Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. 23 • Kristinn Lúðvíksson er harla án- ægður eftir að hafa slegið holu í höggi. DV-mynd JS Holaíhöggi á Húsavík Jóhannes Siguijónsson, DV, Húsavik Á meistaramóti Golfklúbbs Húsa- víkur, sem haldiö var á velli klúbbs- ins, Katlavelli, um síöustu helgi bar þaö helst til tíöinda að Kristinn Lúö- víksson fór holu í höggi. Aðeins 5-6 golfleikarar hafa leikið þetta afrek á Katlavellinum. Höggið góöa sló Kristinn á 5. braut vallarins. Helstu úrslit á mótinu uröu annars þau aö í meistaraflokki karla sigraði Kristján Hjálmarsson en í kvenna- flokki Sólveig Skúladóttir. Iþróttir Þýskt blað um Kristján Arason, Pál Olafsson og Atfreð Gíslason Allir fóni þeir heim með tár í augunum í að leika aftur í Vestur-Þýskalandi Sgurður Bjömsson, DV, Þýakalandi: Vera íslenska landsliðsins í handknattleik í Vestur-Þýskalandi á dögunura vakti mikinn áhuga þýskra blaöa og um þrjá íslenska lands- liðsmenn hefur mikiö verið íjallaö. Það eru þeir Kristján Arason, Páll Ólafsson og Alfreð Gíslason, en allir hafa þeir gert garðinn fræg- an með liðum í Vestur-Þýskalandi. 1 þýska blaðinu er sagt að þre- félaga.Þar segirPállÓlafssonmeð- menningarnir séu það góðir, þegar al annars, en hann mun sem kunn- þeir leiki saman inni á vellinum, ugterleikameöKRánæstakeppn- að þýska landsliöiö geti ekki státað istímabili: „Égerennþá í góðu sam- af svipuðum leikmönnum. Einnig bandi viö Dusseldorf og ég get vel er greint frá því að Þorgils Óttar hugsað mér áð leika aftur i Þýska- Mathiesen hafi oft í samvinnu viö landi.“ þremenningana splundraö vöm • Kristján Arason segir: „Eftir Þjóðverja í landsleik þjóðanna á fóstudagskvöldið. „Allir fóru þeir með tárin í augunum“ Blaðið sem hér um ræðir segir í fyrirsögn að þeir Krislján, Alfreð og Páll hafi allir „heimþrá" i bund- esliguna og í raun hafi þeir horfið á braut með tárin i augunum. Allir hafi þeir kunnaö rojög vel við sig í Þýskalandi en ólympíuleikamir hafi sett strik í reikninginn. „Get hugsað mér að spila aftur í Þýskalandi" Blaöið birtir stutt viötöl við þá ólympíuleikana mun ég fara til Tecca á Spáni og ég vil gjaman eiga þátt í því að liðið verði spánskur meistari. Hvað gerist eftir næsta keppnistímabil á Spáni er ekki gott að segja til um á þessari stundu. Ég vil gjaman koma heim aftur í bundesliguna." • Eftir Alfreð Gíslasyni er haft: „Tíminn hjá Essen er mjög eftir- minnilegur og það er síöur en svo hægt að strika hann út. Essen er mitt annað heimill En ég hef feng- ið góða vinnu á íslandi og ég verð að hugsa til framtíöarinnar. En ef eitthvaö kæmi upp á varðandi Þýskaland myndi ég íhuga málin vel.“ Einbeitni Kristjáns minnir á Ivan Lendl Þýska blaöiö endar grein sína á stuttri lýsingu á þeim þremenning- um. Þar segir aö einbeitni Kristjáns minni ekki á neitt annað en Ivan Lendl tennisstjömu, Páll Ólafsson sé alltaf sami glaði strákurinn og Alfreð sé jafnan alvarlegur en mál- efnalegur. • Kristján Arason eins og ivan Lendl. einbeittur • Páll Olatsson - alltaf sami glaði strákurinn. • Alfreð Gíslason - alvarlegur en málefnalegur. • Sebastian Coe kemur í mark í 800m hlaupinu í London á timanum 1:46,13 mín. Coe hefur ekki gengið heill til skógar lengi en nú virðist vera að rofa til hjá þessum skemmtilega hlaupara að nýju. Símamynd/Reuter Grand Prix mót í frjálsum í Nice og London: Aouita vann þrjá sigra á sex dögum Frábær árangur náðist á Grand Prix mótum í frjálsum íþróttum sem fram fóru í Nice í Frakklandi og Lon- don á dögunum. Fjórir íþróttamenn náðu bestu tímum ársins í hlaupum og einn þeirra var Marokkómaður- inn Said Aouita. Hann vann sinn þriðja sigur í 1500m hlaupi í Nice á aðeins sex dögum og fékk tímann 3:32,69 mín. Aouita er greinilega búinn að finn sitt gamla form á ný eftir að hafa tábrotnað í mars á þessu ári og verið frá keppni í tvo mánuði af þeim sök- um. • Peter Koech frá Kenýa náði mjög góðum tíma í 3000m hindrunarhlaupi og fékk tímann 8:11,61 mín. scm er fjórum sekúndum betri tími en náðst hefur í heiminum á þessu ári. • Yvonne Murray frá Bretlandi hljóp 3000m í fyrsta skipti á þessu ári og sýndi snilldartakta. Hún hljóp á 8:37,22 mín sem er einnig fjórum sekúndum betri tími en náðst hefur á þessu ári. • Paula Ivan frá Rúmeníu hljóp 1500m á 4:00,14 mín sem er rúmum tveimur sek. betri tími en náðst hefur fyrr á þessu ári. • Af öðrum úrslitum á Grand Prix mótinu í Frakklandi má nefna sigur Svíans Patricks Sjöberg í hástökki karla en hann vippaði sér yfir 2,37 metra. Linford Christie frá Bretlandi sigraöi á lOOm hlaupi á 10,18 sek og bar þar sigurorð af Nígeríumannin- um Chidi Imoh sem hljóp á 10,28 sek. Sebastian Coe í fjörið á ný Breski stórhlauparinn Sebastian Coe er kominn á hlaupabrautina á ný eftir nokkra fjarveru og hann þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigri sínum í 800 metra hlaupi á Grand Prix móti í London sem fram fór tveimur dögum fyrir Grand Prix mótið í Frakklandi. Coe hljóp á 1:46,13 mín. en sá sem kom næstur var Steve Heard, landi Coe, á 1:46,69 mín. Steve Crabb, þriðji Bretinn, varð þriðji á 1:46,74 mín. • Linford Christie frá Bretl'andi og Nígeríumáðurinn Chidi Imoh háðu mikið einvígi í lOOm hlaupinu og sigraði Bretinn á 10,25 sek en Imoh fékk tímann 10,27 sek. • Sovétmaðurinn Romas Ubartas sigraði í kringlukasti og kastaöi 66,42 metra. Imrich Bugar frá Tékkósló- vakíu varð annar með 64,96 metra. • Ulf Timmermann, heimsmethafi í kúluvarpi karla, sigraöi í kúluvarp- inu og varpaði 21,29 metra. • Said Aouita frá Marokkó sigraði í 1500m hlaupinu á 3:36,50 mín. • Heimsmethafinn í lOOm grindar- hlaupi kvenna, Yordanka Donkova frá Búlgaríu, sigraði í llOm grindar- hlaupinu og fékk tímann 12,89 sek. -SK • Linford Christie, Bretlandi, og Nígeriumaðurinn Chidi Imho háði mikil elnvígi i 100m hlaupi i London og Nice. Linford, sem er til vinstri, sést hér koma í mark á Grand Prix mótinu í London en hann sigraði einnig i Nice. Simamynd/Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.