þingmanna mátti gamna sér við að horfa á mannfólk- ið, grásprengda þýska listamenn í buxum úr krókódílaskinni, ásamt með vel tilhöíðum og öllu yngri við- höldum, fíngerða ítalska galleríeig- DV á Bíennalnum í Feneyjum endur af karlkyni (held ég), afar vel varðveittar franskar aðalsfrýr með gullbönd um sig miðja, kinnfiska- sogna gagnrýnendur meö sóttlúta- glampa í augunum. Við Norðurevr- ópubúar skárum okkur helst úr fyrir svitastorknar skyrtur og skrauíþurr- ar tungur. Loks linnti ræðum og fjöldinn rauf tvöfalda röð karabíneranna, hinna bráðsnyrtilegu ítölsku lögreglu- manna. og flæddi inn í hina ýmsu sýningarstaði þjóðanna þar sem margir listamenn voru enn að hag- ræða verkum sínum. Áður en lengra er haldið er rétt að skýra fyrirkomulag á þessari elstu alþjóðlegu myndlistaruppákomu heims. Fjölskrúðug sýning í meginatriðum má segja að í dag sé Bíennalinn í Feneyjum samansett- ur úr þrenns konar sýningum, sýn- ingum þjóðanna, sem nú eru 45 tals- ins, alþjóðlegum stórsýningum, sem taka fyrir þróunina í samtímalistum eða ganga út frá einhvers konar stefi, og hinum svokölluðu kynningarsýn- ingum eða „Aperto“, þar sem nefnd alþjóðlegra gagnrýnenda velur ákveðinn fjölda ungra listamanna „á uppleið" og gefur þeim tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þar að auki hafa gestgjafarnir, ítal- ir, ævinlega verið fyrirferöarmiklir á sýningunni, eru til dæmis með stærsta sýningarskálann og sérsýn- ingar í honum eða við hann. Sökum ýmissa skrifræðilegra vandræða hófst undirbúningur þessa Bíennals nokkru síðar en venjulega, sem varð til þess að hætt var við aö setja upp „tema" sýningar og sögulegar listsýningar. Þess í stað einbeittu allir aðilar sér einfaldlega að þvi að sýna gott og fjölbreytt úr- val nútímalistar í háum gæðaflokki. Þetta er því tæplega eins heildstæð- ur Bíennall og venjulega. Hann er hins vegar mjög fjölskrúðugur, ekki síst kynningarsýningin, „Aperto 88“, þar sem hvorki fleiri né færri en 86 ungir listamenn frá 25 löndum sýna ótrúlega mörg sterk myndverk af öllum gerðum. Ekki sakar að kynningarsýningin fer fram í hinu svokallaða „cordi- ere“, fomri hampiðju, sem er eitt- ■ ■ m ll* «:v Æ 1«Nl >lÍIí hvert skemmtilegasta sýningarlókal sem undirritaður hefur litið. Þjóðlistamenn Þar fyrir utan er svo hin venjulega sýning þjóðanna í skálum vítt og breitt um sýningarsvæðið, sýning á verkum 25 „valdra“ myndhöggvara (t.d. Segal, Nevelson, Caro, de Koon- ing, Chillida o.fl.) á sama svæði, úr- val 19 ítalskra listamanna í ítalska skálanum, „Ambiente Italia“, sem er sýning á verkum 8 útlendra lista- manna (m.a. Dibbets, Le Witt, Matta, Twombly) sem búa og starfa á Ítalíu, og loks lítil sýning á ítalskri afstrakt- list frá eftirstríösárunum (Guttuoso, Santomaso, Vedova o.fl.) þegar ítalir fóru aftur að gera sig gildandi í al- þjóðlegri myndlist eftir næstum þrjá- tíu ára valdaskeið fasista. Nú má auðvitaö deila um gildi þess að skipuleggja listsýningar á „þjóð- legum" forsendum, enda hefur það sýnt sig að ýmsir þeir listamenn, sem hafðir eru í hávegum í heimalöndum sínum, eru alls ekki til útflutnings. Mörgum útlendingum gengur til dæmis erfiðlega að átta sig á mynd- list Kjarvals, svo eitt dæmi sé nefnt. Sem aftrar sumum löndum ekki frá tilraunum til að markaösfæra „sína menn“ með hanastélsveislum og fima vönduðum sýningarskrám. Grikkir gefa til dæmis út litprentaða doðranta um fulltrúa sína, Caiúaris og Nikos, sem standa því miður ekki undir slíkri viðhöfn. Samt verða þessar sýningar þjóð- Meðal þess sem athygli vakti á sýningunni voru tréportrett- myndir Japanans Katsura Funakoshi, sem báru nöfn eins og „Sunnanvindur“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.